Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 41 MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing stjórnar Sólheima vegna skýrslu Ríkisendur- skoðunar frá apríl 2003: „Í lok apríl sl. birti Ríkisendurskoðun skýrslu um rekstur Sólheima vegna áranna 1996–1999. Ríkisendurskoðun kaus að birta skýrsluna op- inberlega án þess að gefa stjórn Sólheima áður kost á að koma að athugasemdum, sem Rík- isendurskoðun hafði þó gert við fyrri skýrslu sína vegna áranna 2000 og 2001, sem birt var um þetta leyti á síðasta ári. Með því braut Ríkisend- urskoðun almennt viðurkenndan andmælarétt á Sólheimum. Vegna efnis skýrslunnar vill framkvæmda- stjórn Sólheima koma eftirfarandi á framfæri: Eldri samningur ekki í gildi – rangar forsendur gefa ranga niðurstöðu Í fyrirsögn fréttatilkynningar Ríkisendur- skoðunar segir að „Sólheimar hafi sniðgengið samning“. Þessi yfirlýsing stenst ekki, því eins og áður hefur ítrekað komið fram var þjónustu- samningi, sem gerður var við félagsmálaráðu- neytið árið 1995, sagt upp fyrir sex árum eða þegar á árinu 1997. Það er ekki hægt að snið- ganga samning sem ekki er til. Fyrir liggur ít- arleg og rökstudd álitsgerð Karls Axelssonar hrl., sem staðfestir að umræddur samningur er fallinn úr gildi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er niðurstaða úttektar, sem grundvallast á löngu útrunnum þjónustusamningi sem hvorki endurspeglar hugmyndafræði né starf Sólheima. Niðurstöður skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna í raun af- dráttarlaust að ekki var fært fyrir Sólheima að styðjast við umræddan þjónustusamning og það hafi því verið óhjákvæmilegt að segja honum upp á sínum tíma. Þjónustusamningar af slíku tagi við einstaka rekstraraðila í málefnum fatl- aðra eru í raun löngu liðin tíð erlendis og þykja alls ekki henta hagsmunum hinna fötluðu. Í andsvörum Sólheima við fyrri úttekt Rík- isendurskoðunar (frá árinu 2002) er rakið hvernig starfsmenn hennar komast að röngum niðurstöðum vegna þess að þeir gefa sér rangar forsendur samningsins. Í úttektinni frá í ár gefa úttektaraðilar sér sömu forsendurnar og kom- ast eðlilega að sömu röngu niðurstöðunum. Samningurinn frá 1995 byggði á reiknilíkani sem notað var til að finna út sanngjarna heildar- greiðslu fyrir þjónustu Sólheima. Ekki kom fram í samningnum eða viðræðunum að breyta ætti um eðli starfseminnar á Sólheimum, þvert á móti lá fyrir undirritað samkomulag um að starfsemi Sólheima yrði óbreytt. Ef stöðugildi væru í samræmi við skýrslu Ríkisendurskoð- unar hefðu fjárframlög hins opinbera þurft að hækka til mikilla muna, því ella væri rekstur Sólheima löngu kominn í þrot. Öllum fjárveitingum ráðstafað til þjónustu við íbúa Sólheima Öllum opinberum fjárveitingum á fjárlögum til Sólheima hefur verið ráðstafað til þjónustu við íbúa Sólheima. Starfsemi Sólheima hefur verið hagað í samræmi við markmiðsgrein laga um málefni fatlaðra nr. 59 / 1992 og reglugerðir þar að lútandi og lýtur starfsemin faglegs eft- irlits í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Sólheimar hafa staðið við allar skuldbindingar í búsetu-, atvinnu-, tómstunda- og frístunda- starfsemi og lagt til aðstöðu og húsnæði að Sól- heimum sem stenst samanburð við hið besta sem boðið er upp á hér á landi. Það er þó alls ekki dýrari kostur fyrir hið opinbera vegna þeirra fötluðu einstaklinga, sem Sólheimar veita þjónustu. Við gerð upphaflega reiknilíkansins var m.a. ekki tekið tillit til öflugrar dagþjónustu og at- vinnustarfsemi að Sólheimum þar sem öllum býðst fjölbreytt atvinna og dagþjónusta í átta klukkustundir á dag, en slíkt þekkist á fáum stöðum annars staðar. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sendir almenn- ingi ósönn skilaboð um að Sólheimar verji op- inberu fé af fjárlögum í nýjar byggingarfram- kvæmdir. Hið rétta er að allar nýframkvæmdir undanfarna áratugi hafa verið fjármagnaðar af Styrktarsjóði Sólheima með eigin fjáröflun hans, gjöfum og sérgreindum framlögum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir að fjárveitingar til Sólheima hafa ekki hækkað um- fram fjárveitingar til málaflokks fatlaðra. Skýrslan staðfestir einnig að rekstur Sólheima hafi verið í samræmi við fjárveitingar á fjár- lögum allan þennan tíma. Slíkt hlýtur að vera öllum fagnaðarefni og til fyrirmyndar. Byggðahverfi þar sem fatlaðir og ófatlaðir starfa og búa, eru nú á annað hundrað í yfir 30 þjóðlöndum. Slíkum stöðum hefur farið ört fjölgandi hin síðari ár. Þessir staðir njóta hvarvetna velvildar og öfl- ugs stuðnings opinberra aðila, sem meta mikils gildi og þýðingu þeirra fyrir samfélagið. Sér- staða og sjálfstæði er metið og viðurkennt af stjórnvöldum. Þau leggja áherslu á sjálfstæði gagnvart opinberum aðilum. Ríkisvaldið getur ekki sett þeim önnur skilyrði en að þeir verða sem sjálfseignarstofnanir að hafa löggilta end- urskoðendur og leita staðfestingar á skipulags- skrá sinni. Þá verða þeir að sjálfsögðu að starfa innan ramma þeirra laga, sem um málaflokkinn gilda á hverjum tíma. Opinberir aðilar hafa ekki afskipti af starfsemi þeirra eða hvernig þeir verja fjármunum sínum. Öllum tekjum þ.e. op- inberum framlögum, styrkjum og söfnunarfé ráðstafar sjálfseignarstofnunin sjálf til reksturs og uppbyggingar samfélagsins í heild. Á þessu grundvallaratriði byggist tilvist þessara staða. Afskipti ríkisendurskoðunar viðkomandi lands af málefnum staðanna eru engin enda óþörf, þar sem fyrirfram er búið að meta og verðleggja þá þjónustu sem hið opinbera kaupir og þjónustu- kerfið nýtur viðurkenningar eftir áratuga starf. Má sem dæmi nefna að í Noregi voru settar reglur til að tryggja sjálfstæði staða eins og Sól- heima gegn skrifræði og forsjárhyggju hins op- inbera. Aðgát skal höfð … Íbúar Sólheima, sem eru um eitt hundrað, þar af 85 fullorðnir og 15 börn, eiga kröfu á að fjallað sé um heimili þeirra af þekkingu og virðingu og að friður skapist um hið viðkvæma starf sem unnið er á Sólheimum. Framkvæmdastjórn Sólheima elur því þá von í brjósti að gott samstarf muni ríkja milli nýs fé- lagsmálaráðherra og Sólheima og áfram verði skilningur hjá öðrum ráðamönnum þjóðarinnar á eðli og gildi starfsins á Sólheimum.“ Yfirlýsing stjórnar Sólheima vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um reksturinn 1996–’99 Sólheimar hafa staðið við allar skuldbindingar ÍSLENSKA liðið sem keppnir í opna flokknum á Norðurlandamótinu í Færeyjum hefur verið lengi í gang en fyrri umferð mótsins er nú lokið. Liðið byrjaði á að tapa fyrstu tveimur leikjunum, 13:17 fyrir Finnum og Færeyingum, gerði síðan jafntefli við Norðmenn, 15:15, og tapaði loks fyrir Dönum, 7:23. Útlitið var því ekki gott. En í 5. umferð á þriðjudagskvöld, þegar Ísland spilaði við Svíþjóð, brosti stríðsgæfan skyndilega við Ís- lendingum. Ef marka má fjölsveitaút- reikning á heimasíðu mótsins hafa Bjarni Einarsson og Þröstur Ingi- marsson ekki náð sér á á strik og Guð- mundur Páll Arnarson fyrirliði brá á það ráð að spila sinn hvorn hálfleikinn við þá Bjarna og Þröst. Þetta dugði og Ísland vann stórsigur á Svíum, 25:4. Á sama tíma unnu Færeyingar Norð- menn, 17:13 en Færeyingar hafa komið á óvart með góðri frammi- stöðu. Þá lögðu Finnar einnig Dani 17:13 og þegar síðari umferðin hefst í dag er allt í járnum. Danir hafa forustu með 84 stig, Norðmenn hafa 83 stig, Svíar 74, Ís- lendingar 73, Færeyingar 65 og Finn- ar 64. Nú er vonandi að Íslending- arnir komi tvíefldir til leiks eftir frídaginn en í dag spila þeir við Finna, Færeyinga og Norðmenn. Í kvennaflokki hefur íslenska liðinu gengið illa. Liðið vann Færeyinga, 16:14, en tapaði fyrir Dönum, 12:18, fyrir Finnum, 8:22, fyrir Norðmönn- um, 4:25 og Svíum, 3:25. Liðið er í 6. og neðsta sæti með 43 stig en efstir eru Svíar með 98 stig, þá Finnar með 96 stig, Danir með 91, Norðmenn með 65 og Færeyingar eru með 49 stig. Þvinguð slemma Þótt íslenska liðinu hafi ekki gengið sem best í fyrstu leikjunum sýndu liðsmennirnir þó stundum gamal- kunna takta. Í þessu spili, úr leiknum við Norðmenn, vann Þorlákur Jóns- son 6 spaða með skemmtilegri þving- un. Norður ♠ D743 ♥ G1043 ♦ K8 ♣K85 Vestur Austur ♠ 9 ♠ 1086 ♥ 9762 ♥ K5 ♦ G1065 ♦ 97432 ♣ÁD103 ♣942 Suður ♠ ÁKG52 ♥ ÁD8 ♦ ÁD ♣G76 Eftir að Þorlákur opnaði á 2 grönd- um með suðurspilin varð hann sagn- hafi í 6 spöðum sem litu ekki sérlega vel út eftir að vestur spilaði út tíg- ulgosa. Þorlákur tók heima með drottningu og síðan þrisvar tromp og endaði í borði. Þar hélt hann af stað með hjartagosa. Austur lagði kónginn á og Þorlákur drap með ás og spilaði laufi á kóng sem hélt slag. Nú tók Þorlákur hjartadrottn- inguna og trompin sem eftir voru og lokastaðan var þannig: Norður ♠ -- ♥ 104 ♦ -- ♣85 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ 97 ♥ -- ♦ -- ♦ 97 ♣ÁD ♣92 Suður ♠ -- ♥ 8 ♦ Á ♣G7 Þegar Þorlákur tók tígulás var vestur þvingaður. Henti hann hjarta biðu tveir hjartaslagir í borði. Vestur henti því laufaás, enda vitað að hann átti það spil, en Þorlákur las stöðuna rétt. Hann henti hjartafjarkanum í borði og spilaði laufasjöunni að heim- an og fékk tvo síðustu slagina á hjartatíu og laufagosa. Sigur á Svíum bætti stöðu Íslendinga á NM Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson spila við Finna í Þórshöfn. Myndin er tekin úr mótsblaðinu. Brids Þórshöfn, Færeyjum Norðurlandamótið í brids er haldið í Þórs- höfn í Færeyjum dagana 19.-23. maí. Vef- slóð mótsins er www.bridge.fo. NORÐURLANDAMÓT Guðm. Sv. Hermannsson Aðalfundur Nýrrar dögunar Ný dögun, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð, heldur aðalfund sinn í Safnaðarheimili Háteigskirkju, 2. hæð, í dag, fimmtudag 22. maí, kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf. Bílskúrssala til styrktar viðhalds- sjóði orgels Kristskirkju, Landa- koti tekur við varningi í dag, fimmtudaginn 22. maí, og á morgun, föstudaginn 23. maí, kl. 17–19 að Há- vallagötu 16. Bílskúrssalan verður laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. maí kl. 12–17, báða daga að Hávalla- götu 16. Ágóði af sölunni rennur í viðhaldssjóð orgels Kristskirkju, Landakoti. Í DAG Fyrirlestur í Líffræðistofnun Há- skólans verður á morgun, föstudag- inn 23. maí kl. 12.20 að Grensásvegi 12, í stofu G-6. James A. Coyer frá Ríkisháskólanum í Groningen (RuG) í Hollandi verður með fyrirlestur um stofnerfðafræði og útbreiðslu sag- þangs (Fucus serratus) eftir ísöld. Fyrirlesturinn er á ensku. Fundur Sænsk-íslenska versl- unarráðsins fellur niður. Morg- unverðarfundur Sænsk-íslenska verslunarráðsins með Kai Hamm- erich sem halda átti á morgun, 23. maí, fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Á MORGUN Astma- og ofnæmisfélagið held- ur fjölskyldudag fyrir félagsmenn sunnudaginn 25. maí kl. 13–16, á Reykjalundi. Endurhæfing- armiðstöð Reykjalundar býður upp á aðstöðu í nýjum íþróttasal og inni- sundlaug. Auk þess verður boðið uppá borðtennis, hoppkastala og ratleik. Allir félagsmenn og fjöl- skyldur þeirra eru velkomin og er aðgangur ókeypis. Æskilegt er að skrá þátttöku fyrir föstudaginn 23. maí í síma eða með tölvupósti ao@ao.is Oddastefna, ráðstefna Odda- félagsins, verður haldin laugardag- inn 24. maí kl. 14–18, í húsakynnum fræverkunarstöðvar Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rang- árvöllum. M.a. verður fjallað um sókn og sigra í baráttunni gegn sandfoki og gróðureyðingu, einkum í Rangárþingi o.fl. Erindi halda: Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri, Jóhann Thorarensen, jarð- fræðingur og Magnús H. Jóhanns- son líffræðingur. Einnig verður fræðsluferð upp á Gára skammt norður af Gunnarsholti, leið- sögumaður verður Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri. Fundarstjóri verður Friðjón Guðröðarson, fyrrv. sýslumaður Rangárvallasýslu. Fyrirlestrar um uppbygging- arstefnuna í skólastarfi. Diane Gossen kennslufræðingur frá Kan- ada heldur námskeið og fyrirlestra um „uppbyggingarstefnuna“ í skóla- starfi sem svo hefur verið nefnd, en hún er höfundur hennar. Uppbygg- ing fjallar að mestu leyti um að ná aftur jafnvægi og sjálfstrausti. Námskeiðin verða um næstu mán- aðamót á Álftanesi, í Garðabæ og Grafarvogi og að auki verður eitt opið námskeið í Endurmenntun Há- skóla Íslands 30. maí kl. 13-17. Námskeiðið heitir Uppeldi til ábyrgðar. Á NÆSTUNNI Nafn féll niður Vegna mistaka láðist að geta þess að Sigurður Benediktsson tók mynd- ina af flugvélinni TF-FTL, sem birtist með frétt á bls. 2 í blaðinu sl. þriðju- dag. Er Sigurður beðinn afsökunar. Skilvinda, ekki mjaltavél Rangt var farið með heiti vélar á mynd Vigfúsar Sigurgeirssonar er fylgdi grein Braga Ásgeirssonar í gær. Vélin er skilvinda en ekki mjaltavél eins og sagði í myndartexta. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Hvalfjarðarströnd Bærinn Eystra-Miðfell er á Hval- fjarðarströnd, en ekki Hvalfjarðar- sveit, eins og sagt var í frétt blaðsins um áfangaskýrslu rannsóknanefndar flugslysa í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Orkustofnun Orkustofnun heitir aðeins Orku- stofnun en ekki Orkustofnun Íslands eins og sagt var í frétt blaðsins um Kleifarvatn í gær. Skammstöfun stofnunarinnar er því OS en ekki OÍ eins og fram kom. Einnig var vatns- borð Kleifarvatns það lægsta sem mælst hefur í júlí árið 2002, en ekki 2001 eins og þar kom fram. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.