Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ JAAP de Hoop Scheffer, utan- ríkisráðherra Hollands sem nú er í forsæti fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagðist í gær fagna því að Miroslav Radic, sem var eft- irlýstur fyrir stríðsglæpi í borgarastríðinu í Júgóslavíu, skyldi hafa gefið sig fram. Radic er einn þriggja for- ingja í þáverandi her Serba sem var eftirlýstur fyrir að hafa stýrt fjöldamorði á yfir 200 óbreyttum borgurum Vuk- ovar í Króatíu árið 1991, en þessar aftökur urðu táknrænar fyrir grimmdina sem einkenndi borgarastríðið sem stóð til árs- ins 1995. Scheffer sagði ÖSE hafa verið tilkynnt að Radic yrði brátt framseldur til Stríðsglæpadómstólsins í Haag. Marghliða viðræður TALSMENN Bandaríkja- stjórnar sögðu í gær, að hinar áformuðu þríhliða viðræður um málefni Norður-Kóreu, sem hefjast eiga í Peking í dag, yrðu raunverulegar marghliða viðræður. Ari Fleischer, tals- maður Hvíta hússins, vísaði því á bug að Kínverjar væru að- eins að hýsa tvíhliða viðræður Norður-Kóreumanna og Bandaríkjamanna. Fundurinn verður fyrsta tækifærið sem háttsettum fulltrúum stjórn- valda í Washington og Pyong- yang gefst til að hittast augliti til auglitis eftir að fyrri við- ræður fóru út um þúfur. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á um að málið yrði rætt á marghliða vettvangi, þar sem fulltrúar annarra grannríkja Norður-Kóreu, fyrst og fremst Suður-Kóreu og Japans, tækju einnig þátt. Lipponen þingforseti PAAVO Lipponen, sem er ný- vikinn úr stóli forsætisráð- herra Finnlands eftir átta ára setu á hon- um, var í gær kjörinn forseti finnska þingsins. Lipponen hafði hafnað því að taka að sér ráð- herraemb- ætti í sam- steypustjórninni sem Anneli Jäätteenmäki, formaður Mið- flokksins, fer fyrir. Að stjórn- inni standa Miðflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkur Lipp- onens, og Þjóðarflokkur sænska minnihlutans í Finn- landi. Atkins látinn HINN heimsþekkti hjarta- læknir og höfundur megrunar- kúrs sem við hann er kenndur, Robert Atkins, lézt í New York á skírdag. Talsmaður fjölskyldu Atk- ins, Richard Rothstein, greindi frá því að Atkins hefði aldrei náð aftur meðvitund eftir að hafa hlotið alvarlegt höfuðhögg er hann datt á leið heim af skrifstofu sinni 8. apríl sl. STUTT Eftirlýst- ur Serbi til Haag Paavo Lipponen RÚMUR mánuður er liðinn síðan fyrstu liðsmenn bandamannaherj- anna réðust inn í Írak og enn hefur ekki fundist neitt af gereyðingar- vopnum Saddams Husseins. Ólögleg vopn hans voru hin formlega ástæða stríðsins og því ljóst að finnist hvorki tangur né tetur af þeim verður það mjög vandræðalegt fyrir þá George W. Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Að sögn dagblaðsins The Wash- ington Post dvínar nú óðum trú ráða- manna í Washington á að þeir hafi haft undir höndum traustar vísbend- ingar um það hvar vopnin væru varð- veitt. Helst treysta menn nú á heppn- ina, að leitarmenn rekist á felu- staðina fyrir tilviljun en einnig er búið að fjölga mjög í sérfræðinga- sveitum sem eiga að leita. Þegar er búið að kanna nokkra álitlega staði en alls er um rúmlega 100 staði að ræða og því ljóst að leitin á eftir að standa lengi. Undanfarna daga hefur áherslan hins vegar verið fremur lögð á að auka öryggi við staði og mannvirki þar sem talið er að leynst geti mikilvæg gögn um ger- eyðingarvopnin. Óttast menn að sumir af liðsmönnum Saddams séu þegar búnir að ræna skjölum og öðr- um gögnum. Þeir hyggist nota þau til að leyna eigin þátttöku í áætlunum stjórnvalda í Bagdad, nota þau sem skiptimynt í samningum við Banda- ríkjamenn eða selja þau til útlanda sem líklega er uggvænlegasti kost- urinn. Niðurstaða stríðsins gæti þá orðið að að gereyðingarvopn og kunnátta til að búa þau til dreifðist enn meira um heiminn í stað þess að þeim yrði útrýmt í Írak eins og til stóð. Skipulagðar gripdeildir? Douglas Feith, aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna, viður- kennir að hættan sé fyrir hendi. „Það eru vísbendingar um að sumt af grip- deildunum sé liður í skipulagðri áætl- un,“ segir hann. Fyrrverandi emb- ættismenn í Baath-flokki Saddams og ríkisstjórninni virðast hafa staðið fyrir sumum ránunum. Háttsettir embættismenn sem munu koma að endurreisninni í Írak gagnrýna að sögn blaðsins hart að herliðið sem tók Bagdad skyldi ekki strax leggja undir sig tugi mikil- vægra bygginga í borginni þar sem gögn um gereyðingarvopn gætu hafa verið. Jay Garner, sem verður yfir- maður bráðabirgðastjórnar banda- manna í landinu, bað um að tíu nafn- greind ráðuneyti yrðu hertekin um leið og herinn héldi inn í Bagdad. En eina ráðuneytið sem slapp óskaddað var olíumálaráðuneytið; í hinum fór lýðurinn dögum saman rænandi og ruplandi um gangana og kveikti í sumum þeirra. Fyrir nokkrum dög- um gerði herinn loks ráðstafanir til að tryggja öryggi allra ráðuneytanna sem eru 23 og rösklega 20 annarra bygginga sem taldar eru varðveita mikilvæg gögn. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sínum tíma, áður en átökin hófust, að Írakar réðu yfir allt að 500 tonnum af efnavopn- um. Um sl. helgi yfirheyrðu Banda- ríkjamenn íraskan vísindamann á stað sunnan við Bagdad. Þeir segja að maðurinn hafi tjáð þeim að hann hafi tekið þátt í vinnu við áætlun um gerð efnavopna og hafi hluta vopn- anna verið eytt nokkrum dögum áður en stríð hófst í mars. Maðurinn vísaði þeim á leifar af efnum sem Banda- ríkjamenn sögðu vera hráefni í ban- væn vopn. Fjölmiðlum var ekki leyft að ræða við manninn og og ekki skýrt frá því hver hann væri eða hvaða gerð vopna væri um að ræða. Varnarmálaráðuneytið í Wash- ington, Pentagon, hefur sent til Íraks fjóra hópa leitarmanna með sérþekk- ingu á gereyðingarvopnum og búnað til að finna þau. Beita þarf flóknum hátæknibúnaði til að greina banvænt gas frá öðru og meinlausara gasi og notuð eru færanleg mælitæki til ísótóparannsókna á efnum sem finn- ast. Mun auðveldara er að finna merki um kjarnorkuvopn en efna- eða sýklavopn. Óeðlilega mikil geisl- un, sem ekki þarf samt að vera hættuleg mönnum, vísar mönnum fljótt á kjarnavopnin. Víða felustaðir Tugþúsundir hermanna í innrásar- liðinu voru með í fórum sínum bæk- ling þar sem reynt var að lýsa því hvernig hægt væri að greina grun- samlega staði frá öðrum og jafnframt hvernig bæri að meðhöndla vopn sem fyndust. Nokkur hundruð dæmi eru um að ákafir herflokkar hafi sagt frá nýjum fundi en ávallt hefur komið í ljós að um misskilning var að ræða. Írak er stórt land, meira en fjórum sinnum stærra en Ísland og felustað- irnir geta verið margir. Einræðis- stjórn Saddams réð yfir mörg hund- uð stórum byggingum víðs vegar um landið og þar að auki er þar fjöldi neðanjarðarbyrgja, sum talin vera mjög stór. Írakar hafa einnig mikla þjálfun í að fela umrædd vopn eftir að hafa árum saman fengist við eftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna. Loks ber að geta þess að jafnvel sérfræðingar eiga stundumn erfitt með að greina á milli efna sem verið er að framleiða til nota í iðnaði eða landbúnaði og hinna sem ætlunin er að nota til vopnagerðar. Og þótt gögn finnist er oft afar tímafrekt að fara yfir þau í von um að finna vísbend- ingar sem geti ljóstrað upp um felu- staðina. Fyrir nokkrum árum fundu eftirlitsmenn SÞ í Írak kjúklingabú- garð þar sem varðveitt var um millj- ón blaðsíðna af gögnum sem tengd- ust gereyðingarvopnum og smíði þeirra. Einkum treyst á heppni Bandamenn hafa enn ekki fundið nein gereyðingarvopn í Írak og óttast sumir að þjófar selji vopnin og gögn um smíði þeirra úr landi Reuters Lögreglumaður handtekur ræningja í Bagdad. Talið er að fyrrverandi embættismenn stjórnar Saddams hafi staðið á bak við sum ránin í upp- lausninni sem tók við eftir fall stjórnarinnar í kjölfar innrásarinnar. lýsingum og fullyrðingar í þá veru hefðu verið „ósanngjarnar“. Banda- ríkjamenn hefðu leitast við „að skaða“ vopnaeftirlitið í landinu með þessu móti. Blix lýsti í viðtalinu yfir efasemd- HANS Blix, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, segir að bandarískir embættismenn hafi leit- ast við að grafa undan störfum þess í landinu. Með þessu móti hafi Banda- ríkjamennirnir viljað renna stoðum undir þá skoðun að fara bæri með hernaði gegn stjórn Saddams Huss- ein Íraksforseta. Blix lét þessi orð falla í viðtali sem breska ríkisútvarpið, BBC, birti í gær. Blix hugðist í gærkvöldi ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem fundaði um hvort og þá hvenær Blix og menn hans ættu að snúa aft- ur til Íraks. Blix sagði bandaríska embættis- menn hafa lekið í fjölmiðla tilgátum þess efnis að eftirlitsmennirnir í Írak lægju á upplýsingum um gereyðing- arvopn í Írak. Bandaríkjamenn hefðu talið slíka leka geta komið að notum við að hafa áhrif á ríki Örygg- isráðsins. Talsmenn bandarískra stjórnvalda héldu því jafnan fram áð- ur en hernaðurinn í Írak hófst að vopnaeftirlitið kæmi ekki að tilætl- uðum notum. Blix sagði vopnaeftirlitssveitir ekki hafa legið á neinum slíkum upp- um um „upplýsingar frá leyniþjón- ustustofnunum“ sem yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi sögð- ust hafa undir höndum áður en hern- aðurinn í Írak hófst. Ráðamenn í ríkjunum tveimur sögðu umræddar upplýsingar staðfesta að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum. „Mér finnst það vera áhyggjuefni hversu mikið af þessum svonefndu leyniþjónustuupplýsingum, sem efa- hyggjumennirnir byggðu málflutn- ing sinn á, virðist hafa verið ótraust,“ sagði Blix. Vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna var kallað frá Írak skömmu áður en ófriðurinn hófst. Bandaríkjamenn hafa sent eigin sérsveitir inn í landið til að leita þar gereyðingarvopna en ennþá hafa engin slík fundist. Tals- menn bandarískra stjórnvalda hafa á undanliðnum dögum sagt að þeir sjái „enga sérstaka þörf fyrir“ að Blix og eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna taki aftur upp fyrri störf í Írak. Blix hefur hins vegar lýst sig tilbúinn til að halda til Íraks á ný berist beiðni þar um. Segir hann að um tvær vikur taki að gera vopnaleit í landinu virka á ný. „Grófu undan vopnaeftirlitinu“ Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak. Blix um afstöðu Bandaríkjamanna í aðdraganda stríðsins Reuters FRANSKI innanríkisráðherr- ann Nicolas Sarkozy hefur var- að við því að hver sá forystu- maður múslima, sem breiði út öfgakennd viðhorf í Frakk- landi, eigi á hættu að vera rek- inn úr landi. Ráðherrann hótaði þessu eft- ir að flokkur íslamskra bók- stafstrúarmanna náði miklu fylgi í kosningum sem fram fóru fyrir skömmu til nýs ráðs franskra múslima, sem ætlað er það hlutverk að tala máli hinna mismunandi hópa múslima í landinu og verka sem tengiliður þeirra við stjórnvöld. Bandalag íslamshreyfinga Frakklands, sem starfar í anda „Múslimabræðralagsins“, bannaðra samtaka bókstafs- trúarmanna í Egyptalandi, fékk 19 menn kjörna af 58 fulltrúum hins nýja ráðs. Hin hófsömu samtök Moska París- ar, sem njóta stuðnings frá Als- ír og höfðu verið álitin sigur- stranglegust, fengu aðeins 15 menn kjörna. „Við viljum segja þetta skýrt: trúarleiðtogar sem reka áróður fyrir viðhorfum sem stangast á við frönsk gildi verða reknir úr landi,“ sagði Sarkozy í útvarpsviðtali. Klerkar gæti orða sinna París. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.