Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 20
Sumartilboð Miele ryksugurnar hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir afköst, formfegurð og þægindi í notkun. Ríkulegur staðalbúnaður og mikið úrval aukahluta skapar fullkomna ryksugu fyrir sérhvert heimili. Við bjóðum Miele S511i ryksugu með 1600W mótor gula að lit á þessu frábæra sumartilboði. Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík Sími: 588 0200 - www.eirvik.is Miele - meira en bara ryksuga Verð áður: 19.900 kr. Verð nú: 13.930 kr. LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VORSÝNING á handverki fé- lagsstarfs eldri borgara var haldin á Hólmavík laugardaginn 10. maí. Fjöldi muna var til sýnis og það var að heyra á viðstöddum að það hefði mest komið handverksfólkinu sjálfu á óvart hve miklu hefði verið afkast- að yfir veturinn. Hólmavíkurhreppur hefur í vetur eins og undanfarin ár, boðið eldri borgurum upp á föndur undir leið- sögn handlaginna kvenna. Fjöldi þeirra sem nýta sér þetta hefur farið yfir tuttugu manns þegar best lætur. Enn eru konur í meirihluta þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir til að fá fleiri karlmenn til að stunda handverkið. Verkefnin eru fjölbreytt; servéttu- föndur og keramik hafa greinilega notið vinsælda í vetur, að sögn Ingi- bjargar Sigurðardóttur sem hefur lengst af haft umsjón með fé- lagsstarfinu. Nýlega var keyptur leirbrennsluofn og komst hand- verksfólk á staðnum fljótt upp á lag með að nýta sér þá möguleika sem hann býður upp á. Ofninn er stað- settur í Grunnskólanum á Hólmavík og þar hafa eldri borgarar stundað föndur undanfarnar vikur, enda að- staða eins og best verður á kosið. Ekki spillir það fyrir að þarna gefast elstu og yngstu kynslóðinni tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar. Vorsýning eldri borgara Hólmavík Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Frá vorsýningu eldri borgara. NÝR fóðurprammi í eigu Sæ- silfurs hf. er kominn til Nes- kaupstaðar. Pramminn var dreg- in til landsins af dönskum dráttarbáti frá Riga í Lettlandi þar sem hann var smíðaður. Pramminn sem er mun stærri en sá sem fyrirtækið á fyrir verður notaður til fóðurgjafar í laxeldiskvíarnar í Mjóafirði. Það er skammt stórra högga á milli hjá Sæsilfursmönnum því fyrir um það bil mánuði kom til landsins fyrsta sérútbúna skip í eigu Íslendinga til flutnings á lifandi fiski, einnig í eigu Sæsilf- urs. Áformað er að fjölga verulega laxeldiskvíum í Mjóafirði í sumar. Sæsilfur fær nýjan fóðurpramma Neskaupstaður Morgunblaðið/Ágúst Danskur dráttarbátur kemur með fóðurprammann. Austurlandi og er gert ráð fyrir tutt- ugu og einni íbúð. Það er Malarvinnslan hf. á Egils- stöðum sem byggir húsið og er stefnt að því að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar vorið 2004. UM þessar mundir er verið að taka grunn að sjö hæða fjölbýlishúsi við götuna Litluskóga á Egilsstöðum. Húsið verður hæsta íbúðarhúsið á Fyrsta austfirska háhýsið rís Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir JÓN Kristjánsson, heilbrigð- isráðherra, hefur staðfest stefnu- mótandi áætlun Heilbrigðisstofn- unar Austurlands (HSA) til næstu ára. Áætlunin er í samræmi við langtímamarkmið í heilbrigð- ismálum, sem fram koma í heil- brigðisáætlun til ársins 2010. Eitt meginmarkmið HSA samkvæmt áætluninni er að „..veita skjólstæð- ingum sínum fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heil- brigði“. Áætlunin var staðfest á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað fyrir skemmstu að viðstöddum for- svarsmönnum og starfsfólki Heil- brigðisstofnunar Austurlands, fulltrúum sveitarfélagsins Fjarða- byggðar og fleiri gestum. Morgunblaðið/Kristín Jón Kristjánsson staðfestir áætlunina. Stefnumótandi áætlun Heilbrigðisstofnunar Austurlands staðfest Neskaupstaður banda eða glærusýninga með skjá- varpa. Nemendur Grunnskólans í Ólafsvík bjuggu til ýmsa fiskrétti og buðu gestunum. Áhöfnin á Svein- birni Jakobssyni og Fiskverkunin Valafell gáfu nemendum hráefnið í réttina. Einnig gaf Mjólkursamlagið í Búðardal mjólkurvörur. Margt var gert til að skemmta gestunum: Útgerð Gunnars Bjarna- sonar bauð öllum í siglingu, farið var í rútuferð kringum jökul og skoðaðir merkir staðir þar. Nemendur skemmtu sér saman í Félagsmið- stöðinni, fóru í pizzuveislu og brugðu sér á hestbak. Þá bauð bæjarstjórnin öllum þátttakendum til móttöku á Hótel Ólafsvík. GRUNNSKÓLINN í Ólafsvík er þátttakandi í samstarfsverkefni fjögurra skóla í Evrópu, Comeniusar verkefni, sem styrkt er af Evrópu- sambandinu. Verkefnið fjallar um „Matarmenningu þjóða“. Haldnir eru fundir í hverju landi og var kom- ið að Grunnskólanum í Ólafsvík að vera gestgjafi. Dagana 2. – 7. maí komu nemendur og kennarar frá Englandi, Þýskalandi og Frakk- landi, alls 17 manns. Þessi fundur fjallaði um „þátt sjávarafurða í mat- armenningu þjóða“ með aðaláherslu á fiskneyslu. Hver skóli sýndi sitt verkefni í formi veggmynda, mynd- Morgunblaðið/Alfons Erlendu nemendurnir voru í góðu skapi í móttöku bæjarstjórnar Snæfells- bæjar á Hótel Ólafsvík og voru yfir sig ánægð með mikla gestrisni íbúa Ólafsvíkur. Comenius – samstarfsverkefni skóla í Evrópu Kynntu sér sjávar- afurðir í Ólafsvík Ólafsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.