Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ þyngri Förum með sendingar Öflug flutningaþjónusta Póstsins nær yfir stórar vörusendingar jafnt sem smáar. Fáðu heildarlausn fyrir vörusendingar fyrirtækisins hjá þungavigtarliði Póstsins. Þægileg og örugg þjónusta sem sparar þér tíma og fyrirhöfn. Öryggi alla leið létt Nánari upplýsingar eru veittar hjá sölu- og þjónustudeild Póstsins í síma 580 1030. Netfang: postur@postur.is Veffang: www.postur.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / si a .i s / N M 0 8 4 6 4 FÆKKUN um 20 manns í yfirstjórn Landsbanka Íslands styrkir rekstur bankans og eykur hagræði. Þetta er samdóma álit bankaráðs og banka- stjóra. Í tilkynningu frá Landsbank- anum segir að bankaráðið og banka- stjórinn telji jafnframt að þessar aðgerðir styrki rekstur bankans, auki hagræði og mæti metn- aðarfullum fjárhagslegum mark- miðum hans. Á sama tíma sé þjón- ustan einfölduð, stuðlað sé að hraðari ákvörðunum og þjónusta Lands- bankans við viðskiptavini þannig bætt. Þá segir að breytingar þessar styrki Landsbankann í öflugri sókn á innlenda og erlenda fjármálamark- aði og auki sveigjanleika bankans til að takast á við síbreytilegt starfsum- hverfi alþjóðlegra fjármálastofnana. Styður öfluga þátttöku í umbreytingum Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að fjár- málaumhverfið einkennist af vaxandi innlendri og erlendri samkeppni. Landsbankinn og aðrir bankar hér á landi þurfi að mæta því með því að tryggja skilvirka ákvörðunartöku, stytta ákvörðunarferla og lækka kostnað. „Landsbankinn hefur brugðist við þessu,“ segir Halldór. „Við munum færa ákvarðanir nær viðskiptavinunum og gera bankann viðbraðgsfljótari.“ Hann segir að eitt meginmark- miðið með breytingunum sé að ein- falda skipurit bankans. Þá náist veruleg lækkun á kostnaði bankans með fækkun í yfirstjórn. Einnig sé breytingunum ætlað að styðja við þau markmið sem bankinn hefur sett sér um arðbæran vöxt og öflugri þátttöku í umbreytingum á markaði. „Ég held að starfsfólk bankans sýni þessum aðgerðum skilning,“ segir Halldór. „Starfsfólkið hefur verið mjög einhuga um að taka þátt í breytingum á bankanum. Að sjálf- sögðu eru svona aðgerðir erfiðar en starfsfólk í fjármálastarfsemi veit að mikið hefur verið fjárfest í tækni, sem einfaldar stafsemina, og því fylgja möguleikar á fækkun starfs- fólks, þ.m.t. í yfirstjórn. Mikið hefur verið hagrætt í almennri starfsemi og nú er gripið til hagræðingar í yf- irstjórn með bættri verkaskiptingu og fækkun millistjórnenda. Það er skilningur fyrir því innan bankans að það sem er í forgrunni þessara breytinga er að stytta boðleiðir inn- an bankans, flýta ákvörðunum og bæta með því þjónustu við við- skiptavinina. Það er það sem tryggir aukna samkeppnishæfni bankans.“ Halldór segir að í kjölfar einka- væðingar ríkisbankanna séu mikil umskipti framundan á íslenskum fjármálamarkaði. Samrunaferli sé þegar farið af stað. Af hálfu Lands- bankans hafi því verið lýst yfir að sameining viðskiptabanka sé besti kosturinn í hagræðingarferlinu. Þær aðgerðir sem nú hafi verið ákveðnar hjá bankanum búi hann frekar undir að taka þátt í frekari samvinnu eða samruna. Hann segir að auðveldara sé að grípa til aðgerða sem þessara þegar atvinnustigið sé gott í landinu. Frá þeim sjónarhóli sé nú heppilegur tími til að framkvæma breytingar. „Það er eftirsjá í góðu fólki sem nú hverfur frá bankanum. Í þeirri upp- byggingu sem framundan er hér á landi í kjölfar nýrra orkufram- kvæmda og aukins hagvaxtar er þörf fyrir gott fólk og ég er þess vegna fullviss að ný og spennandi tækifæri bíða þeirra. Breytingar fela ávallt í sér tækifæri, ef rétt er á haldið. Fjármálamarkaðurinn er í örri þró- un og ljóst að Landsbankinn þarf stöðugt að huga að nýbreytni í starf- seminni og leita leiða til að efla og styrkja starfsemina og þjónustu við viðskiptavini,“ segir Halldór. Breytingar á sjö sviðum Í tilkynningu frá Landsbankanum til Kauphallar Íslands er gerð grein fyrir skipulagsbreytingunum á ein- stökum sviðum bankans. Þar segir: „1. Alþjóða- og fjármálasvið: Fjárstýring Landsbankans sam- einast fjármálamörkuðum og mun forstöðumaður fjárstýringar láta af störfum. Gjaldskrármál, innri verð- lagning og skýrslugjöf flytjast á rekstrarsvið. Ábyrgðir og inn- heimtur flytjast á fyrirtækjasvið í nýja deild, útlánaþjónstu. Sérfræð- ingum á Alþjóða- og fjármálasviði verður fækkað um einn. 2. Fyrirtækjasvið: Lánaafgreiðsla, sértæk útlán og ábyrgðir og innheimtur sameinast í nýrri einingu á fyrirtækjasviði, út- lánaþjónustu undir forstöðu Árna Þórs Þorbjörnssonar. For- stöðumenn á sviði lánaafgreiðslu og framtaksfjármögnunar á fyrir- tækjasviði láta af störfum. Sérfræð- ingum á fyrirækjasviði fækkar um þrjá. 3. Verðbréfasvið: Stefán H. Stefánsson, sem áður var framkvæmdastjóri þróunarsviðs, verður framkvæmdastjóri verð- bréfasviðs. Sigurður A. Jónsson mun hverfa til annarra stjórnunarstarfa. Sjóða- og verðbréfastarfsemi í Heritable sameinast verðbréfasvið- inu í Reykjavík og fækkar starfs- mönnum um þrjá. 4. Rekstrarsvið: Starfsmannasvið verður sameinað rekstrarsviði og mun Sigríður H. Jónsdóttir taka við starfi starfs- mannastjóra. Rekstrarþjónusta, ör- yggismál og eignadeild verða sam- einuð undir forstöðu Valgeirs Valgeirssonar en aðrir forstöðumenn þessara deilda láta af störfum. Eins og áður segir munu gjaldskrármál, innri verðlagning og skýrslugjöf flytjast til rekstrarsviðs af alþjóða- og fjármálasviði. 5. Viðskiptabankasvið: Kristín Rafnar, sem áður var framkvæmdastjóri starfsmanna- sviðs, tekur við sem framkvæmda- stjóri viðskiptabankasviðs. Í tengslum við skipulagsbreytingar hefur Björn Líndal látið af störfum að eigin ósk. Ingólfur Guðmundsson verður aðstoðarframkvæmdastjóri sviðsins. Markaðsdeild flyst undir viðskiptabankasvið. Forstöðumaður viðskipta- og þjónustudeildar lætur af störfum og með sameiningu eininga mun stöðu- gildum fækka um fjögur. Nýr svæðisstjóri verður ráðinn inn í aðalbanka en fyrst um sinn mun Ingólfur Guðmundsson einnig sinna starfi svæðisstjóra. 6. Áhættustýringarsvið: Áherslum útlánaeftirlits verður breytt og mun forstöðumaður deild- arinnar láta af störfum og deildin heyra beint undir Þór Þorláksson. Upplýsingasvið: Forstöðumaður viðskiptabanka- og rekstrar á upplýsingasviði mun láta af störfum og einingin heyra beint undir framkvæmdastjóra,“ að því er segir í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands. Fækkað um 20 manns í yfirstjórn Landsbanka Íslands til að einfalda skipulag og hagræða í rekstri Styður sókn á innlenda og erlenda markaði Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Tveir framkvæmdastjórar, tíu forstöðumenn og átta sérfræðingar, eða alls 20 starfsmenn, létu af störfum hjá Landsbanka Íslands í gær, sama dag og tilkynnt var um breytingar á yfirstjórn bankans. Tækifæri hafi gefist til þess í tengslum við þær breytingar sem til- kynnt hafi verið um í gær á yfir- stjórn bankans, og hann hafi gengið frá samkomulagi við Halldór J. Kristjánsson bankastjóra um starfs- lok sín. Sigurður Atli Jónsson sagði ekki tímabært fyrir hann að tjá sig um þær breytingar sem tilkynnt var um á yfirstjórn bankans í gær. TVEIR framkvæmdastjórar létu af störfum hjá Landsbankanum í gær í tengslum við þær breytingar á yf- irstjórn bankans sem tilkynnt var um. Þeir eru Björn Líndal, sem var framkvæmdastjóri viðskiptabanka- sviðs, og Sigurður Atli Jónsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs. Björn Líndal segir að hann hafi velt því fyrir sér undanfarið ár eða svo, að skipta um starfsvettvang. Tveir framkvæmda- stjórar hætta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.