Morgunblaðið - 29.03.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 29.03.2003, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jakob GunnarPétursson fædd- ist á Galtará í Gufu- dalssveit í Austur- Barðastrandarsýslu 18. janúar 1919. Hann lést á St. Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson, f. 9 ágúst 1886, d. 9. okt.1981, og Anna Jakobsdóttir, f. 24. jan. 1887, d. 29. mars 1957. Systkini Jakobs eru Kristín, f. 14. maí 1915, Sig- urður, f. 9. sept. 1916, d. 1960, Pétur, f. 15. júlí 1920, Sigríður, f. 16. sept. 1921, og Sigurlaug, f. 18. des. 1923. Jakob kvæntist 1965 Elínu Jón- asdóttur en þau slitu samvistum 1982. Synir þeirra eru Sigur- brandur, f. 26.8. 1966, í sambúð með Rannveigu Jóhannsdóttir, og Bjarki, f. 23.3. 1972, kvæntur Sól- veigu Þorleifsdóttir, f. 12.5. 1971. Dætur þeirra eru Huldís Inga, f. 1.7. 1993, Eydís Klara, f. 13.11. 1994, og Tinna Dís, f. 2.9. 2001. Jakob Gunnar fæddist á Galt- ará í Gufudalssveit og ólst þar upp og í Fremri-Gufudal í sömu sveit til 1939. Stundaði nám eftir barnaskóla í Héraðsskólanum í Reykjanesi við Djúp veturna 1937–38 og 38–39. Lauk gagn- fræðaprófi í Menntaskólanum á Akureyri 1941. Minna mótorvél- stjóraprófi í Reykjavík 1952 og smáskipaprófi 1952. Kennara- prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1977. Fór sem farkennari í Helga- felssveit á Snæfellsnesi eftir gagnfræðapróf 1941 og var í því starfi í tvo vetur. Vann hjá breska hernum á sumrin og alveg fram til 1945 og stundað utanskóla- kennslu á veturna með starfi. Fór þá að stunda sjómennsku upp frá því og var næstu ár- in ýmist á togurum, síldveiðiskipum eða í strandflutningum til ársins 1951. Fór þá til Þorlákshafnar og tók þátt í fyrstu upp- byggingu verstöðv- ar þar og var vél- stjóri og skipstjóri á bátum hjá Meitlinum til 1953. Keypti þá í félagi við annan mann níu tonna bát, Bryndísi SH 136, og fór í fyrstu að gera út frá Búðum á Snæ- fellsnesi, en síðan fljótlega (1954) frá Hellissandi. Um svipað leyti seldi meðeigandi hans sinn hlut aðilum á Hellissandi og hélst það samstarf til 1958 er hann keypti þeirra hlut og átti bátinn til 1967 að hann seldi hann og hætti í bili sjómennsku og útgerð. Á árunum 1955 til 1957 var hann skipstjóri á 50 tonna bát, Hólmkeli SH 137, sem meðeigendur hans í Bryndísi áttu. Á þessum árum fór hann stöku túra á togara og sem vél- stjóri á vertíðarbátum frá Akra- nesi og víðar. 1959 hóf hann aftur kennslu. 1959–64 í Flatey á Breiðafirði, 1964–68 í Grímsey, 1968–70 á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, var í Kennaraskólan- um veturinn 1970–71, kennari og skólastjóri á Reykhólum, A-Barð., 1971–76, var í Kennaraháskólan- um veturinn 1976–77 og lauk hon- um þá, kennari í Stykkishólmi 1977–88 er hann hætti vegna ald- urs. Hóf þá trilluútgerð með Sig- urbrandi syni sínum til 1996 á bát- unum Bryndísi SH 271 og Sædísi SH 128 og réri svo með Sigur- brandi á hans trillu, Bryndísi SH 128, til 1999 er Sigurbrandur hætti trilluútgerð. Útför Jakobs verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku besti afi, nú ertu fallinn frá og langar okkur systur að minnast góðu stundanna sem við áttum með þér. Alltaf ríkti tilhlökkun og spenna þegar að sumarfríinu kom og við fórum með þér á Galtará sem er besti staður í heimi. Þar er gott að vera og gaman að dunda sér úti og fara í fjöruna og göngutúra í hvamminn og þegar það var vont veður að geta tekið upp spil, bók eða hlustað á skemmtilegar sögur frá því í gamla daga. Og mikið vorum við hissa hvað þú smíðaðir og lagaðir allt sjálfur og þegar þú sagðir okkur að þú værir búinn að labba um fjöll og firnindi og ekki má gleyma þegar við sigldum með Baldri um Breiða- fjörðinn og þú sýndir okkur allar þessa eyjar og þekktir þær allar með nafni og svo eyddum svo ynd- islegum dögum með þér á Galtará. Einnig var alltaf gott þegar þú komst í heimsókn til okkar og vild- ir fylgjast með öllu sem við vorum að gera og stússast og hvað námið okkar skipti þig miklu máli. Og þegar við gáfum þér teikningar og sögur var það alltaf eins og við værum að gefa þér gullmola og við vitum að þú varðveitir þær í sálu þinni. Nú kveðjum við þig, afi, og geymum allar þær minningar og væntumþykju í hjarta okkar og vit- um við að þú átt oft eftir að koma upp í huga okkar á okkar æviferli. Þú, meistarinn frá himnahöll, sem himinfræði kennir öll, hve fávís ég og aumur er, ef eigi læri ég hjá þér. Æ, lít til mín og leið mig inn sem lærisvein í skóla þinn. (Helgi Hálfdánarson.) Þín barnabörn, Huldís Inga, Eydís Klara, Tinna Dís. Með örfáum orðum langar mig að minnast Jakobs föðurbróður míns. Minningarnar streyma fram og í huga mínum einkennast þær fyrst og fremst af bið og tilhlökkun en einnig gagnkvæmri hlýju. Sem drengur minnist ég þess þegar við systkinin biðum í eftirvæntingu eftir að Jakob kæmi af sjónum eða utan af landi og tæki okkur í fang sér. Þá var hann að koma heim eft- ir vertíð eða eftir lengri tíma dvöl í Flatey eða Grímsey þar sem hann var kennari í mörg ár og síðar einnig á Kleppjárnsreykjum, Reykhólum og í Stykkishólmi. Hann hafði frá svo mörgu spenn- andi að segja okkur krökkunum. Allt sem tengdist náttúrufræði og sögu þekkti hann svo vel, oft af eig- in reynslu, og það var honum svo eðlislægt að miðla fróðleik. Á sumrin, öll árin sem hann var kennari, voru störf á sjó eða við sjóinn hans líf og yndi. Réri hann þá á eigin bát Bryndísi SH 136, oft- ast í Breiðafirði og hin síðari ár, allt þar til fyrir fjórum árum, reri hann með Sigurbrandi syni sínum á hans trillu. Í mörg sumur á árunum upp úr 1960 annaðist Jakob ýmis störf, sem flest tengdust sjónum, á Stað- arfelli í Dölum hjá Þuríði Ólafs- dóttur sem þar stundaði búskap eftir að Sigurður, maður hennar og bróðir Jakobs lést. Ég og Haraldur H. Sigurðsson frændi minn fengum þá sem drengir stundum að fara með honum á sjó, til selveiða, fjár- flutninga, dún- og eggjatöku út í eyjarnar á Hvammsfirði og var það mikil upplifun. Það var líka mikil upplifun að fá að fara með honum út í Flatey. Þá kom hann á Bryn- dísi SH siglandi inn Kollafjörðinn, lenti neðan við bæinn á Galtará, en þar var hann fæddur og uppalinn, og tók okkur börnin og foreldra mína og stundum líka Pétur afa með sér út í eyju. Þá brást ekki að við fengjum lúðurikling til að borða á leiðinni, oft líka nýveiddan fisk, og í eitt skipti kom hann að landi með svo stóra flyðru að það þurfti tilfæringar við að landa henni. Galtará var honum alltaf mjög hjartfólgin og þar undi hann mörg- um stundum. Eftir að aurskriða féll á Galtarárbæinn og eyðilagði þennan gamla torfbæ fyrir um 30 árum þótti sýnt að þar yrði ekki lengur að neinu húsaskjóli að hverfa. Jakob, sem þá var skóla- stjóri á Reykhólum, hófst þá handa við að safna sér efnivið og byggði bæinn upp frá grunni til uppruna- legs horfs. Naut hann stundum að- stoðar Freysteins Vigfússonar mágs míns, en hann er húsasmíða- meistari. Jakob var síðan boðinn og búinn að leyfa öllum í fjölskyld- unni að gista í bænum meðan hús- rúm leyfði. Þetta framtak Jakobs lýsir honum eflaust best. Hann var alltaf sívinnandi og hjálplegur hverjum sem til hans leitaði, eð- allyndur og fróður um svo margt. Hann náði því takmarki á ævinni að öðlast svo mikla og sérstæða reynslu, meiri en flestir aðrir, í ná- inni snertingu við íslenska náttúru sem hann unni svo mjög. Sonum Jakobs, Sigurbrandi og Bjarka, og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Jakobs G. Péturssonar. Guðmundur Pétursson. Þegar ég, litla frænka, minnist Jakobs eða Kobba frænda kemur margt fram í hugann. Sem lítil hnáta í Eskihlíðinni man ég eftir stundunum þar sem Kobbi sat í borðkróknum ásamt foreldrum mínum. Þar voru málin rædd. Ég sat ósjaldan á hnjánum á pabba og hlustaði á sögur fullorðna fólksins. Kobbi hafði frá mörgu skemmti- legu að segja. Hann gaukaði oft að okkur Guðmundi bróður alveg sér- stöku súkkulaði í svona líka skraut- legu bréfi. Þetta var sko frændi. Jakob gaf mér dúkku í jólagjöf sem ég nefndi Jakobínu í höfuðið á hon- um og enn í dag er hún mér kær í minningunni. Jakobína var sérlega glæsileg dúkka og var hún í miklu uppáhaldi, ekki hvað síst vegna þess að frændi hafði gefið mér hana. Hún var svo fín, í flottum kjól, skóm með krullað hár og með flottan hatt. Þær gerðust ekki flottari. Takk fyrir, frændi. Í uppvexti mínum var Jakob allt- af nærri og var fastur heimilisgest- ur, alltaf svo hlýr og tilbúin að hjálpa öllum. Ég fylgdist með lífs- hlaupi Jakobs í gegnum tíðina. Þegar ástin kom inní líf hans og bar ávöxt, tvo syni. Hvernig þeir uxu og döfnuðu. Það var óskipt ást þeim til handa og ótvírætt það besta sem Jakob hafði nokkru sinni eignast. Eitt er það sem við hjónin fáum Jakobi aldrei fullþakkað en það er uppbygging gamla bæjarins á Galtará. Þvílíkt þrekvirki, ótrú- legt að láta sér detta í hug að end- urreisa bæinn og að klára það til enda. Það er lofsvert. Gamli bær- inn veitti skjól og mörgum margar gleðistundir. Bestu stundirnar voru þegar fjölmennast var í bæn- um og sofið var allstaðar. Stund- irnar þegar við Freysteinn fórum vestur í ber eða bara vestur til að njóta náttúrunnar voru yndislegar. Þá var Jakob jafnan með Sigur- brandi syni sínum að huga að ein- hverju í eða við gamla bæinn. Eitt sinn löbbuðum við ásamt Jakobi og Sigurbrandi yfir Gufudalsháls úr Kollafirði yfir í Gufudal. Jakob var leiðsögumaður, þá tæplega sjötug- ur. Jakob vildi fara eftir gamla vegaslóðanum og hljóp frekar en labbaði a.m.k. þrefalt á við okkur og fann slóðina alla leið. Hann blés ekki úr nös og sagði sögur nær alla leiðina. Þetta var mjög eftirminni- leg ferð. Oft sátu Jakob og Frey- steinn í eldhúsinu á Galtará við gömlu kolaeldavélina og ræddu um byggingar, ógerðar framkvæmdir og ýmsar hugmyndir sem fuku um loftin eða bara um landsins gagn og nauðsynjar. Við höfum Jakobi margt að þakka því hann kenndi okkur margt. Við viljum votta sonum Jak- obs og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Anna Bára og Freysteinn. JAKOB GUNNAR PÉTURSSON ✝ Jón SæmundurKristinsson fæddist á Brautar- hóli í Biskupstungum 13. nóvember 1945. Hann andaðist í Sjúkrahúsinu á Sel- fossi 23. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristinn Sigurjónsson, f. 26. mars 1902, d. 30. júní 1987, og kona hans Kristrún Sæmunds- dóttir, f. 16. febrúar 1907, d. 4. janúar l997. Systkini Jóns eru: Ragnar Ragnarsson (sam- mæðra), f. 11. apríl 1929, býr í Garðabæ, Sigríður Guðbjörg, f. 23. nóvember l932, d. 21. júní l989, bjó í Reykjavík, Sigurjón, f. 8. september l934, býr í Kistuholti í Biskupstungum, Arnleif Margrét, f. 18. september l940, býr í Ölv- isholti í Hraungerð- ishreppi, Hrefna, f. 13. febrúar l942, býr á Selfossi, Bjarni, f. 19. júlí l950, býr á Brautarhóli í Bisk- upstungum. Jón Sæmundur, eða Jóndi eins og hann var kallaður, ólst upp á Brautar- hóli og átti þar heima þar til hann flutti á Sambýlið Ár- vegi 8 á Selfossi 1982. Vorið 2001 veiktist hann og hef- ur síðan dvalið á hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum á Selfossi, og síðustu daga í Sjúkrahúsinu á Sel- fossi. Útför Jóns verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Torfastöðum. Gættu þess vin, yfir moldunum mínum, að maðurinn ræður ei næturstað sínum. Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin sem kallinu gegndi ég kátur og glaður, það kæti þig líka, minn samferðamaður. (James McNulty.) Ég sé það í dag að það voru mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp með Jónda. Minningarnar hell- ast yfir mig; Jóndi að byggja úr Legokubbum, hann bjó til ævintýra- hallir sem ég skemmdi til að hann gæti búið til nýjar. Sátum saman við ofninn í eldhúsinu, á meðan amma bakaði jólaköku og reyndi að kenna honum að telja. Hann var allur af vilja gerður og taldi og taldi en ekki í réttri röð. Það gerði ekkert til hann vissi samt hvað þurfti mikið af hinu og þessu. Þó að hæfileikar Jónda lægju ekki í gegnum stærðfræðina og að hann var stórt barn alla ævi, þá var hann ansi glúrinn. Til dæmis var hann mjög vandvirkur. Um það báru naglarnir vitni, sem hann rétti, en þeir voru þráðbeinir. Hann tók að vísu sinn tíma í það sem hann gerði og stundum þurfti hann mikinn tíma. Jóndi var mikill mannþekkj- ari, og gaf öllum tækifæri. Hann var mjög mannglöggur og ef hann einu sinni vissi nafn á manneskju, þá gleymdi hann henni aldrei. Hann átti marga vini og hjartaknúsari var hann og það ber vitni um allar vin- konurnar sem hann átti, en þar voru fremstar í flokki konurnar á Árvegi 8, sem honum þótti mjög vænt um. Þegar ég kom til hans tók hann aft- an um hnakkann á mér og rótaði í hárinu á mér og þar með var greiðsl- an farin þann daginn. Við Jóndi átt- um okkur orðaleik. Ég kom til hans og sagði: „Jæja, Jóndi bóndi“, þá svaraði hann mér um hæl og sagði: „Jæja, Linda pinda“ Svo kom alveg sérstakur stríðnissvipur á hann og honum fannst hann hafa borgað fyr- ir sig. Hann var mjög glettinn og átti til stríðni, en hún var alltaf góð- látleg og hógvær, smákitl hér og pínu pot þar, og svo kom þessi óborganlegi stríðnissvipur. Dýr voru Jónda mjög hugleikin og þá sérstaklega ungviðið. Kettlingar og hvolpar, kálfar og ég tala nú ekki um litlu lömbin á vorin. Það var mikil gleði sem gagntók hann og hann gat setið tímunum saman með litlu dýr- in í fanginu. Einnig var hann mikil barnagæla og hann varð voða mjúk- ur í framan þegar hann fékk Huldu Rún í fangið á afmælinu sínu núna í nóvember. Ég vil senda kveðjur og þakklæti til starfsfólks og íbúa á Ár- vegi 8, þó sérstaklega Kalla sem missti sinn besta vin. Ég og börnin mín þökkum Jónda samveruna. Hvíli hann í friði. Berglind Sigurðardóttir. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Þannig er það í dag, ég syrgi kær- an frænda vegna þess hversu mikla gleði hann gaf mér. Jóndi var ynd- islegur maður, þrjóskur og ákveðinn eins og margir í fjölskyldu okkar en hann var líka einstaklega ljúfur og blíður. Jóndi var ekki bara frændi minn heldur líka nágranni þegar ég var að alast upp og ég hitti því oft þennan góða frænda meðan hann bjó heima á Brautarhóli. Jóndi hafði þá sín föstu verkefni sem hann vann af mikilli vandvirkni en hann gaf sér samt tíma til að tala við litla frænku sem stundum truflaði hann við verk- in. Ég man líka oft eftir Jónda sitj- andi við borðið inni í herbergi með bensínbækurnar og blýant og þar skrifaði hann ýmislegt dularfullt í bækurnar sínar. Jóndi hafði mikið tóneyra, hann var einu sinni dag í Vegatungu með okkur systkinunum. Eitthvað höfð- um við systkinin verið að leika okk- ur með munnhörpu sem pabbi átti og hljóðin voru nú ekki alveg eins og Jóndi vildi, hann tók hana og spilaði fyrir okkur hvert lagið eftir annað. Eftir að Jóndi flutti á sambýli á Selfossi opnaðist honum nýr heim- ur, hann eignaðist vini á eigin for- sendum, ferðaðist til útlanda og fór að vinna á vernduðum vinnustað. Við hittumst sjaldnar en það var gott að vita að hann naut lífsins. Síðustu árin fór heilsan að bila og þrekið minnkaði. Þegar kveðju- stundin rann upp sátu systur Jónda hjá honum eins og svo oft áður, margir ættingjar og vinir voru búnir að koma og kveðja og það er gott að vita af því. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sig.) Kristrún Sigurjónsdóttir. Það er komið að kveðjustund hjá honum Jóni Sæmundi Kristinssyni en hann lést sunnudaginn 23. mars sl. eftir stutt veikindi. Jóndi var ein- stakur persónuleiki sem gaf okkur mikið sem kynntumst honum. Jóndi elskaði alla og var hrókur alls fagn- aðar á góðra vina fundum. Jóndi fæddist með Downs-heilkenni en þrátt fyrir þann sjúkdóm tók hann virkan þátt í bústörfum á heimili foreldra sinna á meðan heilsan leyfði. Hann ólst upp við sveitastörf á Brautarhóli í Biskupstungum þar sem foreldrar hans ráku myndar- legt bú. Þar umgekkst Jóndi mikið dýr sem hann hafði einstakt lag á. Þau hændust að honum og var unun að sjá hve vel hann náði sambandi við málleysingjana. Jóndi hafði þann starfa meðan ég var í sveit á Brautarhóli að þrífa JÓN SÆMUNDUR KRISTINSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.