Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 10
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær íslenska ríkið og Lands-
virkjun af kröfu Náttúruverndarsam-
taka Íslands og þriggja einstaklinga
um að úrskurður umhverfisráðherra
um mat á umhverfisáhrifum Kára-
hnjúkavirkjunar yrði ómerktur. Segir
í dómnum að þótt annmarkar hafi
verið á málsmeðferð og úrskurðinum
væru þeir ekki svo alvarlegir að
ómerkja bæri úrskurðinn.
Málavextir eru í stuttu máli þeir að
1. ágúst 2001 lagðist Skipulagsstofn-
un gegn Kárahnjúkavirkjun allt að
750 MW þar sem virkjunin var talin
hafa í för með sér veruleg, óafturkræf
og neikvæð umhverfisáhrif og var
ávinningur af framkvæmdinni ekki
talinn vega upp á móti þessum áhrif-
um. Enn fremur skorti gögn. Þessi
úrskurður var kærður til umhverfis-
ráðuneytisins. Ekki var fallist á kröfu
um að umhverfisráðherra viki sæti og
20. desember 2001 felldi ráðherra úr-
skurð Skipulagsstofnunar úr gildi
setti skilyrði fyrir framkvæmdinni.
Í niðurstöðu dómsins er því hafnað
að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra hafi verið vanhæf og ekki var
heldur fallist á að henni hafi borið að
vísa málinu aftur til Skipulagsstofn-
unar. Hvorki var fallist á að Lands-
virkjun hafi vanrækt að gera grein
fyrir öðrum virkjanamöguleikum og
bera þá saman við þann kost að virkja
ekki, né að breytingar á fram-
kvæmdaráformum og mótvægisað-
gerðum hafi ekki verið útfærðar með
fullnægjandi hætti. Dómurinn taldi á
hinn bóginn að umhverfisráðherra
hafi ekki virt upplýsingarétt stefn-
enda að öllu leyti en þeir annmarkar á
málsmeðferð hafi ekki verið veruleg-
ir. Þá kemst dómurinn að því að nokk-
uð hafi skort á að fjallað hafi verið um
kröfur stefnenda og gerð grein fyrir
rökstuðningi þeirra í úrskurði um-
hverfisráðherra. Með vísan til stöðu
stefnenda og þess að þeir eru ekki
taldir hafa bent á neina mikilvæga
þætti, sem heyri undir mat á um-
hverfisáhrifum, sem ekki hafi fengið
ítarlega umfjöllun í úrskurðinum þyki
rökstuðningi í honum þó ekki svo
áfátt að það teljist vera alvarlegur
annmarki á úrskurðinum.
Dómurinn vonbrigði
Dóminn kváðu upp Sigurður Tóm-
as Magnússon, dómsformaður, Greta
Baldursdóttir og Þorgeir Ingi Njáls-
son. Atli Gíslason hrl., flutti málið f.h.
stefnendanna en hann var einn
þeirra. Skarphéðinn Þórisson hrl. var
Úrskurður umhverfis-
ráðherra stendur
til varnar fyrir ríkið og Þórður Boga-
son hdl. fyrir Landsvirkjun.
„Vonbrigði, vonbrigði,“ sagði Atli
Gíslason, lögmaður stefnenda og einn
þeirra, um niðurstöðu dómsins í gær.
„Málsmeðferð umhverfisráðherra er
gagnrýnd, en gallar á henni þykja
ekki nógu veigamiklir til þess að
hnekkja úrskurðinum. Ég er ósam-
mála dómnum að því leyti að um-
hverfisráðherra er gagnrýndur fyrir
vanrækslu á upplýsingaskyldu til
okkar. Það að veita almenningi upp-
lýsingar er kjarni í umhverfisrétti
Evrópuréttarins. Ég gagnrýni dóm-
inn helst fyrir það að veita þessum
Evróputilskipunum ekki það vægi
gagnvart almenningi sem þeim er
ætlað að hafa.“
Atli segir enga ákvörðun enn hafa
verið tekna um hvort dómnum verði
áfrýjað til Hæstaréttar. „Hins vegar
höfum við kvartað yfir málsmeðferð-
inni til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA.
Við munum halda málinu þar til
streitu, óháð því sem gerist á Íslandi.“
Aðalheiður Jóhannsdóttir, lögfræð-
ingur og sérfræðingur í umhverfis-
rétti, segir það mjög fátt sem komi
sér á óvart í dómnum. „Dómurinn var
að öllu leyti í samræmi við það sem ég
bjóst við.“
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAMTÖK verslunarinnar – FÍS
héldu í gær upp á 75 ára afmæli sitt.
Pétur Björnsson, formaður Samtaka
verslunarinnar, sagði í hátíðarsam-
komu sem haldin var af þessu tilefni,
að samtökin hefðu verið í fylkingar-
brjósti fyrir verslunarfrelsi frá
stofnun, svo og öðrum þeim breyt-
ingum sem átt hafi sér stað í fram-
faraátt. Hann sagði að samtökin
hefðu verið virkur þátttakandi í
sköpun verslunarsögu Íslendinga
síðastliðin 75 ár og gætu litið stolt yf-
ir farinn veg og glaðst yfir þeim ár-
angri sem náðst hefur.
Stuðla að heilbrigðri verslun
Pétur sagði að stefna Samtaka
verslunarinnar hefði frá upphafi ver-
ið að efla samvinnu milli stórkaup-
manna, framleiðenda og umboðssala,
búsettra á Íslandi, og stuðla að því að
verslun í landinu yrði rekin á heil-
brigðum grundvelli. Þegar samtökin
voru stofnuð hefðu höft og takmark-
anir á viðskiptafrelsi verið megin-
regla. Hollt væri fyrir nútímafólk að
rifja upp ástandið á þriðja áratug síð-
ustu aldar. Hver ríkissalan hefði þá
rekið aðra og ráð og nefndir verið
sett á laggirnar til að úthluta leyfum
til innkaupa og fjárfestinga. Mörg
baráttumál þessa tíma kæmu þeim
sem nú starfa í eða fyrir verslunina í
landinu undarlega fyrir sjónir.
Hann sagði ekki nokkurn vafa á
því að aðild Íslands að EFTA, sem
samþykkt var 1970, hefði gjörbreytt
öllu rekstrarumhverfi atvinnuveg-
anna á Íslandi í frelsisátt. Aðildin að
EES samningunum og þau áhrif sem
sá samningur hefði haft í frelsisátt
fyrir íslenskt viðskiptalíf hefði og
reynst mjög mikilvæg. Sú aðlögun að
frelsi í viðskiptum sem íslensk lög-
gjöf hefði gengið í gegnum fyrir gild-
istöku samningsins og í kjölfar hans
hefði skipt sköpum í því að færa Ís-
land inn í alþjóðlegt viðskiptaum-
hverfi, sem Íslendingar tækju nú
fullan þátt í. Pétur sagði að af mörgu
væri að taka í því sambandi en nefndi
aðeins samkeppnislögin sem sam-
þykkt voru 1993.
Birgi Rafni Jónssyni, fram-
kvæmdastjóra og fyrrverandi for-
manni Félags íslenskra stórkaup-
manna, og Rafni Gunnarssyni,
forstjóra og fyrrverandi formanni
stjórnar Fjárfestingarsjóðs stór-
kaupmanna, var veitt gullmerki
Samtaka verslunarinnar.
Samtök verslunarinnar 75 ára
Morgunblaðið/Arnaldur
Pétur Björnsson formaður og Birgir Rafn Jónsson og Ragnar Gunnarsson,
sem veittu móttöku gullmerki samtakanna á hátíðarsamkomunni.
Geta litið stolt
yfir farinn veg
HRAFNHILDUR Ástþórsdóttir hlaut í vikunni Gull-
prjónana 2003 en prjónablaðið Ýr hefur í átta ár veitt
þessa viðurkenningu fyrir það sem þykir athyglisvert
og vel gert á sviði handmenntar. Hrafnhildur er for-
stöðukona Félagsmiðstöðvarinnar Ekkó í Kópavogi og
hefur hún staðið fyrir því að unglingar sem sækja fé-
lagsmiðstöðina hafa í sameiningu prjónað Vinaorm
sem Hrafnhildur segir tákna vináttu þeirra og muni
ormurinn umlykja þá með væntumþykju um ókomin ár.
Fjölmargir unglinganna voru að læra að prjóna.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hrafnhildur Ástþórsdóttir og ungt prjónafólk úr Kópavogi með orminn góða og 24 karata gullprjóna.
Heiðruð fyrir vinnu með unglingum
FYRIR liggur að stóðhesturinn
Þristur frá Feti þarf að fylja 110
hryssur á árinu samkvæmt samþykkt
fyrsta aðalfundar einkahlutafélags
um hestinn í fyrrakvöld.
Ræktandi hestsins, Brynjar Vil-
mundarson á Feti, hafði þegar á
landsmótinu á Vindheimamelum í
fyrra leigt þremur Húsvíkingum
hestinn, og var gert ráð fyrir að hald-
ið yrði 30 hryssum undir hestinn. Síð-
an gerðist það á liðnum vetri að
Brynjar stofnaði hlutafélag um hest-
inn og seldi 54 hluti af 60 í hestinum
og þar með áttu hluthafar rétt á að
halda 60 hryssum undir hestinn. Á
fundinum í fyrrakvöld var síðan sam-
þykkt að hleypa skyldi 20 hryssum að
hestinum þar fyrir utan og skyldi inn-
koman af því renna til félagsins og
notuð til að reka hestinn. Samtals
gerir þetta 110 hryssur sem er all-
nokkru meira en talin hafa verið vel-
sæmismörk í þessum efnum. Það sem
hins vegar gerir þetta mögulegt eru
sæðingar og var í gærmorgun tekinn
fyrsti skammturinn úr Þristi á Sæð-
ingastöðinni í Gunnarsholti. Skilaði
klárinn miklu magni en Páll Stef-
ánsson sagði það ekki marktækt því
að sjálfsögðu hefði verið mikið magn
af dauðum sáðfrumum eins og alltaf
væri þegar fyrstu skammtar væru
teknir úr hestum að vori. Hins vegar
mætti reikna með miklum gæðum
sæðis úr hestinum eftir einstaklega
góða frammistöðu hans á síðasta ári
en þá fyljaði hann sjálfur 62 hryssur
af 65 sem undir hann voru leiddar.
Þristur verður á sæðingastöðinni
fram í miðjan júlí en fer þá norður og
kemur aftur upp úr miðjum ágúst og
verður með hryssum í girðingu að
Feti fram eftir hausti eða eftir því
sem þörf krefur. Einn þeirra sem
leigja hestinn norður, Sigfús Jónsson,
sagði að þeir hefðu vafalaust getað
fyllt tvisvar sinnum hjá klárnum. Þeir
auglýstu hann ekkert en eigi að síður
fylltist hjá honum á augabragði og
urðu margir frá að hverfa.
Folatollurinn hjá Þristi er 50 þús-
und krónur á Sæðingastöðinni og
voru að loknum aðalfundi 20 laus
pláss hjá honum í það minnsta. Gera
má ráð fyrir að nokkrir hinna nýju
hluthafa muni selja aðgang sinn að
hestinum fyrsta árið og er þar í gangi
frjáls verðmyndun eins og það er
kallað. Samþykkt var á fundinum að
hafa engar skorður á hvaða hryssur
færu undir klárinn.
Fyrsti aðalfundur félagsins um Þrist
Þarf að fylja 110
hryssur á árinu
NIÐURSTÖÐUR nýjustu mæl-
inga á yfirborði Kleifarvatns
voru skoðaðar í gær og kom þá í
ljós að vatnsborðið hefur ekki
verið jafnhátt síðan í apríl 2001.
Vatnsborðið mældist nú 137,4
metrar yfir sjávarmáli en í júlí
2002 náði það sögulegu lágmarki
er það fór niður fyrir 136 metra.
Vatnsborðið lækkaði töluvert
eftir jarðskjálftana á Suðurlandi
í júní árið 2000 en virðist smátt
og smátt vera að hækka aftur.
Skýringar gætu verið þær að
vatnsbotninn sé að þéttast aftur
og því renni ekki eins ört úr
vatninu.
Vatnsborð
Kleifar-
vatns
jafnhátt
og 2001
VIÐRÆÐUR hófust í gær um út-
víkkun á núgildandi fríverslunar-
samningi milli Íslands og Færeyja.
Markmiðið er að koma á fót efnahags-
svæði sem tekur til landanna tveggja,
þar sem hvers konar mismunun á
grundvelli þjóðernis sé óheimil innan
gildissviðs samningsins.
Íslensk stjórnvöld samþykktu í
október síðastliðnum að unnið skyldi
að umtalsverðri útvíkkun núgildandi
fríverslunarsamnings milli Íslands og
Færeyja. Samningurinn á að ná yfir
frjáls vöruviðskipti með alla vöru-
flokka tollskrárinnar, þ. á m. landbún-
aðarafurðir. Jafnframt var lagt til að
viðskiptaumhverfið yrði útvíkkað og
næði yfir öll svið viðskipta.
Þar sem Danmörk er formlega séð
einn samningsaðila hefur utanríkis-
ráðuneyti Dana fylgst með undirbún-
ingi samningsviðræðnanna.
Utanríkisráðuneytið leiðir samn-
ingaviðræðurnar við Færeyinga af
hálfu Íslands. Samkvæmt upplýsing-
um frá ráðuneytinu hafa óformlegar
þreifingar milli samningsaðila leitt í
ljóst að erfiðast muni verða að semja
um sumar landbúnaðarvörur, einkum
mjólkurvörur. Segir ráðuneytið að
Færeyingar hafi áhyggjur af afleið-
ingum óhefts innflutningi frá Íslandi
fyrir sinn landbúnað. Engu að síður
sé búist við að viðunandi lausn finnist.
Hins vegar sé Danmörk með fyrir-
vara varðandi samninginn allan þang-
að til lokadrögin liggja fyrir. Mat
Færeyinga er að Danir munu ekki
standa í vegi fyrir að samningurinn
verði samþykktur að því er utanrík-
isráðuneytið segir.
Gildissvið fríverslunarsamningsins
er svokallað fjórfrelsi ásamt stað-
festurétti, samkeppnisreglum,
reglum um opinber innkaup og
reglum um ríkisaðstoð. Ekki er þó
þar með gert ráð fyrir að samræma
allar reglur á þessum sviðum, en
óheimilt verður að mismuna Íslend-
ingum og Færeyingum á grundvelli
þjóðernis á þessum gildissviðum.
Samningurinn kveður á um sam-
vinnu á ýmsum sviðum, s.s. í orku-
málum, umhverfismálum, rannsókn-
um og þróun og fleiru, sem þó á eftir
að semja nánar um.
Fríverslunarsamningur Íslands og Færeyja
Viðræður um út-
víkkun samningsins