Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI UMHVERIS- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulag að nýju íbúðahverfi í Njarðvík, svokölluðu Hlíðarhverfi. Í hverfinu verður unnt að byggja 143 íbúðir, mun færri en reiknað var með á þessu svæði sem í daglegu tali er nefnt Neðra-Nikelsvæði. Neðra-Nikelsvæði er í Njarðvík, milli byggðarinnar þar og í Kefla- vík. Varnarliðið var með starfsemi þar en skilaði svæðinu til varn- armálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins síðastliðið sumar þegar lokið var við að fjarlægja mann- virki og hreinsa landið. Við þá athöfn lýsti Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra því yf- ir að landið myndi nýtast Reykja- nesbæ en það yrði auglýst til sölu. Mun það verða gert í tengslum við skipulagsvinnuna. Nýr Flugvallarvegur Landið sem varnarliðið skilaði er um 66 hektarar að stærð. Þar af er 15 hektara öryggissvæði við enda flugbrautar Keflavíkurflugvallar sem áskilið var í samningum við varnarliðið að ekki yrði byggt á. Viðar Már Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs Reykjanesbæjar, segir að búið sé að leggja mikla vinnu í að mæla hávaða frá flugumferð og niðurstaða Heilbrigðiseftirlitsins hafi orðið sú að aðeins mætti byggja íbúðir á um 19 hektara svæði. Að auki væri unnt að nota hluta svæðisins sem útivistarsvæði. Hugmyndir hefðu komið upp um að gera þar íþróttasvæði fyrir allt bæjarfélagið í framtíðinni. Gert er ráð fyrir að í gegn um svæðið verði lagður nýr Flugvall- arvegur og að hann komi niður á Njarðarbraut/Hafnargötu hjá Reykjaneshöllinni. Þar verði ein helsta aðkoman í bæinn. Þá verða ný gatnamót sett á Reykjanes- brautina þar sem nýr Flugvall- arvegur kemur inn á hana. Viðar lætur þess getið að sá vegur flokk- ist sem þjóðvegur í þéttbýli og myndi verða lagður í samvinnu við Vegagerðina. Blandað og frjálst Skipulag arkitektanna gerir ráð fyrir því að í Hlíðarhverfi verði blandað saman einbýlishúsum, par- húsum og raðhúsum, alls 99 lóðum fyrir hús með 143 íbúðum. Þar af eru 63 einbýlishús, 60 íbúðir í par- húsum og 20 íbúðir í raðhúsum. Gert er ráð fyrir að parhúsin verði efst á svæðinu, í hringnum sem sýndur er á meðfylgjandi teikn- ingu, en einbýlishúsin neðst. Rað- húsin þar á milli eru í skipulags- legum tengslum við raðhús sem þar hafa verið skipulögð. Gert er ráð fyrir að væntanlegir lóð- arhafar geti byggt nokkuð frjálst á lóðum sínum, þannig er í grein- argerð með skipulagstillögunum tekið fram að staðsetning innan byggingarreits sé frjáls, svo og mænistefna, svo fremi ákvæðum byggingareglugerðar sé fylgt. Í gildandi aðalskipulagi Reykja- nesbæjar hefur verið miðað við að þarna yrði unnt að byggja mun meira í framtíðinni, auk iðn- aðarhúsnæðis sem alveg hefur verið fallið frá að hafa þarna. Viðar Már segir að Ríkiskaup áformi að auglýsa landið til sölu. Þegar skipulagsferlið verði búið og ljóst um eignarhald landsins verði hægt að hefja úthlutun lóða í Hlíða- hverfi, væntanlega þegar í sumar. Ekki hefur verið ákveðið hvort Reykjanesbær mun sækjast eftir að kaupa landið, að sögn Viðars, þótt hann taki fram að almennt sé talið æskilegt að sveitarfélög eigi sjálf það land sem þau úthluta til bygg- inga. Þess ber að geta að upphaf- legir eigendur landsins, Njarðvík- urbændur, eiga forkaupsrétt þegar að sölu landsins kemur. Aðeins hægt að byggja á 19 ha. landi á Neðra-Nikelsvæði Gert ráð fyrir 143 íbúðum í einbýlis- og parhúsum Á uppdrætti Teiknistofunnar Arkar af Hlíðarhverfi eru byggingarlóðir sýndar bleikar í græna þríhyrnda rammanum. Nýr flugvallarvegur liggur meðfram hverfinu og upp á Reykjanesbraut. Reykjaneshöllin er fyrir neð- an nýja hverfið og þar í totunni er gert ráð fyrir bílastæðum fyrir íþrótta- húsið og fjölbrautaskólann. Á útivistarsvæðinu ofan Reykjaneshallar, þar sem rissaðir eru upp knattspyrnuvellir, er gert ráð fyrir að hægt verði að byggja í framtíðinni íþróttaleikvang og æfingavelli fyrir íþróttafélögin. Njarðvík LÖGREGLAN leitar upplýs- inga um ferðir bifreiðar sem stolið var í Reykjavík en fannst í Vogum með bílnúmerum sem stolið var í Garði. Miðvikudaginn 2. apríl 2003 var bifreiðinni VF-156, Mitsub- ishi Lancer station, rauðri á lit, árgerð 2000, stolið í Reykjavík. Hinn 14. apríl 2003 fannst bif- reiðin á Stapavegi við hesthús- in í Vogum mikið skemmd, en þá bar hún skráningarnúmerin OA-596. Þeim númerum var stolið af bifreið í Garði 6. apríl 2003. Lögreglan biður þá sem geta gefið upplýsingar um hverjir hafi verið á þessari bifreið á þessum tíma um að hafa sam- band við lögregluna í Keflavík Fannst með stolin númer Vogar skrúðgöngunum en hvetja bæjarbúa til að taka þátt. Vegna skrúðgöngunn- ar er mæting í skátahúsið í Keflavík kl. 10 og að Suðurgötu 10 í Sandgerði klukkan 13. Skátavígsla fer fram í Safnaðarheimlinu í Sandgerði. SKÁTAR fagna sumri með skrúð- göngum og skátamessum í Keflavík og Sandgerði á sumardaginn fyrsta. Skátafélagið Heiðabúar standa fyrir Skrúðgöngur og skátamessur Keflavík/Sandgerði LONE Rud sem kennir við þekktan listaskóla í Kaupmannahöfn hvernig framleiða má tónlist með alls konar hlutum og með sjálfum líkamanum, heldur námskeið í Púlsinum í Sand- gerði. Námskeiðið verður 26. og 27. apríl, frá klukkan 10 til 17 báða dag- ana. „Örvandi námskeið fyrir þá sem vilja víkka út hugmyndir sínar í tón- listarkennslu eða kynnast þessari tegund tónlistar sem nefnd er Stomp í daglegu tali. Stomp á uppruna sinn í Brasilíu. Rytmarnir (taktarnir) koma frá hlutnum sjálfum. Þegar þátttakandi námskeiðsins fær rétta örvun og leiðbeiningu þá getur hann t.d. látið kústskaft, plastpoka, zippo kveikjara og fleira gefa frá sér heil- mikla tónlist,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Púlsinum. Á námskeiðinu er stigið inn í heim funk/R&B tónlistar og fleiri tónlist- arstefna sem hljóma hressandi. Danshreyfingar koma einnig við sögu og jafnvel sönglistin. Stomp og steinar Sandgerði MIKILL fjöldi fólks kom í Sundlaug Akureyrar um páskana, enda ein- muna veðurblíða á Akureyri eins og víðast hvar á landinu. Gísli Kristinn Lórenzson forstöðumaður sundlaugarinnar sagði að 8-9 þús- und gestir hefðu komið í laugina frá skírdegi og fram á annan í pásk- um en það er þó um 1.000 manns færra en um páskana um fyrra. Sagði Gísli Kristinn að snjóleysi í Hlíðarfjalli nú hefði ráðið mestu um fækkunina milli ára. Hann sagði að fjöldi fólks hefði verið í bænum og að flestir hefðu gestirnir verið hjá sér á föstudag- inn langa en þá fór hitastigið á Ak- ureyri upp undir 20 gráður. Fyrstu þrjá mánuði ársins voru gestakom- ur í Sundlaug Akureyrar rúmlega 7.000 færri en á sama tímabili í fyrra. Það helgast einnig af snjó- leysi og færra ferðafólki þess vegna, að sögn Gísla Kristins. Ein allra stærsta helgin á hverju ári í Sundlaug Akureyrar er í tengslum við Andrésar Andar- leikana á skíðum, þegar hátt í 1.000 börn og annað eins af gestum tengdum þeim, hafa komið til bæj- arins. Leikunum hefur nú verið af- lýst vegna snjóleysis í Hlíðarfjalli en þeir áttu að hefjast í kvöld og standa fram á laugardag. Gísli Kristinn, sem jafnframt er einn for- svarsmanna Andrésar Andar leik- anna, sagði að það kæmu því færri í sund næstu daga en venjulega í kringum sumardaginn fyrsta. Önn- ur stærsta helgin á hverju ári í sundlauginni er í kringum Essomót KA og Pollamót Þórs í byrjun júlí ár hvert. Þar á eftir kemur svo verslunarmannahelgin. „Þessar uppákomur hafa gríðarlega þýð- ingu fyrir bæjarfélagið,“ sagði Gísli Kristinn, sem er þegar farinn að undirbúa Andrésar Andar-leikana að ári, ásamt félögum sínum í fram- kvæmdanefndinni. Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks lagði leið sína í sundlaugina um páskana í einmuna veðurblíðu. Mikill fjöldi fólks í sundi HELDUR færra fólk var í bænum en um páska undanfarin ár þegar bærinn hefur fyllst af skíðafólki. Síð- astliðin vika var í heild róleg og fátt stórra tíðinda, segir í dagbók lög- reglunnar á Akureyri. Allmikil um- ferð var þó og gekk hún vel og slysa- laust fyrir sig þrátt fyrir tíu minniháttar umferðaróhöpp. Fimmtán ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og fjórir tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur. Skemmtistaðir voru opnir með hefð- bundnum hætti og fór skemmtana- lífið almennt vel fram. Þrjár líkams- árásir voru tilkynntar, allar minni- háttar. Hafðar voru gætur á fíkni- efnaneytendum og eru fjögur mál skráð þar sem afskipti voru höfð af þeim vegna neyslu fíkniefna. Rólegt hjá lögreglunni í páskavikunni Færra fólk í bænum en venjulega Ferðafélagið Hörgur efnir til gönguferðar í Baugasel í Barkárdal á sumardaginn fyrsta. Í Baugaseli verður nesti borðað, en þar er gam- all endurbyggður torfbær. Leiðin er um 7 km löng, auðgengin og á allra færi. Lagt verður af stað frá Bugi í Hörgárdal klukkan 10 og allir eru velkomnir. Á MORGUN Nemendum í grunn- skólum fjölgar Ávallt verði boðið upp á bestu þjónustu SKÓLANEFND hefur samþykkt úthlutun almennra kennslustunda til grunnskólanna á Akureyri næsta skólaár. Alls eru kennslustundirnar 4.656, sem er fjölgun um 48 kennslustundir frá fyrra ári en nemendum fjölgar um 25 á sama tíma. Með þessari fjölgun stunda er meðalstundafjöldi pr. nemanda sá sami milli ára eða 1,85 stundir. Við- bótarkostnaður sem af þessari fjölgun leiðir nemur 2,3 milljónum króna. Þá samþykkti skólanefnd að fela deildarstjóra að afla frekari upplýs- inga um fjölda kennslustunda til al- mennrar kennslu hjá sambæri- legum sveitarfélögum til saman- burðar við það sem gerist á Akureyri, þar sem skólanefnd vill að þjónusta grunnskólanna á Ak- ureyri sé ávallt sambærileg við það besta sem gerist í landinu. Karlakór Dalvíkur Vorhátíð að Rimum KARLAKÓR Dalvíkur heldur Vorhátíð í tilefni sumarkomu, að Rim- um í Svarfaðardal síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 23. apríl kl. 20:30. Dagskrá: Jóhannes Kristjánsson, eftirherma, skemmtir fólki með því að leika þjóðkunnar persónur. Einsöngur, tvísöngur, kvart- ettsöngur og svo tekur Karlakórinn lagið undir stjórn Guðmundar Óla. Veislustjóri: Björn Þór Ólafsson Píanóleikari: Daníel Þorsteinsson Að lokinni skemmtidagskrá verður stiginn dans þar sem hljómsveit húss- ins sér um fjörið. Boðið verður uppá léttan náttverð sem eiginkonur kór- félaga framreiða. Verð aðgöngumiða er 2.900 krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.