Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR
46 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞAÐ bendir margt til þess að spænsk knatt-
spyrnulið séu ekki í stakk búin til að standa
við fjárhagslegar skuldbindingar sínar á
næstu misserum,“ segir Gerardo Gonzales,
formaður samtaka atvinnuknattspyrnu-
manna, við Reuters-fréttastofuna. Gonzales
dregur þar upp dökka mynd af ástandinu og
segir að atvinnumannaliðin eigi enn eftir að
greiða sínum leikmönnum samtals 4,4 millj-
arða ísl. kr. í laun á þessari leiktíð. Að auki séu
skuldir liðanna við bankastofnanir gríðalegar
og sú upphæð nemi um 120 milljörðum ísl. kr.
„Að mínu mati geta um 80% af liðunum í
tveimur efstu deildunum ekki greitt leik-
mönnum sínum umsamin laun í lok leiktíð-
arinnar,“ segir Gonzales en 44 lið eru í tveim-
ur efstu deildunum á Spáni.
Spænsk lið
í fjárhags-
erfiðleikum
GUÐJÓN Þórðarson er einn þeirra sem orðaðir eru við starf þjálf-
ara hjá danska úrvalsdeildarliðinu AaB í Álaborg eftir því sem
danska dagblaðið BT greinir frá í gær í samtali við umboðsmann-
inn Erik Soler. Auk Guðjóns er Norðmaðurinn Jan-Halvor Hal-
vorsen, þjálfari Sogndal, talinn koma sterklega til greina að sögn
Soler, en hann stóð m.a. fyrir því að Guðjón tók tímabundið við
þjálfun Start í Noregi á síðasta sumri. „Bæði Guðjón og Halvorsen
er kjörnir í starfið að mínu mati,“ segir Soler í samtali við BT.
Haft er eftir framkvæmdastjóra AaB, Lynge Jackobsen, að ekki
verði gengið frá ráðningu nýs þjálfara alveg á næstunni og senni-
lega verði beðið með það þar til eftir keppnistímabilið, en fimm
umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni og ráðgert að henni
ljúki um miðjan júní.
Halvorsen þykir hafa það með sér að þekkja vel til í danskri
knattspyrnu eftir að hafa þjálfað AGF um tíma með bærilegum ár-
angri og telur BT að hann myndi ekki slá hendinni á móti því að
snúa á ný til Danmerkur bærist honum viðundandi tilboð. AaB
siglir lygnan sjó um miðja dönsku úrvalsdeildina.Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson
orðaður við AaB
Aðalfundur Fram
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram
verður haldinn í Íþróttahúsi Fram við Safa-
mýri föstudaginn 30. maí kl. 17.
FÉLAGSLÍF
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni KSÍ
VISA-bikarkeppni karla:
Kópavogur: HK - Leiknir R. .....................20
Selfoss: Árborg - Víðir ...............................20
Garðabær: Stjarnan 23 - Selfoss...............20
Húsavík: Völsungur - KA 23 .....................20
Þorlákshöfn: Ægir - Austri R. ..................20
ÍR-völlur: ÍR - Kjölur ................................20
Seyðisfjörður: Huginn - KE......................20
Fjölnisvöllur: Fjölnir - Númi ....................20
Grýluvöllur: Hamar - KFS ........................20
Fáskrúðsfjörður: Leiknir F. - Sindri........20
Sauðárkrókur: Tindastóll - Magni............20
Fylkisvöllur: Fylkir 23 - Léttir .................20
3. deild karla:
Torfnesvöllur: BÍ - Bolungarvík ...............20
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Vormót ÍR fer fram á Laugardalsvellinum
kl. 18.30. Keppnisgreinar eru – karlar: 100
m, 400 m, 3000 m (Kaldalshlaupið), 110 m
grindahlaup, 4x100 m, boðhlaup, stangar-
stökk og spjótkast. Konur: 100 m, 400 m,
800 m, 100 m grindahlaup, 4x100 m boð-
hlaup, langstökk, hástökk, spjótkast og
sleggjukast.
Í KVÖLD
KNATTSPYRNA
UEFA-bikarinn
Úrslitaleikur í Sevilla á Spáni:
Porto - Celtic ............................................ 3:2
Vanderlei Derlei 45., 115., Dmitri Alenich-
ev 54. - Henrik Larsson 47., 57. - 52.972.
Undankeppni EM kvenna
3. riðill:
Rússland - Pólland ................................... 6:0
Staðan:
Rússland 1 1 0 0 6:0 3
Frakkland 1 1 0 0 4:0 3
Ungverjaland 2 1 0 1 2:4 3
Ísland 0 0 0 0 0:0 0
Pólland 2 0 0 2 0:8 0
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
Wallau/Massenheim - Eisenach...........26:23
Kiel - Wilhelmshavener ........................37:28
Minden - Willstätt/Schutterwald.........38:31
Göppingen - N-Lübbecke .....................27:21
Nordhorn - Gummersbach ...................34:30
Magdeburg - Hamburg ........................37:33
Pfullingen - Essen .................................29:31
Wetzlar - Grosswallstadt......................24:21
Flensburg-Handewitt - Lemgo ...........40:32
Staðan:
Lemgo 33 30 0 3 1124:929 60
Flensburg 33 27 1 5 1049:873 55
Magdeburg 33 26 1 6 1073:921 53
Essen 33 22 3 8 954:884 47
Nordhorn 33 21 1 11 995:940 43
Kiel 33 17 4 12 955:891 38
Gummersb. 33 17 3 13 978:938 37
Hamburg 33 14 4 15 879:887 32
Wallau 33 12 6 15 948:962 30
Wetzlar 33 12 4 17 816:884 28
Göppingen 33 11 5 17 855:892 27
Grosswallst. 33 9 7 17 838:877 25
Minden 33 11 2 20 895:953 24
Wilhelmshav. 33 10 2 21 846:938 22
Eisenach 33 10 1 22 861:933 21
Pfullingen 33 8 4 21 841:961 20
N-Lübbecke 33 7 2 24 851:960 16
Willst.Schutt. 33 7 2 24 890:1025 16
Lokaumferðin fer fram um helgina.
Lemgo er meistari en N-Lübbecke og Will-
stätt/Schutterwald eru fallin í 2. deild.
ÚRSLIT
HARALDUR Ingólfsson skoraði
mark Raufoss í venjulegum leiktíma
og bætti öðru við í vítaspyrnukeppni
þegar lið hans sló Gjövik Lyn út úr
norsku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu í gærkvöld. Leikurinn sjálfur
endaði 1:1 og þá skoraði Haraldur
jöfnunarmark Raufoss úr víta-
spyrnu.
ÖRN Kató Hauksson, knatt-
spyrnumaður úr KA, leikur ekki með
Akureyrarliðinu í úrvalsdeildinni
fyrr en eftir 2–4 vikur, samkvæmt
heimasíðu KA. Örn Kató, sem lék 11
leiki með KA í deildinni í fyrra,
meiddist á hné í mars og hefur ekki
náð sér að fullu enn þá.
KA-MENN geta ekki spilað gegn
FH á Akureyrarvelli í úrvalsdeild-
inni næsta laugardag. Völlurinn er
ekki tilbúinn til notkunar og því fer
leikurinn fram á grasvelli KA.
RAGNAR Óskarsson skoraði 9
mörk og var markahæstur í liði Dun-
kerque þegar það lagði París SG,
30:24, í frönsku 1. deildinni í hand-
knattleik í gærkvöldi. Gunnar Berg
Viktorsson var í liði París SG en
skoraði ekki mark.
ÓLAFUR Stefánsson skoraði 10
mörk fyrir Magdeburg og Sigfús
Sigurðsson 5 mörk þegar Magde-
burg vann Hamburg, 37:33, á heima-
velli í þýsku 1. deildinni í handknatt-
leik í gær.
RÓBERT Sighvatsson gerði 5
mörk fyrir Wetzlar þegar liðið lagði
Grosswallstadt, 24:21.
PATREKUR Jóhannesson var
með 4 mörk fyrir Essen þegar liðið
lagði Pfullingen, 31:29, á útivelli.
Guðjón Valur Sigurðsson lék með
Essen á nýjan leik eftir að hafa verið
frá keppni um tíma vegna meiðsla.
Hann skoraði 3 mörk.
GYLFI Gylfason skoraði eitt mark
fyrir Wilhelmshavener er liðið tap-
aði 37:28 fyrir Kiel á útivelli.
FÓLK
BÚIÐ er að velja landslið kvenna
og karla sem taka þátt í Smáþjóða-
leikunum á Möltu í byrjun júní.
Kvennalandsliðið er þannig skipað:
Jóhanna B. Jóhannsdóttir, HK
Lilja Jónsdóttir, Þrótti R.
María Indriðadóttir, KA
Elsa Sæný Valgeirsd., Þrótti N.
Laufey Björk Sigmundsdóttir, KA
Karen Björg Gunnarsdóttir, KA
Guðrún Ásta Kristleifsdóttir, HK
Miglena Apostlova, Þrótti N.
Birna Baldursdóttir, KA
Dagbjört Víglundsdóttir, HK
Natalia Gomzina, KA
Fríða Sigurðardóttir, sem leikur í
Bandaríkjunum
Þjálfari liðsins er Petrún Björg
Jónsdóttir.
Karlalandsliðið er þannig skip-
að:
Róbert Hlöðversson, Stjörnunni
Emil Gunnarsson, Stjörnunni
Hannes I. Geirsson, Stjörnunni
Óli Freyr Kristjánsson, Stjörnunni
Gissur Þorvaldsson, Stjörnunni
Vignir Hlöðversson, Stjörnunni
Arnar Halldórsson, Stjörnunni
Sævar M. Guðmundsson, Þrótti R.
Einar Sigurðsson, HK
Jóhann Sigurðarson, Þrótti R.
Hallgrímur Þór Sigurðsson, sem
leikur í Danmörku
Matthías Haraldsson, sem leikur í
Danmörku
Þjálfari liðsins er Vignir Hlöð-
versson.
Blaklandslið til Möltu
Leikurinn var frekar rólegurframan af og fá marktækifæri
litu dagsins ljós en þó voru leik-
menn Porto ívið sterkari og nær því
að skora. Það var eftir gangi leiks-
ins að Porto náði forystunni á 45.
mínútu þegar Vanderlei Derlei
skoraði en þetta var ellefta markið
hans í keppninni. Porto var því yfir í
hálfleik og var forysta liðsins sann-
gjörn en leikmenn Celtic virtust illa
geta náð upp góðu samspili í fyrri
hálfleik. Mikill hiti var í Sevilla og
hafði það líklega töluverð áhrif á
hversu illa Skotarnir léku í fyrri
hálfleik en leikmenn Porto eru mun
vanari að spila við þær aðstæður.
Í síðari hálfleik komu leikmenn
Celtic ákveðnari til leiks og náðu að
jafna metin á 47. mínútu og var
Henrik Larsson þar að verki fyrir
skosku meistarana með fallegu
skallamarki. Porto var ekki lengi að
ná yfirhöndinni á ný því Dmitri
Alenichev kom liðinu yfir á 54. mín-
útu eftir frábæran undirbúning hjá
Deco sem átti mjög góðan leik. Að-
eins þremur mínútum síðar var
staðan orðin jöfn, 2:2, þegar Henrik
Larsson skoraði aftur með skalla.
Þetta var 201. mark hans fyrir
Celtic.
Hvorugu liðinu tókst að skora
eftir þetta í venjulegum leiktíma og
því þurfti að framlengja leikinn. Á
96. mínútu fékk varnarmaður Celt-
ic, Bobo Balde, sitt annað gula
spjald og það notfærðu leikmenn
Porto sér. Sigurmarkið Porto kom á
115. mínútu þegar Vanderlei Derlei
skoraði annað mark sitt með góðu
skoti og tryggði Porto í leiðinni
UEFA-bikarinn.
„Þrátt fyrir að Celtic næði að
jafna tvívegis náðum við forystunni
aftur og enduðum sem sigurvegar-
ar. Þetta var ekki eintaklingssigur
heldur var þetta sigur liðsheildar-
innar,“ sagði Vanderlei Derlei,
hetja Portúgalanna.
„Það sem réði líklega úrslitum
var brottvísunin sem Bolde fékk.
Ég hef trú á því að ef við hefðum
verið með fullskipað lið allan tím-
ann hefðum við verið sterkari en
Porto. Leikmennirnir mínir lögðu
sig alla fram í leikinn, meira gat ég
ekki farið fram á. Ég var hinsvegar
mjög óánægður með hvernig leik-
menn Porto höguðu sér í leiknum
en þeir sýndu hvað eftir annað mjög
óíþróttamannslega framkomu þeg-
ar þeir þóttust vera stórslasaðir á
vellinum þegar ekkert var að þeim.
Þeir sigruðu hinsvegar og ég óska
þeim til hamingju með sigurinn,“
sagði Martin O’Neill, knattspyrnu-
stjóri Celtic, vonsvikinn eftir leik-
inn.
„Að jafna metin tvívegis en tapa
samt leiknum er ótrúlegt en heppn-
in var ekki með okkur í kvöld. Við
höfum tapað einum stærsta leik
sem hægt er að taka þátt í og því er
ég skiljanlega ekki sérlega glaður í
bragði núna, en við verðum að rífa
okkur upp og halda áfram,“ sagði
Henrik Larsson eftir leikinn.
PORTO hreppti UEFA-bikarinn í knattspyrnu í gærkvöldi þegar
Portúgalarnir lögðu skosku meistarana, Glasgow Celtic, 3:2, í Se-
villa á Spáni eftir framlengdan leik. Brasilíumaðurinn, Vanderlei
Derlei, var hetja Porto en hann skoraði sigurmarkið á 115. mín-
útu en þá höfðu leikmenn Celtic verið einum færri í 19 mínútur
eftir að Bobo Balde var vísað af leikvelli. Gríðarleg stemning var
á leiknum og settu aðdáendur Celtic mikinn svip á leikinn en tal-
ið er að um 80.000 fylgismanna Celtic hafi verið staddir í Sevilla
en aðeins rétt innan við helmingur þeirra fékk aðgöngumiða á
viðureignina.
Reuters
Jorge Costa, fyrirliði Porto,
lyftir UEFA-bikarnum eftir
sigurinn á Celtic í gærkvöld.
Porto tryggði sér UEFA-bikarinn í framlengingu
Derlei var
hetja Porto