Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 56
SAMBAND skáldverka hroll- vekjumeistarans Stephens King við kvikmyndaformið er bæði langvinnt og misjafnt. Þótt King mistakist sjaldnast að skrifa bækur sem grípa lesendur heljartökum virðist miðlun hrollvekna hans yfir á hvíta tjaldið vera vandaverk sem aðeins fáum leikstjórum tekst að leysa vel af hendi. Kvikmyndin Draumafangar- inn, sem byggð er á samnefndri bók höfundarins, kemst bara nokkuð ná- lægt því að ná að fanga hinn eina sanna tón Stephens King. Unnið er með hrollvekju sem getur að mörgu leyti talist dæmgerð fyrir höfundinn, blaðsíðufjöldinn nálgast þúsundið og söguheimurinn er vandlega kortlögð blanda bandarísks smábæjarhvers- dagsleika og viðkynna við annarleg öfl. Í upphafi kvikmyndarinnar tekst vel að byggja upp þennan söguheim, og gæða heildina blöndu af undir- liggjandi spennu gagnvart yfirvof- andi ógn og skemmtilegum húmor sem gerir áhorfendum kleift að lifa sig inn í fantasíuna. Sagt er frá hópi æskuvina sem koma saman í af- skekktum veiðiskála til þess að rifja upp gamla tíma. Þetta er enginn venjulegur vinahópur, en sem börn öðluðust þeir dulsálarlega hæfileika eftir að hafa bjargað hinum þroska- skerta Duddits úr klóm hrekkju- svína. Duddits er nokkurs konar blanda einfeldnings og dýrlings og launaði hann hinum nýju vinum sín- um hjálpina með því að gefa þeim m.a. hæfileika til hugsanalesturs. Í upprifjun á þessum atburðum er sterklega gefið í skyn að ekki muni veita af dálitlum ofurmannlegum hæfileikum í framtíðinni, þegar óum- flýjanleg ógn muni gera vart við sig. Og viti menn, þegar vart verður ill- skeyttra geimvera í nágrenni veiði- kofans, reynir aldeilis á söguhetjurn- ar. Ef áhorfandinn er reiðubúinn að fyrirgefa hina fyrirfram dauða- dæmdu tilraun handritshöfundanna til að koma viðamiklu söguefninu fyrir í kvikmyndinni, og gera sitt besta við að fylla upp í frásagnareyð- urnar, getur Draumafangarinn orðið hin allra skemmtilegasta hrollvekju- upplifun. Fyrri hluti myndarinnar byggir upp sterka heild, en upp úr miðbikinu eru handritshöfundar komnir í alvarleg vandræði með það mikla efni sem þeir eru að reyna að miðla. Þetta veldur m.a. því að kvik- myndin tekur talsvert miklum sveifl- um milli þess að virðast vera hroll- vekja, smábæjarsaga og hrein hasarmynd (þar sem leikarinn Morgan Freeman kemur sterkur inn), og skyndileg innkoma Duddits á fullorðinsaldri verður einkar lang- sótt. Hinir betur heppnuðu þræðir myndarinnar halda henni þó uppi, einkum útfærslan á andlegri yfir- töku aðalgeimverunnar á einni sögu- hetjunni, og þeirri vitsmunalegu baráttu sem fram fer milli þeirra. Leikarahópurinn heldur einnig góð- um dampi, og klikkar leikstjórinn aldrei á því að halda hinum hressi- lega húmor myndarinnar gangandi. KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó DREAMCATCHER / DRAUMA- FANGARINN  Leikstjórn: Lawrence Kasdan. Handrit: William Goldman og Lawrence Kasdan. Byggt á skáldsögu eftir Stephen King. Kvikmyndataka: John Seale. Aðal- hlutverk: Morgan Freeman, Thomas Jane, Jason Lee, Damian Lewis, Tom Sizemore, Timothy Olyphant, Donnie Wahlberg. Lengd: 136 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2003. Heiða Jóhannsdóttir Damian Lewis „heldur dampi“ líkt og aðrir leikarar í Drauma- fangaranum. Hressi- leg hroll- vekja KVIKMYNDIR 56 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ er ekkert einsog það sýnist“, tönnlast hann á, gamli jaxlinn Burke (Pacino), við James Clayton (Colin Farrell), titilpersónuna í njósnatryll- inum Nýliðanum eftir Ástralann Rog- er Donaldson. Laglega gerð, þó hæg- geng afþreyingarmynd. Hún kemur að miklu leyti úr endurvinnslu Holly- woodborgar, efnið minnir óneitanlega á Training Day og tugi samsæris- kenndra njósna- og spennumynda í gegnum árin. Það sem gerir herslu- muninn er þó gamli, góði Pacino sem smjattar á klisjukenndum línum svo úr verður allt að því hnossgæti fyrir bíógesti. Clayton er tölvusnillingur, nýút- skrifaður með láði frá MIT og er að byrja að velja úr vænlegum atvinnu- tilboðum er Burke stingur upp koll- inum. Hann er útsendari CIA, einkar naskur á að finna efnilega framtíðar- spæjara fyrir leyniþjónustuna. Það verður úr að Clayton slæst í nýliða- hópinn sem berst um svo sem eitt sæti laust – ef einhver sleppur í gegn- um kaldrifjaðan inngönguskólann. Meðal keppinauta Claytons um stöðu hjá CIA er Layla (Bridget Moynah- an), þau verða hrifin hvort af öðru, en slíkt reynist flókið mál undir þessum kringumstæðum. Það verður að fara gætilega í sak- irnar til að segja ekki of mikið um innihaldið, en óhætt að fullyrða að fátt er eins og það sýnist innan veggja leyniþjónustunnar sem leggur hart að nemendum sínum, bæði andlega og líkamlega. M.a. alið á grunsemdum sem jaðra við ofsóknaræði, manneskj- um stillt upp hverri á móti annarri og erfitt fyrir nýliðana að greina vin frá óvini. Handritið er skemmtilega skrifað á köflum, mikið lagt upp úr sálfræðileg- um tökum Burkes á nýliðunum. Ekki síst í sambandi hans við Clayton en Burke gefur honum í skyn að hann hafi þekkt til föður hans sem fórst á voveifilegan hátt í Perú fyrir áratug síðan. Framvindan er yfir höfuð frek- ar kunnugleg en tvísýnan um hvað býr að baki öllum blekkingarvefnum bætir upp hægagang um miðja mynd. Sem fyrr segir heldur Pacino áhorfandanum við efnið og fær nokk- urn stuðning frá nýstirninu Farrell, sem þó verður að finna þéttari tök á hlutverkum sínum til að komast af í kvikmyndaheiminum. Annars gleym- ist hann einsog hvert annað sætt and- lit – sem gætu einnig orðið örlög hinn- ar stæðilegu Moynaham (Sum of All Fears). Donaldson á hinsvegar sinn besta dag síðan hann gerði No Way Out, fyrir einum fimmtán árum. Minkur í hænsnabúinu „Pacino heldur áhorfandanum við efnið“ í Nýliðanum og „fær nokkurn stuðning frá nýstirninu Farrell“. KVIKMYNDIR Regnboginn, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri NÝLIÐINN (THE RECRUIT)  Leikstjóri: Roger Donaldson. Handrit: Roger Towne, Kurt Wimmer og Mitch Glazer. Kvikmyndatökustjóri: Stuart Dryburgh. Tónlist: Klaus Badelt. Aðalleik- endur: Al Pacino, Colin Farrell, Bridget Moynaha1, Gabriel Macht, Mike Realba, Dom Fiore. 115 mín. Touchstone Pict- ures/Spyglass Entertainment. Bandarík- in 2003. Sæbjörn Valdimarsson Heimshornaflakkarinn (The World Traveler) Drama Bandaríkin 2002. Myndform VHS. Bönn- uð innan 16 ára. (103 mín.) Leikstjórn og handrit Bart Freundlich. Aðalhlutverk Billy Crudup, Julianne Moore. HVAÐ sem öðru líður þá er eitt sem vakti sérstakan áhuga minn á þessari mynd, aðalleikarinn Billy Crudup, 35 ára gamall New York-búi sem sýnt hefur í myndum á borð við Jesus’s Son, Waking The Dead og Al- most Famous að hann er einhver allra athyglisverð- asti leikari sinnar kynslóðar. Ekki nóg með það heldur er þetta klárlega náungi sem ætlar ekki að láta sig fljóta með meðal- straumnum heldur hefur meiri áhuga að að kanna aðrar illfærari leiðir og kannski um leið meira gefandi fyrir vikið. En það er nú einu sinni þannig að þegar teknar eru áhættur þá eru meiri líkur á en ekki að dæmið gangi ekki upp. Því miður er Heimshorna- flakkarinn ein af þessum svaðilförum Crudups sem ekki verður hátt skrifuð í ferðasögu hans, þrátt fyrir góðar, af- ar góðar meiningar sem að baki henni standa. Höfundurinn er Bart Freund- lich, sem er enn sem komið er kunn- astur fyrir að vera unnusti og barns- faðir mótleikkonu Crudups í mynd- inni, hinni ávallt frábæru Julianne Moore. Bæði skila þau sínu með glans, Crudup og Moore, en það er saga Freundlich og leikstjórn sem er meinið. Þetta á að vera vegamynd, mynd um fjölskyldumann sem allt í einu áttar sig á að hann lifir ófull- nægjandi lífi. Hann leggur því upp í leiðangur, í þeirri veiku von um að finna sig. Gallinn er að maður hefur enga samúð með kauða, finnst hann eigingjörn og vanþakklát væluskjóða. En Crudup er góður. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Leitað án árangurs Stóra svið ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Forsýning fi 24/4 kl 20 - Kr. 1.000 FRUMSÝNING su 27/4 - UPPSELT Mi 30/4 kl 20 - UPPSELT Fi 1/5 kl 20 - 1.maí tilboð kr. 1.800 Fö 2/5 kL 20, Lau 10/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Lau 26/4 kl 20, Su 4/5 kl 20, Su 11/5 kl 20 SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 25/4 kl 20, Lau 3/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í vor DÚNDURFRÉTTIR - TÓNLEIKAR Dark side of the Moon Í kvöld kl 20, Í kvöld kl 22:30 Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 3/5 kl 20 Su 11/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 25/4 kl 20, Lau 27/4 kl 20, Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT, Fö 2/5 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 26/4 kl 14, Lau 3/5 kl14, Lau 10/5 kl. 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi 24/4 kl 20, Lau 3/5 kl 20 ATH: Síðustu sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - BERGMÁL FINNLANDS Ferðalög - Poulenc-hópurinn, Lau 31/5 kl 15:15 GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 11/5 kl 20 Su 18/5 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Í kvöld kl 20, Lau 26/4 kl 20, Su 27/4 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 25/4 kl 20, Fi 1/5 kl 20 „Salurinn lá í hlátri allan tímann enda textinn stórsnjall og drepfyndinn.“ Kolbrún Bergþórsdóttir DV föst 25/4 Örfá sæti lau 26/4 Örfá sæti mið 30/4 Sellófon 1. árs Örfá sæti föst 2/5 Nokkur sæti lau 3/5 Nokkur sæti föst 9/5 Þrjár systur mið 23/4 2. sýn nýr vefur www.sellofon.is opnar um helgina Laugard. 26. apríl kl. 14 Örfá sæti Sunnud. 27. apríl kl. 14 Örfá sæti Laugard. 3. maí kl. 14 Örfá sæti Sunnud. 4. maí kl. 14 Fimmtud. 24. apríl kl. 17 Síðasta sýning Miðasala allan sólarhringinn í síma 566 7788 Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ Eftir J.R.R. Tolkien
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.