Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 19 Aðstoð á árinu 2002 Fyrir þinn stuðning... Þúsundir Íslendinga studdu starf Rauða krossins á síðasta ári ... er lífið léttbærara fyrir alla þá sem nutu aðstoðar Rauða kross Íslands á árinu 2002. • 750 geðfatlaðir einstaklingar komu alls 12.000 sinnum í athvörf Rauða krossins fyrir geðfatlaða, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri • 75 ungmenni í vanda dvöldu að meðaltali í sjö daga hvert í Rauðakrosshúsinu • 1.334 sjúklingar gistu á sjúkrahóteli Rauða krossins í Reykjavík í alls 13.502 gistinætur • Hjálparsími Rauða krossins (áður Trúnaðarsíminn) og Vinalínan tóku við 6.285 sím- tölum frá fólki sem vildi ræða í trúnaði um sín mál • 7.000 manns fengu útgefið skírteini frá Rauða krossinum eftir að fara á námskeið í skyndihjálp • 18.615 manns nutu þjónustu sjúkrabíla Rauða krossins um allt land • 30 þúsund manns á hungursvæðum í sunnanverðri Afríku fengu mataraðstoð í tvo mánuði þökk sé 2.300 sjálfboðaliðum og öllum þeim sem létu fé af hendi rakna í landssöfnuninni Göngum til góðs Alþjóðleg neyðaraðstoð náði til milljóna manna í 52 löndum sem áttu um sárt að binda vegna náttúruhamfara, hungursneyða, stríðsátaka og veikinda á árinu 2002. Félagið sendi 16 sendifulltrúa til alþjóðlegra verkefna og með þeirra stuðningi var hægt að: • hjúkra stríðssærðum í Súdan • hlúa að alnæmissjúkum í Suður-Afríku og Malaví • veita fátækum aðgang að heilbrigðisþjónustu og hreinu vatni í Mósambík • vernda stríðsfanga í Eritreu • aðstoða við uppbyggingu Rauða hálfmánans í Aserbædjan • hjálpa fórnarlömbum flóða í Kína Rauði kross Íslands tekur virkan þátt í starfsemi Alþjóða Rauða krossins og vinnur að framgangi hugsjóna hreyfingarinnar hér á landi og um allan heim. Á árinu 2002: • nutu þúsundir skólabarna á Íslandi fræðslu um mannúðarmál og skyndihjálp • fengu 448.063 stríðsfangar heimsókn frá sendifulltrúum Rauða krossins • voru endurreistir skólar í Afganistan undir stjórn Ríkarðs Péturssonar sendifulltrúa fyrir 2.380 drengi og stúlkur, en skólarnir hrundu í jarðskjálfta • aðstoðuðu 1.300 fastir sjálfboðaliðar einstaklinga í margvíslegum þrengingum, skipu- lögðu neyðarvarnir, fræddu um skyndihjálp, heimsóttu aldraða og sjúka, söfnuðu fötum og tóku þátt í alþjóðlegu samstarfi á vegum Rauða kross Íslands. • störfuðu tólf þúsund manns við aðstoð á 43 átaka- og spennusvæðum víða um heim, hjúkruðu 14.400 stríðssærðum og útveguðu þrjátíu þúsund manns gervilimi og nauð- synlega endurhæfingu • unnu um 100 virkir sjálfboðaliðar Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands um 10.000 vinnustundir í þágu fatlaðra, við námsaðstoð við nýbúa, við skyndihjálparfræðslu, við fataflokkun- og sölu og við átak gegn ofbeldi og fordómum í samfélaginu • fengu 117 hælisleitendur húsaskjól og aðstoð hjá Rauða krossi Íslands Starf Rauða kross Íslands er fjármagnað með hlutdeild félagsins í Íslenskum söfnunar- kössum og rausnarlegum stuðningi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda við verkefni Rauða krossins. Allir geta fengið hlutverk hjá Rauða krossinum. Hafðu samband ef þú vilt gerast félagi eða sjálfboðaliði eða styðja á annan hátt fjölmennustu mannúðarhreyfingu heims. Aðalfundur Rauða kross Íslands er á morgun, föstudag. Ársskýrsla félagsins er á www.redcross.is/2002 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hringið í 570 4000 til að fá prentaða ársskýrslu í pósti. EINKENNILEG göt eru á hraunklettum norðan við Skolahrauni á Reykjanesi. Er eins og fimm göt hafi verið boruð í klettinn en engin ummerki sjáanleg. Kletturinn er á einu fáfarnasta svæði landsins þrátt fyrir að hann sé í nábýli við fjölmennustu byggð þess. Í tenglum við ferðir hjá Ferlir, göngu- klúbbi rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík, var verið að leita hluta gamallar þjóðleiðar, svo- nefndar Hálsagötu. Yfir Skolahraun liggja nokkrar götur og er ein þeirra austan við staðinn sem klett- urinn með dularfullu holunum stendur á, vestan Selsvalla, og er gatan klöppuð ofan í bergið á kafla. Sesselja Guðmundsdóttir tók eftir klettinum og tók af honum myndir. Það er eins og boraðar hafi verið fimm holur í klettinn en engin hjólför eða önnur ummerki eftir tæki sjáanleg. Ómar Smári Ármannsson úr Ferli segir fróðlegt að vita hvaða verur þarna hafi verið að verki og í hvaða tilgangi eða hvers konar jarðfræðifyrirbrigði þetta sé. Hæpið sé að þetta geti verið æfingasvæði fyrir bormenn og hvers vegna ætti einhver að taka borkjarna úr þessum steini en ekki einhverjum nær- tækari, spyr hann. Ómar Smári segir að steinninn virðist vera úr öðru bergi en umhverfið. Ekki sé óhugsandi að hann hafi orðið til þarna eftir sprengi- gos en sprengigígar séu raunar allfjarri. Dularfull göt á kletti Skolahraun Ljósmynd/Sesselja Guðmundsdóttir Tvær holurnar sjást hlið við hlið á vinstri hluta kletts- ins. Þrjú slík göt til viðbótar eru á klettinum. BÆJARSJÓÐUR Reykjanesbæjar var rekinn með 168 milljóna króna halla á síðasta ári og heildartap á rekstri bæjarins, þegar rekstri sjálf- stætt starfandi stofnana bæjarins hefur verið bætt við, var 306 millj- ónir tæpar. Reikningar ársins 2002 voru samþykktir samhljóða á fundi bæjarstjórnar í fyrradag en fulltrúar meirihluta og minnihluta létu bóka mismunandi sjónarmið. Við uppgjör ársreikninganna var beitt nýjum reikningsskilaaðferðum, samkvæmt fyrirmælum í sveitar- stjórnalögum, og er samanburður við fyrri ár því erfiður. Reikningunum er skipt þannig að bæjarsjóður er gerð- ur upp sér en einnig samstæða Reykjanesbæjar þar sem bætt hefur verið við niðurstöðum rekstrar stofn- ana bæjarins sem starfa sjálfstætt, svo sem Fráveitu, Vatnsveitu, Fram- kvæmdasjóðs aldraðra, Húsnæðis- nefndar, Reykjaneshafnar og Fast- eigna Reykjanesbæjar. Ekki fjölgaði í bænum Skatttekjur bæjarsjóðs voru rúm- ar 2.284 milljónir kr. á síðasta ári sem er 1,7% lægri fjárhæð en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætl- un. Fram kemur í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem fara með meirihluta í bæjarstjórn, að ástæðan sé að gert hafi verið ráð fyrir 1,5% fjölgun gjaldenda sem ekki hafi gengið eftir og að samsetning gjald- enda hafa reynst óhagstæðari en áætlað var. Heildartekjur bæjar- sjóðs voru 3.025 milljónir og heildar- tekjur samstæðunnar 3.355 milljónir kr. Útgjöld bæjarsjóðs námu 3.719 milljónum kr. sem er 389 milljónum kr. meira en gert var ráð í fjárhags- áætlun. Rekstrarútgjöld samstæð- unnar voru 4.079 milljónir kr. Sjálf- stæðismenn benda á að stærsti óvænti útgjaldaliðurinn sé hækkun lífeyrisskuldbindinga vegna endur- mats. Um er að ræða 393 milljónir hjá bæjarsjóði og 403 milljónir hjá samstæðunni í heild. Vekja sjálf- stæðismenn einnig athygli á að þeg- ar litið er til einstaka málaflokka sé rekstrarútkoman 1,5% yfir fjárheim- ildum. Sá munur skýrist á útgjöldum til fræðslumála vegna uppgjörs á launaliðum. Aðrir málaflokkar reyn- ist vera samtals 99,9% af fjárheim- ildum. Varað við rekstrartapi 693 milljóna króna tap varð af bæj- arsjóði og 724 milljóna króna tap af samstæðunni þegar einungis er litið til rekstrartekna og rekstrargjalda. Þegar bætt hefur verið við 204 millj- óna króna söluhagnaði fasteigna, tekjum af hlutdeildarfélögum og fjármunatekjum kemur út 168 millj- óna króna tap af rekstri bæjarstjóðs og 306 milljóna króna tap af sam- stæðunni. Í sameiginlegri bókun minnihlut- ans, fulltrúa Samfylkingar og Fram- sóknarflokks, er lýst áhyggjum af rekstrartapi bæjarsjóðs. Vakin er at- hygli á því að tapið sé 168 milljónir þrátt fyrir 350 milljóna króna fjár- munatekjur sem einkum stafi af gengishagnaði. „Það er fátt mikil- vægara en að þessu sé snúið við því bæjarsjóður verður að eiga afgang til að mæta afborgunum af lánum,“ seg- ir í bókuninni. Vanmetnar eignir Heildareignir bæjarsjóðs Reykja- nesbæjar námu um áramót 9,4 millj- örðum kr. og samstæðan átti 11,4 milljarða. Sjálfstæðismenn vekja máls á því að eignir bæjarsjóðs hafi aukist á árinu um rúman 1,1 milljarð og eignir samstæðunnar um 592 milljónir. Jafnframt er vakin athygli á því að eignarhlutur bæjarins í Hita- veitu Suðurnesja sé vanmetinn um 2–3 milljarða króna. Heildarskuldir bæjarsjóðs voru 5,6 milljarðar um áramót og skuldir samstæðunnar 8,4 milljarðar. Eigið fé sveitarsjóðs var 3,8 milljarðar og samstæðunnar um 3,1 milljarður. Minnihlutinn vekur í sinni bókun máls á skuldum bæjarins og breyt- inga sem á þessu ári eru gerðar á eignarhaldi og umsýslu fasteigna bæjarins, meðal annars með því að leggja þær inn í fasteignafélög. „Þá má búast við að rekstrarliðir aukist á sama tíma og fjármagnskostnaður á að lækka. Jafnframt munu eignir bæjarins minnka. Við minnum því á mikilvægi þess að skuldir minnki að sama skapi því eftir þær breytingar verður skuldaþol bæjarins jafnvel enn minna en nú er,“ segja þeir. Tap af rekstri bæjarsjóðs í fyrra Skatttekjur juk- ust ekki í takt við áætlanir Reykjanesbær HITAVEITA Suðurnesja mun annast framleiðslu rafmagns úr gufu frá gufukatli brennslulínu í nýrri sorpbrennslustöð Sorpeyð- ingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, sem verið er að koma upp í Helgu- vík. Sú orka sem ekki nýtist við rekstur stöðvarinnar sjálfrar fer inn á dreifikerfi Hitaveitunnar. Stjórnendur Hitaveitunnar og Sorpbrennslustöðvarinnar hafa undirritað samning þess efnis. Framleidd verða um 440 kílóvött af raforku með gufutúrbínu sem fyrirtækið Varmaverk mun annast uppsetningu á. Af því notar stöðin mest um 300 kW til eigin þarfa, en umframorkan fer út á almenna raf- orkunetið. Auk þess nýtir stöðin varmaorku frá brennslunni til upp- hitunar á húsi og lóð. Kalka verður því sjálfbær bæði hvað varðar raf- orku og varma. Brennsla til orku- nýtingar er talin til endurvinnslu og hækkar endurvinnsluhlutfall stöðvarinnar verulega við þetta. Samningurinn felur í sér að Hitaveita Suðurnesja (HS) leggur til og rekur allan búnað til raf- orkuframleiðslunnar, ásamt búnaði til að losna við afgangsvarma. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja (SS) leggur til gufu til rekstursins og húsnæði fyrir búnaðinn. SS kaupir svo raforku af HS, sem tryggir orku til rekstursins annaðhvort frá rafstöðinni eða beint af Netinu, sem eykur rekstraröryggið til muna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samningurinn verður endurskoðaður að tveimur árum liðnum eftir að reynsla hefur fengist af rekstrinum. Afgangsorka Kölku fer inn á raforkukerfið Helguvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.