Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 17 Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. Skeifan 4 Reykjavík sími 568 7878 Snorrabraut 56 Reykjavík sími 561 6132 Stórhöfði 44 Reykjavík sími 567 4400 Austursíða 2 Akureyri sími 461 3100 Hafnargata 90 Keflavík sími 421 4790 Bæjarlind 6 Kópavogi sími 544 4411 Dalshraun 13 Hafnarfirði sími 544 4414 Austurvegur 69 Selfossi sími 482 3767 Við opnum við Dalshraun 13 í Hafnarfirði FYRSTU gestir hins nýja Nordica hótels munu snæða hátíðarkvöld- verð þar í kvöld og gista eina nótt. Hótelið verður ekki formlega opn- að fyrr en 25. apríl en að sögn Kára Kárasonar, framkvæmdastjóra Flugleiðahótelsins Nordica, verður hótelið tekið í notkun þessa helgi. Alls er von á um 400 manns í kvöld- verðinn og af þeim hópi ætla 240 að gista á hótelinu. Hótelið verður svo opnað fyrir almennum ferðamönnum á morg- un, sunnudag. Þá koma fyrstu gest- irnir sem hafa bókað sig inn á hót- elið. Hótelið verður komið í fullan rekstur frá og með morgundeg- inum en heilsuaðstaðan Nordica- Spa verður opnuð 25. apríl. Auk 284 herbergja hótelsins er þar einnig ráðstefnu- og fundar- aðstaða. Framkvæmdir við hótelið, sem áður hét Hótel Esja, hófust sumarið 2001. Hótelið verður opnað þremur dögum á undan áætlun en um 300 iðnaðarmenn hafa undanfarnar vikur unnið að lokafrágangi þess. Morgunblaðið/Sverrir Hótel Nordica opnað á morgun FARÞEGAR Icelandair, dóttur- félags Flugleiða, voru 4,7% færri í millilandaflugi í febrúar í ár en á síð- asta ári. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 4,8% en 24,8% fækkun varð meðal þeirra farþega sem flugu yfir Atlantshafið milli Bandaríkj- anna og Evrópu með stuttri viðkomu á Íslandi. Sætanýting versnaði í febrúar í ár um 2,2% í samanburði við sama mánuð árið áður en dregið var úr framboði um 3,5%. Fyrstu tvo mánuði ársins fækkaði farþegum í millilandaflugi Icelandair í heild um 5,4%. Farþegum á ís- lenska markaðinum fjölgaði um 5,2% en farþegum á leið yfir hafið milli Evrópu og Bandaríkjanna fækkaði um 23,1%. Hlutfall þeirra farþega sem ferðast á leiðum til og frá Ís- landi fyrstu tvo mánuði ársins hefur hækkað frá fyrra ári úr 63% í 70%. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að í janúar og febrúar hafi þróun gengis Bandaríkjadals gagnvart evru verið hagstæð fyrir rekstur Ice- landair. Nokkur lækkun hafi orðið á meðalfargjöldum. Bókunarstaða sé svipuð og á fyrra ári. Staðan sé sterkust í bókunum til og frá Íslandi, en meiri óvissa ríki á markaðnum yf- ir Norður-Atlantshaf vegna stríðsins í Írak. Þar hafi hægt töluvert á inn- flæði bókana undanfarið. Fjölgun farþega hjá Flugfélagi Íslands Farþegum í innanlandsflugi Flug- félags Íslands fjölgaði um 7,4% í febrúar í samanburði við sama mán- uð árið áður. Þeir voru 18.269 í ár en 17.009 í febrúar í fyrra. Sætanýting- in hjá Flugfélaginu batnaði um 4,6%. Farþegum Flugfélags Íslands fjölgaði um 10% á fyrstu tveimur mánuðunum frá því í fyrra og sæta- nýtingin jókst um 4%. Fækkun flugfarþega yfir Atlants- hafið HINN árlegi Skrúfudagur Vélskóla Íslands og Kynningardagur Stýri- mannaskólans í Reykjavík verður haldinn nk. laugardag. Undanfarin ár hafa þessar hátíðir verið haldnar sama daginn og hefur Sjómannaskóli Íslands og allt kennsluhúsnæði beggja skólanna verið opið almenn- ingi. Á kynningardeginum hefur öllum þeim sem áhuga hafa á skipstjórnar- og vélstjóranámi gefist tækifæri til að kynna sér það nám sem skólarnir hafa upp á að bjóða. Eins og jafnan áður verður boðið upp á ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar þennan dag. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sem tengjast starfsgrein- um skólanna kynna starfsemi sína, vörur og þjónustu, sýnd verða líkön af veiðarfærum sem nemendur hafa gert og starfsfólk skólanna mun sýna gestum húsnæðið. Aðalsýningarsvæði fyrirtækja, smíðagripa nemenda í Vélskóla Ís- lands og líkana af veiðarfærum eftir nemendur Stýrimannaskólans verð- ur á Hátíðarsal Sjómannaskólans. Óvenju vegleg hátíð Jón Garðar Steingrímsson, gjald- keri nemendafélags Vélskólans, seg- ir að nemendur hafi unnið hörðum höndum að því að gera hátíðina sem veglegasta þar sem rekstarformi skólanna verði breytt á næsta vetri. „Hátíðin verður með nokkru öðru sniði og meira í hana lagt en áður. Við lítum á hátíðina sem mikilvægan vettvang til að kynna almenningi það mikilvæga og umfangsmikla nám sem hér fer fram en ekki síður til að vekja áhuga ungs fólks á náminu,“ segir Jón Garðar. Fjölbreytt dagskrá á Skrúfudegi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.