Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 25

Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 25 TALSMENN WHO, Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, sögðu í gær, að búast mætti við aukinni út- breiðslu skæðrar lungnabólgu í Kína en faraldurinn, sem hefur einnig stungið sér niður annars staðar, er farinn að hafa áhrif á ferðamennsku og afkomu ýmissa flugfélaga. John Mackenzie, talsmaður hóps sérfræðinga sem nú eru staddir í Kína, segir, að kínversk yfirvöld hafi fallist á að skýra nákvæmlega frá nýjum tilfellum og því megi bú- ast við, að þeim fjölgi verulega á næstunni. Í Kína hefur verið mest um veikindi í Guangdong-héraði en einnig í Shanxi og Peking. Þar að auki er vitað um tilfelli í 13 öðrum löndum. Eru tilfellin alls um 1.400 og rúmlega 50 manns látnir. Lækkandi gengi og uppsagnir Auk Íraksstríðsins er lungna- bólgan farin að koma verulega nið- ur á rekstri sumra flugfélaga og aðallega þeirra, sem fljúga til eða frá Suðaustur-Asíu. Hafa hlutabréf í Singapore Airlines, Cathay Pacif- ic og í ástralska flugfélaginu Qant- as lækkað verulega og þau og Air France, British Airways, Luft- hansa og Japan Airlines hafa fækk- að ferðum og hyggjast segja upp fólki. Í Hong Kong og Singapore hefur verið gripið til aukinna varúðarráð- stafana og meðal annars með því að hætta öllu skólahaldi til 6. apríl næstkomandi. Þá hefur sóttkvíum verið komið upp á öllum komu- og brottferðarstöðum og ferðamenn, sem þangað koma, verða að vera með heilbrigðisvottorð. Er þessar ráðstafanir strangari en fulltrúar WHO hafa lagt til en meðal þeirra hefur einnig verið rætt að takmarka ferðalög til sumra staða. Ekkert hefur þó verið ákveðið í því efni. Lungnabólgufaraldurinn hefur dregið verulega úr ferðamanna- straumi til Asíu og hefur orðið að aflýsa ýmsum viðburðum, til dæm- is vörusýningum, vegna lítillar þátttöku. Gripið til varúðarráðstafana vegna lungnabólgufaraldursins Farinn að íþyngja flugfélögunum Peking. AFP. SERBNESKA lögreglan felldi í gær tvo menn, sem taldir voru meðal leið- toga glæpasamtaka, sem grunuð eru um morðið á Zor- an Djindjic, for- sætisráðherra Serbíu. Að sögn lögreglunnar gripu þeir til vopna er átti að handtaka þá og voru þá skotnir. Nokkrir voru handteknir. Mennirnir tveir, Dusan Spasojevic, kall- aður Siptar og einn af foringjum Zemun-glæpa- flokksins, og Mil- an Lukovic, kall- aður Kum og fyrrverandi for- ingi í sérsveitum lögreglunnar, tóku á móti lögreglunni með skothríð og handsprengjum er þeir voru um- kringdir í einu úthverfa Belgrads. Voru þeir grunaðir um að hafa átt þátt í að skipuleggja morðið á Djindj- ic 12. mars síðastliðinn. Zoran Zivkovic, eftirmaður Djindj- ics á forsætisráðherrastóli, sagði í gær, að um 1.000 manns hefðu verið handteknir eftir morðið á Djindjic, þar á meðal menn í leyniþjónustu landsins og í lögreglunni. „Við munum ekki hætta við hálfnað verk enda er það krafa serbnesks al- mennings, að glæpalýðurinn verði upprættur,“ sagði Dragan Sutanovic, formaður öryggisnefndar þingsins. Herferð gegn glæpum og spillingu Djindjic hafði beitt sér gegn glæp- um og spillingu í Serbíu og gekk harðast fram í því að framselja Slob- odan Milosevic, fyrrverandi forseta, til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Talið er, að þess vegna hafi verið ákveðið að ryðja honum úr vegi. Morðið hefur hins vegar orðið til þess, að yfirvöld hafa loks skorið upp herör gegn glæpalýðnum og mikil hreinsun stendur yfir innan öryggis- sveita landsins og í dómskerfinu. Lögreglan leitar enn fyrrverandi foringja í „Rauðu húfunum“, Mil- orads Lukovic Legija, en talið er, að hann lagt á ráðin um morðið á Djindj- ic. Útvarpsstöðin B92 sagði, að meðal þeirra, sem voru handteknir í gær, hefðu verið Milicia Gajic-Milosevic, tengdadóttir Milosevic og dómari í Belgrad, sem grunaður er um tengsl við „Rauðu húfurnar“. Þá fannst nokkuð af vopnum og 70.000 evrur í reiðufé, nærri sex milljónir ísl. kr. Líkið af Stambolic fundið Serbneska lögreglan hefur einnig tilkynnt, að hún hafi fundið líkið af Iv- an Stambolic, fyrrverandi forseta Serbíu, en hann hvarf fyrir nærri þremur árum. Fannst það hulið óleskjuðu kalki í gröf, sem tekin hafði verið í hæðunum við borgina Novi Sad. Sagði talsmaður lögreglunnar, að Stambolic hefði verið skotinn tveimur skotum af mönnum í lög- reglu Milosevic, fyrrverandi forseta. Á þessum tíma var búist við, að Stambolic byði sig fram gegn Milos- evic. Fram kom einnig í gær, að fundist hefði stærsta fjöldagröfin í Bosníu til þessa, hugsanlega með líkum allt að 600 manna, sem teknir voru af lífi í borginni Srebrenica árið 1995. Er gröfin í skóglendi skammt frá bænum Zvornik, rétt við serbnesku landamærin. Sagt er, að upplýsingar um gröfina og staðsetningu hennar hafi komið fram við yfirheyrslur hjá Stríðsglæpadómstólnum í Haag. Morðið á Djindjic Tveir glæpa- foringjar skotnir Belgrad. AFP. Milica Gajic- Milosevic Ivan Stambolic

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.