Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Baltimar Notos kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Florinda kemur í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel er opið alla virka daga frá kl. 13–17. Kaffi á könn- unni kl. 15 til 16:30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Heilsa og hamingja fræðslu- fundur fellur niður í dag vegna forfalla. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Bók- band í dag kl. 10–12. Gerðuberg, félags- starf. Föstudaginn 4. apríl, dansleikur frá 20–23.30, hljómsveit Hjördísar Geirs, húsið opnað kl. 19.30, allir velkomnir. Allar upp- lýsingar í síma 575 7720. Vesturgata 7. Miðviku- daginn 2. apríl kl.14 verður farið að sjá leik- ritið „Forsetinn kemur í heimsókn“ sem Snúð- ur og Snælda, leikfélag Félags eldri borgara, sýnir, farið frá Vest- urgötu kl.13.30. Skrán- ing í síma 562 7077. Átthagafélag Stranda- manna heldur vorball laugardaginn 29. mars í Breiðfirðingabúð. Hljómsveitin Upplyft- ing leikur fyrir dansi. Húsið opnað kl. 22. Breiðfirðingafélagið félagsvist í Breiðfirð- ingabúð morgun sunnudag kl. 14. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 genga að Katt- holti. Minningarkort Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutíma í síma 552-4440 frá kl 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.parkinson.- is/sam_minningar- kort.asp Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (KH), er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suð- urgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544-5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540-1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551-7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endurhæf- ingardeildar Landspít- alans Kópavogi (fyrr- verandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrktar- félags vangefinna, s. 551-5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565- 5727. Allur ágóði renn- ur til starfsemi félags- ins. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjar- skrifstofu Seltjarnar- ness hjá Ingibjörgu. Í dag er laugardagur 29. mars, 88. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Anda sannleikans, sem heim- urinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jóh. 14, 17.) Þingmaðurinn EinarKristinn Guðfinnsson fjallar í grein á heima- síðu sinni www.ekg.is um hvort nú sé komið að bönkunum að axla aukn- ar byrðar. Einar Kristinn segir m.a.: „Vextir hér á landi eru of háir. Lækkun stýrivaxta Seðlabankans hófst of seint og var tekin í of smáum skrefum. Engu að síður hefur ver- ið um að ræða allkröftugt vaxtalækkunarferli, sem staðið hefur fram á þenn- an dag án hléa. Við- skiptabankarnir hafa fylgt að einhverju leyti í kjölfarið, en engan veg- inn nóg. Nú er komið að þeim. Bankarnir eiga að lækka vextina einhliða. Fyrir því eru efnahags- legar forsendur, þær for- sendur liggja líka í lækk- un stýrivaxta Seðla- bankans, minni bindi- skyldu bankans og loks gefur glimrandi afkoma viðskiptabankanna tví- mælalaust tilefni til ein- hliða vaxtalækkunar af þeirra hálfu.“     Síðar í pistli sínum seg-ir þingmaðurinn: „Tilkynningargjöld alls konar og kostnaður sem innheimtur er í stórum stíl verður æ stærri hluti af rekstrartekjum banka- kerfisins. Ný þjónusta af hálfu bankanna hefur gefið þeim færi á miklum nýjum tekjum á þessu sviði. Í sjálfu sér er það ekki óeðlilegt að slík gjöld séu rukkuð, til þess að standa undir kostnaði. Það er ekki eðlilegt að kaupandi einnar tegund- ar þjónustu greiði fyrir næsta mann, sem fær í té annars konar þjónustu lánastofnana. En þá er þess líka að vænta að vaxtamunurinn lækki. Vaxtamunurinn stóð nefnilega, fyrir daga hinna háu þjónustu- gjalda, undir rekstri bankakerfisins í ríkari mæli. Með öðrum orðum: Bankarnir geta í ljósi af- komutalna lækkað vaxta- muninn miklu meira en þeir hafa gert. Það er eðlilegt að viðskiptavin- irnir njóti góðrar afkomu bankanna, ekki bara starfsfólk og hluthafar. Þannig virkar það að minnsta kosti á frjálsum markaði þar sem alvöru samkeppni ríkir. Við- brögð bankanna að þessu leyti eru viss prófsteinn á raunveruleika sam- keppninnar á fjármála- markaði.“     Þá segir Einar Krist-inn: „Vaxtalækkun nú myndi stuðla að lægra raungengi íslensku krón- unnar, eins og raunar öll efnahagsleg rök mæla með. Lækkun vaxta og lægra raungengi myndi efla atvinnulífið, draga úr greiðsluerfiðleikum fólks og fyrirtækja, stuðla að lægri útlána- töpum og þar með minni vaxtamun. Afkoma bank- anna myndi þannig enn batna í takt við betri stöðu viðskiptavinanna. Það er því í þágu banka- kerfisins sjálfs, rétt eins og annarra, að það hafi sjálft frumkvæði að vaxtalækkun.“ STAKSTEINAR Komið að bönkunum að axla byrðar Víkverji skrifar... EINKADÓTTIR Bills Clintons,fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, kom til Íslands á dögunum og er því komin í raðir Íslandsvina þó að ekki hafi hún gróðursett tré í Vinaskógi. Varla er hægt að segja að veðurguðirnir hafi farið mildum höndum um Chelsea og vini hennar þótt blessuð sólin hafi látið í sig glitta af og til, en hagl, rigning og snjór féll af himnum meðan á dvöl hennar stóð. Chelsea lét veðurfarið þó ekki á sig fá og fór út á lífið í miðbænum til að kynna sér skemmtanamenningu Frónbúa. Fór hún í biðröð ásamt vinum sínum, til að komast inn á Hverfisbarinn og komst þar inn eftir að hafa beðið eins og aðrir óbreyttir djammarar í röðinni. Íslenskir skemmtistaðir hafa flestir tvær raðir fyrir gesti sína, eina fyrir skrílinn og hina fyrir VIP- liðið, þ.e.a.s. þá sem teljast vera „very important persons“. Chelsea skoraði mörg prik hjá Víkverja þegar hann frétti að hún hefði bara farið í almúgaröðina eins og aðrir, enda vildi hún líklega falla í fjöldann. Chelsea hefur eflaust séð ýmsum íslenskum „stórlöxum“ hleypt fram fyrir sig þrátt fyrir að þeir hafi beðið mun skemur. x x x VÍKVERJI hefur alltaf átt erfittmeð að þola þessar VIP-raðir. Man hann t.d. eftir því að hafa staðið úti í nístingskulda í biðröð til að komast inn á Skuggabarinn á Hótel Borg meðan fjölmörgum kunn- ingjum dyravarðarins og öðru þotu- liði var hleypt fram fyrir Víkverja í röðinni. Víkverji hnippti í dyravörð- inn en var þá bent á skilti fyrir ofan dyrnar. „Ákveðnir gestir fá for- gang.“ Víkverji reyndi þá að sann- færa dyravörðinn um að hann gæti verið ansi ákveðinn þegar sá gállinn væri á honum, en allt kom fyrir ekki. Víkverji mátti því dúsa í röðinni ásamt öðru almúgafólki meðan VIP- liðinu, sem Víkverji gat nú ekki séð að væri merkilegra en þeir sem hann stóð með í biðröð, var hleypt fram fyrir í röðinni. x x x ÞAR sem VIP-liðið fær forganginn á skemmtistaði í landi kulda og ísa getur það komið sér vel að vera einn hinna útvöldu. Telur Vík- verji reyndar að allir geti fundið sér eitthvað til framdráttar til að rök- styðja hví þeir eigi heima í VIP- röðinni – kannski sérstaklega eftir að Íslendingabók kom á Netið. Fólk gæti t.d. rakið sig saman við eiganda staðarins og sýnt fram á að það ætti sameiginlega forfeður og eigandinn í t.d. sjötta lið. Varla fer hann að vísa frænda eða frænku á dyr? Reyndar virðast oft fleiri fara í VIP-röðina en í röð sauðsvarts al- múgafólks. Fyrir utan Thorvaldsen bar í Austurstræti má t.d. oft sjá mun fleiri gesti bíða í VIP-röðinni en í almúgaröðinni. Þá mega hinir óbreyttu líklega bíða ansi lengi. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ætli það hafi verið hamagangur í öskjunni í biðröðinni hjá Chelsea? LÁRÉTT 1 letiblóð, 8 tónverkið, 9 húsgögn, 10 verkfæris, 11 hraðann, 13 þrekvirki, 15 laufs, 18 báran, 21 skán, 22 þurfaling, 23 ganga, 24 sníkjudýr. LÓÐRÉTT 2 skaprauna, 3 út, 4 æða yfir, 5 hefur undan, 6 styrkja, 7 þýðanda, 12 myrkur, 14 dyl, 15 lóð- arstampur, 16 skyld- mennin, 17 drang, 18 veitir tign, 19 földu, 20 askar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 bassi, 4 lurfa, 7 beður, 8 nykur, 9 and, 11 arma, 13 þrær, 14 rengi, 15 bast, 17 lest, 20 hal, 22 ugg- ir, 23 Júðar, 24 iðnin, 25 tomma. Lóðrétt: 1 babla, 2 síðum, 3 iðra, 4 lund, 5 rokur, 6 aðr- ar, 10 nunna, 12 art, 13 þil, 15 bauti, 16 sugan, 18 eyð- um, 19 torfa, 20 hrín, 21 ljót. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 ÉG las í Morgunblaðinu í desember 2002 pistil þar sem farið er mörgum orð- um um lélega þjónustu hjá Ingvari Helgasyni hf., m.a. var sagt: „Þeir hafi ekki áhuga eða ráð á að eiga varahluti“ eða „almanna- rómur segir þetta ósköp venjulegt þegar þetta fyr- irtæki eigi í hlut“. Frá því að ég las þennan pistil hef ég talað við fjöldann allan af vinum og kunningjum, sem viðskipti hafa átt við Ingvar Helga- son hf. og ber öllum saman um ánægjuleg og góð sam- skipti við þetta fyrirtæki í einu og öllu. Ég get því ekki orða bundist, þótt seint sé, því til fjölda margra ára hef ég haft viðskipti við þetta fyr- irtæki og hef ætíð fengið toppþjónustu sem í mörg- um tilfellum væri hægt að draga í efa að ég ætti rétt á. Stjórnendum þessa fyr- irtækis og öllum starfs- mönnum þakka ég frábæra viðkynningu og þjónustu- lund í hvívetna og mun ég í ljósi margra ára reynslu beina áfram, eins og hingað til, viðskiptum mínum til þessa ágæta fyrirtækis. Baldur Þórðarson. Siðleysi í útvarpi ÉG var að hlusta á þáttinn Haukur í horni á Músík FM 88,5 er ég var á leið frá skóla einn eftirmiðdaginn. Þannig var, að sá sem stjórnaði þættinum var með lifandi dýr inni í stúdíóinu og hlustendur gátu hringt og greitt at- kvæði um það hvort dýrið ætti að lifa eða hvort þul- urinn ætti að drepa dýrið. Öll dýrin hafa sloppið hing- að til. Mér finnst svona lagað ekki eiga heima í útvarpi. Mér finnst þetta lýsa heimsku og siðleysi hjá þeim sem fjallar um svona eða lætur hlustendur segja álit sitt á því hvort dýr eigi að fá að lifa eða deyja. Þessi þáttur er alltof ógeðslegur fyrir minn smekk og mun ég framvegis hlusta á eitt- hvað annað. Framhaldsskólanemi og dýravinur. Hátt verðlag VEGNA komandi kosninga langar mig til að lýsa yfir óánægju minni með hátt verðlag á Íslandi. Sem dæmi má nefna að ég fór í Ikea í vikunni og keypti nokkra hluti. Þegar ég kom að kassanum spurði kassastarfsmaður mig hvort ég vildi poka undir vörurnar. Ég spurði hvort það kostaði eitthvað auka- lega og þá sagði hún fimm- tán krónur! Ég sagði bara nei takk og hvet ég aðra til að gera hið sama. Betra er að koma bara með eigin taupoka þegar kaupa á í búðum. Svo langar mig til að þakka fyrir mjög góða þjónustu í sólbaðsstofunni Sælunni á Rauðarárstíg. Þar hefur þjónustan batnað til muna og starfsfólkið þar er kurteist og brosmilt. Í því samhengi vil ég hvetja fólk til að bera á sig þar til gerð krem áður en lagst er í bekkina því það margfaldar árangurinn. Ástrún Friðbjörnsdóttir, bókmenntafræðingur. Tepruskapur ÉG er alveg hissa á reglum á sundstöðum að leyfa ekki drengjum 6-7 ára að fylgja mæðrum sínum í klefum og sturtum. Mér finnst þetta tepruskapur. 131025-4329. Dýrahald Símon Tumi er týndur SÍMON Tumi er grár og nettur fressköttur, eyrna- merktur 03G4 en ólarlaus. Hann týndist frá Lyng- brekku í Kópavogi sl. mánudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 564 5964. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Topp þjónusta Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.