Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Akraberg kemur í
dag. Dettifoss, Freri
og Helgafell fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ozherlye og Haukur
koma í dag. Silver
Pearl og Gerda Maria
fara í dag.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og opin handa-
vinnustofa, kl. 9–12.30
bókband og öskjugerð,
kl. 9.45–10 helgistund,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 op-
in smíða og handa-
vinnustofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–
17 fótaaðgerð, kl. 14–
15 dans.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 íkonagerð, kl. 10–
13, verslunin opin, kl.
13–16 spilað.
Félagsstarfið Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og opin handa-
vinnustofa, kl. 14 söng-
stund.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
bað, kl. 9 glerskurður,
kl. 10 leikfimi, kl. 13.30
söngtími, kl. 9–14 hár-
greiðsla.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 13 föndur
og handavinna. Kl. 15
bingó
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Hand-
verkssýning 24.–26.
maí opin laugardag,
sunnudag og mánudag
frá kl. 13–17. Veit-
ingasala – kaffi og
vöfflur m/rjóma. Sýn-
ingarfólk, sýning-
armunir þurfa að ber-
ast í dag. Rúta frá
Hraunseli í dag
kl.13.15 í Alþingishúsið
og Gerðasafn.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf, kl. 10.30
helgistund, frá hádegi
vinnustofur og spila-
salur opinn. S.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, kl. 9.05 og 9.50 leik-
fimi, kl. 10.50 leikfimi,
kl. 9.30, klippimyndir,
kl. 13 gler- og postu-
línsmálun, kl. 20 gömlu
dansarnir, kl. 21 línu-
dans.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið frá kl. 9–17,
handavinnustofan opin
frá kl. 13–16.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna og perlu-
saumur, og hjúkr-
unarfræðingur á
staðnum, kl. 9.05 leik-
fimi, kl. 10 boccia, kl.
11 leikfimi, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 bútasaumur, kl. 10
boccia, 13.30 félagsvist.
Fótaaðgerðir, hár-
greiðsla.
Korpúlfar, Graf-
arvogi, samtök eldri
borgara, félagar hitt-
ast á fimmtudögum kl.
10, aðra hverja viku er
púttað á Korpúlfs-
stöðum en hina vikuna
er keila í Keilu í
Mjódd.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa
og tréskurður, kl. 13–
16.45 leir, kl. 10–11
ganga.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
bað, kl. 9.15–15.30,
handavinna, kl. 10–11
boccia, kl. 10.15–11.45
enska, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræf-
ing og mósaik.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 gler-
skurður og morg-
unstund, kl. 10
fótaaðgerð og boccia-
æfing, kl. 13 hand-
mennt og spilað.
Félag eldri borgara,
Selfossi. Ráðgert er að
fara í ferð á Snæfells-
nes 11. til 12. júní, far-
arstjóri og leið-
sögumaður Óskar
Ólafsson. Skoðaðir
verða helstu sögu-
staðir Eyrbyggju og
Bárðar sögu Snæfells-
áss. Fyrirhuguð er
kvöldsigling frá Stykk-
ishólmi með veislu-
borði. Gist verður í
Ólafsvík. Pantanir í
síma 482-4117 eða 482-
2938.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13. Skrán-
ing kl. 12.45 spil hefst
kl. 13.
Skaftfellingafélagið í
Reykjavík. Aðalfund-
urinn verður í Skaft-
fellingabúð, Laugavegi
178, í kvöld, klukkan
20.30. Hefðbundin að-
alfundarstörf.
Orlofsnefnd hús-
mæðra í Kópavogi
Vegna forfalla eru örfá
sæti laus í hringferð
um landið 11. til 16.
júní. Upplýsingar í s.
554 0388, Ólöf, eða s.
554 2199/847 7061,
Birna.
Minningarkort
Minningarkort
Krabbameinsfélags
Hafnarfjarðar (KH),
er hægt að fá í Bóka-
búð Böðvars, Reykja-
víkurvegi 64, 220
Hafnarfirði, s. 565-
1630, og á skrifstofu
KH, Suðurgötu 44, II.
hæð, sími á skrifstofu
544-5959.
Í dag er fimmtudagur 22. maí,
142. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Augað er lampi lík-
amans. Sé auga þitt heilt, mun all-
ur líkami þinn bjartur.
(Matt. 6, 22.)
Á pólitísku vefritunumer sem betur fer oft-
sinnis fjallað um grund-
vallaratriði stjórnmála og
kafað niður fyrir oft og
tíðum yfirborðskennda
umræðu og notkun hug-
taka.
Á frelsi.is birtist í gærpistill um þjóðern-
issósíalisma, öðru nafni
nasisma, og því mótmælt,
að hann eigi nokkuð skylt
við hugmyndafræði ís-
lenskra hægrimanna,
þótt báðar stefnur séu oft
kallaðar „öfga-hægri-
stefna“.
Skiljanlegt er að ungirhægrimenn á Íslandi
vilji ekki sitja undir slík-
um málflutningi.
Höfundur segir:„Reykjavík var ein af
menningarborgum Evr-
ópu árið 2000 og í tilefni
af því opnaði forseti Ís-
lands vísindavefinn í byrj-
un þess árs. Á Vís-
indavefnum er fjallað um
flestöll viðurkennd vís-
indi, svo sem stjarnvís-
indi, félagsvísindi, hag-
fræði, heimspeki,
tölvunarfræði og fleira.
Lesendur geta fræðstum svör við spurn-
ingum sem þegar hafa
komið fram og einnig
lagt fram nýjar spurn-
ingar um hvaðeina sem
gert er ráð fyrir að fræði-
menn við háskólann og
aðrir aðstandendur vefs-
ins geti svarað.
Ein spurning sem borinvar undir aðstand-
endur vefsins fyrir
nokkru beindist að
þekktri stjórnmálastefnu.
Spurt var: ‚‚Hver er mun-
urinn á þjóðernissósíal-
isma og nasisma?‘‘
Svarið er ákaflegaskýrt. Á vísinda-
vefnum segir ‚‚Þessi mun-
ur er nákvæmlega enginn
eftir því sem við vitum
best. Þetta eru tvö orð
um sama hlutinn og ann-
að raunar upphaflega til
komið sem stytting á
hinu. Þjóðernissósíalismi
heitir Nationalsozial-
ismus á þýsku og íslenska
orðið er bein þýðing á því
orði. Upphaf þess er bor-
ið fram með skýru ts-
hljóði („nats-“). Bókstaf-
urinn „z“ er einnig bor-
inn þannig fram í þýsku,
svo að framburður orðs-
ins er eins og það hefði
verið skrifað „Naz-“.
Þannig varð til styttingin
Nazismus og einnig til
dæmis nafnorðið Nazi,
nasisti.‘‘
Íslendingar hafa oft kall-að þjóðernissósíal-
ismann öfga-hægristefnu.
Slík hugtakanotkun
byggist í raun á miklum
misskilningi. Hægri-
stefna byggist á dreifingu
valds og virðingu fyrir
sérhverjum einstaklingi.
Sósíalisminn, hvert sem
formerki hans er, byggist
á gagnstæðri hugmynd,“
segir á frelsi.is.
STAKSTEINAR
Hvað er öfga-hægri-
stefna?
Víkverji skrifar...
EKKI er langt síðan aðákveðið var að lengja
skólaár grunnskólanna og í
stað þess að nemendur
skoppi glaðir út í sumarið
um miðjan maí lýkur próf-
um ekki fyrr en í byrjun
júní. Og í þokkabót byrjar
skólinn fyrr á haustin en áð-
ur. Víkverja, sem hefur
bæði verið nemandi og
kennari í grunnskóla, hefur
aldrei fundist þessi lenging
sérlega sniðug. Hann er þó
tilbúinn að fallast á að þetta
hafi að einhverju leyti verið til bóta
fyrir nemendur á aldrinum 6-12 ára
(svona um það bil). Það væri þó lík-
lega réttara að segja að breytingin
hafi verið til bóta fyrir foreldra
þeirra. Einhver þarf þó að gæta
barnanna á sumrin en sumarfrí full-
orðna fólksins eru sjaldnast jafn löng
og barnanna og með því að bæta ein-
hverjum vikum við skólaárið var um
leið tryggt að þau yrðu lengur í pöss-
un. Breytingin kom því foreldrum til
góða en Víkverji er alls ekki viss um
að börnin hafi grætt mikið á þessu.
Það má á hinn bóginn halda því fram
að breytingin hafi verið nauðsynleg í
ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu
og allt það. Víkverja finnst hins veg-
ar fráleitt að halda unglingum inni í
skólastofunum fram í júní. Hann veit
af eigin reynslu að oft verður lítið úr
kennslu þegar sólin skín og hár bær-
ist vart á höfði utan dyra. Nemend-
urnir vilja miklu frekar sparka í fót-
bolta, leika sér í snú-snú eða bara
gera eitthvað annað en að spá í náms-
efni sem þau hafa „stúderað“ allan
veturinn. Víkverji er sannfærður um
að afar lítið bókvit bætist við í kollinn
á nemendum þessa síðustu daga
skólaársins og því sé til lítils að halda
þeim inni í skólunum jafn lengi og
raun ber vitni. Stórhætta er einnig á
að þetta stuðli að skólaleiða sem
hrjáir marga nemendur, a.m.k. ef
marka má brottfall úr mennta-
skólum. Að mati Víkverja væri mun
skynsamlegra að finna eitthvað
handa unglingunum að gera
utandyra. Unglingavinnuna
mætti t.d. efla enn frekar
og bæta þar við verkefnum
og auka fræðslu. Það mætti
t.d. hugsa sér að unglinga-
vinnan byði upp á nám í
smíði og málaraiðn. Land-
græðsluverkefni eða girð-
ingarvinna væru einnig til-
valin. Víkverji er viss um að
nemendur myndu taka slík-
um verkefnum fegins hendi
ef þeir fengju að sleppa við
skólann í staðinn. Styttum
skólárið!
x x x
ÚR því að sumarið er örugglegakomið finnst Víkverja tilvalið að
minnast á gamalt baráttumál sitt;
göngustíga milli sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu. Það er með ólík-
indum að ekki skuli vera hægt að
ganga eða hjóla eftir stígum milli
Reykjavíkur og Kópavogs og þaðan
yfir til Garðabæjar, Hafnarfjarðar og
út á Álftanes, nema með því að fara
verulegar krókaleiðir. Með því að
leggja stíg yfir Kópavogshálsinn og
Arnarneshæðina væri komin mjög
góð tenging milli sveitarfélaganna.
Eftir hverju eru Kópavogsbúar og
Garðbæingar að bíða?
Skóladagarnir geta liðið hægt á sumrin.
Morgunblaðið/Jim Smart
Grjóthrun og holóttir
malarvegir í
Bryggjuhverfi
LIÐIÐ er rösklega ár síðan
ég flutti í Bryggjuhverfið
við Grafarvog og uni mér
ágætlega þar, enda hverfið
ágætlega snoturt og ná-
grannarnir flestir viðkunn-
anlegir. Hitt gremst mér
hve vegirnir inn í og út úr
hverfinu eru slæmir. Tvær
leiðir eru út úr hverfinu:
annars vegar eftir Sævar-
höfðanum þar sem reglu-
lega fellur grjót úr berg-
hamrinum sem slútir yfir
veginn og aðeins tímaspurs-
mál hvenær þar verður
kostnaðarsamt eða jafnvel
mannskætt slys. (Þess má
geta í því sambandi að oft-
ast eru skemmdir á undir-
vagni bíla vegna grjóts ekki
tryggðar skv. skilmálum.)
Hin leiðin út úr hverfinu
er upp malarveg í skötulíki
sem liggur milli Sævar-
höfða og Stórhöfða og er
bæði holóttur og þröngur
og ekkert vegrið til að varna
bílum aka út af veginum og
velta niður eftir hlíðinni
sem gnæfir yfir hverfinu.
Þessi vegur er einnig slysa-
gildra, enda tímaspursmál
hvenær bíll skrikar í regni
eða snjó og steypist fram af.
Í ofanálag aka þarna um
malarflutningabílar sem
margir eru ofhlaðnir svo að
malartaumarnir liggja aftur
úr þeim og þekja vegina á
svæðinu með möl og grjóti
sem skapa hættu á grjót-
kasti. Til að bæta gráu ofan
á svart virðast líka iðulega
falla trjágreinar og ýmis-
legt rusl af kerrum gesta
Sorpustöðvarinnar við Sæv-
arhöfða.
Þó að vissulega felist í því
skemmtileg áskorun að fást
við þessa hindrunarbraut í
hvert skipti sem ég kem og
fer heiman frá mér er ég
orðinn á þessu þreyttur. Ég
geri því þá kröfu til þeirra
sem hafa með gatnagerð að
segja að girt eða múrað
verði fyrir hamarinn sem
eys grjótinu yfir Sævar-
höfðann og að vegtroðning-
urinn upp á Stórhöfðann
verði bæði malbikaður og
sett á hann vegrið. Loks
þurfa malarbílstjórarnir að
fylla bíla sína skynsamlegar
svo ekki rigni grjóti aftan úr
þeim og hreinsunardeildir
að vera iðnar að sópa möl af
Sævarhöfðanum og tína
burt rusl sem fellur af kerr-
um Sorpugesta.
Bryggjubúi.
Siðblinda í Soprano
Í FYRRGREINDUM
þætti sjónvarpsins mánu-
dagskvöldið 28. apríl sl. var
sýndur þvílíkur sori að
undrun sætir. Í þættinum
myrti Tony, aðalpersóna
þáttarins, mann. Í kjölfarið
fór annað varmenni illa með
líkið. Þátturinn hélt síðan
áfram eins og ekkert hefði í
skorist, glæpamennirnir
hlutu enga refsingu. Þvílík-
ur skepnuskapur var látinn
óátalinn.
Þess var getið í Morgun-
blaðinu 6. maí hversu vel
skrifað sjónvarpsefni væri
hér á ferðinni. Þvílík firra.
Páll Hannesson.
Tapað/fundið
Skinnennis-
band fannst
FYRIR u.þ.b. mánuði
fannst skinnennisband við
Suðurströndina á Seltjarn-
arnesi. Sakni einhver enn-
isbandsins er ráð að hafa
samband í síma 552 5259.
Hálsmen
tapaðist
HÁLSMEN í stórri svartri
öskju tapaðist eftir hádegi
sl. mánudag á bílastæðinu
fyrir utan Suðurver. Háls-
menið er gróft silfurháls-
men með bláum steinum.
Finnandi er vinsamlegast
beðinn um að skila háls-
meninu á Gullsmíðaverk-
stæði Jens í Suðurveri eða
til lögreglunnar í Reykja-
vík.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Ljósmynd/Guðlaugur Wium
LÁRÉTT
1 heyhrúga, 4 rassa, 7
miskunnarlaus, 8 tákn, 9
ílát, 11 slá kaldan, 13
kostar lítið, 14 froða, 15
sæti, 17 þurrka út, 20
áburður, 22 hagnast, 23
magran, 24 magurt dýr,
25 reiði.
LÓÐRÉTT
1 hjálpar, 2 sitt á hvað, 3
anga, 4 á rúmstokki, 5
nákomin, 6 verur, 10
smjördamla, 12 máttur,
13 tryllta, 15 næðingur,
16 ekki fætt, 18 heimsk,
19 óskar, 20 fæða, 21
varningur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 munnræpan, 8 lærum, 9 taldi, 10 una, 11 set-
ur, 13 rindi, 15 brags, 18 ílepp, 21 tóg, 22 lokka, 23 urg-
ur, 24 krippling.
Lóðrétt: 2 umrót, 3 nemur, 4 æstar, 5 allan, 6 flas, 7 hiti,
12 ugg, 14 ill, 15 boli, 16 askur, 17 stamp, 18 ígull, 19
eggin, 20 part.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16