Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það var snjallt að eyða óvissunni með smá Hafnarfjarðar-djóki. Vor í Árborg Á að höfða til sem flestra VOR í Árborg er yf-irskrift umfangs-mikillar menning- arhátíðar í sveitarfélaginu Árborg, sem samanstend- ur af Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka auk nær- liggjandi sveita. Menning- arhátíðin hefst í dag og stendur til sunnudags. Inga Lára Baldvinsdóttir er formaður menningar- nefndar sveitarfélagsins Árborgar og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Segðu okkur fyrst eitthvað meira, frá tilurð hátíðarinnar og fleira … „Eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar var eitt af markmiðum nýs meiri- hluta sveitarstjórnarinnar að komið yrði á menningarhátíð og það kom í hlut menningar- nefndarinnar að hrinda þeim áformum í framkvæmd. Árborg er til þess að gera nýtt sveitarfé- lag, aðeins fimm ára, og slík hátíð hefur ekki verið haldin þar áður, þó að gömlu sveitarfélögin geti státað af ýmsu hátíðarhaldi sem sumt mætti flokka undir menn- ingardaga. Menningarnefndin hefur svo notið liðveislu fjölda að- ila sem hafa verið reiðubúnir að leggja þessu verkefni lið.“ – Hver er tilgangurinn með „Vori í Árborg“? „Tilgangur hátíðar sem þess- arar er margþættur. Verið er að vekja athygli á því fjölbreytta menningarstarfi sem fram fer innan sveitarfélagsins og hvetja íbúana, svo og þá nágranna okkar sem hug hafa á að njóta menning- ar í heimabyggð. Eitt af mark- miðunum í nýju sveitarfélagi, sem er með þrjá þéttbýliskjarna, hlýt- ur að vera að skapa samkennd og samhug meðal íbúanna og gera þá meðvitaðri um að þeir búi í einu og sama sveitarfélaginu. Á menningarhátíð hefur fólk tilefni til þess að fara á milli staða, heimsækja hvað annað og blanda geði. Er það ekki aðalsmerki allra góðra hátíða?“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar? „Að dagskráin höfði til sem flestra aldurshópa og sé sem fjöl- breyttust. Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Jafn- framt er áhersla lögð á að hafa ókeypis aðgang að sem flestum dagskrárliðum og það hefur tek- ist að mestu leyti með liðstyrk sveitarfélagsins, þátttakenda og styrktaraðila.“ – Segðu okkur eitthvað frá dagskránni, hversu víðtæk hún er og hvernig hún dreifist um svæð- ið. „Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Það verða um tuttugu myndlistar- og ljós- myndasýningar, sem dreifast um þéttbýlisstaðina þrjá, m.a. opnar Elfar Guðni nýja sýningu og Linda Ásdísardóttir sýnir ljós- myndir. Það verður einnig samsýning þriggja myndlistar- kvenna, Dóslu, Dóru Kristínar Halldórs- dóttur og Helenar Du- pont. Á Selfossi verður ein myndasýningin til meðan á hátíðinni stendur því þar gefst fólki kostur á að bregða á leik og standa við glugga á Hótel Selfossi og mála mynd af Ölfusárbrú og þar sýnir líka Jón Ingi Sigur- mundsson málverk og Sigga á Grund útskurð. Tónleikar verða af mörgu tagi. Hrólfur Sæmunds- son og Valgerður Guðnadóttir syngja einsöngslög úr óperum og söngleikjum og Samkór Selfoss syngur einnig á þeim tónleikum. Kristjana Stefánsdóttir syngur lög Ellu Fitzgerald, Kór Háteigs- kirkju sækir okkur heim og Erla Berglind Einarsdóttir syngur einsöng með honum. Kór Selfoss- kirkju og Samkór Selfoss verða með tónleika og síðan verða ung- lingahljómsveitir úr Árborg með útitónleika svo eitthvað sé nefnt. Þá er allt hitt ónefnt, innlit í vinnustofur, sögulegar göngu- ferðir, heimsókn Sellófóns, Hinn- ar smyrjandi jómfrúr og Brúðu- bílsins og fjölmargt fleira.“ – Hvað telur þú að verði há- punktur hátíðarinnar? „Auðvitað geta verið margir hápunktar á einni hátíð, allt eftir því hver svarar. Upphafið með skrúðgöngu og þátttöku barna er einn af hápunktunum, en leik- skólakennarar og grunnskóla- kennarar hafa unnið að undirbún- ingi göngunnar með börnum úr tveimur árgöngum. Hátíðardag- skráin um kvöldið er annar há- punktur og síðan verður auðvitað spennandi að heyra í unglinga- hljómsveitunum sem spila á Sel- fossi á laugardag svo ég nefni það fyrsta sem kemur upp í hugann.“ – Á þessi hátíð að vera árleg? „Það er stefnt að því að gera þetta að árvissum viðburði, alla vega næstu þrjú árin. Lengra hugsum við ekki í bili.“ – Er mikill hugur í heima- mönnum vegna þessar- ar hátíðar og reiknar þú með góðri þátttöku þeirra? „Ég held að það hafi komið heimamönnum á óvart að sjá hversu fjölbreytt og mikil dagskráin er og ég er viss um að þeir nota þetta einstæða tækifæri til að eiga góða og skemmtilega daga á Vori í Árborg. Við njótum þess auðvitað að vera í sunnudagsbíl- túrsfæri frá höfuðborgarsvæðinu og menningarhátíð er gott tilefni fyrir þá sem þar búa til þess að sækja Árborg heim.“ Inga Lára Baldvinsdóttir  Inga Lára Baldvinsdóttir er fædd í Reykjavík 1956. Stúdent frá MR, BA í fornleifafræði og sögu frá University College í Dyflinni og Cand. Mag. í sagn- fræði frá Háskóla Íslands. Hefur starfað við myndadeild Þjóð- minjasafns Íslands frá 1991. Er búsett á Eyrarbakka og hefur verið í menningarnefnd sveitar- félagsins Árborgar frá 1998 og er nú formaður þeirrar nefndar. Hún er gift Magnúsi Karel Hann- essyni, sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og eiga þau einn son. Markmið að efla sam- kennd og samhug

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.