Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Málfríður Jó-hanna Matthías- dóttir fæddist á Pat- reksfirði 7. júní 1920. Hún lést 11. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Stein- unn G. Guðmunds- dóttir, f. 5.8. 1894, d. 27.6. 1967, og Matth- ías Pétur Guðmunds- son, f. 22.2. 1888, d. 8.7. 1964. Systkini hennar eru: Olgeir Haukur, f. 5.11. 1914, d. 19.8. 1928; Ás- mundur, f. 30.8. 1916, d. 21.5. 1994; Þórdís, f. 7.8. 1918, d. 11.1. 2000; Guðmundur Kristinn, f. 14.6. 1923, d. 7.8. 1939; Áslaug, f. 14.9. 1924, d. 16.12. 1997; Inga Lára, f. 20.6. 1926, d. 5.1. 1998; Olgeir Haukur, f. 7.8. 1928; Erna Helga, f. 27.6. 1930, d. 22.2. 2002; Jón, f. 20.8. 1931; Hall- grímur, f. 7.11. 1932; og Lárus, f. 6.12. 1933, d. 4.7. 1935. Hinn 22. jan. 1944 giftist Mál- fríður Sigurði Ólafssyni útgerðar- manni frá Þorvaldseyri á Eyrar- bakka, f. 20.10. 1920. Foreldrar hans voru: Jenný Dagbjört Jens- dóttir, f. 12.5. 1897, d. 2.12. 1964, og Ólafur Engilbert Bjarnason, f. 13.1. 1893, d. 2.10. 1983. Dóttir Málfríðar og Sigurðar er Rut Sig- urðardóttir, f. 17.7. 1954. Eigin- maður hennar er Bjarni Sigurðsson, f. 23.3. 1955. Börn hennar eru: 1) Sig- urður Ólafsson, f. 9.8. 1973, kvæntur Sonju Gränz, f. 4.10. 1971. Börn Sigurðar eru Ágúst Óli, f. 16.12. 1996, og Rut, f. 28.7. 2000. 2) Sig- urjón Magnús Ólafs- son, f. 25.7. 1977, sambýliskona Guð- rún Sunna Egons- dóttir, f. 11.11. 1982. 3) Frímann Dór Ólafsson, f. 25.1. 1984. Börn Bjarna eru 1) Páll Viggó, f. 28.3. 1982, sambýliskona Gréta Ýr Jón- geirsdóttir, f. 5.3. 1981. 2) Sigurð- ur Haukur, f. 1.11. 1984. Málfríður fæddist á Patreks- firði og ólst þar upp. Sem ungling- ur vann hún við fiskverkun og síð- ar á Siglufirði þar sem hún kynntist eiginmanni sínum. Þau hófu búskap í Vestmannaeyjum þar sem þau bjuggu í 53 ár þar til þau fluttu í Garðabæ fyrir sex ár- um. Málfríður starfaði í Rebekku- stúkunni Vilborgu í Vestmanna- eyjum. Útför Málfríðar Jóhönnu fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín, það er svo erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Þú og afi hafið alltaf verið svo stór hluti af mínu lífi að það er erfitt að hugsa sér hvernig það sé án þín. Frá fæðingu hef ég verið um- vafinn þínum örmum með hlýju og ást. Þú varst svo stór hlekkur í upp- eldi mínu og bræðra minna því að þú annaðist okkur þegar pabbi var á sjó og mamma útivinnandi. Aldrei fór ég á leikskóla fyrir utan að ég held tvo daga þangað til þeirri hugmynd var endanlega lagt og ég fór aftur til hennar ömmu minnar. Þar var alltaf best að vera. Þegar að foreldrar mínir og bræð- ur fluttu á fastalandið var ég eftir í eyjum hjá ykkur afa og við tóku ár sem ég minnist með svo mikilli gleði, alltaf var nóg af góðum ráðum og hlýju að finna hjá ykkur, amma mín. Vonandi get ég miðlað einhverju af ykkar góðu ráðum og lífsreglum til barnanna minna því ég veit að þau ráð hafa hjálpað mér mikið í lífinu. Það er alveg óhætt að segja að þú haf- ir hugsað vel um okkur afa þessi ár sem við vorum saman þrjú á Hólagöt- unni. Sonja mín segir stundum í gríni að það hafi nú ekkert verið auðvelt að taka við mér frá þér því hún segir að ég hafi nú verið svolítið dekraður. Hún sagði einhvern tímann að það væri nú þannig í dag að það væri nú ekkert sjálfsagður hlutur að manni væri fært heitt súkkulaði og kökur í kvöldkaffi. En svona varst þú nú, allt- af að hugsa um mann. Alltaf hafðir þú nú áhyggjur af því að ég borðaði ekki nóg, en það er óhætt að segja að það hafi verið ómögulegt að vera svangur á þínu heimili. Eins er það minnis- stætt að þú varst nú ekki alltaf sátt við hvað ég væri lítið klæddur í þess- um kulda hér heima á Íslandi, en fram á þinn síðasta dag þá hafðir þú nú áhyggjur af því hvað ég væri að þvælast svona út með enga húfu á höfðinu. Þessar athugasemdir þínar voru nú hluti af þínum persónuleika og mér hefði liðið illa ef þú hefðir nú allt í einu tekið upp á því að hætta að minnast á svona hluti við mig. Ég fann alltaf fyrir umhyggju þinni í þessum athugasemdum þínum. Það var yndislegt að fá ykkur afa hingað í bæinn þar sem þið fluttuð í Boða- hleinina við Hrafnistu. Þar er óhætt að segja að þið hafið hafið nýjan kafla í ykkar giftusamlegu sambúð sem stóð nærri í sextíu ár. Þar blómstr- aðir þú, amma mín, í félagsstarfinu sem er þar við lýði, t.d við alls kyns hannyrðir, leikfimi og að sjálfsögðu í púttinu þar sem þú vannst til ófárra verðlauna. Þú komst nálægt mörgu barnaupp- eldinu enda var það sjálfsögð regla að börnum leið alltaf einstaklega vel í kringum þig, enda barngóð með ein- dæmum. Börnin mín voru engin und- antekning frá þeirri reglu, þau elsk- uðu þig svo mikið og sakna þín gífurlega. Ekki klikkaði það að þegar þið afi komuð í heimsókn að það varð hálftíma bið í það minnsta að þú kæmist inn í stofu til okkar fullorðna fólksins því þú varst upptekin inni í barnaherbergi með börnunum í leik. Ég á ekki til nógu sterk orð til að þakka fyrir þá gæfu að hafa fengið deila mínum árum með þér, amma mín, þau eru ómetanleg. Elsku amma mín, það er svo óend- anlega sárt að þurfa að kveðja þig, en þú lifir alltaf í minningum okkar og við minnumst allra þeirra yndislegu stunda sem við höfum átt með þér í gegnum tíðina. Megi Guð geyma þig, amma mín. Þinn Sigurður. Elsku amma. Siggi bróðir hringdi afaranótt föstudags og sagði að þú værir á leiðinni upp á spítala. Ég og Sunna drifum okkur niður á spítala og eftir svolitla stund kom læknirinn og tilkynnti okkur að þú, elsku amma mín, værir farin frá okkur. Ég trúi því varla enn þann dag í dag, að ég geti ekki komið í Boðahleinina og fengið pönnukökur og kakómalt að hætti ömmu. Hvað þá að hlusta á Emil í Kattholti eins og við gerðum þegar við bræðurnir vorum litlir. Ég gleym- ir því aldrei þegar þú kenndir mér að hjóla, þú sýndir mikla þolinmæði við það. Ég sat á hjólinu og þú ýttir mér alltaf. Amma, það má segja að við bræðurnir höfum búið hjá ykkur afa þegar við bjuggum úti í Eyjum. Pabbi var á sjónum með afa og mamma að vinna á daginn. Þú varst rosalega góð við okkur bræðurna, þú varst alltaf að leika við okkur, t.d. í fótbolta og körfubolta, þetta var frábær tími. Svo fluttum við á fastalandið nema Siggi, hann varð eftir til að klára skólann en ég og Frímann fórum með mömmu og pabba. Ég kom á hverju ári út í Eyjar til að vinna eða hjálpa ykkur afa þangað til þið komuð upp á land og fluttuð í Garðabæinn. Það var frá- bært að fá ykkur afa upp á land. Amma, manstu þegar við vorum að horfa á sjónvarpið og það kviknaði í því og afi varð að koma og slökkva í því því við sátum stjörf og gátum ekk- ert aðhafst. Þegar ég þurfti að mæta í vinnu klukkan sex á morgnana varst þú alltaf búin að taka til morgunmat og búa til nesti, svo kom maður alltaf heim í hádegismat og þú passaðir allt- af að maður færi í vinnu á réttum tíma. Þú passaðir líka upp á það að maður væri vel til hafður og alltaf í hreinum fötum. Man ég það líka að þú sofnaðir ekki fyrr en maður var kom- inn heim á kvöldin. Það var mjög gaman þegar þið afi komuð upp á land. Þá gat maður komið í pönnukökur og kakómalt og spilað olsen olsen við afa eða farið bryggjurúnt eins og var gert í Eyj- um. Þetta voru bestu tímar ævi minn- ar og sakna ég þeirra mjög. Ég þakka þér, elsku amma, allan þann tíma sem við áttum saman, ég vildi óska að hann hefði orðið lengri. Guð geymi þig, amma mín. Sigurjón. Nú ertu farin frá okkur, elsku Fríða mín. Þetta gerðist allt svo hratt að ég trúi þessu varla ennþá. Með miklum trega og söknuði kveð ég þig, en ég hugga mig við að núna líður þér vel hjá englunum. Það er svo margs að minnast og ég gæti skrifað svo margt um hversu yndisleg þú varst alltaf við mig. Þegar við Siggi vorum að kynnast þá komum við til Eyja í heimsókn til ykkar afa á Hólagötuna, ég man hvað ég öfundaði Sigga strax hvað hann átti frábæra ömmu og afa. En þið tókuð mér strax með opn- um örmum og síðan hafið þið verið eins og amma mín og afi líka, sem er mér alveg ómetanlegt að fá að upp- lifa. Þú varst einstaklega lagin í hönd- unum og gafst okkur svo margt fal- legt sem þú bjóst til og það er svo dýrmætt fyrir okkur öll að eiga. Ég man þegar Ágúst Óli hljóp allt- af á móti þér þegar þið afi komuð í heimsókn og sagði: „Amma viltu koma að leika?“ Alltaf fórstu með honum inn í herbergi í bíló eða búð- arleik og þið voruð svo sæt saman. Hann saknar þín svo mikið. Hann bað um að fá að hafa mynd af þér inni í herberginu sínu. MÁLFRÍÐUR JÓHANNA MATTHÍASDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR, áður til heimilis í Smáratúni 2, Selfossi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, sunnudaginn 20. apríl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju föstu- daginn 25. apríl kl. 13.30. Sólveig Jónsdóttir, Oddbjörg Jónsdóttir, Einar Sumarliðason, Guðfinnur Jónsson, Helga Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýliskona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Höskuldsstöðum, Reykjadal, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstu- daginn 25. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfé- lag Suður-Þingeyinga, (Íslandsbanki, Húsavík, 567-26-10372). Agnar Kárason, Sigurður B. Sigurðsson, Sigrún Guðfinna, Andrew, Elinborg, Borghildur, Richard Colby, barnabörn og systkini. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURÁSTA ÁSMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudag- inn 18. apríl. Svana Svanþórsdóttir, Óli B. Lúthersson, Erla B. Vignisdóttir, Jónas Þór Arthúrsson, Guðmunda Brynjólfsdóttir, Reynir Arnórsson, Ester Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ERIK HÅKANSSON, Safamýri 34, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 18. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Margrét H. Kristinsdóttir, Bryndís H. Eriksdóttir Philibert, Jean-Marc Philibert, Kristinn Frantz Eriksson, Eyrún Gestsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁGÚSTA UNNUR ÁGÚSTSDÓTTIR, Litla Ósi, Vestur-Húnavatnssýslu, sem lést föstudaginn 11. apríl, verður jarð- sungin frá Hvammstangakirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður frá Kirkjuhvammskirkjugarði. Þorvaldur Björnsson, Már Þorvaldsson, Álfheiður Sigurðardóttir, Jóhanna Þorvaldsdóttir, Hermann Ólafsson, Björn Þorvaldsson, Birna Torfadóttir, Gunnar Þorvaldsson, Gréta Jósefsdóttir, Ágúst Þorvaldsson, Bergþóra Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR INGIMUNDARDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sigurður Halldórsson, Halldór Sigurðsson, Jóna Þorkelsdóttir, Guðmunda Sigurðardóttir, Haraldur Haraldsson, Ásta Sigurðardóttir, Kristján Gunnarsson, Ómar Sigurðsson, Sigríður Þorgilsdóttir, Svanur Sigurðsson, Matthildur Níelsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jóhann Ágústsson, Ingþór Sigurðsson, Svala Benediktsdóttir, Jenný Sigurðardóttir, Búi Vífilsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.