Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 27 ÁRSHÁTÍÐIR Grunnskóla Egils- staða og Eiða- og Fellahrepps voru haldnar á dögunum, annars vegar í Valaskjálf á Egilsstöðum og hins vegar í Fellaskóla. Mikil aðsókn var að báðum há- tíðum og höfðu nemendur undirbú- ið sig af kostgæfni. Meðal atriða var kórsöngur skólakórs Egilsstaðaskóla og ind- verskur dans um 60 nemenda Fellaskóla. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Nemendur sungu á árshátíðinni og var gerður góður rómur að söngnum. Hillir undir lok skólaársins Egilsstaðir KRÍAN kom til Hornafjarð- ar í fyrradag. Það var Björn Arnarson fuglaáhugamaður sem sá tvo fugla á sveimi yfir Höfn um áttaleytið í fyrra- kvöld. Krían er stundvís því hún kemur til landsins sama dag og í fyrra. Nú eru allir far- fuglarnir komnir til landsins nema óðinshani og þórshani, en þeir birtast venjulega ekki fyrr en um miðjan maí. Um páskana sást holudúfa (Columba oenas) í fyrsta sinn á Íslandi. Björn sá dúf- una við Hala í Suðursveit á páskadag. Í fyrradag fór hann ásamt Brynjúlfi Brynjólfssyni og Hálfdani Björnssyni á Kvískerjum og sáu þeir þá fuglinn aftur. Holudúfa á heimkynni í Evrópu og á Bretlandseyj- um. Krían komin til Horna- fjarðar Hornafjörður UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um stækkun Mennta- skólans á Egilsstöðum um rúm- lega 1000 m2. Byggja á við núverandi kennslu- álmu skólans, skv. teikningum Ormars Þórs Guðmundssonar arkitekts. Viðbyggingin verður 1.067 m2 að stærð og mun hýsa kennslu- og stjórnunarrými, ásamt fyrirlestrasal. Taka á við- bygginguna í notkun haustið 2004, ef allt gengur eftir. Þrengsli hafa háð mennta- skólanum undanfarin ár og sem dæmi um það hefur t.d. skrifstofa rektors verið í geymslukompu. Þar sem aðsókn að skólanum er góð mun stækkun hans gjörbylta allri vinnuaðstöðu starfsmanna og nemenda. Kennslurýmið sjálft eykst um 50% og félagsaðstaða nemenda batnar með auknu húsrými þar sem pláss sem nú er notað fyrir stjórnun og kennslu losnar. Ríkissjóður greiðir 60% af kostnaði við stækkun ME og sveit- arfélög á Austurlandi 40%. Heima- sveitarfélögin Austur-Hérað og Fellahreppur munu gera samning við önnur sveitarfélög innan Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi um kostnaðarþátttöku þeirra í samræmi við kynningu sem þegar hefur farið fram. Tómas Ingi Ol- rich menntamálaráðherra und- irritaði samninginn fyrir hönd ís- lenska ríkisins og Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Austur- Héraðs, og Jens P. Jensen, sveit- arstjóri Fellahrepps, fyrir hönd sveitarfélaga sinna. Rektor Menntaskólans á Egils- stöðum er Helgi Ómar Bragason. ME stækkaður um 1.000 m2 Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjar- stjóri Austur-Héraðs, og Jens P. Jenssen, sveitarstjóri Fellahrepps, undir- rituðu samninginn um stækkun Menntaskólans á Egilsstöðum. Viðbygging menntaskólans tekin í notkun haustið 2004 PÍSLARGANGAN, sú tíunda í röð- inni, hófst með hefðbundnum hætti í hægviðri og sólskini við Hótel Reynihlíð á föstudaginn langa. Að þessu sinni voru þátttakendur fleiri en nokkru sinni eða vel á þriðja hundrað strax við upphaf göngunn- ar. Þar sem ekki er um keppni við tímann að ræða þá hefur gangan öll nokkuð annað og rólegra yfirbragð heldur en íþróttamót. Saman ganga gjarnan kunningjar og vinir eða fjöl- skyldur og mátti sjá krakka á hjól- um sem fylgdu foreldrum sínum eft- ir og nutu þannig tilverunnar. Ef einhver týndi sínum félaga þá hringdu menn sig saman aftur. Yfir öllu vakti Finnur Baldursson hagyrðingur á rútubíl, þar sem fólk gat geymt nesti eða yfirhafnir og sest inn til að hvílast smástund. Gestabók ein merkileg tilheyrir þessari göngu og rita menn nöfn sín í hana annaðhvort á hótelinu við upphaf göngu eða þá í rútunni. Í bókina hefur verið skráður annáll þessarar göngu frá upphafi. Einnig fljóta þangað inn vísur oftast eftir Finn bílstjóra. Þessi varð til nú með- an gengið var: Ótrúlegur fjöldi fór í fínu veðri í göngu þessa. Hádegishríðar höfnun stór heitt fáum kakó og svo er messa. Venjulega er dokað við nærri Geirastöðum og gripið til nestis, síð- an er gengið upp í Skútustaði þar sem bæði andinn og efnið eru fóðruð eftir smekk hvers og eins. Í Selinu fæst heitt orkukakó, margrómað fyrir gæði. Fjölmargir ganga til kirkju, en á Skútustöðum er einhver hin fegurst kirkja og er 140 ára göm- ul á þessu ári. Þar stóð fyrir altarinu sr. Örnólfur J. Ólafsson og fagnaði göngufólki sem kom til kirkju. Hann beið eftir kraftaverki því enginn var organistinn þegar 3 mínútur voru til athafnarinnar enda enginn til þess kvaddur og kirkjan að fyllast. En þá, svo sem fyrir forsjón birtist á síð- ustu mínútu göngukona Sólveig Jónsdóttir sem oftar en ekki hefur leikið undir við þessar föstudagsat- hafnir. Þau stungu saman nefjum presturinn og listamaðurinn og náðu skjótt samkomulagi um hvað skyldi syngja og spila. Presturinn las 41. passíusálm og blessaði söfnuðinn sem fyllti kirkjuna. Loks samhringdi Óli Kristjánsson klukkum kirkjunn- ar, svo sem hann hefur gert í nær- fellt hálfa öld – og göngufólkið hélt áfram sinni för austur um Arabrúar- læk og Grænalæk. Í Garði hafði Kári bóndi hleypt fjársafni sínu út í góð- viðrið. Veðrið var áfram yndislegt en þónokkur vestan gola og fór vaxandi en nú var hún á bak göngufólksins. Við Voga bauluðu kusur Ólafar á göngumenn en þær hafa gengið á túni nú síðustu daga á milli mjalta og er það með öðru til marks um veð- urblíðuna. Í lok göngunnar fóru margir í sundlaugina, einhverjir í Bjarnar- flagslón og margir í jarðbaðið óvið- jafnanlega. Hvergi hverfur þreytan skjótar en þar. Af einum fréttist sem ekki gat gengið um daginn. Frekar en ekki gekk hann því nóttina fyrir. Á þriðja hundr- að manns í píslargöngu Morgunblaðið/Birkir Fanndal Gönguforinginn Snæbjörn Pétursson er lengst til hægri á myndinni. Mývatnssveit áfram Ísland Til fundar vi› flig Daví› OddssonGeir H. Haarde Blönduós Mi›vikudagur 23. apríl Félagsheimili› kl. 17.30 Sau›árkrókur Mi›vikudagur 23. apríl Fjölbrautaskólinn kl. 20.30 Á næstu dögum og vikum munu Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálará›herra og varaforma›ur Sjálfstæ›isflokksins, ásamt ö›rum flingmönnum og frambjó›endum Sjálfstæ›isflokksins halda fundi um land allt og heimsækja vinnusta›i. Vi› hlökkum til a› fá tækifæri til a› kynnast sjónarmi›um flínum, ræ›a vi› flig um flann mikla árangur sem vi› Íslendingar höfum í sameiningu ná› og hvernig vi› getum best tryggt a› Ísland ver›i áfram í fremstu rö›. xd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.