Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 29

Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 29
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 29 MATVÆLATÆKNISKÓLINN Í STAVANGER, NOREGI NORCONSERV er fagstofnun innan matvælageirans. Meginstarfsemi felst í rannsóknum, þróunarvinnu og kennslu sem tengist matvælaframleiðslu í iðnaði. MATARTÆKNISKÓLINN er mikilvægur hluti af starfsemi stofn- unarinnar og býður m.a. upp á nám fyrir fullorðna með minnst 5 ára starfsreynslu eða sveinspróf. Bjóðum upp á:  2ja ára iðntækniskólanám: MATARTÆKNI Umsóknarfrestur: 1. maí. Ekki eru greidd skólagjöld. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá: Institutt for Fiskeforedling og Konserveringsteknologi. Næringsmiddelteknisk skole. Alex. Kiellandsgt. 2 - postboks 327 - N-4002 Stavanger Sími +47 5184 4675. Fax +47 5184 4650. Netfang: skolekontor@norconserv.no - http://www.norconserv.no segja hvenær við verðum 10 þúsund en það verður eftir nokkur ár, ekki mörg. Það er nefnilega eins og at- vinnan verði til með fólkinu. Hér eru stórir þættir eins og Fjölbrautaskóli Suðurlands og allt vefur þetta utan á sig. Atvinnan verður til með svo mörgum hætti. Þegar ég kom hér unnu allir mikið, menn byggðu hús- in sín sjálfir og unnu hver hjá öðrum og það gekk mikið á um helgar þeg- ar það var verið að steypa og drífa í hlutunum enda oft á tíðum miklar hamhleypur að verki. Þetta bjarg- aðist allt þótt húsnæðislánin væru ekki jafnhá og núna. Menn fóru bara inn í húsin hálfkláruð og létu sig hafa það. Það var hér afskaplega gott samfélag þar sem menn hjálp- uðu hver öðrum. Ég man hreinlega ekki eftir neinu leiðinlegu á þessum tíma. Göturnar gátu verið hálf- gerðir forarpyttir enda hafðist ekki „ÞAÐ er vinnan og félagslífið sem maður hefur verið að fást við um dagana,“ segir Sigurjón Erlingsson múrarameistari sem fæddur er í Flóanum, á Galtastöðum í Gaul- verjabæjarhreppi þar sem hann ólst upp og flutti á Selfoss 22 ára gamall. „Þá var nú mikil fjölgun hérna og vöxtur í bæjarfélaginu, það vantaði iðnaðarmenn og við strákarnir úr sveitinni fórum flestir í iðnnám. Ég lærði múrverk og byrjaði strax að vinna við það hérna, hafði svona að- eins borið það við. Þetta var vorið 1956 og þá var Mjólkurbú Flóa- manna í byggingu og ég lenti strax þar undir stjórn Kristins Vigfús- sonar byggingameistara sem starf- aði að þeirri framkvæmd með Grét- ari Símonarsyni mjólkurbústjóra,“ segir Sigurjón sem hefur komið að múrverki í öllum stærstu bygg- ingum á Selfossi og fjölda íbúðar- húsa. Það voru allir bjartsýnir „Þegar ég kom voru hérna um 1.500 manns og ég man eftir að það voru nú ekki allir bjartsýnir á vöxt þessa bæjar, sögðu að það vantaði atvinnu en þá voru Kaupfélag Ár- nesinga, Mjólkurbúið og Slát- urfélagið burðarásar í atvinnulíf- inu,“ sagði Sigurjón þegar hann rifjaði upp þessa tíma og bar saman við nútímann. „Það er mikill sveita- grunnur í samfélaginu hérna á Sel- fossi. Yngra fólkið úr Árnessýslu lagði grunninn að þessum bæ og það á með sínum afkomendum rætur að rekja út í sveitirnar. Þrátt fyrir það líta allir alltaf á sig sem Selfyssinga og standa vörð um bæinn sinn.“ „Það fjölgaði hratt á þessum tíma og upp úr því og enn fjölgar á staðn- um. Ég er reyndar sannfærður um að það heldur áfram. Ég skal ekki við að leggja þær, húsin byggðust svo hratt upp. Ég starfaði mikið í félögum iðn- aðarmanna, í mínu stéttarfélagi og í Sambandi byggingarmanna alls í 19 ár. Ég hugsaði þannig að maður ætti að leggja lið sinni stétt og hafði líka gaman af þessu. Það var jú stundum baráttuhiti í starfinu og stundum pólitísk átök eftir aðstæðum en aldr- ei nein vandræði eða leiðindi. Ég var alltaf til vinstri í pólitíkinni og tók í strenginn með mínum félögum,“ segir Sigurjón sem er þekktur að varfærni og ákveðni þar sem hann leggur orð að málum. Hann býr nú við Kirkjuveg á Selfossi ásamt konu sinni, Guðlaugu Sigurðardóttur, sem ættuð er frá Vestmannaeyjum en þangað fóru á árum áður margir Flóamenn til að vinna á vertíðinni í tvo til þrjá mánuði. „Þarna var óhemju vinna á vertíðinni, oft land- burður af fiski og unnið fram yfir miðnætti. Ætli það hafi ekki verið þar um tvö þúsund aðkomumenn þegar mest gekk á,“ segir hann. Sigurjón var 12 ár í sveitarstjórn, í síðustu hreppsnefndinni og fyrstu bæjarstjórninni á Selfossi. „Mér fannst gaman að fást við þetta því hér var alltaf mikill vöxtur og alltaf verið að bregðast við því og koma hér upp skólum. Það skemmtileg- asta sem ég upplifði var stofnun Fjölbrautaskóla Suðurlands. Mér fannst við yrðum sterkara samfélag með skólann á þessu stigi og að það styrkti samfélagið á margan hátt. Hingað hefur komið háskóla- menntað fólk og ég hef alltaf trúað þeirri fullyrðingu að fjárfesting í menntun sé besta fjárfestingin og er viss um að það er rétt.“ Hefur ánægju af vinnunni „Ég verð 70 ára í haust og er enn að vinna, ég hef alltaf verið með lítið fyrirtæki, Steinverk, og haft tvo til þrjá menn í vinnu eftir aðstæðum og verkefnum. Ég er einn núna og er að æfa mig í að hætta að vinna. Hef annars gaman af að fást við eitthvað og hef gaman af að vinna. Það fer eftir aðstæðum hvenær ég hætti al- veg. Ég er heislugóður og er svona að taka að mér smávegis, aðallega flísalagnir. Ég vil reyna að hafa ánægju af því sem ég er að gera, reyni að líta á bjartari hliðarnar. Jú, jú, ég er ásamt fleirum að leggja því lið að endurbyggja Tryggvaskála, hann er okkar landnámshús hér í þéttbýlinu og við eigum að sýna hon- um sóma,“ segir Sigurjón Erlings- son múrarameistari á Selfossi. Sigurjón Erlingsson múrarameistari á Selfossi Sigurjón Erlingsson múrarameist- ari við flísalögn í einbýlishúsi. Ég vil hafa ánægju af því sem ég er að gera Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson LANDIÐ FÉLAG eldri borgara á Eyr- arbakka hélt sína árlegu Góu- gleði fyrir skömmu. Eins og venjulega var á borðum góður matur sem Rauða húsið sá um. Þá voru ýmis skemmtiatriði og að lokum dans. Skemmti fólk sér hið besta, þó ef til vill væri samkoman ekki eins vel sótt og oft áður. Var það talið vera vegna þess að gleðinni hafði verið frestað frá fyrirfram ákveðnum degi af óviðráð- anlegum ástæðum. Kom þá í ljós, að eldri borgarar hafa bókað ýmsa atburði fram í tímann og því varð ekki breytt svo auðveld- lega. Segi menn svo að eldri borgarar hafi ekki eitthvað fyrir stafni. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Mikil gleði á Góugleði Eyrarbakki SIV Friðelifsdóttir umhverfisráð- herra opnaði nýja sorporkustöð við hátíðlega athöfn á Kirkjubæjar- klaustri sl. miðvikudag. Sorporkubrennsla á Kirkjubæjar- klaustri á sér nokkurn aðdraganda. Eftir miklar vangaveltur um heppi- legustu lausnir á afsetningu sorps var endanlega ákveðið árið 1998 að gera tilraun með háhitabrennslu sorps, sem jafnframt myndi leysa af hólmi svartolíubrennslu, sem um áratuga- skeið hafði verið notuð til upphitunar á skólahúsnæði staðarins. Keypt var sorporkuvél frá fyrir- tækinu Hoval í Liechtenstein, sem tekin var í notkun árið 1999 og var henni komið fyrir í gám á skólalóð- inni. Ekki var talið ráðlegt að ráðast í uppbyggingu varanlegs húsnæðis fyrir starfsemina á þeim tíma, menn vildu sjá starfsemina virka áður en í slíkt væri ráðist. Á ýmsu gekk í glímu við alls kyns barnasjúkdóma og efa- semdaraddir. Reynslan herti menn þó í að halda áfram og árið 2001 var hafist handa við að skipta um jarðveg undir væntanleg mannvirki á lóðinni. Hús var reist sumarið 2002 og ný vél keypt síðastliðið haust. Öllu brennanlegu sorpi eytt Með tilkomu nýrrar og afkasta- meiri vélar, sem eins og eldri vélin kemur frá Hoval í Liechtenstein, er gert ráð fyrir að hægt verði að eyða öllu brennanlegu sorpi, sem til fellur í sveitarfélaginu og e.t.v. eitthvað um- fram það. Nýverið er farið að sækja brennanlegt sorp úr öllu sveitarfé- laginu. Sorpið er sótt heim að dyrum og ekki er gert ráð fyrir að reka nema einn hefðbundinn gámavöll, sem er á Kirkjubæjarklaustri. Ekki er tekið við lífrænu sorpi úr dreifbýlinu og söfnunartíðni er þar lág, safnað er einu sinni á 4 vikna fresti. Þessi lága söfnunartíðni ræðst af því hversu byggðin er dreifð og vegalengdir miklar. Í þéttbýlinu er sorp sótt vikulega og tekið við lífrænu sorpi hjá þeim, sem ekki jarðgera sjálfir, og það jarðgert miðlægt. Afköst gömlu vélarinnar eru 500 kg af sorpi á dag og orkuframleiðsla 195 KW. Uppgefin afköst nýju vélarinnar eru 1200–1400 kg af sorpi á dag og orkuframleiðsla 440 kw. Samanlagt eru uppgefin afköst beggja vélanna því rúmlega 0,6 MW Nýja vélin hitar vatn sem er í 40 þúsund lítra miðlunargeymi. Frá geyminum er vatnið síðan leitt inn á hitakerfi skóla og sundlaugar. Þegar orkuvélin er ekki í gangi og hitastig í miðlunargeyminum fellur niður fyrir ákveðið mark tekur rafmagnstúpa við en gamli olíuketillinn er jafnframt til staðar ef á þarf að halda. Búið er að steypa grunn og gólf- plötu fyrir íþróttahús við hliðina á sorporkustöðvarhúsinu og er fyrir- hugað að nýta varmann frá sorporku- stöðinni til upphitunar á því húsi sem fyrirhugað er að reisa síðar á þessu ári. Annars vegar verður um að ræða venjulega vatnsofnahitun, en jafn- framt er fyrirhugað að setja upp loft- varmaskipti, sem flytja mun varmann sem myndast frá vélinni yf- ir í íþróttahúsið. Þegar vélin er í notk- un er hitastig upp við loft ofan við vél- ina iðulega milli 50 og 60 gráður. Með loftvarmaskiptinum er fyrirhugað að nýta þennan hita, sem við núverandi aðstæður glatast. Heildarkostnaður við nýju stöðina liggur ekki endanlega fyrir, en verð- ur að líkindum á bilinu 56–59 millj- ónir með VSK og er þá um að ræða húsið endanlega frágengið og allan vélbúnað. Virðisaukaskattur fæst endurgreiddur þar sem sorporku- stöðin er skilgreind sem B-hluta sjóð- ur samkvæmt nýjum bókhalds- reglum sveitarfélaga. Skaftárhrepp- ur fékk tvo myndarlega styrki vegna verkefnisins. Annars vegar frá Byggðastofnun og hins vegar frá Orkusjóði. Byggingarnefnd hússins starfaði undir forystu Sveinbjargar Pálsdótt- ur, arkitekt hússins er Jes Þorsteins- son, hönnun húss var í höndum Sveins Pálssonar en raflagnahönnun var unnin af verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar og lagnahönnun hjá verkfræðistofunni Hönnun í Reykja- vík. Aðalverktaki við húsbygginguna var Geir Þorsteinsson á Höfn í Hornafirði, en Framrás í Vík sá um jarðvegsskipti. Aðrir verktakar voru Benedikt Lárusson húsasmíðameist- ari, Lárus Bjarnason pípulagningar- meistari, Matthías Björnsson raf- virkjameistari, Skjöldur Hilmarsson vélvirki og Valmundur Guðmundsson vélsmiður. Umboðsmaður Hoval á Ís- landi er Ingvar Nielsson. Starfsmað- ur stöðvarinnar er Hilmar Gunnars- son. Aðalskipulag Skaftárhrepps staðfest Umhverfisráðherra staðfesti sama dag með undirritun sinni aðalskipu- lag Skaftárhrepps sem nær til ársins 2014. Þetta er fyrsta aðalskipulag sem nær yfir allt sveitarfélagið, en áður var einungis til aðalskipulag fyr- ir þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri. Skaftárhreppur er eitt af landmestu sveitarfélögunum og nær yfir tæp- lega 7% landsins. Við gerð aðalskipulags Skaftár- hrepps voru eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi: Að gera samhæft heildarskipulag af sveitarfélaginu. Að treysta skilyrði fyrir búsetu í Skaftárhreppi. Að draga fram sérkenni og vaxtarmögu- leika einstakra staða og svæða. Að efla atvinnulíf og menningu. Að stuðla að sjálfbærri þróun í umhverf- is og atvinnumálum. Að styrkja svæðið sem miðstöð náttúruvísinda. Aðalráðgjafi við gerð aðalskipu- lagsins var Yngvi Þór Loftsson hjá Landmótun. Morgunblaðið/Eiður Björn Ingólfsson Sif Friðleifsdóttir gangsetur sorporkustöðina. Sorporkustöð opnuð við há- tíðlega athöfn Kirkjubæjarklaustur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.