Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g hef löngum montað mig af því að hafa verið ein fárra Ís- lendinga sem spáði Gleðibankanum í sextánda sætið eða neðar í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Noregi árið 1986. Mig minnir reyndar að ég hafi spáð því í sautjánda sætið en það lenti í því sextánda eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Á þeim tíma, þegar við sendum okkar fyrsta framlag til söngva- keppninnar, þótti sautjánda sætið heldur svartsýn spá enda voru vel- flestir þeirrar skoðunar að lagið okkar myndi verma eitt af efstu sætunum, ef ekki bera sigur úr býtum. Gott ef einhverjir Íslend- ingar voru ekki farnir að hafa áhyggjur af því hvernig við ættum að fara að því að halda söngva- keppnina að ári og enn aðrir voru farnir að ræða hverjir gætu orðið kynnar í keppninni – svo sigurvissir voru þeir. Það hefur því örugglega verið svolítið erfitt fyrir margan Íslendinginn að kyngja því að við skyldum ekki í fyrstu tilraun koma sjá og sigra, enda teljum við okkur, af með- fæddri hógværð, ávallt vera í hópi þeirra bestu. „Við eigum jú falleg- ustu konurnar og sterkustu karl- ana“, er viðkvæðið gjarnan, sér- staklega í áheyrn útlendinga, enda höfum við fyrir því rækilegar sann- anir; við höfum jú unnið alheims- fegurðarkeppnir og keppnir um sterkasta mann heims. Auk þess eigum við að okkar mati bestu fót- boltakappana, eina færustu skák- snillingana, fallegustu náttúruna, hreinasta vatnið og svoframvegis. Og að ógleymdu trompinu okkar: Við eigum hana Björk! Nú, ef við erum ekki best í heimi þá erum við a.m.k. best miðað við höfðatölu. Og skili það sér ekki í efstu sætin, þ.e. hvað við erum góð, þá er það aðallega vegna þess að aðstæður eru okkur ekki hliðholl- ar. Dómararnir í handboltaleikjum halda með hinu liðinu, löndin í Evr- óvisíon makka um atkvæðin á bak við tjöldin og vitlaus áburður var settur á skíðin þannig að þau fest- ust í brekkunni. Svona mætti lengi áfram telja. Og þar sem við erum sannfærð um eigið ágæti finnst okkur ekkert eðlilegra en að öllum útlendingum finnist Ísland líka hreint frábært land. Af þeim sökum erum við líka óþreytandi að spyrja þá að því hvernig þeim líki land og þjóð og væntum þess auðvitað að svarið verði jákvætt. „Jú, að sjálfsögðu finnst mér Ísland stórkost- legt ... þótt ég hafi nú reyndar að- eins séð Keflavíkurflugvöll“, minn- ir mig að einhver frægur útlendingur, þ.e. frægur útlend- ingur á Íslandi, hafi sagt við ís- lenska fjölmiðlamenn, skömmu eftir að hann steig út úr flugvél- inni. Annar frægur útlendingur á Íslandi sem einnig hafði vart stigið fæti á íslenska jörð, er á hann „réð- ust“ fjölmiðlamenn, óskaði hins vegar kurteisislega eftir því að fá að komast út úr flugstöðinni áður en hann svaraði spurningunni um ágæti Íslands. En hvað um það, þeir eru báðir alveg örugglega komnir í hóp hinna fjölmörgu Íslandsvina, en sá hópur er nú „ekkert slor“ og fer sí- stækkandi eins og gefur að skilja. Þar eru m.a. sjálfur páfinn í Róm, Karl Bretaprins, Lettlandsforset- inn Freiberga, uppistandarinn Seinfeld, Bítillinn Paul McCartn- ey, súpermódelið Claudia Schiffer og söngvarinn Rod Stewart svo örfáir séu nefndir. Þeim tveimur síðarnefndu hlotnaðist reyndar sá heiður að vera boðið hingað til lands, fyrir einhverjum árum, til að taka þátt í að velja og krýna sigurvegara í keppninni um fegurstu stúlku Ís- lands. Mig minnir að þeim hafi far- ist það vel úr hendi, og þó ... eitt- hvað var nú Stewart, vinur okkar, vandræðalegur á meðan á þessu stóð og lét hafa eftir sér í fjöl- miðlum – ef mig brestur ekki minni – að hann skildi eiginlega ekki afhverju hann hefði verið beð- inn um að koma alla leið til Íslands til að krýna einhverjar fegurð- ardísir. En ég geri ráð fyrir að honum hafi ekki verið kunnugt um – eða það hafi hreinlega farist fyrir að tilkynna honum það – að hann væri ekki hingað kominn til að krýna „einhverjar fegurðardrottn- ingar“ heldur „fallegustu fegurð- ardrottningar“ heims. En talandi um útlendinga. Ég er svo sem engin undantekning, þeg- ar kemur að þjóðrembunni, þrátt fyrir svartsýnina 1986; ég stæri mig að sjálfsögðu gjarnan á því, í útlöndum, hvað við Íslendingar er- um sérstök. ,,Við erum jú bara tæplega þrjú hundruð þúsund, segi ég oft og útlendingar verða forviða yfir smæðinni, „en samt eru lífskjörin mjög góð“, bæti ég við og hugsa með mér hvað við séum klár. Og svo gætum við vel að tungumálinu, enda það mál sem norsku landnemarnir töluðu fyrir meira en þúsund árum, og erum með sérstaka nefnd til að finna upp ný íslensk orð. En þegar ég er spurð að því hvað sé t.d. notað yfir orðið „hamburger“ á íslensku, þykist ég ekkert heyra. Það kemur reyndar fyrir að maður hitti útlendinga sem virðast ekkert yfir sig hrifnir af lýsing- unum á Íslandi; þykjast reyndar geta boðið betur. Þannig hitti ég t.d. Nýsjálending í vetur sem var mikið í mun að sannfæra mig um hve land sitt væri stórkostlegt. Sem dæmi um náttúrufegurðina benti hann á kvikmyndirnar um Hringadróttinssögu en þær væru teknar á Nýja-Sjálandi. Jú, vissu- lega er það fallegt land, sagði ég auðmjúk en kom svo með trompið: „En vissurðu að íslensk söngkona syngur titillag myndarinnar?“ Síð- an geispaði ég, eins og til að leggja áherslu á hve mér þætti lítið til koma að Hringadróttinssaga hefði verið tekin á Nýja-Sjálandi og bætti við: „Íslensk náttúra er nú líka mjög oft notuð í erlendum kvikmyndum, nú síðast í nýjustu James Bond-myndinni.“ Já, því er ekki að neita að við Ís- lendingar erum góðir í ýmsu, en það hvarflar þó að manni að minni- máttarkenndin hafi eitthvað um það að segja hve nauðsynlegt okk- ur þykir að vera góð og jafnvel best. Minnimáttarkenndin á jú kannski stóran þátt í því að við er- um snillingar í því að finna já- kvæðu punktana, snillingar í því að rembast við að vera best. Hvað um það. Evróvisjón- keppnin nálgast óðum. Og ef allt fer eins og það á að fara þá lendum við ofarlega í þeirri keppni; jafnvel efst... Hverjir eru bestir? „Og ef við erum ekki best, þá erum við a.m.k. best miðað við höfðatölu.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Í ÞEIRRI kosningabaráttu sem nú stendur yfir eru sjávarútvegs- mál eitt af málefnunum sem hátt ber. Það er eðlilegt með tilliti til þess, að enn er sjávarútvegurinn sú atvinnugrein sem öðrum fremur stendur undir lífskjörum í landinu. Ég vil gera hér að umræðuefni full- yrðingar frambjóðenda í þá veru að með breytingum á fiskveiðistjórn- unarkerfinu sé hægt að stórauka atvinnu í hinum dreifðu byggðum. Í þessu samhengi er vert að geta þess að þær miklu breytingar sem vissulega hafa átt sér stað í sjávar- útvegi síðustu árin stafa fyrst og fremst af því að í greininni hafa orðið stórstígar framfarir í tækni við veiðar og vinnslu. En þó vænt- anlega öðru fremur af því að grein- in hefur verið að breytast frá því að drifkrafturinn kom frá veiðunum og í það að vera markaðsdrifin þar sem árangurinn ræðst öðru fremur af þekkingu á mörkuðum og hæfi- leika til þess að bregðast skjótt við nýjum aðstæðum. Ný kynslóð landvinnslu Samfara þessu hefur átt sér stað stóraukin framleiðni sem hefur skil- að sér í hærri launum til sjómanna og landverkafólks hjá þeim fyrir- tækjum sem hafa náð bestum tök- um á þessum nýju aðstæðum. Sem dæmi má nefna að í fiskvinnslu Samherja á Dalvík er nú verið að taka við um 8.000 tonnum af bol- fiski til fullvinnslu í frystar neyt- endapakkningar eða fersk flök sem fara á markað í flugi. Þessi vinnsla fer fram með nánast sama mannafla og vann 3.000 tonn um miðjan síðata áratug. Þar eru gerð verðmæti úr hverju einasta grammi af hráefni sem kemur inn fyrir dyr og þar eru roð og dálkur meðtalin. Til að nefna annað dæmi get ég nefnt að Útgerðarfélag Akureyr- inga hefur frá 1996 til 2003 aukið bolfiskvinnslu sína á Akureyri og Grenivík úr því að taka á móti 4.500 tonnum í 12.500 tonn sem er áætlað á þessu ári. Félagið er að nota færri skip til að ná þessum afla en gert var í upphafi tímabilsins. Hér er skylt að geta þess, varðandi bæði þessi dæmi, að þessi árangur hefur náðst í vinnslustöðvum og útgerð sem um langt árabil hafa verið í fararbroddi varðandi veiðar og vinnslu á sjávarfangi. Þá er rétt að ræða að til að geta sett þetta mikla magn í gegnum landvinnsluna og þannig tryggt henni rekstrargrundvöll hefur hún fengið forgang varðandi bolfisk- kvóta hjá þessum fyrirtækjum. Frystitogurunum hafa í staðinn verið sköpuð aukin verkefni í öðrum og erfiðari tegundum s.s. úthafs- karfa og grálúðu. Nú síðast með nýrri kynslóð fjölveiðiskipa sem eru að láta þann draum rætast að vinna leyfilegan síldarafla að mestu til manneldis. Framtíðin byggist á eldi Einnig vil ég nefna að þessi fyr- irtæki, ásamt fleiri öflugum sjáv- arútvegsfyrirtækjum, eru nú að nýta afl sitt og markaðsþekkingu til þess að koma fótum undir fiskeldi á Íslandi. Þar er bæði um að ræða hefðbundna ræktun á laxi og þróun- arstarf varðandi eldi á bolfisk- tegundum s.s. þorski. Við verðum að taka þátt í þessari þróun ef við viljum gera okkur gildandi á mörk- uðum í framtíðinni. Ég sé ekki að aðrir geti leitt hana en þessi öflugu fyrirtæki. Hér er um að ræða starfsemi sem eðli máls samkvæmt er á landsbyggðinni og er þegar farin að skapa atvinnu og mun gera það í stórauknum mæli á næstu ár- um. Á bak við þennan árangur stend- ur starfsfólk þessara og annarra fyrirtækja, sjómenn, landverkafólk, skrifstofufólk o.fl. sem allt starfar á landsbyggðinni. Þá er skylt að geta þess að á þessu tímabili, þ.e. frá miðjum síðasta áratug, hefur ný starfsstétt haslað sér völl innan veggja fyrirtækjanna úti á landi og það er markaðsfólkið sem áður var alfarið í höfuðborginni eða erlendis. Sjávarútvegurinn á í harðri samkeppni Sú þróun sem ég hef lýst hér að framan, ásamt ýmsu öðru sem hér er ekki rými til að fjalla um, er sú eina sem getur tryggt áframhald- andi öflugan sjávarútveg á lands- byggðinni. Með aukinni framleiðni getum við tryggt að sjávarútvegur- inn standist samkeppni við aðrar atvinnugreinar í þjóðfélagi sem ger- ir stöðugt meiri kröfur um lífsgæði og þar af leiðandi há laun. Haldi einhver að það sé hægt að leysa málið með því að fara áratugi til baka í framleiðsluháttum í sjávar- útvegi þá eru þeir hinir sömu á villi- götum. Slíkt mundi einungis þýða að atvinnugreinin yrði undir í sam- keppni um fjármagn og vinnuafl með lífskjaraskerðingu fyrir þá sem í henni vinna og um leið þjóðina alla. Byggðavandinn verður ekki leystur með því að handstýra tak- mörkuðum afla pólitískt eins og nú heyrast raddir um. Sjávarútvegs- umræða á villigötum Eftir Jóhannes Geir Sigurgeirsson „Byggða- vandinn verður ekki leystur með því að hand- stýra takmörkuðum afla pólitískt eins og nú heyrast raddir um.“ Höfundur er varaformaður stjórnar Samherja hf. DAG einn sagði ég við dóttur mína: „Jæja, nú förum við í bíó og sjáum Harry Potter.“ „Í hvaða bíó förum við?“ spyr mín. „ Í Há- skólabíó.“ Þetta olli nokkrum heila- brotum og eftir nokkra umhugsun segir hún: „En það er þar sem þú spilar.“ Föðurlegt stolt mitt gýs upp þar sem ég hugsa með mér að meira að segja fimm ára dóttir mín geri sér grein fyrir því hversu „absúrd“ þessi blanda, tónlistarhús og kvikmyndahús, er. Hugur minn reikar til þess er ég mæti á morgn- ana áður en æfingin byrjar og hita mig upp við taktfast sóp ræsti- tæknanna þar sem þeir skófla upp poppi og tómum eða hálftómum gosglösum, frá kvikmyndasýning- um kvöldinu áður, í ruslið. Ég sé fyrir mér hljómburðarfleka snúast á hjörum til að skipta úr einhvers konar aðkenningu að bíóhljómburði í einhvers konar aðkenningu að tónleikahljómburði. Ég hugsa til þeirra einstöku augnablika á tón- leikum í lokakafla einhvers af meistaraverkum tónbókmenntanna þar sem við flytjendur og tónleika- gestir sameinumst í þeirri upplifun að þegar hér er komið í verkinu hefur tónskáldið sæst við örlög sín. Það er yfirleitt um þetta leyti að poppkornsangan fyrir 10-bíóið læð- ist inn í salinn. En kæri lesandi, ekki lengur! Nú getum við horft fram á bjarta tíma. Húsið mun rísa og, það sem meira er, það er komin dagsetning á það. Ég er búinn að krossa við föstu- daginn 1. september 2006. Daginn sem við í Sinfó byrjum starfsárið. Við getum loksins farið að segja upp leigusamningnum við bíóið. Langþráður draumur er að verða að veruleika. Það er margt gleði- legt við þetta. Við í Sinfó erum svo heppin að eiga dygga stuðnings- menn og -konur sem hafa sótt tón- leika okkar í gegnum tíðina. Þetta hús er fyrir þá. Það er fagnaðar- efni að tónlistarunnendur á Íslandi skuli loksins fá að upplifa það sem einungis áheyrendur erlendis hafa fengið að upplifa. Þ.e. að fá að heyra í okkur! Við í Sinfó höfum löngu uppgötvað hvers við erum megnug í alvöru tónleikahúsum á ferðum okkar erlendis. Nú er kom- ið að Íslendingum að upplifa Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Hin fræga tilvitnun fer að verða ofnotuð þannig að ég læt nægja bara eitt „loksins“, þótt þau mættu vera miklu fleiri. En eitt er víst, tónlist- arlíf á Íslandi á þetta hús skilið. Þarna fá allir eitthvað við sitt hæfi því reiknað er með um 190 tón- leikum á ári af öllum stærðum og gerðum. Það er rúmlega annan hvern dag, þannig að það er ekki eins og húsið verði illa nýtt. Og þar sem ekki er til sú manneskja sem er algerlega er laus við þörf fyrir tónlist í sínu lífi þá á þetta við um alla Íslendinga. Þetta hús er fyrir okkur öll. Ég held ég mæli fyrir munn margra þegar ég fagna þeim ásetn- ingi ríkis og borgar að ráðast í þetta metnaðarfulla atvinnuskap- andi verkefni og ég hlakka til árs- ins 2006. Í framtíðinni getum við bent á glæsilegar vistarverur tón- listarinnar í miðborginni sem hluta af ásýnd Reykjavíkur. Er einhver stoltur þegar hann bendir á húsið sem er eins og harmónika í laginu og segir: Fyrst getum við hlustað á Beethoven og ef við látum lítið fyr- ir okkur fara getum við séð „The Core“ á eftir“? Það þarf ekki einu sinni að fara í annan sal! Altént verður spennandi að fylgjast grannt með framvindu mála næstu rétt rúm þrjú árin. Það ætlum við í Sinfó að gera og örugg- lega vinafélagið okkar líka. Eða getum við ekki örugglega treyst því að samkomulag sem ríki og borg undirrituðu í votta viðurvist 11. apríl 2003 við hátíðlega athöfn standist? Bygging tónlistarhúss Eftir Þóri Jóhannsson „Ég held ég mæli fyrir munn margra þeg- ar ég fagna þeim ásetningi ríkis og borgar að ráðast í þetta metnaðarfulla atvinnu- skapandi verkefni.“ Höfundur er kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og kenn- ari í Tónlistarskóla Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.