Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það var snjallt að eyða óvissunni með smá Hafnarfjarðar-djóki. Vor í Árborg Á að höfða til sem flestra VOR í Árborg er yf-irskrift umfangs-mikillar menning- arhátíðar í sveitarfélaginu Árborg, sem samanstend- ur af Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka auk nær- liggjandi sveita. Menning- arhátíðin hefst í dag og stendur til sunnudags. Inga Lára Baldvinsdóttir er formaður menningar- nefndar sveitarfélagsins Árborgar og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Segðu okkur fyrst eitthvað meira, frá tilurð hátíðarinnar og fleira … „Eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar var eitt af markmiðum nýs meiri- hluta sveitarstjórnarinnar að komið yrði á menningarhátíð og það kom í hlut menningar- nefndarinnar að hrinda þeim áformum í framkvæmd. Árborg er til þess að gera nýtt sveitarfé- lag, aðeins fimm ára, og slík hátíð hefur ekki verið haldin þar áður, þó að gömlu sveitarfélögin geti státað af ýmsu hátíðarhaldi sem sumt mætti flokka undir menn- ingardaga. Menningarnefndin hefur svo notið liðveislu fjölda að- ila sem hafa verið reiðubúnir að leggja þessu verkefni lið.“ – Hver er tilgangurinn með „Vori í Árborg“? „Tilgangur hátíðar sem þess- arar er margþættur. Verið er að vekja athygli á því fjölbreytta menningarstarfi sem fram fer innan sveitarfélagsins og hvetja íbúana, svo og þá nágranna okkar sem hug hafa á að njóta menning- ar í heimabyggð. Eitt af mark- miðunum í nýju sveitarfélagi, sem er með þrjá þéttbýliskjarna, hlýt- ur að vera að skapa samkennd og samhug meðal íbúanna og gera þá meðvitaðri um að þeir búi í einu og sama sveitarfélaginu. Á menningarhátíð hefur fólk tilefni til þess að fara á milli staða, heimsækja hvað annað og blanda geði. Er það ekki aðalsmerki allra góðra hátíða?“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar? „Að dagskráin höfði til sem flestra aldurshópa og sé sem fjöl- breyttust. Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Jafn- framt er áhersla lögð á að hafa ókeypis aðgang að sem flestum dagskrárliðum og það hefur tek- ist að mestu leyti með liðstyrk sveitarfélagsins, þátttakenda og styrktaraðila.“ – Segðu okkur eitthvað frá dagskránni, hversu víðtæk hún er og hvernig hún dreifist um svæð- ið. „Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Það verða um tuttugu myndlistar- og ljós- myndasýningar, sem dreifast um þéttbýlisstaðina þrjá, m.a. opnar Elfar Guðni nýja sýningu og Linda Ásdísardóttir sýnir ljós- myndir. Það verður einnig samsýning þriggja myndlistar- kvenna, Dóslu, Dóru Kristínar Halldórs- dóttur og Helenar Du- pont. Á Selfossi verður ein myndasýningin til meðan á hátíðinni stendur því þar gefst fólki kostur á að bregða á leik og standa við glugga á Hótel Selfossi og mála mynd af Ölfusárbrú og þar sýnir líka Jón Ingi Sigur- mundsson málverk og Sigga á Grund útskurð. Tónleikar verða af mörgu tagi. Hrólfur Sæmunds- son og Valgerður Guðnadóttir syngja einsöngslög úr óperum og söngleikjum og Samkór Selfoss syngur einnig á þeim tónleikum. Kristjana Stefánsdóttir syngur lög Ellu Fitzgerald, Kór Háteigs- kirkju sækir okkur heim og Erla Berglind Einarsdóttir syngur einsöng með honum. Kór Selfoss- kirkju og Samkór Selfoss verða með tónleika og síðan verða ung- lingahljómsveitir úr Árborg með útitónleika svo eitthvað sé nefnt. Þá er allt hitt ónefnt, innlit í vinnustofur, sögulegar göngu- ferðir, heimsókn Sellófóns, Hinn- ar smyrjandi jómfrúr og Brúðu- bílsins og fjölmargt fleira.“ – Hvað telur þú að verði há- punktur hátíðarinnar? „Auðvitað geta verið margir hápunktar á einni hátíð, allt eftir því hver svarar. Upphafið með skrúðgöngu og þátttöku barna er einn af hápunktunum, en leik- skólakennarar og grunnskóla- kennarar hafa unnið að undirbún- ingi göngunnar með börnum úr tveimur árgöngum. Hátíðardag- skráin um kvöldið er annar há- punktur og síðan verður auðvitað spennandi að heyra í unglinga- hljómsveitunum sem spila á Sel- fossi á laugardag svo ég nefni það fyrsta sem kemur upp í hugann.“ – Á þessi hátíð að vera árleg? „Það er stefnt að því að gera þetta að árvissum viðburði, alla vega næstu þrjú árin. Lengra hugsum við ekki í bili.“ – Er mikill hugur í heima- mönnum vegna þessar- ar hátíðar og reiknar þú með góðri þátttöku þeirra? „Ég held að það hafi komið heimamönnum á óvart að sjá hversu fjölbreytt og mikil dagskráin er og ég er viss um að þeir nota þetta einstæða tækifæri til að eiga góða og skemmtilega daga á Vori í Árborg. Við njótum þess auðvitað að vera í sunnudagsbíl- túrsfæri frá höfuðborgarsvæðinu og menningarhátíð er gott tilefni fyrir þá sem þar búa til þess að sækja Árborg heim.“ Inga Lára Baldvinsdóttir  Inga Lára Baldvinsdóttir er fædd í Reykjavík 1956. Stúdent frá MR, BA í fornleifafræði og sögu frá University College í Dyflinni og Cand. Mag. í sagn- fræði frá Háskóla Íslands. Hefur starfað við myndadeild Þjóð- minjasafns Íslands frá 1991. Er búsett á Eyrarbakka og hefur verið í menningarnefnd sveitar- félagsins Árborgar frá 1998 og er nú formaður þeirrar nefndar. Hún er gift Magnúsi Karel Hann- essyni, sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og eiga þau einn son. Markmið að efla sam- kennd og samhug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.