Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝJAR höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi 1 verða vígðar í dag. Þær koma til með að hýsa vatns-, rafmagns- og hitaveit- una undir einu þaki en hingað til hafa þessar stofnanir fyrirtækisins verið hver í sínu hús- næði. Hin nýja bygging er um 14 þúsund fer- metrar að flatarmáli en gert er ráð fyrir að þegar öllum framkvæmdum verði lokið muni heildarflatarmál höfuðstöðvanna verða um 22 þúsund fermetrar, að sögn Ögmundar Skarp- héðinssonar og Ólafs Hersissonar, arkitekta hjá arkitektastofunni Hornsteinum. Húsið er byggt á verðlaunatillögu Hornsteina sem unn- in var í samvinnu við Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Verkfræðivinna var í höndum Al- mennu verkfræðistofunnar, Fjarhitunar, Línuhönnunar, Rafhönnunar og Verkfræði- stofu Snorra Ingimarssonar. Heildarkostnaður við skrifstofubygginguna er áætlaður um 2,9 milljarðar króna eða u.þ.b. 213 þúsund krónur á fermetra samkvæmt upplýsingum frá VSÓ ráðgjöf sem annaðist verkefnisstjórn með byggingunni en að sögn Ögmundar er það lægri kostnaður en við sam- bærilegar byggingar sem reistar hafa verið undanfarin ár. Þrjár afar ólíkar byggingar Húsið samanstendur af þremur byggingum þar sem tvær afar ólíkar skrifstofubyggingar standa ofan á þeirri þriðju, sem er eins konar klöpp. Anddyri hússins er glersalur sem stendur á klöppinni og tengir byggingarnar saman. „Austurhúsið er frekar formfast, stíft, og klassískt, ferkantað og klætt svörtu graníti. Vesturhúsið er byggt á allt annan hátt og er annars eðlis, meira svífandi og létt yfir því enda er það allt úr stáli og gleri. Sú bygging er aldrei eins heldur breytist eftir sjónarhorni, tíma og veðri,“ útskýrir Ögmundur. Hann bendir á að byggingarnar tvær séu lýsandi fyrir ímynd fyrirtækisins sem sé bæði gamalt og gróið en einnig framsækið hátæknifyrir- tæki. Hann bætir við að jarðhæðin verði opin al- menningi, þar verði þjónustuver, upplýsinga- borð, sparisjóður, sýningar- og fyrirlestrasalir og kaffihús. „Anddyrið er þannig að gestur sem kemur inn skynjar samstundis hvar allt er. Þá gerir glerið það að verkum að þaðan er víðsýnt til allra átta.“ Byggt á rúmum tveimur árum Bygging hússins hófst í janúar 2001 og mun frágangi að mestu ljúka í sumar. Í húsið fóru 6.200 rúmmetrar af steinsteypu og 1.590 tonn af stáli. Efni í byggingarnar var sótt víða, gler- ið er frá Bretlandi, stálgrindin frá Danmörku og granítið frá Kína. „Tjörn og foss verða fyrir framan húsið auk þess sem mikið af listaverk- um mun prýða það,“ segir Ögmundur. Starfmenn hússins verða um 500 talsins en skrifstofurýmin eru öll opin jafnt hjá forstjór- um og öðrum starfsmönnum enda segir Ög- mundur að slíkt fyrirkomulag sé víða í fyr- irtækjum nú orðið. Hugmyndin sé sú að stuðla að samhæfðara vinnuumhverfi og því sitji nán- ast enginn einn í lokaðri skrifstofu. Hann bendir á að þegar komi að innanhússhönnun hafi einfaldleikinn verið látinn ráða og ekki hafi verið bruðlað með dýr efni, t.d. sé stór hluti gólfa úr slípaðri steinsteypu. „Síðan verð- ur það fólkið, starfsmenn jafnt og gestir sem gefa umhverfinu lit en öll hönnun miðar að því að starfsmenn hafi góða yfirsýn og greiðan að- gang hver að öðrum.“ Nýtt 14 þúsund fermetra húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur vígt í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Skrifstofur forstjóranna eru á efstu hæð og þaðan er gríðargott útsýni. Þær eru opnar eins og aðrar skrifstofur í húsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hér má sjá hvernig austur- og vesturbyggingarnar tengjast með brúm á hverri hæð. Á milli bygginganna er glerhýsi en hér er horft niður í anddyri hússins af efstu hæðinni. Byggingin er í takt við ímynd fyrirtækisins Morgunblaðið/Árni Sæberg Ögmundur Skarphéðinsson og Ólafur Hers- isson, arkitektar hjá arkitektastofunni Horn- steinum, en stofan fékk 1. verðlaun fyrir til- lögu sína í hugmyndasamkeppni um nýtt húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri telur eðlilegt að embættið hafi afhent fjármálaráðherra útreikninga Samfylkingarinnar í skattamálum, en í bréfi til ríkisskattstjóra gagnrýnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þá máls- meðferð og telur flokkana búa við að- stöðumun hvað þetta varðar. Indriði segir að þeir útreikningar sem embættið vinni með séu ekkert leyndarmál. Þegar Samfylkingin hafi óskað eftir að embætti ríkisskatt- stjóra ynni útreikninga hafi það verið gert með vitund fjármálaráðherra, sem óskað hafi eftir því að fá afrit af þeim niðurstöðum sem fengjust. „Það er fullkomlega eðlilegt að mínu mati að þegar við vinnum al- menn verkefni liggi niðurstöðurnar ljóst fyrir. Ef Samfylkingin mun óska eftir aðgangi að slíkum gögnum tök- um við afstöðu til þess þegar að því kemur,“ segir Indriði. Hann segir embætti ríkisskattstjóra gæta fyllsta trúnaðar um meðferð upplýsinga er varða einstaka skattgreiðendur. Í bréfinu til ríkisskattstjóra segir Ingibjörg Sólrún ennfremur að trún- aðarmenn Samfylkingarinnar megi búa við það að allir útreikningar sem þeir óska eftir fari sjálfkrafa í hendur varaformanns Sjálfstæðisflokksins vegna stöðu hans sem ráðherra. Ekki í einkaþjónustu fyrir Samfylkinguna segir ráðherra Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir það ekki hafa tíðkast til þessa að embætti ríkisskattstjóra blandaðist með þessum hætti inn í kosningabar- áttu eða kosningaútreikninga tiltek- inna stjórnmálaflokka. Upplýst um- ræða um skattamál og óvéfengjan- legir útreikningar séu hins vegar af hinu góða. Samfylkingin, eða öllu heldur Jóhanna Sigurðardóttir, hafi óskað eftir því við sig að ríkisskatt- stjóri ynni útreikninga fyrir flokkinn. Geir segist ekkert hafa séð óeðlilegt við það en af hálfu fjármálaráðuneyt- isins hafi verið óskað eftir því að fá þá útreikninga í hendur. Fram komi í bréfi ríkisskattstjóra til Samfylking- arinnar að eðli máls samkvæmt geti útreikningar af þessu tagi ekki verið trúnaðarmál. „Jafnframt var hnykkt á því af minni hálfu að þeir sem biðja um svona útreikninga verða að sjálfsögðu að greiða fyrir þá vinnu. Síðan sé ég það í bréfi Ingibjargar Sólrúnar að hún er óánægð með þetta fyrirkomu- lag. Það virðist þá hafa vakað fyrir Samfylkingunni að fá embætti ríkis- skattstjóra í einkaþjónustu fyrir sig. Það gengur auðvitað ekki.“ Viðbrögð ríkisskattstjóra við bréfi Samfylkingarinnar Eðlilegt að afhenda ráðherra útreikninga TVISVAR í viku hittast betri borgarar á kosningaskrifstofu Vinstri grænna í Kópavogi og ræða um lífsins gagn og nauð- synjar. Sá yngsti í hópnum er 65 ára en aldursforsetinn er 92 ára. Rætt er um allt milli himins og jarðar og stundum koma góðir gestir í heimsókn og leggja orð í belg. Á myndinni eru Sveinn Jóns- son, Guðsteinn Þengilsson, Helgi Seljan, Kolbrún Valvesdóttir og Benedikt Guðbrandsson. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Betri borgarar ræða málin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.