Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 20
færar um að leggja margvísleg ágreiningsefni sín til hliðar til að sameinast í pílagrímaförinni til Karbala og fagna með því nýfengnu frelsi sínu undan kúgunarvaldinu. Sjítar, einkum í Suður- Írak þar sem þeir eru yfirgnæfandi meirihluti íbúanna, hafa að undanförnu unnið að því að setja á fót bráðabirgðastjórnsýslu í héraði, í því skyni að koma aftur á lögum og reglu, og trúarleiðtog- ar hafa reynzt lykilmenn í að finna pólitísku valdi nýjan farveg í upplausnarástandinu í landinu. Að minnsta kosti einn íraskur sjítaleiðtogi hef- ur hvatt pílagrímana til að mótmæla drottnun Bandaríkjamanna yfir landinu og sumir pílagrím- arnir báru mótmælaspjöld með slagorðum í þessa veru í gær. Í pílagrímahópnum í Karbala í gær voru tveir u.þ.b. 100 manna hópar manna klæddum hvítum serkjum, sem gengu lengst í sjálfspyntingum, eins og kvað vera sterk hefð fyrir meðal sjía- pílagríma. Beittu mennirnir sveðjum til að skera sjálfa sig til blóðs á höfðinu, í því skyni að sýna í verki hvað þeir fyndu sterklega til með písl- arvottinum Hussein, sem er sagður hafa verið hálshöggvinn fyrir 1.323 árum. HUNDRUÐ þúsunda íraskra sjía-múslíma streymdu til hinnar helgu borgar Karbala í gær, í pílagrímaför sem áður fyrr var árviss viðburður en var bældur niður í stjórnartíð Saddams Huss- eins. Samkvæmt trú sjía-múslíma var það í Karbala sem Hussein, dóttursonur Múhameðs spámanns, dó píslavættisdauða á sjöundu öld. Með píla- grímaförinni, sem nær hámarki á fimmtudag, er píslavættisins minnzt. Vincent Brooks, næstæðsti yfirmaður hern- aðaraðgerða Bandaríkjahers í Írak, sagði að bú- izt væri við því að allt að ein milljón pílagríma, þar á meðal nokkur fjöldi frá Íran og öðrum löndum utan Íraks, kæmi til Karbala af þessu til- efni. Að svo stór hópur pílagríma frá öllum lands- hornum Íraks skuli safnast saman svo skömmu eftir fall stjórnar Saddams Husseins endurspegl- ar það tilkall sem sjía-múslímski meirihlutinn í Írak gerir til áhrifa í landinu. Sjítar máttu þola margs konar kúgun af hálfu stjórnar Saddams, sem var að mestu skipuð súnní-múslímum. Hinar ýmsu fylkingar íraskra sjíta reyndust Karbala. AFP, AP. Yfir milljón píla- grímar í Karbala AP Á spjöldum pílagrímanna stendur: „Já, já við ísl- amskri ríkisstjórn“ og „Niður með Bandaríkin“. Reuters Það var þröng á þingi við moskuna helgu í miðborg Karbala í gær. Íraskir sjítar eru í meirihluta í landinu en voru kúgaðir í tíð Saddams Husseins. Reuters Sjía-múslími lemur sig með keðjuvendi í hóp- göngu í gær, sjálfspynting er algeng meðal sjíta. ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRESKI þingmaðurinn George Galloway sagði í gær að hann myndi höfða mál á hendur dagblaði sem fullyrti að hann hefði fengið greitt sem svarar tæplega 45 milljónum króna á ári frá stjórn Saddams Huss- eins í Írak. „Ég hef aldrei falast eftir né myndi ég nokkurn tíma þiggja nokkra fjár- hagsaðstoð frá ríkisstjórn Íraks,“ sagði Galloway, sem er þingmaður Verkamannaflokksins frá Skotlandi, í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Í forsíðufrétt sem send var frá Bagdad greindi blaðið, The Daily Telegraph, frá því að fréttamaður þess hefði fundið minnisblað í íraska utanríkisráðuneytinu þess efnis að Galloway hefði fengið sneið af tekjum af olíu, sem svarar 44,7 millj- ónum króna árlega. Galloway hitti Saddam Husssein í Bagdad í ágúst sl., og hefur verið uppnefndur „þingmaður Bagdad- kjördæmis“. Hann var eindreginn andstæðingur herfarar bandamanna til Íraks, en The Daily Telegraph hefur stutt herförina dyggilega. Blaðið segir, að Galloway hafi stofnað félag með nafngreindum, íröskum olíusala til að selja olíu á al- þjóðamarkaði. Skjalið, sem blaða- maður þess hafi fundið, hafi verið minnisblað sent af yfirmanni írösku leyniþjónustunnar til skrifstofu Saddams í janúar 2000. Á minnisblaðinu sé greint frá því að Galloway hafi farið fram á það við útsendara leyniþjónustunnar að fá að sjá um stærri hluta af olíuútflutningi Íraka. Samkvæmt áætlun Samein- uðu þjóðanna fengu Írakar að flytja út olíu gegn því að hagnaðurinn af henni yrði notaður til kaupa á mat- vælum og öðrum nauðsynjum fyrir íraskan almenning. Þá komi einnig fram á minnisblaðinu að Galloway hafi tekjur af matvælasölu og hafi leitað eftir „sérstökum“ samningum. Galloway hefur ætíð neitað því að hafa þegið fjárhagsaðstoð frá Sadd- am. Í frétt The Daily Telegraph í gær segist blaðið hafa beðið Galloway að útskýra minnisblaðið og segir hann hafa svarað: „Kannski var það búið til af sömu fölsurum og fölsuðu svo margt annað í öllu þessu Íraksmáli. Kannski falsaði The Daily Telegraph það. Hver veit?“ Blaðið hefur ennfremur eftir hon- um: „Sannleikurinn er sá, að það ég best veit hef ég aldrei hitt neinn úr írösku leyniþjónustunni. Ég hef aldr- ei á ævinni séð olíutunnu, og því síður átt, keypt eða selt slíka.“ Í skjölum sem fundust í utanrík- isráðuneytinu í Bagdad leggur íraska leyniþjónustan mikla áherslu á að nauðsynlegt sé að þagmælsku sé gætt varðandi meint viðskiptatengsl Galloways við ríkisstjórnina, segir í frétt The Daily Telegraph. Á einu minnisblaði sé tekið fram, að greiðslur til hans verði að fara fram undir „viðskiptayfirskini“. Á öðru minnisblaði hafi verið greint frá fundi Galloways með írösk- um njósnara á öðrum degi jóla 1999, þar sem Galloway hafi útlistað áætl- anir sínar fyrir næsta ár. Yfirmaður leyniþjónustunnar hafi skrifað þetta minnisblað og sagt þar að Galloway hafi tjáð njósnaranum að „hann [Galloway] þyrfti áfram- haldandi fjárhagsaðstoð frá Írak. Hann hafi í gegnum Tariq Aziz [fyrr- verandi aðstoðarforsætisráðherra Íraks] komist yfir þrjár milljónir olíutunna á hálfsárs fresti í samræmi við áætlunina um olíu fyrir mat. Hans hlutur sé aðeins um tíu til fimmtán sent á tunnuna“. Á minnisblaðinu er ólæsileg undir- skrift yfirmanns írösku leyniþjónust- unnar. Segir hann að Galloway hafi beðið um meiri peninga. „Hann lagði til við okkur eftirfarandi: Í fyrsta lagi, auka hans hlut af olíunni, í öðru lagi, veita honum sérstaka viðskipta- aðstöðu og samninga.“ Yfirmaður írösku leyniþjónustunnar mælir með því að tillögur Galloways verði sam- þykktar, segir The Daily Telegraph. London. AFP. AP Breski þingmaðurinn George Galloway á fundi með Saddam Hussein í Bagdad 8. ágúst í fyrra. Galloway var harður andstæðingur stríðsins í Írak. Sagður hafa þegið fé af Íraksstjórn Þingmaður hótar dagblaðinu The Daily Telegraph meiðyrðamáli JAY Garner, Bandaríkjamaðurinn sem á að stjórna Írak í umboði bandamanna þangað til innlend stjórnvöld taka við, hélt til héraða Kúrda í norðri í gær og var tekið með kostum og kynjum. Jalal Talab- ani, annar af tveim öflug- ustu leiðtog- um íraskra Kúrda, sagði í gær að Kúrdar vildu að stofnað yrði lýðræðislegt ríki í Írak. Þótt þeir teldu sig eiga sama rétt á að ráða eigin málum og aðr- ar þjóðir hygðust þeir starfa innan ramma írasks sambandsríkis. Kúrdar stofnuðu eigin stjórn á svæðum sínum í norðri eftir Flóastríðið árið 1991 undir vernd flugvéla bandamanna. Garner, sem er hershöfðingi á eftirlaunum, stjórnaði þá hjálparstarfi sem bandamenn komu á laggirnar í héruðum Kúrda eftir að Saddam Hussein hafði barið niður uppreisn og hrakið hundruð þúsunda óbreyttra borgara á flótta. „Þér tekst alltaf að láta mér líða eins og ég sé kominn heim,“ sagði Garner er hann hitti Talabani. „Þegar þú hættir störfum skaltu koma aftur til Kúrdistans …og við skulum reisa þér fallegt hús,“ svaraði Talabani. Garner átti í gær fund með Tal- abani og öðrum helsta leiðtoga Kúrda, Massoud Barzani. Oft hef- ur verið grunnt á því góða í sam- skiptum Kúrdaleiðtoganna tveggja en í fyrra náðu þeir samkomulagi um að stofna sameiginlegt þing fyrir Kúrdahéruð sem ekki voru undir stjórn Saddams. Nýlega gagnrýndi Barzani menn úr flokki Talabanis fyrir að hafa ýtt undir ringulreið og rán í borginni Kirkuk með því að ráðast inn í hana. Garn- er hrósaði í gær Kúrdum, þrátt fyrir innbyrðis deilur þeirra. „Ég tel að tími Kúrda sé runninn upp. Það sem þeir hafa fengið áorkað í norðurhéruðunum er sigur fyrir frjálsa karla og konur,“ sagði hann. Kúrdar fögnuðu Garner Bagdad. AP. Jay Garner
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.