Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. REKSTRARKOSTNAÐUR lífeyris- sjóðakerfisins í heild nam rúmum ein- um milljarði króna á árinu 2001 og hafði þá hækkað um tæpan þriðjung á tveimur árum frá árinu 1999 þegar kostnaður af rekstri lífeyrissjóðakerf- isins var um 760 milljónir króna, sam- kvæmt tölum sem er að finna í árs- skýrslum Fjármálaeftirlitsins um rekstur lífeyrissjóðanna í landinu. Hækkunin nemur 59% á fimm árum og er enn meiri þegar einnig er tekið tillit til þess skrifstofu- og stjórnunar- kostnaðar lífeyrissjóða sem færður er sem fjárfestingargjöld. Sá kostnaður hefur tvöfaldast á ofangreindu tímabili og að honum viðbættum hefur rekstr- arkostnaður lífeyrissjóðakerfisins vax- ið um 77% á fimm ára tímabili. Þegar kostnaður við rekstur lífeyr- issjóðakerfisins í heild er skoðaður, þ.e.a.s. sá hluti sem færður er sem rekstrarkostnaður, kemur í ljós að hann var 633 milljónir kr. á árinu 1997, hækkaði í 680 milljónir 1998 og 760 milljónir 1999. Kostnaðurinn hækkaði síðan í 891 milljón árið 2000 sem er rúmlega 17% hækkun milli ára og í 1.006 milljónir kr. 2001 sem er tæplega 13% milli ára. Hækkunin á þessu fimm ára tímabili nemur 59%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 24% frá 1997 til 2001. Á sama tíma hefur lífeyrissjóðun- um fækkað um 12 úr 66 sjóðum árið 1997 í 54 sjóði á árinu 2001. Þar af eru 40 sjóðir sem reknir eru án ábyrgðar annarra og 14 þar sem launagreið- endur ábyrgjast skuldbindingar sjóð- anna. Hins vegar hefur sjóðfélögum og lífeyrisþegum lífeyrissjóðanna fjölgað verulega. Þannig fjölgaði sjóð- félögum úr 139.086 árið 1997 í 194.453 árið 2001 eða um tæp 40% og lífeyr- isþegum fjölgaði úr 41.045 í 52.523 eða um tæp 28%. Hluti rekstrarkostnaðar færður sem fjárfestingargjöld Þessar kostnaðartölur segja hins vegar ekki alla söguna, þar sem hluti rekstrarkostnaðar lífeyrissjóðanna er færður sem fjárfestingargjöld. Skrif- stofu- og stjórnunarkostnaður sem færður er undir fjárfestingargjöld meira en tvöfaldaðist á ofangreindu tímabili. Hann nam 303 milljónum ár- ið 1997 en hefur hækkað jafnt og þétt síðan og nam 653 milljónum 2001. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða- kerfisins í heild að viðbættum þessum kostnaði hefur því hækkað úr 936 milljónum kr. árið 1997 í 1.659 millj- ónir króna árið 2001 eða sem nemur 77% á ofangreindu tímabili. Tölur um rekstrarkostnað lífeyris- sjóðanna í fyrra liggja enn ekki fyrir. Sjóðfélögum og lífeyrisþegum í lífeyrissjóðum hefur fjölgað verulega Rekstrarkostnaður hefur vaxið um 59% á fimm árum Lífeyrissjóðum hefur fækkað um tólf á undanförnum árum   !    "  #  $ & 7$8 ,9  -%/      %/ $  #  " "  "$ ) %/ $  :   %) )%' #$ $     #   ATVINNULEYSI mælist nú ríflega 4% og hef- ur að mati forstjóra Vinnumálastofnunar, Giss- urar Péturssonar, líklega náð hámarki. Hann telur líklegt að atvinnuástandið skáni á næstu vikum. Atvinnuleysið hefur ekki verið meira í nærri sjö ár, eða frá árinu 1996, en atvinnuleysi það ár var að meðaltali 4,4%. Um síðustu mán- aðamót voru 6.212 einstaklingar skráðir at- vinnulausir, eða 4,1% af mannafla á vinnumark- aði. Í gær voru skráðir 6.224 einstaklingar hjá Vinnumálastofnun, sem er aðeins 0,2% aukning á tveimur vikum. Í janúar sl. fjölgaði atvinnu- lausum um eitt þúsund og nokkur hundruð í febrúar. „Ég held að atvinnuleysistalan verði ekki hærri og leiðin liggi niður á við aftur,“ segir Gissur og byggir það mat að nokkru leyti á árs- tíðinni. Venjan sé sú að atvinnuleysi minnki í apríl og maí. Einnig hafi tíðindi borist að und- anförnu af framkvæmdum sem séu að fara í gang og það hafi áhrif í ýmsum greinum sam- félagsins. Að sögn Gissurar spáði Vinnumálastofnun að atvinnuleysi í marsmánuði yrði á bilinu 3,8 til 4,2% og allt stefnir í að talan fari á ný undir 4% og haldi áfram að lækka. Gera megi ráð fyrir um 3% atvinnuleysi að meðaltali yfir árið. Það sé reyndar meira en verið hefur síðustu ár en muni fara lækkandi á næstu árum vegna stóriðju- framkvæmda á Austurlandi og annarra fram- kvæmda víða um land. „Það er mikil hreyfing í skráningu vinnumiðl- ana hjá okkur. Á sumum stöðum sópast fólk út af listunum,“ segir Gissur en bendir á að við- brögðin séu hægari á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Þó geti aflabrögð eða tíðarfar haft mikil áhrif. Þannig hafi atvinnulausum í Vestmannaeyjum fækkað á fáum dögum um 60 manns vegna fleiri fiskvinnslustarfa. Áhyggjur af sumarstörfum Gissur segist hins vegar hafa nokkrar áhyggjur af sumarstörfum fyrir skólafólk. Sá hópur standi utan við mælingar Vinnumála- stofnunar að undanförnu en geti haft áhrif á þær í sumar. Fregnir hafa borist af því að und- anförnu, einkum af stærri fyrirtækjum, að færri verði ráðnir til sumarstarfa en áður. Fjöldi umsókna hefur víða verið mikill, þann- ig sóttu 800 manns um sumarafleysingar hjá Alcan í Straumsvík, áður Ísal. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að atvinnuástand fari brátt batnandi Atvinnuleysið nær hámarki OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, og fylgdarliðs til Ung- verjalands hófst í gær þegar forseti Ungverja- lands, Ferenc Mádl, tók á móti honum með heiðursverði á Szent-György torginu í Búda- pest. Ólafur snæddi síðan hátíðarkvöldverð í boði forsetans eftir að hafa átt fund með for- sætisráðherra landsins, Péter Medgyessy. Ólafur telur í samtali við Morgunblaðið að heimsóknin skili árangri fyrir viðskiptahags- muni Íslendinga í Ungverjalandi og einnig fyrir aukin tengsl landanna á alþjóðavett- vangi. Yfirvofandi stríð í Írak kom m.a. til umræðu á fundi með Medgyessy og að sögn Ólafs ætla Ungverjar ekki að verða aðilar að því stríði. Ólafur segist ætla að halda áfram för sinni þó að stríðsátök brjótist út, en í dag fer hann í op- inbera heimsókn til Slóveníu. Hann segir það gagnlegt og upplýsandi fyrir íslensku sendi- nefndina að heyra sjónarmið og afstöðu full- trúa Ungverja og Slóvena gagnvart stríðs- rekstri. Reuters Ferenc Madl, forseti Ungverjalands, tók á móti Ólafi Ragnari Grímssyni í gær með heiðursverði á Szent-György-torginu í Búdapest. Aukin tengsl við Ungverja  Ungverjar/6 ÞAÐ hefur verið einstök veðurblíða á Austurlandi síðustu daga. Fyrir hádegi í gær mældist hitinn 12°C á Egilsstöðum og mátti sjá blómstr- andi krókusa í hverri garðholu og glaðnandi mannlíf í bænum. Það var því mikið fjör í sundlauginni á Egilsstöðum í gær, gusurnar gengu yfir unga sem aldna. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir 12 stiga hiti á Egilsstöðum FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ sam- þykkti í gær kaup hins svokallaða S- hóps á 45,8% í Búnaðarbanka Íslands, en setti skilyrði sem kaupendur ætla að samþykkja. Þeir ætla að reiða fram rúmlega sjö milljarða króna, af 11,9 milljarða kaupverði, í vikunni til þess að hafa 27,48% atkvæða á aðalfundi bankans á laugardaginn. Meðal annars setur Fjármálaeftir- litið það skilyrði að kaupendur skuld- bindi sig til að tilkynna því með nægj- anlegum fyrirvara tímasetningu fullra aðilaskipta að hinum seldu hlutum í bankanum. Kaup á BÍ samþykkt  Meirihluti/15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.