Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 2
SIGURÐUR Kristjánsson skipstjóri og hans menn á grásleppubátnum Von ÞH 54 komu með grásleppubát í togi til Húsavíkur í gær. Þetta var annar grásleppubáturinn sem Von dró til hafnar á Húsavík á jafn- mörgum dögum, báða vegna bilana. Að sögn skipverja á Kalla í Höfða ÞH 234 höfðu þeir dregið net sín við Tjörnes og voru lagðir af stað í land þegar bilunin varð. Báturinn var staddur út af Breiðuvík þegar gírinn bilaði, að því er talið er, og því ekki annað að gera en fá annan bát til að draga Kalla í land. Aðalsteinn Pétur Karlsson skip- stjóri segir veiðina hafa verið góða hjá þeim bátum frá Húsavík sem róa með grásleppunet á þessari vertíð. Þeir á Kalla í Höfða væru komnir með 70 tunnur af hrognum í gær, en til samanburðar sagði hann að í fyrra, þegar stóran norðangarð gerði 12. maí, hefði aflinn verið kominn í 50 tunnur. Húsavík. Morgunblaðið. Von kemur inn til Húsavíkur með Kalla í togi. Drógu tvo grásleppubáta í land á jafnmörgum dögum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FERJA Í JÓMFRÚARFERÐ Ný Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í gær en ferjan getur bor- ið allt að 1.500 farþega. Gert er ráð fyrir að 25 þúsund farþegar komi með Norrænu til landsins á þessu ári og eru það 50% fleiri en á því síðasta. Til að þjónusta nýja skipið var farið í verulegar framkvæmdir við bryggj- una sem er næstum lokið. Ráðstafanir vegna HABL Auknar ráðstafanir hafa verið gerðar hér á landi til að takast á við bráðalungnabólgu berist hún til landsins. Sóttvarnarlæknir segir að- stöðu hér á landi til að takast á við tilfelli af sjúkdómnum fullnægjandi. Hann segir viðbúið að sjúkdómurinn berist hingað. Starfsfólk flyst milli banka Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans, hefur verið ráðinn bankastjóri Landsbankans. Fjórir lykilstjórnendur frá Búnaðarbanka hafa verið ráðnir til Landsbankans. Sex starfsmenn Búnaðarbankans til viðbótar hafa sagt upp. Formaður bankaráðs BÍ sagði leitt að missa starfsmennina en að maður komi í manns stað. Sagði hann að ekki væri ástæða til að telja fólkið misnota trúnaðarupplýsingar. Viðskiptabanni aflétt? Frakkar lögðu óvænt til í gær að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna frestaði þegar í stað framkvæmd viðskiptaþvingana sem bitnuðu á íröskum borgurum. Verði tillagan samþykkt tekur öryggisráðið mik- ilvægt skref í þá átt að aflétta við- skiptabanninu á Írak eins og Banda- ríkjastjórn hefur lagt til. Frakkar settu það ekki sem skilyrði að eft- irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna yrðu sendir aftur til Íraks en töluðu um að haga þyrfti vopnaleitinni þannig að þeir gætu starfað með inn- rásarliðinu í landinu. Deilt um stjórnarmyndun Líkurnar á að mynduð yrði ný pal- estínsk heimastjórn minnkuðu í gær vegna deilu forsætisráðherraefn- isins Mahmuds Abbas við Yasser Arafat. Abbas hótaði að hætta við að mynda nýja heimastjórn.  NÖFN BÍLANNA  LAND CRUISER V6  JEPPAHORNIÐ TÜV-KÖNNUNIN  KVARTMÍLUBRAUTIN  CADILLAC-LÚXUSREIÐIN  FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is Handfrjáls búnaður í bíla fyrir flestar gerðir GSM síma. Ísetning á staðnum. CADILLAC SXR-LÚXUSREIÐIN mynduð á Íslandi Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 31/37 Viðskipti 18/19 Fermingar 38 /39 Erlent 20/23 Minningar 40/4 Höfuðborgin 24 Bréf 48 Akureyri 25/26 Brids 49 Suðurnes 26 Dagbók 50/52 Landið 27 Íþróttir 52/55 Listir 28/30 Fólk 56/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 36 Veður 63 * * * MIKIL umferð var upp á Kárahnjúkasvæðið í blíðviðrinu um páskana, enda vegurinn fær öll- um ökutækjum. Nokkuð var um það að ekið var niður sneiðinginn í Hafrahvammagljúfrinu sem Arnarfellsmenn luku nýlega við. Steinunn og Guðrún Sigurðardætur voru meðal þeirra mörgu sem fóru ofan í gljúfrið. Þær standa fyrir framan heljarinnar drang sem er á miðri leið niður og setur mikinn svip á umhverfið. Mæl- ingamaður og jeppi við hlið drangsins virka agn- arsmáir í samanburðinum en berghamarinn er nærri 100 metra hár. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Mikil umferð að Kárahnjúkum HÁTT í 70 erlendir fjölmiðlamenn verða viðstaddir opnun nýrrar vetnisstöðvar Skeljungs og Ís- lenskrar nýorku við Vesturlands- veg sumardaginn fyrsta. Stöðin mun framleiða vetnisgas sem nýtt verður til að knýja þrjá vetnis- strætisvagna. Meðal þeirra fjöl- miðla sem senda hingað fulltrúa sína eru BBC World News, Guard- ian, Times og Der Spiegel. Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar nýorku, segir að sú mikla athygli sem opn- unin hefur vakið skýrist að ein- hverju leyti af því að um sé að ræða fyrstu vetnisstöð í heiminum sem opnuð er á almenningsbensínstöð. Hann segir að Íslensk nýorka muni standa fyrir vetnisráðstefnu samfara opnuninni. „Við ákváðum að halda ráðstefnu til þess að svara þeim ótrúlega áhuga og umfjöllun sem hefur verið um þetta mál. Nú þegar hafa verið gerðir á milli 20 og 30 sjónvarpsþættir og á annað hundrað greinar hafa birst í er- lendum blöðum um vetnishug- myndir á Íslandi,“ segir Jón Björn. Ráðstefnan verður haldin á Hót- el Nordicu. Hún hefst klukkan 14 á morgun og stendur fram á föstu- dag. Vetnisstöð vekur heims- athygli SVEITARSTJÓRN Mýrdalshrepps hefur ákveðið að nýta sér ekki for- kaupsrétt á tveimur bújörðum sem svissneskur fiskiræktandi, Rudolf Lamprecht, hefur sýnt mikinn áhuga á að kaupa í Heiðardal. Um er að ræða bæina Litlu-Heiði og Stóru-Heiði en auk þess liggur fyrir kauptilboð frá Svisslendingnum í eyðijörðina Engigarð sem er í eigu hreppsins. Tilboðinu þarf að svara á föstudag, en að sögn Sveins Páls- sonar, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, hafa fleiri aðilar sýnt þeirri litlu jörð áhuga. Lamprecht hefur sömuleiðis sam- ið við Veiðifélag Vatnsdalsár, Kerl- ingardalsár og Heiðarvatns um leigu á þessum veiðisvæðum til næstu tíu ára. Veiðifélagið mun þó sjá áfram um netaveiði á vatninu, að sögn Guðna Einarssonar í Þóris- holti, formanns félagsins. Svisslendingurinn rekur um- fangsmikið fyrirtæki sem sérhæfir sig í eldi á beitarfiski og sölu á ferskum og frystum beitarfiskflök- um. Hann kom til Íslands síðasta sumar og sýndi þá áhuga á Heið- ardal í því augnamiði að rækta þar upp náttúrulega fiskistofna á svæð- inu. Búskapur er bæði á Litlu- og Stóru-Heiði en hefur farið minnk- andi á seinni árum. Töluverð sil- ungsveiði er í Heiðarvatni og lax- og sjóbirtingsveiði í Vatnsá og Kerling- ardalsá. Vonast eftir uppbyggingu Mikil umræða var um málið í hreppsnefnd Mýrdalshrepps í síð- ustu viku. Að henni lokinni var sam- hljóða samþykkt bókun, þar sem segir að fyrirhuguð eignaskipti séu ekki andstæð hagsmunum sveitarfé- lagsins. Áformuð ráðstöfun eign- anna sé samþykkt og fallið sé frá forkaupsrétti. Sveinn Pálsson segir Mýrdælinga og forráðamenn sveitarfélagsins binda vonir við að Lamprecht nýti svæðið til einhverrar uppbyggingar, enda séu möguleikar til þess margir í Heiðardal. Áhuganum hafi verið tekið jákvætt af heimamönnum en ekki liggi fyrir hver áformin séu ná- kvæmlega, þ.e. hvort þau séu í at- vinnuskyni eða til einkanota. Varðandi eyðijörðina Engigarð, sem er við Heiðardal, segist Sveinn hafa heimild sveitarstjórnar til að ganga að tilboði Svisslendingsins, berist ekki annað fyrir föstudag. Að- spurður vill hann ekki gefa upp fjár- hæð tilboðsins að svo stöddu. Jarðir í Heiðardal sem Svisslendingur vill kaupa Mýrdalshreppur nýtir sér ekki forkaupsrétt                                    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.