Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 41
skilið fyrir. Eftir að afi lést fannst mér sem ég yrði að vera hjá þér og vernda þig og passa. Þetta er í minningunni eins og gerst hefði í gær. Ég lék mér með fallegu tölurnar þínar í búðar- leik, þú last fyrir mig fallegar sögur. Ég svaf alltaf til fóta hjá þér í litla rúminu þínu, við fórum saman með bænirnar okkar og fyrir ofan rúmið þitt hékk gullfallega myndin þín, sem er alltaf í mínu uppáhaldi, af englinum sem verndaði börnin sem gengu yfir brúna. Þetta er tákn mitt um þig. Þú varst engillinn sem vaktir yfir börn- um, barnabörnum, og ekki síst barna- barnabörnum þínum. Þar sem þú eignaðist 16 börn er hópurinn orðinn stór. Það hefur þurft dugnað og orku til að ala öll þessi börn upp og þið lét- uð ykkur ekki muna um að taka að ykkur eitt barnabarn, nýfætt og ala upp, hana Dóru frænku, sem ykkar 17. barn. Þú hefur alltaf verið dugleg og sterk, þú gekkst í gegnum lífið og tókst áföllum sem yfir þig dundu og varðst bara sterkari, fyrir vikið. Þú ert hetjan mín. Það var alltaf svo gaman að koma með börnin til þín, þú varst mikil barnagæla, hafðir alltaf nóg að spjalla um við börnin. Strákarnir mínir fóru alltaf að heimsækja ömmu á rauða Bensinum er við fórum á Akranes en það varst þú sem gafst hjólastólnum þínum þá merkingu og hún lifði alltaf með mínum börnum. Mér þykir mjög sárt að þau hafi ekki fengið meiri tíma með þér, en ég mun hjálpa þeim að varðveita minningu þína í hjarta sér. Síðustu dagana hefur Hekla Lind tek- ið mynd af þér af náttborðinu mínu, og hún segir: „Amma, elska þig.“ Það er eins og sagt af mínum vörum: „Amma, ég elska þig meira en nokkur orð fá lýst.“ Ég hef þó orðið þeirra gæfu aðnjót- andi að hafa átt mörg góð ár með þér. Síðustu árinn hefur mér fundist ég alltof langt í burtu frá þér, en ég kom reglulega til þín og við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Stundum er ég kom til þín varstu búin að vera veik, og ég grét á leiðinni heim, því ég hélt að ég fengi aldrei aftur að sjá þig, en ævinlega varstu staðin upp úr veikindunum nokkrum dögum seinna og enn hressari. Ég bað þess að sú yrði raunin líka núna, en ég var ekki bænheyrð í þetta skiptið. Mér fannst að þú yrðir alltaf til staðar fyrir mig. Við áttum með þér góðan dag á síð- asta ári, er þú varst 90 ára, yndislega fallegur dagur, og vel varðveittur í minningunni. Þú varst með ótrúlegt minni, mundir meira en ég, afmælisdaga, nöfn á öllum barnabarnabörnunum, sem stöðugt bætast í hópinn, og voru þinn fjársjóður. Þú varst mjög trúuð kona, og held ég að þú hafir kennt mér það líka, og mun ég halda áfram að hafa trúna að leiðarljósi. Elsku Elsa frænka, þér færi ég mínar bestu þakkir fyrir að vera til staðar fyrir ömmu og hugsa svo vel um hana. Öllum börnum hennar, barnabörnum og barnabarnabörnum svo og öðrum ástvinum votta ég sam- úð mína og bið guð að styðja ykkur og styrkja í sorg ykkar. Starfsfólki sjúkrahúss Akraness færi ég mínar bestu þakkir fyrir að vera hennar stoð, fyrir umönnun hennar og fyrir félagsskap, þau sjö ár er hún dvaldi þar. Guð blessi ykkur öll. Elsku amma mín, það er komið að leiðarlokum, og leiðir okkar skilur, ég bið þig að vaka yfir mér og mínum og fylgja mér áfram í gegnum lífið, þar til við hittumst á ný, þá veit ég að þú bíður okkar með bros þitt og hlýtt faðmlag. Ég kveð þig með söknuði, hugur minn er hjá þér. Minningin um bestu ömmu í heimi mun lifa í hjarta okkar. Ég vil að lokum kveðja þig með þeim orðum er þú kvaddir mig alltaf með. Guð geymi þig. Þitt barnabarn Dýrleif Ólafsdóttir. Í dag, 23. apríl 2003, er kvödd hinstu kveðju, amma mín, Helga Jón- ína Ásgrímsdóttir, sem orðin var 91 árs gömul, þreytt og þjáð, eftir alvar- leg veikindi síðustu vikurnar. Eflaust hefur hún verið hvíldinni fegin og er nú komin í faðm eigin- manns, barna og ástvina í ríki föðurins á himnum. Þetta veitir mikla huggun til að hugsa þeim sem eftir lifa og trega horfinn ástvin sinn. Mig langar aðeins með þessum fá- tæklegu orðum að þakka þessari hug- ljúfu og sterku konu fyrir allar góðu stundirnar, er ég átti, er ég dvaldi sem barn hjá ömmu og afa á Akranesi. Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum guði, í guði sofnaðir þú. Í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Ég kveð þig, elsku amma mín, með hlýju og virðingu. Blessuð sé minning þín. Þín dótturdóttir, Helga Lára Árnadóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 41 Þá er komin sú stund sem er svo erfið, að kveðja ástvini. Amma mín er búin að fá hvíldina. Það er svo sárt að kveðja þig, elsku amma mín, en þér líður vænt- anlega betur á þeim stað þar sem þú ert núna. Amma var búin að vera veik nokkuð lengi og erfitt að horfa upp á það. Hún var svo til nýflutt á Hjúkr- unarheimilið Sóltún og þar leið henni vel, naut góðrar umönnunar og vil ég færa því góða fólki, sem þar starfar, mínar bestu kveðjur. Amma var létt í lund og fannst gaman að góðu gríni. Hún var mikið JÓNÍNA GÍSLADÓTTIR ✝ Jónína Gísladóttirfæddist á Blauta- læk á Brunasandi V-Skaftafellssýslu 19. nóv. 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 10. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson og Agnes Hreiðarsdóttir. Maki hennar var Ragnar Guðjónsson, f. 10.1. 1911, d. 27.10. 1975. Fósturbarn þeirra er Ingibjörg Jónsdóttir, f. 14.11. 1942. Útför Jónínu fer fram frá kapell- unni í Fossvogi í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. fyrir lestur góðra bóka og var oftast jólapakki ömmu ein- hver góð bók til að lesa. Á seinni árum var sjónin farin að dofna og tóku þá hljóðlestrarbækur við. Þegar ég var yngri var voða gaman að fara í stætó til ömmu í Reykjavík og rölta um bæinn með henni. Hún bjó í miðbænum og voru margar ferðirnar niður á Tjörn farnar. Hún átti alltaf einhver gæludýr og er mér minnisstæðust litla hvíta kisan hennar sem var al- veg heyrnarlaus. Hún átti heima við Hverfisgötu þá og litla kisa lagði sig oft á þeirri götu. Amma varð oft að hlaupa út og bjarga henni frá voða eða einhver kom með hana og sagði að hún væri aðeins fyrir. Amma var dugleg að kenna mér að spila á spil og fannst henni fátt skemmtilegra en að spila, og naut ég góðs af því. Hún var mikil dýra- kona og saknaði sveitarinnar sinnar og dýranna. Elsku amma mín, ég sit með tárin í augunum og kveð þig að sinni. Það er skrýtið að hafa þig ekki með okk- ur lengur. Ég þakka þér samfylgd- ina, elsku amma. Sólveig Sigurðardóttir. ✝ Jóhanna GuðrúnJónsdóttir var fædd í Reykjavík 29. júní 1924. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnar- firði 11. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Símonarson bak- arameistari og Hann- esína Ágústa Sigurð- ardóttir. Bræður Jóhönnu voru Sig- urður Óskar Jónsson bakarameistari og Símon Jónsson bankafulltrúi. Þeir eru báðir látnir. Einnig átti hún uppeldisbróður, Jón Baldur Gísla- son, látinn. Jóhanna giftist Ólafi Maríussyni kaupmanni 24. apríl 1943. Börn þeirra eru: 1) Jón Magni, kvæntur Sigríði H. Magnúsdóttur og eiga þau tvö börn. 2) Ólafur Maríus, látinn. Hann átti eina dóttur. 3) Gunnar, kvæntur Rannveigu Sturlaugs- dóttur og eiga þau fimm börn og fjögur barnabörn. 4) Símon, kvæntur Maríu Júlíu Alfreðsdóttur og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn. 5) Hanna, gift Einari Gíslasyni og eiga þau þrjá syni. Útför Jóhönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Þegar við fréttum að þú værir farin var okkur brugðið, þrátt fyrir að við vissum að í þetta stefndi. Þær stundir sem við áttum saman munum við alltaf minnast til dæmis þegar við komum til ykkar afa á Heiðvanginn í gistingu sem litlir strákar og spiluðum á spil fram á nótt og svo áður en við sofnuðum fórst þú alltaf með bænirnar með okkur. Svo má ekki gleyma lambalærinu sem þú eldaðir oft fyrir okkur, það var þín sérgrein, ,,well done“ eins og við köll- uðum það. Þú varst með góðan húmor og það þurfti ekki mikið til að þú skelltir upp úr, síðan sagðir þú alltaf svo skemmtilega frá hlutum og lékst jafn- vel með, og þó að þú hefðir orðið fyrir áfalli og gætir ekki búið heima hjá þér var húmorinn alltaf í lagi. Elsku amma, það er mikill sökn- uður sem fylgir því að þurfa að kveðja þig en við vitum öll að þú ert á betri stað því þú varst okkur öllum svo góð og við erum vissir um að við munum sjást aftur. Elsku afi, við biðjum Guð að styrkja þig í þeirri sorg sem þú ert að ganga í gegnum núna. Ykkar strákar, Gísli, Ásgeir og Helgi. Með fáum orðum langar mig að minnast æskuvinkonu og nöfnu minn- ar, Jóhönnu G. Jónsdóttur. Við höfum átt samleið frá því við hittumst í barnaskóla tíu ára gamlar. Síðan hefur vinátta okkar haldist án nokkurra styggðaryrða, sem lík- lega telst mjög sjaldgæft, sérstaklega á unglingsárunum, þar sem oft vill brenna við að smá ergelsi geti komið stórstyrjöld af stað sem jafnvel seint jafnar sig. Gulla, eins og hún var ávallt kölluð af sínum nánustu ættingjum og vin- um, kom til dyranna eins og hún var klædd, laus við alla tilgerð og hafði hún mesta ímugust á slíku í fari fólks. Hún var raungóð og alltaf tilbúin til hjálpar ef eitthvað bjátaði á. Hún var vel skipulögð í öllu sínu húshaldi, myndarleg og allt varð að vera í röð og reglu. Gulla var glaðvær og skemmtileg, ávallt í góðu skapi og alltaf var tekið vel á móti okkur, þótt óvænt væri, og framborið allt það besta sem til var í húsinu. Við höfum átt margar góðar og skemmtilegar stundir í gegnum tíð- ina, ferðast saman innanlands sem utan með okkar elskulegu eiginmönn- um. Mikið var hlegið, þar sem við höfðum sama skopskyn á tilveruna. Í veikindum Gullu í rúm þrjú ár, hafa Óli eiginmaður hennar og henn- ar elskulegu börn sýnt henni sérstaka umhyggju og hlýju, svo eftir var tek- ið, sem eflaust hefur létt henni til- veruna. Elsku Gulla mín, ég kveð þig hinstu kveðju með þökk fyrir allt og allt. Þín æskuvinkona og nafna, Jóhanna Thorarensen. JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ✝ Veronika Kon-ráðsdóttir fædd- ist í Ólafsvík 31. mars 1909. Hún lést í Reykjavík 13. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Konráð Konráðsson, Ólafsvík og Jóhanna Guðrún Þórðardótt- ir. Systkini Vero- niku voru Ragnar, Gísli og Andrés, látnir, og Axel og Guðríður. Veronika ólst upp hjá Ingveldi Jóns- dóttur og Jósafat Hjaltalín í Stykkishólmi frá sex ára aldri. Hinn 23. apríl 1931 giftist Veronika Þorsteini G. Þorsteins- syni, sjómanni, f. 24. júní 1906, d. 26. janúar 1990. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Pétur, f. 28.11. 1929, maki Þórarna Ólafs- dóttir. Þau eignuðust fimm börn, Láru, Þorstein (látinn), Kolbein, Konráð og Söru. Pétur átti áður dóttur, Áslaugu. 2) María Berg- þóra, hún á tvær dætur, Veroniku og Ingveldi Gyðu. Veronika á þrjú börn og Gyða tvö. 3) Jóhann kvæntist Halldóru Gunnars- dóttur. Þau áttu eina dóttur, Arn- björgu Lindu. Þau slitu samvistum. 4) Sveinn (látinn), kona Anna S. Ing- ólfsdóttir. Þau áttu þrjú börn, Guð- björgu, Þorstein og Ingólf. Veronika fluttist frá Stykkis- hólmi til Reykjavíkur árið 1946, og bjó þar síðan. Hún vann öll al- menn verkakvennastörf fyrri hluta ævinnar fyrir utan að ann- ast um sitt stóra heimili. Veron- ika bjó á sínu eigin heimili þar til yfir lauk, síðustu árin með aðstoð dóttur sinnar, Maríu. Útför Veroniku verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefir unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið. líka þinnar ástar notið, finn hve allt er beiskt og brotið burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. – Allt sem gott ég hefi hlotið hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla né vola veröld þótt oss brjóti í mola, starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf huggun þín, elsku góða mamma mín. – Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni. fylgi þér í hinsta sinni. krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. – Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Kveðja frá börnum. Elsku amma mín. Þú kvaddir þennan heim sunnudaginn 13. apríl orðin 94 ára gömul. Þessi dagur mun ávallt geymast í minningu minni, því þennan dag fermdist elsta dóttir mín og nafna þín, Veronika. Ég verð þér og afa ávallt þakklát fyrir að hafa búið mér heimili. Í gegnum þig hef ég eignast fjársjóð minninga frá liðnum áratugum. Þín kynslóð hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna. Á þinni ævi hefur Ísland breyst úr bændasamfélagi í tæknivætt borgarsamfélag með öll- um þeim breytingum sem því fylgir. Þú hafðir einstaklega gaman af því að segja sögur og miðlaðir þannig reynslu þinni til komandi kynslóða. Þú varst mjög sterkur persónu- leiki, skapmikil, vitur og traustur vinur sem gott var að leita til. Þess- ir eiginleikar urðu til þess að þú varst höfuð fjölskyldunnar. Þú varst dugleg að halda fjölskylduboð og hélst fjölskyldunni þannig sam- an. Minning þín mun ávallt lifa með okkur. Þín dótturdóttir, Ingveldur Gyða. Elsku amma mín, þegar ég sit hér og skrifa þessar línur liggur langalangömmubarnið þitt í rúm- inu sem amma hennar svaf í á sín- um tíma og sefur vært. Hún kemur ekki til með að muna eftir þér, en ég mun segja henni frá þér, amma mín. Ég segi henni frá því hversu stórkostleg kona þú varst, amma, og hversu þakklát ég er fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig sem langömmu. Ég segi henni frá bernskuminn- ingum mínum úr Bogahlíðinni, hversu gott var að koma þangað sem barn, alla leið frá Svíþjóð. Ég mun segja henni frá öllum sögunum sem þú sagðir mér um þína æsku, þinn ungdóm og þitt líf og reyna að útskýra fyrir henni að við höfum allar erft þitt skap og þína þrautseigju. Ég segi henni hversu stolt þú varst þegar hún fæddist, fimmti ættliðurinn í beinan kvenlegg. Og frá skírninni þar sem hún fékk þitt nafn, amma mín, og þú sagðir okk- ur frá því að þann dag var eins og einhver hefði séð til þess að þú heyrðir allt sem fram fór. Allt sem þú hefur kennt mér um lífið reyni ég að kenna henni, því amma, þú vissir svo margt og þekktir svo margt. Þú gafst mér innsýn inn í gamla tíma og kenndir mér að virða allt og alla. Elsku amma, þú varst orðin þreytt og fékkst hvíldina, en minn- ing þín lifir áfram í okkur og mun aldrei gleymast. Hvíl í friði, elsku langamma og langalangamma. Þín María, Smári og Veronika Heba. VERONIKA KONRÁÐSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Helgu Jónínu Ásgrímsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.