Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 50

Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 50
50 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ sem erum miðaldra eða eldri þekkjum orðið „tossi“, sem börnin okkar þekkja ekki. Við sem vorum „tossar“ fengum þennan stimpil af því að okkur gekk ekki vel í skóla. Ef til vill áttu lestrarerfiðleikar þátt í hve illa gekk. Lesblindu var lítill gaumur gefinn og lítinn skilning að fá. Margir hverjir gáfust upp og hættu í skóla. Við tók oftast erfið lífs- barátta og feluleikur með afleiðingar lesblindunnar. Það var og er skömm að kunna ekki að lesa og skrifa, svo vel sé. Ég er gamall „tossi“ með reynslu af þessum erfiðleikum. Það fylgja þessu hömlur sem margir gera sér ekki grein fyrir og mörg ljón eru í veginum í daglegu lífi. Þetta er ákveðin fötlun. Ég nefni sem dæmi: Maður með slæma lesblindu les hvorki né skrifar í nálægð annarra og les yfirleitt helst ekki. Þetta þýðir að Mogginn er t.d. ekki lesinn, textinn á sjónvarpinu er allt of hraður, opin- berar stofnanir og bankar eru ógn- vekjandi. Erfitt er að sækja um vinnu, samskipti við aðra eru stress- andi vegna óöryggis og að styðja við börnin í tengslum við skóla og nám er óhugsandi. Þannig mætti lengi telja. Til er hjálp en til þess að fá hjálp þarf „tossinn“ að koma út úr skápn- um og bera sig eftir björginni sjálfur. Það er átak að viðurkenna veikleika sína, en að mínu mati er það ákveðið frelsi. Til þessa hefur leiðin eftir hjálp í kerfinu verið afar erfið. Við treystum okkur oft ekki til að sækja kennslu í hóptíma í skóla og allra síst að sitja með krökkum á aldur við barnabörnin. Við þurfum, hvert og eitt, til að byrja með sérstakan og markvissan stuðning, t.d. einkatíma og jafnvel sérstaka aðstoð. Mitt mat er að menntamálaráðuneytið þurfi markvisst að taka á þessu máli strax, varðandi miðaldra lesblinda, og mæta þörfinni á þeirra forsendum. Það er ekki réttlátt og auk þess kostnaðarsamt að þurfa að kaupa einkatíma í lestri og skrift. Það er miður að Lestrarmiðstöð KHÍ lagð- ist af á síðasta ári. Til að einstaklings- miðuð hjálp fáist þurfa þeir sem eiga við lesblindu að stríða að opna sig og bera sig eftir hjálpinni. Í Ármúla- skóla var sl. haust haldið námskeið á vegum kennaranna Elínar Vilhjálms- dóttur og Sveinbjargar Sveinbjörns- dóttur, sem t.d. hjálpaði mér að kom- ast yfir þröskuldinn og tjá mig um þetta mál. Eins og ég nefndi lesa „blindir“ ekki Moggann og bið ég því aðra að vekja máls á þessu og hvetja til um- ræðu um lesblindu. Þar sem ég sjálfur er ekki góður penni vegna lesblindunnar fæ ég að- stoð við að koma hugsunum mínum á blað. SIGURJÓN SIGURÐSSON, Álfhólsvegi 69, Kópavogi. Ert þú „gamall tossi“? Frá Sigurjóni Sigurðssyni: Í MORGUNBLAÐINU 3. mars er frétt á bls. 2 sem nefnist: „Óttast rang- færslur náttúruverndarsamtaka“. Þar er haft eftir Valgerði Sverrisdóttur að með því að upplýsa erlendar lánastofn- arnir um vafasamar stórframkvæmdir hér á landi „sé verið að bregða fæti fyr- ir lýðræðið“. Iðnaðarráðherra hefur áður látið frá sér fara hve ólýðræðis- legt það væri, að hópur fólks mótmælti einhverju sem ríkisstjórn hennar stæði fyrir. Opinber mótmæli eru reyndar nokkuð sem ráðamenn hér á landi eru ekki vanir að sjá. Venjulegur Íslend- ingur er yfirleitt ánægður að fá „brauð og leiki“ eins og í gamla Rómaveldinu. Almenningur er upptekinn af því hvernig Ísland stendur sig í handbolt- anum, hvort boxa megi á Íslandi. Mik- ilvægt þykir hvernig nútímafólk á að klæða sig og hvaða lag kemst í Euró- vísjónkeppni. Nýjasti megrunarkúr- inn hefur unnið hug og hjarta margra og hvaða líkamsrækt er best að stunda til að öðlast vöxt eins og film- stjörnur nútímans. Daglegt amstur tekur drjúgan tíma margra og fæstir mega vera að því að spá í pólitíkina. En svo hefur það gerst nýlega að hóp- ur fólks sem fylgist með pólitískum málum hér á landi gerir athugasemd- ir við stórframkvæmdir við Kára- hnjúka sem snerta alla þessa litlu þjóð. Reynt hefur verið að þegja mót- mæli þeirra í hel, stimpla þá sem öfgasinna og hundasúrutínara, kalla þá lygara og þjóðóvini. Þessi hópur hefur samt náð að koma fram í fjöl- miðlunum og það sem merkilegt er: þessi hópur hefur stækkað og er orð- inn háværari. Og hann hefur vakið at- hygli í útlöndum. Er þetta ólýðræð- islegt? Valgerður, hvað er lýðræði? Er lýðræði að keyra í gegn með of- forsi stærstu og umdeildustu fram- kvæmd Íslandssögunnar sem veldur óafturkræfum spjöllum á náttúru- perlum landsins? Er lýðræði að byrjað sé á fram- kvæmdum löngu áður en öll leyfin liggja fyrir? Er lýðræði að ríkisstjórnin neiti al- menningi um mikilvægar upplýsingar í sambandi við samning um orkuverð til Alcoa? Er lýðræði að svelta byggðarlög á landinu árum saman svo ekkert mál verður að tæla fólkið með gylliboðum stóriðjunnar? Er lýðræði að við umræður um ál- versfrumvarp er þingsalurinn tómur og enginn í stjórnmálaflokkunum nennir einu sinni að hlusta á rök and- stæðinganna? Það er langt síðan ég hef orðið vitni að jafn sorglegum atburði á þinginu. Þýðir það ekki að ákvörðunin um þetta mál er fyrir löngu tekin? Reyndar hafði Halldór Ásgrímsson lýst því yfir löngu áður að það þýddi ekkert að setja sig á móti fram- kvæmdum við Kárahnjúkana, – þetta væri hvort sem er ákveðið. Þetta sagði hann áður en umhverfismatið var afgreitt. Er þetta lýðræði? Er lýð- ræði, Valgerður, að fela fyrir kjósend- unum hvaðan allir peningarnir koma til að fjármagna áróður stjórnmála- flokkanna? Af hverju má ekki gefa skýrslu um það? Hvað er verið að fela? Af hverju má ekki lýðurinn ráða? Af hverju getum við ekki fengið þjóðaratkvæðagreiðslu um Kára- hnjúkavirkjun? ÚRSÚLA JÜNEMANN, kennari. Hvað er lýðræði, Valgerður? Frá Úrsúlu Jünemann:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.