Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 21 áfram Ísland Viltu fá frambjó›endur Sjálfstæ›isflokksins á fund í félaginu flínu, í heimsókn í fyrirtæki› e›a á vinnusta›inn flinn? Vinsamlegast haf›u samband vi› skrifstofu Sjálfstæ›isflokksins í síma 515 1700 e›a xd@xd.is Viltu spjalla vi› frambjó›endur? xd.is TALIÐ er að lík næstum eitt þús- und pólitískra andstæðinga stjórnar Saddams Husseins í Írak liggi í grafreit í útjaðri Bagdad. Liggur fólkið í númeruðum gröfum á leyni- legum stað í grafreitnum. Í bygg- ingu ekki langt í burtu hefur fundist gífurlegur fjöldi leyniskjala sem greina frá aftökum, handtökum og yfirheyrslum embættismanna Sadd- am-stjórnarinnar yfir fjölda fólks. Grafirnar eru í Al-Qarah-graf- reitnum, sem er um 30 km frá mið- borg Bagdad og um tvo kílómetra frá Abu Ghraib, stærsta fangelsinu í Írak í valdatíð Saddams. „Baath-stjórnin er fallin og nú getum við talað við ykkur,“ sagði Mohymeed Aswad vörður í garðin- um við fréttamenn. „Allt tengist þetta stjórnmálum [landsins]. Tíu til fimmtán lík voru flutt hingað í einu frá Abu Ghraib-fangelsinu og við grófum þau hér,“ sagði hann. Mohammed Moshan Mohammad líkgrafari sagði að síðustu þrjú árin sem hann vann í Al-Qarah hefðu að- eins verið flutt til greftrunar lík karla og kvenna á aldrinum 15 til 30 ára. Hefði fólkið verið annaðhvort skotið til bana eða hengt. „Þetta var allt ungt fólk. Óbreytt- ir borgarar voru hengdir. Stundum var komið með lík hermanna og þeir höfðu allir verið skotnir. Búningur- inn gaf til kynna ef um hermann var að ræða,“ sagði Mohammad. „Það er kona í þessari gröf. Hún hafði verið hengd,“ sagði Mohamm- ad og benti á gröf nr. 952. „Síðasta líkið, nr. 993, var flutt hingað af leynilögreglumönnum og viðkom- andi hafði verið hengdur.“ Sagði hann að fimm aðrir graf- reitir í Bagdad hefðu að geyma leynilegar grafir fólks sem myrt hefði verið af pólitískum ástæðum. Í Bagdad væri því áreiðanlega að finna lík um sex þúsund manna, sem teknir hefðu verið af lífi vegna póli- tískra skoðana sinna. Reuters Tveir menn grafa upp lík í Abu Ghraib-fangelsinu í þeirri von að finna líkamsleifar ættingja sinna. Leynilegur greftrunar- staður pólitískra fanga Bagdad. AFP. TALIÐ er, að tæplega 190 manns hafi farist af slysförum í Bangla- desh síðustu daga. Týndu flestir lífi er tveimur ferjum hvolfdi en auk þess er talið, að margir hafi beðið bana af völdum eldinga. Að minnsta kosti 100 menn týndu lífi er ferju hvolfdi á Burig- anga-fljótinu og aðrir 52 voru tald- ir af eftir að önnur ferja, sem var að flytja brúðkaupsgesti, sökk í Kishoreganj-héraði. Þá herma fréttir, að 35 hafi farist og um 400 slasast af völdum eldinga og er hús hrundu í miklu úrfelli. Einnig var eitthvað um mannskaða er litlir bátar sukku víða um landið. Farþegar með ferjunni Mitali voru eitthvað á þriðja hundraðið er henni hvolfdi á Buriganga-fljóti og í gær höfðu fundist lík rúmlega hundrað manna. Haft var eftir ein- um þeirra, sem af komust, að far- þegarnir hefðu beðið skipstjóra ferjunnar að sigla í höfn er veðrið tók að versna en hann hefði ekki sinnt því fyrr en óveðrið skall á fyrir alvöru. Þá var það um seinan. Fjölmiðlar í Bangladesh segja, að rekja megi þessi ferjuslys og flest önnur til þess, að allt of margt fólk sé um borð í þeim. Hafa til- raunir stjórnvalda til að koma í veg fyrir það lítinn árangur borið til þessa. Frá árinu 1977 hafa farist að minnsta kosti 3.000 manns í 260 ferjuslysum í landinu. Mikið manntjón í Bangladesh    !"" "#   $  %     "%# "&#% #'$%(  # ,4  $( 511 %  ) *#( 60   511   7 , 8 ' 7 ,   Dhaka. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.