Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 37 Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KJARTANS FRIÐBJARNARSONAR kaupsýslumanns frá Siglufirði. Alida Olsen Jónsdóttir, Daníel Jón Kjartansson, Alda Kjartansdóttir, Edda Kjartansdóttir, Ómar Kjartansson, Súsanna Kjartansdóttir, Kjartan Kjartansson, Sigríður Kjartansdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON bóndi, Hólmaseli, Gaulverjabæjarhreppi, lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi laugardaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Villingaholtskirkju í Flóa laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Jóhanna Gústafsdóttir, Vilhjálmur Arnar Ólafsson, Birgitta Elínrós Antonsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Unnur Guðlaugsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Eiríkur Ingi Sigurjónsson, Anna Pálína Guðmundsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Svandís Guðmundsdóttir, Jón Ásbjörn Grétarsson, Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, Þorbjörn Sigurðsson, Kristrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, SIGRÍÐUR BREIÐFJÖRÐ, Snorrabraut 56, sem lést fimmtudaginn 15. maí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 23. maí kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og ástvina, Kjartan Guðjónsson, Bjarni Kjartansson, Lilja Grétarsdóttir, Sigurður Kjartansson, Hólmfríður Erla Finnsdóttir. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlúhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar og systur, ÖNNU RAGNHEIÐAR ÍVARSDÓTTUR, Búastaðabraut 5, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heil- brigðisstofnunar Vestmannaeyja og verslun- arinnar Krónunnar. Guð blessi ykkur öll. Ívar Gunnarsson, Bjarney Pálsdóttir, Sigríður Þóra Ívarsdóttir, Rakel Ýr Ívarsdóttir, Páll Eydal Ívarsson. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTRÚNAR S. JÓNSDÓTTUR, Suðurgötu 20, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja fyrir góða umönnun og hlýju. Egill Þorfinnsson, Steinunn Egilsdóttir, Viðar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Mínerva mín, nú er komið að leiðarlokum. Mig langar til að þakka þér samfylgdina þessi fáu ár sem við þekkt- umst. Þú varst ætíð höfðingi heima að sækja, þú lagðir all- an þinn metnað í að taka vel á móti gestum þínum. Það var alveg sama hvenær við komum, alltaf voru mót- tökurnar eins og um kóngafólk væri að ræða. Rúmfötin þín og handklæðin voru alltaf svo falleg, merkt með stöf- unum þínum, allt svo vel straujað og fallega brotið saman. Þú hafðir mikið MÍNERVA KRISTINSDÓTTIR ✝ Mínerva Krist-insdóttir fæddist á Bakkafirði 8. sept- ember 1919. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 18. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju 23. apríl. yndi af handavinnu ým- iss konar og þau eru ófá listaverkin eftir þig sem prýða heimili okkar allra í fjölskyldunni. Heimili þitt bar vitni um mikla natni og snyrtimennsku og fara fáir í sporin þín hvað það snertir. Blómin þín í garðinum fengu sömu natni og báru af öðrum blómum. Gjafir þínar voru mjög rausnarleg- ar, hvort sem um af- mælis- eða jólagjafir var að ræða. Þér var mikið kappsmál að allir fengju sína pakka tímanlega og þú áttir einnig nóg af stærstu gjöf sem hægt er að gefa. Þú gafst tíma þinn. Alltaf hafðir þú tíma fyrir spjall yf- ir kaffibolla, alltaf hafðir þú tíma til að taka í spil með börnunum og alltaf hafðir þú tíma til þess að rétta hjálp- arhönd ef á þurfti að halda. Þú kunnir að gleðjast með þínum og fáir tóku mótlæti með jafnmikilli reisn og þú. Síðustu árin voru þér að mörgu leyti erfið, en þú barst þig tignarlega og áttir til æðruleysi sem við hin mætt- um læra af. Þú hélst fullri reisn þar til yfir lauk er englarnir komu og sóttu þig á föstudaginn langa. Mínerva mín, bestu þakkir, ég bið þér guðs blessunar á nýjum vegum. Far þú í friði. Auður Hermannsdóttir. Elsku amma mín. Nú þegar þú ert dáin finnst mér eins og ég hafi ekki bara misst ömmu heldur líka móð- ur og vin. Ég hafði oft hugsað út í það hvað það yrði erfitt að missa þig því mér þótti svo vænt um þig en samt vissi ég ekki hvað ég hafði átt fyrr en núna þegar ég hef misst þig. Þegar ég lít til baka minnist ég þess þegar ég var lítil og kom alltaf til þín eftir skóla. Þú bjóst alltaf til hun- angsmjólk fyrir mig og eftir að ég hafði fengið mér að borða gafstu mér súkkilaðibita. Árin liðu og fyrr en varði var ég ekki lengur 7 ára smá- stelpa heldur 16 ára táningur en samt áttir þú alltaf súkkulaði fyrir mig. Þú varðst til þess að ég fékk að læra á píanó, kenndir mér að tefla og kenndir mér að verða betri mann- eskja. Ég get ekki annað en þakkað fyrir að hafa átt eins yndislega manneskju og þig fyrir langömmu og þann tíma sem mér hlotnaðist að hafa þig hjá mér. Þú kallaðir mig alltaf stóra eng- ilinn þinn og nú vona ég að þú sért stóri engillinn minn sem varðveitir mig og gætir. Þakka þér fyrir allt gott, fegin vil ég eiga þig að, elskan mín góð og blessuð. Á bjartri stjörnu í himingeimnum/ er meyja svo fögur og fín/ þetta er yndislegasti engillinn í öllum heim- inum/ og hún elskulega amma mín. Freyja Eilíf Logadóttir. HELGA F. BÆRINGSDÓTTIR ✝ Helga FriðrikkaBæringsdóttir fæddist í Furufirði í Grunnavíkurhreppi 27. ágúst 1908. Hún lést á öldrunardeild Landakotsspítala 24. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigs- kirkju 2. maí. Fótatakið er þagnað, hendurnar hennar ömmu trekkja ekki lengur upp stofuklukk- una á kvöldin. Húsið, Bergstaðastræti 25b, þar sem systurnar Helga og Hólmfríður Bæringsdætur ráku myndarheimili um fjörutíu ára skeið. Hús- ið þar sem við gengum út og inn hvenær dags sem var, og alltaf var boðið upp á mat eða snarl eða kaffi eða flösku af Egils maltöli, og banana, eða réttast væri að segja að sérþörfum hvers og eins hafi verið sinnt af natni. Við barnabörnin nutum góðs af velviljanum, víðsýninni og alheims- brag þeirra systra, að ógleymdri um- ræðugleði og gjafmildi. Þegar við ux- um úr grasi eignuðumst við líka börn, barnabörnin, sem urðu níu talsins, og nutu þau að sjálfsögðu sömu aðhlynningar í alla staði. Ekki stoppaði snjóboltinn þar, heldur komu einnig barnabarnabörnin sem að vísu kynntust aldrei Fríðu frænku, sem féll frá fyrir 13 árum, en amma var til staðar enn með svarta hárið þótt komin væri á tíræð- isaldur og enn var malt í ísskápnum og enn var skeggrætt um líf á öðrum hnöttum, sósíalisma og pólitík al- mennt, hellt uppá kaffi og meira kaffi, og ekki var lát á umræðu eða tilefni að rökræðu. Þessar konur, ömmur okkar, áttu stóran þátt í að móta okkur öll sem við sögu komum, og gera úr okkur betra og skynugra fólk. Það er því með ómældum sökn- uði sem við kveðjum þig, Helga Frið- rikka Bæringsdóttir, þökkum þér samveruna og gjafirnar, og biðjum Guð að blessa þig. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson.) Lind Völundardóttir, Den Haag. Elsku amma mín. Ég vona bara og vona og bið að englarnir passi þig því guð fékk góð- an engil á himininn þegar hann sendi eftir þér. Hvernig sem veröldin snýst verður þú alltaf í hjarta mér og fólkinu sem elskar þig. Ég veit því miður ekki margt en ég veit að mér þykir ofsalega vænt þig og vil bara að þú vitir að allir biðja fyrir þér. Og þótt þú sért farin af jörðinni átt þú stórt hús í hjarta mínu elsku amma. Guð geymi þig. Steinunn Lilja Logadóttir. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Það var mér mikils virði að fá tækifæri til að kynnast ömmusyst- ur minni. Þegar við fjölskyldan komum til Eyja komum við ávallt við hjá henni og nú síðast í sept- ember, en þá fékk Jón Ágúst son- ur minn sérstakt leyfi hjá Mínervu til að kalla hana langömmu, það skipti hann miklu máli. Hvíl í friði, elsku Mínerva Helga. Við kveðjum Mínervu með þökk og virðingu. Helga Jónsdóttir, Kristinn Jónsson og fjölskyldur. HINSTA KVEÐJA Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR PÉTUR JÓNSSON, Klausturvegi 3, Kirkjubæjarklaustri, verður jarðsunginn frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Fjóla Þorbergsdóttir, Jón Gunnar Ásgeirsson, Björg Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðlaug Marta Ásgeirsdóttir, Gústaf Bjarni Pálsson, Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, Sigmar Helgason og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INDRIÐI MÁR HAFLIÐASON, Nedrejordet 91, Drammen, Noregi, varð bráðkvaddur í Drammen mánudaginn 19. maí. Útför fer fram í Drammen þriðjudaginn 27. maí kl. 11. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Ranveig Johansen, Guðleif Hafdís, Magnús Ingi, Berglind, Arnar Freyr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.