Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. REKSTRARKOSTNAÐUR lífeyris- sjóðakerfisins í heild nam rúmum ein- um milljarði króna á árinu 2001 og hafði þá hækkað um tæpan þriðjung á tveimur árum frá árinu 1999 þegar kostnaður af rekstri lífeyrissjóðakerf- isins var um 760 milljónir króna, sam- kvæmt tölum sem er að finna í árs- skýrslum Fjármálaeftirlitsins um rekstur lífeyrissjóðanna í landinu. Hækkunin nemur 59% á fimm árum og er enn meiri þegar einnig er tekið tillit til þess skrifstofu- og stjórnunar- kostnaðar lífeyrissjóða sem færður er sem fjárfestingargjöld. Sá kostnaður hefur tvöfaldast á ofangreindu tímabili og að honum viðbættum hefur rekstr- arkostnaður lífeyrissjóðakerfisins vax- ið um 77% á fimm ára tímabili. Þegar kostnaður við rekstur lífeyr- issjóðakerfisins í heild er skoðaður, þ.e.a.s. sá hluti sem færður er sem rekstrarkostnaður, kemur í ljós að hann var 633 milljónir kr. á árinu 1997, hækkaði í 680 milljónir 1998 og 760 milljónir 1999. Kostnaðurinn hækkaði síðan í 891 milljón árið 2000 sem er rúmlega 17% hækkun milli ára og í 1.006 milljónir kr. 2001 sem er tæplega 13% milli ára. Hækkunin á þessu fimm ára tímabili nemur 59%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 24% frá 1997 til 2001. Á sama tíma hefur lífeyrissjóðun- um fækkað um 12 úr 66 sjóðum árið 1997 í 54 sjóði á árinu 2001. Þar af eru 40 sjóðir sem reknir eru án ábyrgðar annarra og 14 þar sem launagreið- endur ábyrgjast skuldbindingar sjóð- anna. Hins vegar hefur sjóðfélögum og lífeyrisþegum lífeyrissjóðanna fjölgað verulega. Þannig fjölgaði sjóð- félögum úr 139.086 árið 1997 í 194.453 árið 2001 eða um tæp 40% og lífeyr- isþegum fjölgaði úr 41.045 í 52.523 eða um tæp 28%. Hluti rekstrarkostnaðar færður sem fjárfestingargjöld Þessar kostnaðartölur segja hins vegar ekki alla söguna, þar sem hluti rekstrarkostnaðar lífeyrissjóðanna er færður sem fjárfestingargjöld. Skrif- stofu- og stjórnunarkostnaður sem færður er undir fjárfestingargjöld meira en tvöfaldaðist á ofangreindu tímabili. Hann nam 303 milljónum ár- ið 1997 en hefur hækkað jafnt og þétt síðan og nam 653 milljónum 2001. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða- kerfisins í heild að viðbættum þessum kostnaði hefur því hækkað úr 936 milljónum kr. árið 1997 í 1.659 millj- ónir króna árið 2001 eða sem nemur 77% á ofangreindu tímabili. Tölur um rekstrarkostnað lífeyris- sjóðanna í fyrra liggja enn ekki fyrir. Sjóðfélögum og lífeyrisþegum í lífeyrissjóðum hefur fjölgað verulega Rekstrarkostnaður hefur vaxið um 59% á fimm árum Lífeyrissjóðum hefur fækkað um tólf á undanförnum árum   !    "  #  $ & 7$8 ,9  -%/      %/ $  #  " "  "$ ) %/ $  :   %) )%' #$ $     #   ATVINNULEYSI mælist nú ríflega 4% og hef- ur að mati forstjóra Vinnumálastofnunar, Giss- urar Péturssonar, líklega náð hámarki. Hann telur líklegt að atvinnuástandið skáni á næstu vikum. Atvinnuleysið hefur ekki verið meira í nærri sjö ár, eða frá árinu 1996, en atvinnuleysi það ár var að meðaltali 4,4%. Um síðustu mán- aðamót voru 6.212 einstaklingar skráðir at- vinnulausir, eða 4,1% af mannafla á vinnumark- aði. Í gær voru skráðir 6.224 einstaklingar hjá Vinnumálastofnun, sem er aðeins 0,2% aukning á tveimur vikum. Í janúar sl. fjölgaði atvinnu- lausum um eitt þúsund og nokkur hundruð í febrúar. „Ég held að atvinnuleysistalan verði ekki hærri og leiðin liggi niður á við aftur,“ segir Gissur og byggir það mat að nokkru leyti á árs- tíðinni. Venjan sé sú að atvinnuleysi minnki í apríl og maí. Einnig hafi tíðindi borist að und- anförnu af framkvæmdum sem séu að fara í gang og það hafi áhrif í ýmsum greinum sam- félagsins. Að sögn Gissurar spáði Vinnumálastofnun að atvinnuleysi í marsmánuði yrði á bilinu 3,8 til 4,2% og allt stefnir í að talan fari á ný undir 4% og haldi áfram að lækka. Gera megi ráð fyrir um 3% atvinnuleysi að meðaltali yfir árið. Það sé reyndar meira en verið hefur síðustu ár en muni fara lækkandi á næstu árum vegna stóriðju- framkvæmda á Austurlandi og annarra fram- kvæmda víða um land. „Það er mikil hreyfing í skráningu vinnumiðl- ana hjá okkur. Á sumum stöðum sópast fólk út af listunum,“ segir Gissur en bendir á að við- brögðin séu hægari á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Þó geti aflabrögð eða tíðarfar haft mikil áhrif. Þannig hafi atvinnulausum í Vestmannaeyjum fækkað á fáum dögum um 60 manns vegna fleiri fiskvinnslustarfa. Áhyggjur af sumarstörfum Gissur segist hins vegar hafa nokkrar áhyggjur af sumarstörfum fyrir skólafólk. Sá hópur standi utan við mælingar Vinnumála- stofnunar að undanförnu en geti haft áhrif á þær í sumar. Fregnir hafa borist af því að und- anförnu, einkum af stærri fyrirtækjum, að færri verði ráðnir til sumarstarfa en áður. Fjöldi umsókna hefur víða verið mikill, þann- ig sóttu 800 manns um sumarafleysingar hjá Alcan í Straumsvík, áður Ísal. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að atvinnuástand fari brátt batnandi Atvinnuleysið nær hámarki OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, og fylgdarliðs til Ung- verjalands hófst í gær þegar forseti Ungverja- lands, Ferenc Mádl, tók á móti honum með heiðursverði á Szent-György torginu í Búda- pest. Ólafur snæddi síðan hátíðarkvöldverð í boði forsetans eftir að hafa átt fund með for- sætisráðherra landsins, Péter Medgyessy. Ólafur telur í samtali við Morgunblaðið að heimsóknin skili árangri fyrir viðskiptahags- muni Íslendinga í Ungverjalandi og einnig fyrir aukin tengsl landanna á alþjóðavett- vangi. Yfirvofandi stríð í Írak kom m.a. til umræðu á fundi með Medgyessy og að sögn Ólafs ætla Ungverjar ekki að verða aðilar að því stríði. Ólafur segist ætla að halda áfram för sinni þó að stríðsátök brjótist út, en í dag fer hann í op- inbera heimsókn til Slóveníu. Hann segir það gagnlegt og upplýsandi fyrir íslensku sendi- nefndina að heyra sjónarmið og afstöðu full- trúa Ungverja og Slóvena gagnvart stríðs- rekstri. Reuters Ferenc Madl, forseti Ungverjalands, tók á móti Ólafi Ragnari Grímssyni í gær með heiðursverði á Szent-György-torginu í Búdapest. Aukin tengsl við Ungverja  Ungverjar/6 ÞAÐ hefur verið einstök veðurblíða á Austurlandi síðustu daga. Fyrir hádegi í gær mældist hitinn 12°C á Egilsstöðum og mátti sjá blómstr- andi krókusa í hverri garðholu og glaðnandi mannlíf í bænum. Það var því mikið fjör í sundlauginni á Egilsstöðum í gær, gusurnar gengu yfir unga sem aldna. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir 12 stiga hiti á Egilsstöðum FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ sam- þykkti í gær kaup hins svokallaða S- hóps á 45,8% í Búnaðarbanka Íslands, en setti skilyrði sem kaupendur ætla að samþykkja. Þeir ætla að reiða fram rúmlega sjö milljarða króna, af 11,9 milljarða kaupverði, í vikunni til þess að hafa 27,48% atkvæða á aðalfundi bankans á laugardaginn. Meðal annars setur Fjármálaeftir- litið það skilyrði að kaupendur skuld- bindi sig til að tilkynna því með nægj- anlegum fyrirvara tímasetningu fullra aðilaskipta að hinum seldu hlutum í bankanum. Kaup á BÍ samþykkt  Meirihluti/15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.