Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 10.10. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.20.Sýnd kl. 4 og 6. B.i. 12 Sýnd kl. 4 og 6. ísl. tal. 400 kr. Sjónvarps- framleiðandi á daginn, leigumorðingi fyrir CIA á kvöldin - ótrúleg sönn saga! George Clooney og Steven Soderbergh (Traffic) kynna svölustu mynd ársins HL MBL HK DV  Kvikmyndir.com  X-97,7 kl. 4, 6.30 og 9.30. Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Frábær gamanmynd sem fór á toppinn í Bandaríkjunum. Þrælfyndin og skemmtileg mynd með Ashton Kutcher úr Dude Where´s My Car og Brittany Murphy úr 8 Mile. Traust, svik og blekkingar. Í heimi leyniþjónust unnar er ekki allt sem sýnist. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. 400 kr Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14. Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 6. Tilboð 400 kr. 400 kr Þrælfyndin og skemmtileg mynd með Ashton Kutcher úr Dude Where´s My Car og Brittany Murphy úr 8 Mile. Traust, svik og blekkingar. Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14.Sýnd kl. 8 og 10. Frábær spennumynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Frábær gamanmynd sem fór á toppinn í Bandaríkjunum Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Sýnd kl. 5.50. HAFIN er smíði á stærsta mannvirki á Ís- landi rétt norðan við stærstu jökulbreiðu í Evr- ópu á einu fáförulasta víðerni álfunnar. Það er því ekki að undra, að upp skuli rísa hávær and- staða við þá ráðagerð, um þremur áratugum eftir að almenningur fór yfirhöfuð fyrst að ígrunda og meta gildi verðmæta, sem felast í sjálfri náttúrunni. Í umræðunni hefur verið tekizt á um efnahags-, náttúrufræði- og tilfinn- ingaleg rök, en í raun var pólitíkin ein látin ráða að lokum, hversu skynsamlegt sem það kann að reynast. Enginn hefur verið ötulli en hinn víðkunni og reyndi sjónvarpsmaður Ómar Ragnarsson við að kynna fólki fyrirhugaða ráðagerð og áhrif hennar á umhverfið. Hann hefur gert þetta í mörgum fréttapistlum og nú síðast með mynd- inni Á meðan land byggist, sem var sýnd í sjón- varpi nú fyrir skömmu. Meginstef myndarinnar er vatnsaflsvirkjan- ir og þjóðgarðar eða hvort þetta tvennt sé sam- rýmanlegt, svo að deiluaðilar geti báðir unað glaðir við að lokum. Í upphafi er farið til þriggja landa, Bandaríkjanna, Kanada og Nor- egs, og veitt innsýn í, hvernig staðið hefur verið að slíkum málum þar, bæði fyrrum og nú. Um margt er þetta fróðleg frásögn og sýnir mikinn undraheim, en þó er það harla fátt, sem er sam- merkt með aðstæðum hér á Fróni nema einna helzt í Noregi. Þegar heim er komið er ferðast um áhrifa- svæði Kárahnjúkavirkjunar bæði á láði og í lofti. Segja má, að farið sé um allt svæðið, oft frá ólíkum sjónarhólum, svo að allgóð mynd fæst af því. Hætt er þó við, að ýmsir hafi ekki náð að átta sig fyllilega á aðstæðum hverju sinni, því að oft var farið hratt yfir. Sum mynd- skeiðin eru mjög eftirminnileg, eins og þegar vél flýgur niðri í gljúfrunum miklu og einnig óviðjafnanlegt fossaval, svo að fátt eitt sé nefnt. Höfuðdrættir í landslagi eru mikið sýndir, en mjög góðum myndum er þó brugðið upp af ein- stökum jarðmyndunum. Því miður verður líf- ríkið eilítið útundan, en þó er minnzt á gæsir og hreindýr og mikil hætta talin á, að hin síðar nefndu verði fyrir verulegum skakkaföllum, því að gildustu burðarsvæði þeirra fara undir vatn. Í myndinni kemur fram, að engar athug- anir hafi verið gerðar á því, hvernig þeim muni reiða af og er það með ólíkindum. Það er leitun á annarri þjóð, sem lætur það viðgangast að hunza slíkar athuganir. Á hinn bóginn verður að hafa það í huga, að ósennilegt er, að höfundur hafi ætlað sér að gera einhverja fræðslumynd af náttúrunni, hvað þá að lýsa áhrifum framkvæmda á mann- líf í þessum landshluta. Allt það er efni í aðra og annars konar mynd. Mynd Ómars er miklu heldur af fegurðinni, náttúrlegum dýrgripum, og gerð af einlægri væntumþykju á landinu. Hann nálgast viðfangsefnið sem leiðsögumað- ur og lætur áhorfandanum eftir að dæma. Þannig er myndin laus við allan áróður og kannski hefur hún ekki breytt skoðunum fólks. En það er síður en svo galli á góðri mynd. Ómar hefur lagt á sig ómælt erfiði við að taka myndina og staðið sjálfur undir öllum út- gjöldum. Útlagður kostnaður verður ef til vill seint endurgoldinn en víst má telja, að þetta óeigingjarna framtak Ómars hefur aukið veru- lega hróður hans sem þess manns, sem einna mest og bezt hefur frætt þjóðina um hennar eigið land. Tvímælalaust eykst gildi þessarar myndar eftir því sem árin líða, hvernig svo sem framkvæmdum reiðir af. „Sum myndskeiðin eru mjög eftirminnileg, eins og þegar vél flýgur niðri í gljúfrunum,“ segir í umsögn um mynd Ómars Ragnars- sonar Á meðan land byggist. Mannvirki á miðhálendi SJÓNVARP Náttúrufræði Á MEÐAN LAND BYGGIST Höfundur: Ómar Ragnarsson. Myndataka: Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason. Samsetning: Ragnar Santos. Grafík: Bjarni Hinriksson. Þulir: Óm- ar Ragnarsson og Ragnheiður Clausen. Söngur: Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Útsetningar og hljóðfærasláttur: Þórir Úlfarsson og Gunnar Þórð- arson. Aðstoð og akstur: Helga Jóhannsdóttir. Fram- leiðandi: Hugmyndaflug ehf. 2003. Ágúst H. Bjarnason DJASSSÖNGKONAN Nina Simone lést á mánudaginn á heimili sínu í Suður- Frakklandi, sjötug að aldri. Simone – sem varð þekkt fyrir djúpa, hrjúfa og kraftmikla rödd – þótti einstakur listamaður innan djassheimsins og var auk þess mikill bar- áttumaður fyrir réttindum svartra. Nina Simone (rétt nafn Eunice Kathleen Waymon) fæddist árið 1933 inn í fátæka fjöl- skyldu í Norður Karólínu og var sjötta í röð- inni af sjö systkinum. Hún fluttist síðar til New York þar sem hún lærði á píanó við hinn virta Juilliard-skóla, eitthvað sem var fátítt tækifæri fyrir blökkukonu á þessum árum. Á píanóið hafði hún leikið síðan hún var fjögurra ára gömul. Námi lauk hún hins vegar ekki. Hún gaf út fyrsta lag sitt árið 1959, útgáfu af hinu sí- gilda lagi George Gershwins, „I Loves You, Porgy“. Það sló þegar í gegn og stuttu síðar kom út það lag sem efalaust flestir þekkja með henni, „My Baby Just Cares For Me“ (sem sló aftur í gegn árið 1987). Á sjöunda ára- tugnum fór pólitíkur að gæta í lögum hennar og var „Mississippi Goddam“ beint gegn ofsóknarað- ilum svartra á meðan lagið „Why? The King of Love is Dead“ samdi hún eft- ir að Martin Luther King hafði verið myrtur árið 1968. Lagið „To Be Young, Gifted and Black“ varð þá vin- sæll slagari hjá bar- áttuhópum fyrir rétti svartra. Stjarna Simone skein skærast á sjö- unda og áttunda áratugnum og hljóðritaði hún þá lög eftir fræga popptónlist- armenn eins og Bob Dylan, Leon- ard Cohen og Bee Gees og gerði þau að sín- um. Flakkaði hún auðveldlega á milli stíla og blandaði saman ólíkum stefnum eins og þjóðlagatónlist, gospel, sígildri tónlist, blús og sálartónlist. Hún vildi hins vegar ekki kalla þetta djass. „Djass er merkimiði hvítra á tónlist svartra,“ lýsti hún yfir. „Tónlist mín er svört sígild tónlist“. Simone átti til að fara upp og niður í skapi og lét áheyrendur umsvifalaust heyra það ef henni mislíkaði eitthvað. Á tónleikum – líkt og með hljóðritað efni – var það annaðhvort í ökkla eða eyra og er hún spilaði hér á landi árið 1992 var hún ekki eins og hún átti að sér að vera, skv. sjónar- og eyrnavottum. Hún varð erfiðari að þessu leyti með aldrinum, til að mynda skaut hún son nágranna síns og særði eftir að hlátur hans truflaði einbeitinguna hjá henni. Þá skaut hún að fulltrúa útgáfufyr- irtækis eftir að hafa sakað hann um að hafa af sér fé. Líf Simone var því síst einhver dans á rósum. Simone átti eftir að gifta sig tvisvar og skildi í bæði skiptin. Hún eftirlætur eina dóttur, Lisu. Síðustu tónleikar Simone voru í Póllandi í júlí á síðasta ári. Hún lýsti því yfir árið 1998 að kynþátta- hyggja í Bandaríkjunum hefði neytt hana til að flytja af landi brott, enda hefði hún þurft að gjalda baráttu sinni fyrir auknum réttindum blökkumanna dýru verði. Hún var alflutt það- an strax árið 1971 og átti heima á ýmsum stöðum, m.a. á Barbados, í Sviss, Líberíu, Bretlandi og Frakklandi. „Ég hef misst fjögur fóstur um ævina og það hefur verið mikið um óhamingju,“ sagði hún ein- hverju sinni en bætti við. „En að sama skapi hefur hamingjan verið mikil.“ Nina Simone 1933 – 2003 arnart@mbl.is Djassdíva öll Nina Simone lifði stormasömu lífi en enginn efaðist um mikla hæfileika hennar sem tónlistarmaður. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.