Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 25 fyrir fjölskylduna KRINGLAN  SMÁRALIND  AKUREYRI  EGILSSTAÐIR HALLÓ KRAK KAR - ÉG H EITI BOMM SI VINNINGSHAFAR Í SUMAR ERU SKÍRTEINI NÚMER 57, 169, 295, 403, 662 OG 681. (ÞESSIR KRAKKAR FÁ SPORTSKÓ FRÁ BE WILD) Verð frá kr. 2,995 HALLÓ KRAKKAR BOMMSI BÝÐUR NÚ UPP Á FULLAR BÚÐIR AF FLOTTUM SKÓM Á ALLA KRAKKA FYRIR SUMARIÐ..... SPORTSKÓR, SPARISKÓR, SANDALAR O.FL. O.FL. BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt aðgerðaráætlun í tengslum við markaðssetningu Akur- eyrar á fyrirtækjamarkaði. Þar kem- ur m.a. fram að stytta þurfi leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur, þannig að aksturstími fari ekki yfir 3 klst. og jafna þurfi flutningsgjöld. Að FSA verði gert kleift að gegna hlut- verki sínu sem aðalvarasjúkrahús, með tilliti til almannavarna, að vera öflugt sérdeilda- og háskólasjúkra- hús og að þar verði teknar upp hjartaþræðingar. Einnig er lagt til að stjórnsýsla fiskeldismála verði flutt til Akureyrar. Þá er í aðgerðaráætluninni lagt til að sett verði upp öndvegissetur í auð- lindatækni við Háskólann á Akur- eyri, að Akureyrarbær leggi áherslu á að úthýsa þjónustuverkefnum á vegum bæjarins og nýta árangurs- stjórnun, að bærinn standi fyrir út- gáfu á Viðburðardagatali og stuðli að menningartengdum verkefnum og viðburðum og að skipulag miðbæjar- ins verði mótað og framkvæmdir tryggðar. Loks að skipulag bæjarins sé þannig úr garði gert að atvinnu- málafulltrúi eða „sölumaður“ á fyr- irtækjamarkaði sé í nánum tengslum við atvinnulífið, hagsmunaðila og hafi frumkvæði að markaðssetningu Ak- ureyrar á fyrirtækjamarkaði. Stytting á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur hefði mikil jákvæð fjárhagsleg áhrif fyrir framleiðslu-, matvæla-, ferðaþjónustu- og önnur fyrirtæki á Akureyri. Stytting leið- arinnar yki samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem fyrir eru, auk þess að vera stór þáttur í að draga að nýja starfsemi og ný fyrirtæki. Þá lögðu þátttakendur í vinnuhópnum áherslu á samgöngubætur með göngum gegnum Vaðlaheiði og beint flug til útlanda. Í tillögu að eflingu FSA er lagt til að fjölga sérfræðingum í heilbrigð- isþjónustu á Akureyri, taka upp hjartaþræðingar við FSA og efla endurhæfingu í bænum. Árlega koma um 10 þúsund sjúklingar á FSA til þess að fá sérfræðiþjónustu. Markmið þess að fjölga sérfræðing- um er að hækka markaðshlutdeild FSA úr 60% í 70–80%, eða fjölga komum um 1.600–3.300 árlega. Einn- ig að jafna aðstöðu íbúa, auka þjón- ustustig og tryggja jafnari aðgang að sérfræðingum. Þá er bent á að þörfin fyrir hjartaþræðingar fari vaxandi og því sé nauðsynlegt að taka slíkar að- gerðir upp á FSA. Árlega sækja um 200 manns í Eyjafirði þessa þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Þá er talið að þörf sé fyrir 20–25 starfsmenn til þess að sinna endurhæfingu á svæð- inu. Varðandi flutning stjórnsýslu fisk- eldismála til bæjarins, er bent á að sú stjórnsýsla sé nú staðsett í nokkrum ráðuneytum. Lagt er til í tillögu vinnuhópsins að öll stjórnsýsla sem tengist fiskeldi verði færð undir einn hatt og staðsett á Akureyri, í nálægð við öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Verðlagsstofu skiptaverðs og HA, sem starfrækir auðlindadeild, þá einu sinnar tegundar hérlendis. Upphafið rakið til íbúa bæjarins Þá er bent á að á Akureyri séu góð skilyrði fyrir öndvegissetur í sjávar- eða auðlindalíftækni. Því sé mikil- vægt að Akureyrarbær vinni að því að fá fjármagn, 200–300 milljónir á ári, til þessa uppbyggingarstarfs. Upphaf vinnu við markaðssetn- ingu Akureyrar á fyrirtækjamarkaði má rekja til íbúa bæjarins, segir í greinargerð atvinnumálanefndar, sem stóð fyrir verkefninu. Komið hafi í ljós við rannsóknir á búferla- flutningum og lífsgæðum að atvinnu- mál vega þungt í hugum íbúa og að það sé ósk íbúanna að stuðlað sé að fjölbreyttu atvinnulífi og starfsör- yggi. Markaðssetning á fyrirtækja- markaði felur í sér að hafa áhrif á fyr- irtæki þannig að þau líti á Akureyri sem ákjósanlegan kost þegar kemur að staðsetningu eða áframhaldandi uppbyggingu. Tillögur atvinnumála- nefndar miða að aukinni hagsæld á Akureyri og að styrkja stoðir þess at- vinnulífs sem fyrir er á svæðinu og auka fjölbreytni þess. Tillögurnar miða að „dýnamísku“ samfélagi og umhverfi og að því að draga hæfi- leikaríkt fólk til bæjarins og stuðla að nýsköpun, sem og að því að skipa Akureyri í forystusveit íslenskra sveitarfélaga. Aðgerðaráætlunin sjálf var unnin í nánu samstarfi við forsvarsmenn ein- hverra öflugustu fyrirtækja, mennta- og menningarstofnana landsins en unnið var í þremur vinnuhópum. Ráðgjafafyrirtækið IMG á Akureyri kom að vinnunni ásamt atvinnumála- nefnd. Fjölmargar tillögur að verk- efnum komu fram í starfi vinnuhóp- anna en megináherslan er lögð á átta tillögur. Aðgerðaráætlun fyrir markaðssetn- ingu Akureyrar á fyrirtækjamarkaði Stjórnsýsla fisk- eldismála verði flutt til bæjarins SKÍÐAVERTÍÐINNI í Hlíðarfjalli er lokið á þessum vetri og eru starfsmenn Skíðastaða farnir að ganga frá en um leið að búa sig undir næsta vetur. „Þetta er búið þennan veturinn, nema það geri sögulega stórhríð fyrir vorið,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða. „Veturinn hefur verið með þeim erfiðari en við höfum aðeins haft opið í um 50 daga og byrjenda- lyftan í Hólabraut hefur aðeins verið opin í 19 daga. Botninum er náð og ástandið getur varla orðið verra en þetta. En það þýðir ekkert að örvænta, eða láta þetta fara í skapið á sér. Næsti vetur verður bara ennþá skemmtilegri,“ sagði Guðmundur Karl. Morgunblaðið/Kristján Skíðavertíðinni í Hlíðarfjalli er lokið en snjóleysi hefur gert mönnum erfitt fyrir í vetur. Stólalyftan Fjarkinn var notuð til að flytja fólk bæði upp og niður fjallið vegna snjóleysis neðan við Strýtu. Skíðavertíðinni lokið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.