Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
BRÉFRITARI heyrir ekki lengur
sönglið í þeirri tónlist og aríu sem
kosningarnar voru í raun. En hver
sigraði? Gerðu
menn allt rétt eða
sungu stundum
falskan tón? Fóru
út af laginu eins
og það er kallað?
Það einkenndi
þessar kosningar
meira en allt ann-
að að ein dugnað-
arkona steig
fram á sviðið og
söng pólitískan
einkasöng. Hún sagðist mey-kóngur
vilja verða. Þetta bar hana hálfa leið
í stól forsætisráðherra en það vant-
aði örlítið upp á. Lítum á það.
Samfylkingin komst langt en bar
of mikinn keim af Kvennalistanum
gamla. Einsöngur meykóngsins var
of einhæfur og mikill. Í Kvennalist-
anum gamla vildu allir meykóngarn-
ir syngja einsöng í einu sjálfar. Það
endaði með því að engin þeirra söng.
Þoldu ekki hver aðra. Vildu allar
vera eina prímadonnan á leiksvið-
inu.
Núverandi meykóngur Samfylk-
ingar bjargaði sér frá Kvennalist-
anum og áfram í pólitíkinni með því
að leiða R-listann. Þar réðu karl-
menn sem gátu unnt henni framans.
Lofuðu henni að syngja einsöng og
vera prímadonna sem borgarstjóri.
Samfylkingin hefði fengið meira
og staðið sterkari ef hún hefði feng-
ið Frjálslynda flokkinn í kosninga-
blokk með sér og lánað honum bók-
stafina SS ef þeir hefðu viljað
samþykkja slíkt. Þá hefðu atkvæði
þessara tveggja flokka verið talin
saman og verið stærri kosninga-
blokk en Sjálfstæðisflokkurinn. Orð-
ið stærsta og fjölmennasta aflið.
Formaður Frjálslynda flokksins
hefði í kosningablokk með Samfylk-
ingunni þvegið af henni mesta
Kvennalistasvipinn sem var of mik-
ill. Bréfritari vill bæta hlut allra
kvenna bæði meykónga og svo
þvottakonunnar sem er ein með
barn sitt. Einnig hlut allra kvenna
þar á milli. Verður samt að fara
saman með öðrum umbótum.
Jafnvægi verður að vera í öllum
hlutum svo og siðferði og sanngirni.
Það er ekki hægt að sópa ómaklega
burtu karlmönnum eins og t.d. nú-
verandi formanni Samfylkingar þótt
meykóngur syngi fallegan einsöng í
einni óperuaríu á leiksviði einna
kosninga.
Bréfritari veit ekki á þessari
stundu hvert framhaldið verður með
nýja ríkisstjórn. Það kemur í ljós
eða er komið í ljós þegar þetta bréf
birtist.
Hver sem stjórnar Íslandi þá er
mest áríðandi í dag að friða þorsk-
stofninn meira og auka þannig arð
af honum til lengri tíma. Einnig
verður að finna leið til að lækka
næstu árin útgerðarskuldina stóru
og stækkandi upp á 200 milljarða
þar sem hún er hættuleg fjárhags-
legu sjálfstæði landsins. Vextir af
þessari miklu skuld taka í dag til sín
mestallan arð fiskveiðanna.
LÚÐVÍK GIZURARSON,
Grenimel 20,
107 Reykjavík.
Að lokinni óperuaríu
Frá Lúðvík Gizurarsyni
hæstaréttarlögmanni:
Lúðvík
Gizurarson
UNGUR maður, Eyjólfur Ingi
Bjarnason, skrifar grein í Morg-
unblaðið 8. maí til að svara grein
minni í sama
blaði 13. apríl
undir fyrirsögn-
inni „Nærri
hundrað ára bar-
átta fyrir daufum
eyrum“. Af því
tilefni sé ég
ástæðu til að
undirstrika að
allan þann tíma
sem gróðureyð-
ingin hefur stað-
ið yfir hafa okkar vitrustu menn
varað við skelfilegri meðferð okkar
á landinu sem hefur gert það að
skemmdasta landi í Evrópu vegna
búsetu. Ég bendi á að við getum
ekki verið þekkt fyrir það lengur
að rányrkja landið til skaða. Við
verðum að stunda ræktunarbúskap
og hafa búfé í girðingum. Ekki fyrr
en þá getum við farið að rækta upp
landið af viti. Þetta sannast með
því að rándýr landgræðslan hefur
ekki undan uppeyðingu á náttúru-
lega gróðrinum. Hvar endar það?
Ungi maðurinn segir að ég tali nið-
ur til bænda og sauðkindarinnar
með því að halda því fram að búféð
á lausagöngu um landið frá fjöru til
fjalla eigi sökina. Það er þó stað-
reynd sem við verðum að horfast í
augu við. Ekki viljum við að afkom-
endur okkar taki við nærri örfoka
landi vegna stundarhagsmuna og
skammsýni. Við getum snúið vörn í
sókn öllum til sóma með sameig-
inlegu átaki.
Offramleiðsla á kindakjöti er
skaði bæði fyrir gróðurinn og rík-
issjóð. Það þarf að minnka fram-
leiðsluna um helming og skipu-
leggja síðan valin afgirt
beitarsvæði eins og hjá öðrum þró-
uðum þjóðum. Fyrir 50 árum sáu
Nýsjálendingar að það hafði orðið
mikil gróðureyðing á landinu þeirra
vegna ofbeitar allt of margra
skepna á lausagangi um landið.
Þeir gerðu nákvæmlega þessar
ráðstafanir, fækkuðu skepnum um
helming og settu afganginn á valin
beitarsvæði og græddu síðan sárin.
Þetta er það sem þarf að gera
hér og semja síðan áætlun um það
hvernig við ætlum að rækta upp
þetta land sem oft er vitnað í á
náttúruverndarráðstefnum utan-
lands sem dæmi um mjög illa
skemmt land vegna búsetu. Rekum
af okkur slyðruorðið og skömmina
og sýnum að við séum menn til
þess að taka á vandanum og bæta
skaðann. Ég vona að þú verðir einn
af þeim, Eyjólfur, ásamt öðrum
ungum vakandi mönnum, sem
horfa fram á veginn. Þá munu viðir
vaxa og blóm í haga sem horfín eru
úr beitarlandinu.
HERDÍS ÞORVALDSDÓTTIR,
leikari.
Unga manninum svarað
Frá Herdísi Þorvaldsdóttur:
Herdís
Þorvaldsdóttir