Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svanlaug RósaVilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 8. október 1914. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 14. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þórdís Þor- steinsdóttir, f. 14. sept. 1878 á Reykj- um á Skeiðum, d. 22. okt. 1963, og Vilhjálmur Vigfús- son sjómaður og verkamaður, f. 26. okt. 1878 í Hamrakoti í Húna- vatnssýslu, d. 11. feb. 1942. Systkini Svanlaugar Rósu eru: a) Eva, f. 11. sept. 1903, d. 21. jan. 1904; b) Vilhelmína Þórdís, f. 16. júní 1905, d. 31. júlí 1995, maki Sigtryggur Eiríksson, f. 16. nóv. 1904, d. 18. júlí 1985; c) Ingiríð- ur, f. 14. nóv. 1906, maki Salberg Guðmundsson, f. 26. júní 1912, d. 31. ágúst 1952; d) Valgerður, f. 29. ágúst 1908, d. 17. júní 1911; e) Valgerður Eva, f. 23. júní 1912, d. 15. okt. 1975, maki Ey- þór Gunnarsson, f. 24. febr. 1908, d. 25. ágúst 1969; f) Sigríður, f. 3. júní 1916, d. 12. ágúst 1999, maki Einar G. E. Sæmundsen, f. 18. sept. 1917, d. 15. febr. 1969; g) Ingvar Þorsteinn, f. 5. nóv. 1918, 2002; c) Kristinn Ingi rafmagns- verkfræðingur, f. 14. maí 1964; d) Ásdís Rósa húsmóðir, f. 16. mars 1973, maki Kristinn Jónsson verslunarmaður, f. 1971, synir þeirra: Ásgeir Eðvarð, f. 1996, Arnar Már, f. 1997, og Brynjar Logi, f. 2002; e) Svanlaug Rós nemi í tæknifræði, f. 3. apríl 1976. 2) Þrúður Guðrún húsmóð- ir, f. 28. mars 1939, maki Björn Hafsteinn Jóhannsson rekstrar- tæknifræðingur, f. 4. júní 1939. Dætur þeirra eru: a) Svana Helen rafmagnsverkfræðingur, f. 20. des. 1960, maki Sæmundur E. Þorsteinsson rafmagnsverkfræð- ingur, f. 1958, synir þeirra eru: Björn Orri, f. 1993, Sigurður Finnbogi, f. 1996 og Þorsteinn, f. 1996; b) Brynja Dís myndlistar- kona og myndlistarkennari, f. 26. apríl 1962, maki Örvar Aðal- steinsson slökkviliðsmaður, f. 1961, börn þeirra eru: Birkir f. 1988, Drífa f. 1990, og Kári f. 1997; c) Hildur Inga grafískur hönnuður, f. 16. maí 1965, maki Jóhann Kristjánsson rekstrarhag- fræðingur, f. 1965, dóttir þeirra er Æsa, f. 2001. Börn Jóhanns eru Arnór Tumi, f. 1992, Nadía, f. 1994 og stjúpdóttir Katrín Viktoría, f. 1988; d) Þórdís, nemi í bókmenntafræði, f. 7. ágúst 1978, sambýlismaður Bjarni Klemenz Vesterdal, nemi í bók- menntafræði, f. 1978, dóttir Þór- dísar er Alda Ægisdóttir f. 1999. Útför Svanlaugar Rósu verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. d. 21. sept. 1988, maki Sigrún Sigur- geirsdóttir, f. 15. júlí 1926; h) Stúlka, f. andvana 1920. Svanlaug giftist 12. des. 1936 Sigurði Finnboga Ólafssyni, f. 15. ágúst 1913, d. 21. maí 1976. Sigurð- ur var sonur Ólafs Magnússonar, kaup- manns í Fálkanum, f. 27. des. 1873, d. 15. apríl 1955, og konu hans Þrúðar Guðrún- ar Jónsdóttur, f. 6. des. 1875, d. 8. apríl 1949. Dætur Svanlaugar og Sigurðar eru: 1) Hjördís húsmóðir, f. 21. sept. 1937, maki Ásgeir Hörður Hjör- leifsson framkvæmdastjóri, f. 13. jan. 1937. Börn þeirra eru: a) Sigurður Þór rekstrarverkfræð- ingur, f. 4. mars 1961, maki Ólöf Rún Skúladóttir fjölmiðlafræð- ingur, f. 1961, börn þeirra eru: Skúli Haukur, f. 1983, Hjördís Hugrún, f. 1986, Heiðdís Hanna, f. 1990, Halldór Kári, f. 1995, og Sindri Snær, f. 2000. b) Hjörleif- ur sjávarútvegsfræðingur, f. 15. mars 1963, maki Maria Purifia- cion Luque Jiménez bókmennta- fræðingur, f. 1964, börn þeirra eru: Ana Maria, f. 1990, Gerður Adelade, f. 1994, og Davíð, f. Þann er þetta ritar dreymir. Hann er staddur í hripleku völundarhúsi, það frussast vatn niður um gisin loft, um bita og veggi, en hann er sjálfur þurr þar sem hann stendur. Víkur sér þá að honum vinur hans og leggur miða í greip hans. Hann lítur á mið- ann og sér í sjónhendingu nafn sam- sett af tveimur skírnarnöfnum og föðurnafni. Er í sömu andrá vakinn af eiginkonunni og er þá með föðurnafn- ið „Vilhjálms …“ á vörunum, Bubbi það var hringt úr Skógarbæ, hún mamma var að deyja. Lítur upp, skynjar guðdómlega alkyrrð hugans, úti er logn og þögn, er alsæll og ham- ingjusamur því hans kæra tengda- móðir Svanlaug Rósa Vilhjálmsdóttir hefur andast og er nú himinborin eft- ir um fjögurra ára lífsstríð í ónýtum líkama. Finnur tómið sem hún skilur eftir sig læðast að sér, saknar strax nærveru við hana. Hugsar, dagurinn í dag er 14. maí, fardagur fortíðarinn- ar, flutningadagurinn mikli, dagurinn sem amma hans sem gekk honum í móður stað fluttist jafnan búferlum milli íbúða. Dagurinn sem hún sem ól hann upp og lagði honum lífsreglurn- ar andaðist á fyrir fjörutíu árum. Minningar um Svanlaugu til fjöru- tíu og fjögurra ára streyma fram. Strax frá fyrstu kynnum sýndi hún mannsefni dótturinnar móðurlegt umburðarlyndi og reyndist honum kærleiksríkur leiðbeinandi. Eftir giftingu hans og heimasætunnar lá það fyrir honum að vera búsettur um tíma á heimili hennar í Skaftahlíð. Mikil regla var á öllu heimilishaldi og einstök háttvísi hornsteinn heimilis- ins. Þar tíðkaðist ekki að hækka róm- inn né gægjast ofan í hálsmál ann- arra.Ýmislegt var þar framandi í matreiðslu eins og spælt egg með plokkfiski og sulta með steiktum fisk- bollum. Heimalagaður ís og hnetur- jómakaka með bönunum sem var al- gjört lostæti. Svanlaug var vel greind og hafði til að bera kvenlegan yndisþokka. Hún samsvaraði sér vel, yfirbragðið ljóst og bjart, augun grá og leiftrandi. Hreyfingar, klæðnaður og fas, hátt- víst, sæmandi hefðarkonu. Kenna mátti í fari hennar blíðu, hlédrægni og eðlislæga nægjusemi, hógværð og heiðarleika til orðs og æðis, góðvildar og rausnar í garð annarra og örlæti er við átti. Hún var samúðarfull þeim er bágindi báru og taldi ekki eftir sér að styrkja góð málefni. Var föst fyrir er við átti og tjáði hug sinn þá tæpi- tungulaust og til áhersluauka leiftr- uðu augun hvössu bliki. Í hnotskurn er hér lýst hvernig hann skynjaði Svanlaugu tengdamóður sína, sem var honum sem móðir og svo einstak- lega kær, sem hann virðir mikils og mun sakna. Björn. Amma mín, Svanlaug Rósa Vil- hjálmsdóttir, er látin. Hún var sjötta barn foreldra sinna, þeirra Þórdísar Þorsteinsdóttur og Vilhjálms Vigfús- sonar, sjómanns og verkamanns. Af níu börnum þeirra hjóna komust sex á legg. Nú er aðeins Ingiríður á lífi, 96 ára að aldri. Amma fæddist í Reykjavík árið 1914 og bjó þar alla tíð. Á uppvaxt- arárunum bjuggu foreldrar hennar við fremur kröpp kjör. Atvinnuleysi ríkti og fyrir kom að fjölskyldufað- irinn, Vilhjálmur, hafði enga vinnu. Þá var erfitt að sjá stórri fjölskyldu farborða og því greip langamma Þór- dís til þess ráðs að koma börnunum tímabundið til dvalar hjá góðu skyld- eða vinafólki. Amma dvaldi í nokkur ár á bænum Húsatóftum á Skeiðum og Sigríður systir hennar, sem alltaf var kölluð Sísí, var sett í fóstur. Þetta gerði langamma til að tryggja hag barna sinna sem best. Amma átti ljúf- sárar minningar frá þessum árum. Þórdís mamma hennar var um- hyggjusöm og ástrík móðir og börnin voru mjög hænd að henni. Amma saknaði hennar afar mikið þann tíma sem hún dvaldi sem lítil stelpa á Húsatóftum, þótt hún fengi stundum að fara til Reykjavíkur og heimsækja hana. Á Húsatóftum fékk hún góða bóklega kennslu og síðar einnig í Ingimarsskóla. Fermingarárið sitt veiktist amma svo að hún gat ekki fermst. Þá dvaldist hún enn á Húsa- tóftum. Botnlanginn sprakk og flytja varð hana til Reykjavíkur þar sem hún var skorin upp. Henni batnaði nokkuð fljótt, en var samt aldrei góð í maganum. Fjölskyldumyndir frá þessum tíma sýna ömmu sem laglega og ljóshærða stúlku með feimnislegt bros. Hún hafði fjarska fallegt, þykkt og ljóst hár sem náði henni niður fyr- ir mitti Æska ömmu mótaðist af erf- iðleikum kreppuára og atvinnuleysis. Faðir hennar var sjómaður og virkur í verkalýðsbaráttu. Móðir hennar var afar trúrækin og annaðist börnin og heimilið. Þótt efnin væru ekki mikil gætti hún þess að börnin liðu ekki skort. Faðir hennar kom með fisk af sjónum sem hann síðan saltaði. Þenn- an fisk kallaði amma tros og var hann helsta fæða fjölskyldunnar. Keyptur var einn peli af mjólk á dag. Mjólkin var helst ætluð því barni sem næst- yngst var hverju sinni, því sem síðast hafði hætt á brjósti. Ekki var mikið um gjafir, en móðirin reyndi að sjá til þess að börnin fengju eitt linsoðið egg á afmælisdaginn sinn. Fjölskyld- an bjó lengi í lítilli íbúð við Berg- staðastíg 7, sem nú heitir Bergstaða- stræti. Þótt þröngt væri um stóra fjölskyldu voru systkinin samheldinn hópur og ýmsir erfiðleikar fjölskyld- unnar urðu til að styrkja samband systkinanna. Af miklu og nánu sam- bandi þeirra alla tíð óx gott og náið samband barna þeirra. Það hefur löngum verið haft á orði að konur í þessari fjölskyldu séu sérlega sam- hentar og duglegar. Þær standa fyrir ættar-jólaböllum sem orðinn er ómissandi viðburður í fjölskyldunni. Í húsinu við Bergstaðastíg 7 bjó einnig Kristín, mikil gæðakona, en föðurnafn hennar veit ég því miður ekki. Hún rak matstofu á fyrstu hæð hússins og hafði kostgangara. Amma lýsti Kristínu sem engli í manns- mynd. Hún gaf börnunum mat þegar þröngt var í búi og hlúði að þeim á ýmsa lund. Einhvern tímann rifjaði Kristín upp þessi ár og lýsti því þegar amma, agnarlítil og smámælt hnáta, trítlaði sönglandi til hennar og sagði: „Ég syng svo hátt að það heyrist alla leið upp í himnaríki.“ Og amma var vissulega söngelsk. Hún söng og raulaði við öll sín störf, einnig sálma- lög og bænavers við rúmstokk dætra sinna og síðar barnabarna á kvöldin. Amma eignaðist fljótt sína bestu vinkonu sem var vinkona hennar alla tíð. Það var Sigurbjörg Jóhanna Að- alsteinsdóttir, alltaf kölluð Hanna. Þær voru jafnöldrur og bjó Hanna í næsta húsi, á Bergstaðastíg 9. Þær vinkonurnar fermdust saman í Frí- kirkjunni 5. maí 1929. Þann dag snjó- aði svo ungu fermingarstúlkurnar í fermingarkjólum og nýjum, fínum skóm urðu að fara með leigubíl til kirkjunnar. Það var í fyrsta sinn sem amma fór með leigubíl. Fermingar- dagurinn var ömmu alla tíð minnis- stæður. Fermingarversin eiga vel við hennar innri manni: „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins“ (Orðskv. 4.23) og „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra“ (Matt. 7:12). Þegar amma var rétt innan við tví- tugt keypti hún reiðhjól af frænku sinni á Reykjum. Þar sem frænkan var hávaxnari en hún gat amma ekki notað hjólið nema sætið væri lækkað og hjólið lagfært. Hún fór því í Fálk- ann á Laugavegi 24, hitti þar fyrir laglegan pilt og bað hann um aðstoð. Sá var ekki aðeins mjög hjálplegur heldur einnig broshýr og glettinn. Þetta var Sigurður Finnbogi sonur Ólafs Magnússonar í Fálkanum, kall- aður Siggi. Hann bauðst til að hjálpa henni með hjólið hvenær sem hún SVANLAUG RÓSA VILHJÁLMSDÓTTIR A uglýsingarýni er efn- isþáttur sem gæti verið vinsæll í fjöl- miðlum. Hún er aft- ur á móti sjaldan stunduð, helst er brugðist ókvæða við þegar einhver fer viljandi eða óviljandi yfir ósýni- lega strikið. Faglegri rýni bregð- ur þó endrum og eins fyrir, t.d. í Lesbók Morgunblaðsins. Auglýsingarýni á að vera holl fyrir alla; neytendur, seljendur, hönnuði og hugmyndasmiði. Hún ætti að leiða til góðs og þróunar í íslenskum auglýsingaheimi. Aug- lýsingafólk myndi örugglega fagna stöðugri markvissri rýni, því með henni skapast um- ræða um verk þessarar fag- greinar. En hvernig myndu aug- lýsendur taka þessu? Myndu þeir hætta að auglýsa í miðlinum fengi auglýsing um vöruna þeirra slæma dóma? Það gerðist stund- um á 20. öldinni að kvikmynda- hús hættu að auglýsa í miðlum þegar myndirnar fengu slæma dóma. Á þessu misseri hafa auglýs- ingar oft vakið umræðu og jafn- vel hneykslun, m.a. vegna nektar sem birtist í þeim, vanvirðingar gagnvart konum, sterkra tilvís- ana í klám og undarlegra skila- boða til ungra stúlkna. Þörfin fyrir auglýsingarýni er því fyrir hendi. Nokkrar lágt stemmdari aug- lýsingar hafa ekki fengið um- ræðu þótt ástæða sé til að rýna í þær. Í þeim eru leikendur sið- prúðar verur sem miðla skökkum skilaboðum um æskileg hlutverk kynjanna. Mig langar til að skoða sem dæmi um þetta tvær auglýsingar sem eru í umferð núna og flestir þekkja. Önnur er frá Bún- aðarbankanum, hin frá Húsa- smiðjunni. Þessi greining tengist ekkert þjónustu eða gæðum fyr- irtækjanna, einungis birting- armyndinni í auglýsingum. Búnaðarbankinn auglýsir: „Í augum margra fyrirtækja eru allir eins, með sömu drauma, væntingar og markmið. Þannig hugsum við ekki – hver við- skiptavinur okkar er einstakur.“ Þetta er fínt slagorð og mynd- ræn útsetning felst í því að „klóna“ konu og sýna hana marg- falda á tveimur myndum og „klónaðan“ karlmann margfald- aðan á tveimur öðrum myndum. Bankinn vill koma því til skila að hann meti hvern og einn út frá breytilegum forsendum. Það er fallegt, og engin ástæða til að efast um það. En ný spurning vaknar eftir að auglýsingarnar og bæklingurinn hefur verið skoðaður: „Eru kynin tvö metin til jafns?“ Margfaldaða konan birtist á annarri myndinni í óljósu hlutverki á kaffihúsi. Hún klæðist hvítri blússu og er með tískublað fyrir framan sig. Hún á stefnumót við einhvern sem er ekki kominn, svo hún fær sér kaffi á meðan hún bíður. Staða hennar og hlutverk er óljóst. Á hinni myndinni stendur hún utan við húsakynni sem virð- ast viðskiptaleg í útliti. Þetta er sama konan og hún er í sömu fínu blússunni en hefur smeygt sér í blágráan jakka. Staða hennar og hlutverk er enn óljóst, hún gæti verið ritari forstjóra, en hún er ekki einu sinni með tösku eða bíl- lykil í hendinni eða aðrar vís- bendingar um stöðu. Karlmaðurinn í þessari auglýs- ingaherferð birtist fjölfaldaður á tveimur myndum. Margfalt auð- veldara er að lesa í myndirnar með honum. Á fyrri myndinni gengur hann út úr einbýlishúsinu sínu með skjalatösku í hendi og býr sig undir að setjast inn í nýja fallega bílinn sinn. Karlinn til- heyrir sennilega viðskiptalífinu; hann á verðmæta hluti og er eig- in herra. Á hinni myndinni skokkar hann margfaldur í fjör- unni. Þetta er augljóslega maður sem nær markmiðum sínum og sem hugsar vel um heilsuna. Hann kemst í mark! Hlutverk kynjanna í þessum auglýsingum Búnaðarbankans eru ekki æpandi eða dónaleg; staða þeirra hrópar ekki á les- andann, heldur birtist hún undir niðri. Ekki verður augljóst fyrr en eftir myndlesturinn í hverju munur kynjanna liggur, að mati þeirra sem gera auglýsinguna. Einstaklingarnir eru m.ö.o. ein- stakir, en sitja kynin við sama borð? Eru þau ennþá í hefð- bundnu föstu formi? Auglýsingaherferðin frá Húsa- smiðjunni er sama marki brennd; virðist saklaus við fyrstu sýn og stuðar engan strax, en við end- ursýningar verður hún óþægileg, því þar opinberast meint hlut- verk kynjanna. Slagorðið er: „Kláraðu málin með okkur – nú eru heimilisdagar í Húsasmiðj- unni.“ Konan í auglýsingunum gerir ekki neitt nema að segja karlin- um sínum hvað hann eigi að gera. Aðferð hennar felst í því að líma gula skilaboðamiða út um allt hús og jafnvel úti fyrir líka. Hann opnar varla skáp eða stígur niður fæti án þess að rekast á gulan minnismiða frá konunni sinni. Hann ætlar t.d. að raka sig og lít- ur þangað sem spegillinn ætti að vera, en þar er aðeins minnismiði sem á stendur „Muna: spegill“ (klára baðið). Konan lítur sposk á hann og rennir í bað fyrir sig sjálfa. Hann fer í Húsasmiðjuna, reddar hlutunum og rekst á næsta miða: „Muna: parket“ (klára stofu) og næsta og næsta: „Muna: ísskáp“ (klára eldhús), „Muna: pallinn“ (klára garðinn). Hlutverkaskipan þessa unga pars er afkáraleg og jafnvel þótt það eigi að vera húmor í auglýs- ingunum er kynjaskekkjan ekki hluti af þeirri fyndni heldur ísmeygileg opinberun. Hann er viljalaust verkfæri hennar. Hún veslast upp í stólnum sínum og deyr án hans. Rýni eins og þessi er ábending til þeirra sem gera auglýsingar um að pæla meira í hlutverkum kynjanna. Hún er hvatning til umræðu. Auglýsingar eru vand- að og vinsælt innlent efni, en þeir sem gera þær þurfa aðhald eins og allir aðrir faghópar. Greining auglýsinga Nokkrar lægra stemmdar auglýsingar hafa ekki fengið umræðu þótt ástæða sé til að rýna í þær. Í þeim eru leikendur siðprúðar verur, sem miðla skökkum skilaboðum um hlutverk kynjanna. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.