Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILLAGA að deiliskipulagi nýs tæplega 2.800 manna íbúðarsvæðis á Hörðuvöllum við Vatnsenda í Kópavogi verður kynnt á næstunni en bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkti á fundi sínum í gær að aug- lýsa hana. Búist er við að fyrstu lóðum á svæðinu verði úthlutað þegar á þessu ári. Svæðið sem um ræðir er dalurinn milli Rjúpnahæðar og Vatnsenda- hæðar og nefnist sem fyrr segir Hörðuvellir. Það er um 70 hektarar að flatarmáli en þar af er íþrótta- svæði um 8 hektarar. Gert er ráð fyrir 1.064 íbúðum í hverfinu í fjölbýli, sérbýli og sam- býli. Áformað er að ný einbýlishús verði 90 talsins, 18 íbúðir verði í tví- býlum, 24 í raðhúsum, 72 í svoköll- uðum klasahúsum, 368 íbúðir í fjöl- býlishúsum, 324 í háhýsum, 8 íbúðir verði fyrir geðfatlaða auk 160 þjón- ustuíbúða. Háhýsin verða sjö tals- ins og 10 til 14 hæðir, fjölbýlishúsin verða 14 talsins og tvær til þrjár hæðir en sérbýlin ein til tvær hæð- ir. Áformað er að reisa heildstæðan grunnskóla á svæðinu, tvo leikskóla og íþróttahús auk tveggja húsa fyr- ir verslun og þjónustu. Þar sem svæðið er hluti af stærri skipulags- heild í Vatnsenda er gert ráð fyrir að ýmis þjónusta verði sameiginleg með henni. Mislæg gatnamót komi í síðari áfanga Aðkoma að byggðinni verður um Vatnsendaveg, Vatnsendahvarf og þjóðveginn milli Arnarnesvegar og Vatnsendavegar. Í seinni áfanga er gert ráð fyrir að íbúðasvæðið teng- ist um Vatnsendaveg með mislæg- um gatnamótum við Arnarnesveg og Breiðholtsbraut. Fram kemur í greinargerð með skipulagstillögunni að landið, sem fer undir byggðina, halli til vesturs og suðurs. Segir að mikið og fagurt útsýni sé yfir Elliðavatn og Heið- mörk og allt að Hengilssvæðinu, Vífilsfelli og Bláfjöllum frá bygg- ingasvæðinu í sunnanverðri Vatns- endahlíð. Þá sé fagurt útsýni yfir Faxaflóa frá vestanverðri hlíðinni og Rjúpnahæð. Að öðru leyti einkenna melar, móar og graslendi gróðurfar svæð- isins en hluti þess er innan vatns- verndarsvæðis, svokallaðs fjarsvæð- is B. „Á því svæði gilda ákveðnar reglur um notkun efna, t.d. við gatnagerð og ræktun svo og hús- dýrahald,“ segir í greinargerðinni. Gönguleiðir munu liggja um svæðið auk þess sem reiðleiðir liggja um jaðar svæðisins sem tengjast öðrum reiðleiðum í Vatns- enda. Þá liggur svæðið að stóru opnu svæði til vesturs í Vatnsenda- hvarfi. Á völdum stöðum er áform- að að gróðursetja trjágróður til skjólmyndunar og til að mynda snjógildrur en fram kemur í grein- argerðinni að gera megi ráð fyrir að vegna landslags og hæðar svæð- isins séu meiri snjóalög í Vatnsenda en annars staðar í byggð í Kópa- vogi. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að virk fjarskiptamöstur á leigulandi Landsíma Íslands í Rjúpnahæð standi til ársins 2026. Er sérstaklega bent á að vanda þarf uppsetningar á sjónvarps- og útvarpsloftnetum á íbúðum í hverf- inu og að truflana gæti orðið vart í vissum gerðum ferðaútvarpa. Að sögn Birgis Sigurðssonar, skipu- lagsstjóra í Kópavogi, hefur ekki verið ákveðið hvernig framkvæmd- um á svæðinu verður áfangaskipt. Þó megi búast við að hluta lóða á svæðinu verði úthlutað þegar á þessu ári. Hönnuður deiliskipulagsins er Smári Smárason arkitekt. Nýtt 2.800 manna íbúðarsvæði samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn Kópavogs í gærkvöld Útsýni allt að Hengilssvæðinu og Bláfjöllum Vatnsendi Tölvumynd/Onno Sjö háhýsi og 14 fjölbýlishús verða á svæðinu en íbúðir verða alls 1.064 talsins, þar af 160 þjónustuíbúðir og átta íbúðir fyrir geðfatlaða. Hönnuður skipulagsins er Smári Smárason arkitekt á bæjarskipulagi Kópavogs. ÞAÐ var ljót aðkoma hjá starfs- mönnum endurvinnslustöðvar Sorpu að Sævarhöfða í gærmorgun þegar þeir mættu til vinnu eftir páskafrí en þar blasti við þeim gríð- arstór haugur af rusli sem hafði ver- ið skilinn eftir utan við stöðina. Um- sjónarmaður endurvinnslustöðv- anna segir um undantekningar- tilfelli að ræða. Að sögn Steinunnar Jónsdóttur, umsjónarmanns endurvinnslustöðva Sorpu var stöðin lokuð á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum en opin á skírdag og laugardag. Hún var svo opnuð á ný í gærmorgun eft- ir páskafrí og hefur sumaropnunar- tími nú tekið við þar sem opið er til kl. 21 á kvöldin. Hún segir því opn- unartíma endurvinnslustöðvanna mjög rúman og því ætti fólk ekki að þurfa að bregða á það ráð að skilja óvarið sorp eftir utan við stöðina. „Þetta var skelfileg aðkoma því þetta voru örugglega tveir vörubíls- farmar sem lágu þarna fyrir utan,“ segir hún. Slíkur sóðaskapur liðin tíð Sigríður bendir á að umræddur haugur sé greinilega upprunnin á heimilum en ekki í fyrirtækjum og það sé afar sjaldgæft að starfsmenn Sorpu upplifi slíkan sóðaskap við stöðvarnar. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Fyrst eftir að við lokuðum stóru haugunum í Gufunesi var fólk svolítið að skilja eftir sorp þar fyrir utan en þetta er í rauninni liðin tíð. Eftir þessa aðkomu ók ég milli end- urvinnslustöðvanna hér á Reykja- víkursvæðinu og það var t.d. ekkert fyrir utan stöðvarnar í Kópavogi nema einn svartur ruslapoki sem er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt. Þannig að ég skil hreinlega ekki hvað fólk hefur verið að hugsa í þessu tilfelli.“ Bílfarmar af sorpi skildir eftir óvarðir Menn voru stórtækir við tiltektir yfir hátíðirnar ef marka má ruslahauginn sem beið fyrir utan endurvinnslustöð Sorpu við Sævarhöfða í gærmorgun. Umsjónarmaður stöðvarinnar segir slíkan sóðaskap afar óalgengan. Ártúnshöfði HILMAR Hilmarsson, skóla- stjóri Borgaskóla í Grafar- vogi, hefur verið ráðinn skóla- stjóri Réttarholtsskóla. Var hann valinn úr hópi 8 um- sækjenda. Hilmar á að baki langa reynslu af skólastjórnun í litlum og stórum skólum og hefur lokið meistaranámi í skólastjórnun og auk þess námi í sérkennslu og tal- kennslu. Síðastliðin ár hefur hann verið í starfi sem skóla- stjóri Borgaskóla í Grafar- vogi, en sú staða er nú auglýst laust til umsóknar. Haraldur Finnsson sem verið hefur skólastjóri Rétt- arholtsskóla í 22 ár lætur af störfum fyrir aldurs sakir á komandi sumri. Tveir aðstoðarskóla- stjórar ráðnir til afleysinga í eitt ár Tveir nýir aðstoðarskóla- stjórar hafa verið ráðnir til Grunnskóla Reykjavíkur fyrir næsta skólaár vegna náms- leyfa. Marinó Einarsson hefur verið ráðinn í stöðu aðstoð- arskólastjóra Engjaskóla í námsleyfi Guðrúnar Erlu Björgvinsdóttur. Þá hefur Jó- hann A. Kristjánsson verið ráðinn í stöðu aðstoðarskóla- stjóra Öskjuhlíðarskóla næsta skólaár og mun hann leysa Jónu S. Valbergsdóttur af, þar sem hún mun gegna stöðu skólastjóra í námsleyfi Einars Hólm Ólafssonar. Nýr skóla- stjóri Réttar- holtsskóla Bústaðahverfi SUMARDAGURINN fyrsti verður haldinn hátíð- legur með pomp og prakt víða um höfuðborg- arsvæðið á fimmtudag. Hafa sumarskemmtanir verið skipulagðar á vegum skátafélaga og fé- lagsmiðstöðva á fjölda staða. Þannig er skipulagning hátíðarhalda í Kópa- vogi í höndum Skátafélagsins Kópa og hefjast þau með skátamessu í Hjallakirkju kl. 11 þar sem vígðir verða skátar, ljósálfar og ylfingar. Þá verður farið í skrúðgöngu frá Digraneskirkju kl. 13.30 og gengið að Íþróttahúsinu Smáranum þar sem haldin verður fjölskylduskemmtun sem hefst kl. 14. Meðal annars munu krakkar úr Kópavogi syngja, íþróttafélögin Gerpla og karatedeild Breiðabliks verða með atriði og Sjónleikhúsið sýnir leikritið um Stígvélaða kött- inn sem gengið hefur í Borgarleikhúsinu að und- anförnu. Í Garðabæ munu skátar einnig sjá um hátíð- arhöld á fimmtudag en Skátafélagið Vífill á ein- mitt afmæli þennan dag. Dagskráin hefst með fánaathöfn við Vídalínskirkju laust fyrir klukk- an 13 en strax á eftir verðu skátaguðsþjónusta í kirkjunni þar sem m.a. verður vígsla nýliða í fé- lagið. Að venju hefst svo skrúðganga klukkan 14 og verður gengið frá Vídalínskirkju, niður Hofs- staðabraut, eftir Bæjarbraut og að Hofsstaða- skóla. Lúðrasveit Garðabæjar mun ýta undir göngutaktinn með hressum undirleik. Við Hofs- staðaskóla verður síðan fjölbreytt dagskrá þar sem m.a. verður boðið upp á þrautabraut, leik- tæki, söng og skemmtiatriði. Fjöltefli og Tóti trúður Félagsmiðstöðvarnar Tónabær og Þrótt- heimar standa að sumarhátíð í Tónabæ á sum- ardaginn fyrsta milli klukkan 14 til 16. Dag- skráin mun að mestu fara fram utandyra á lóð Tónabæjar og verður m.a. boðið upp á Harry Potter-hoppkastala, víkingaleiki, hokkíkynn- ingu, söng, sápubandý, danssýningu og svo mætti lengi telja. Þá verður efnt til fjölteflis skákmeistara við börn og unglinga og hefst það klukkan 11 hjá Taflfélagi Reykjavíkur að Faxa- feni 12. Loks munu hverfasamtökin Betra líf í Bú- staðahverfi standa fyrir hátíðarhöldum sum- ardaginn fyrsta og hefst hátíðin kl. 13 við Grímsbæ þar sem gengið verður í skrúðgöngu að Bústaðakirkju. Í kirkjunni verður sam- verustund í tali og tónum en þaðan verður síðan gengið fylktu liði niður í Vík þar sem boðið verð- ur upp á leiktæki, sumargrín og trönur utandyra auk þess sem sölutjöld verða á staðnum. Innan- dyra verða ýmis atriði frá skólum hverfisins, andlitsmálun, kökuhlaðborð og Tóti trúður og félagar mæta á svæðið auk þess sem íþróttamað- ur Víkings verður krýndur. Aðgangur að ofangreindum hátíðum er ókeypis. Morgunblaðið/Golli Skátar sjá víða um hátíðarhöld í tilefni af sum- ardeginum fyrsta á morgun. Myndin er frá há- tíðarhöldum í Reykjavík í fyrra. Sumarskemmtanir víða Höfuðborgarsvæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.