Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 8. B.i.14. Sýnd kl. 10. B.i.12 ára. Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10.15. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 6 . Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBLHK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK KVIKMYNDIR.COM Í KVÖLD Í AUSTURBÆ VIÐ SNORRABRAUT KL. 21 Forsala í Japis, Laugavegi 13 í dag og í Austurbæ frá kl. 19 skiljanlega því frammistaða allra var til sóma. Leikstjórn Sólveigar styrk, næm og óvenju blátt áfram miðað við hátíðarmyndir almennt. Hún virðist og hafa einkar næmt auga fyrir leik- aravali því öll eru þau sem sniðin í hlutverk sín Bouchez, Didda, Baltas- ar og Ingvar. Líkt og til var ætlast eru þær Bouchez og Didda svart og hvítt og ná saman eins og hinar full- komnu aðstæður einungis geta. Balt- asar leikur vel lækninn sem liðsinnir Coru í Eyjum; einhleypur, skilnings- ríkur og staðfastur á að sjúklingur sinn þurfi enga utanaðkomandi að- stoð. Ingvar gefur honum lítið eftir í viðlíka burðarhlutverki, sem ekki verður nánar farið út í hér, til að gefa ekkert upp um afdrif sjúklingsins í Eyjum. Bouchez þykir ein efnileg- asta leikkona Frakklands um þessar mundir og sýnir í myndinni hvers vegna, veldur vel hlutverki sem hún í fyrstu virðist heldur of ung fyrir. Af öðrum ólöstuðum er það þó Didda sem stelur senunni, fer ótrúlega vel með að virðist afar vandasamt hlut- verk sjúklingsins, túlkar hann af stakri virðingu, miklum skilningi og þvílíkum krafti að maður getur vart ímyndað sér að faglærður leikari, sama hversu frægur, hefði getað gert betur. Fyrstu viðbrögð gagnrýnenda eru samhljóma blaðamanni því í umsögn kvikmyndaritsins Screen Internatio- nal er framlags Diddu til myndarinn- ar sérstaklega getið, að hún hafi náð með þögnina að vopni og einstaka bræðisköstum að skapa trúverðuga persónu. Framlags Baltasars og Ingvars er einnig getið í dómnum og sagt að Sólveig Anspach hafi tekist að gera öðruvísi mynd um erfiðleika geðsýkinnar, draga upp trúverðuga mynd af sambandi geðlæknis og sjúklings þar sem gefið er í skyn að lausnin liggi ekki alltaf í vísindunum heldur geti náttúran spilað þar einn- ig stóra rullu. Screen International spáir því að Stormviðrið eigi eftir að ganga vel á kvikmyndahátíðum og verði vel tekið þegar hún birtist á sjónvarpsskjánum. Þekkti Diddu ekkert „Það er auvitað mikill heiður að fá mynd sína sýnda á opinberri dag- skrá í Cannes,“ sagði Sólveig í sam- tali við blaðamann, daginn eftir frumsýninguna. „Viðtökurnar sem við fengum í gær (fyrradag) voru vonum framar og ég er eiginlega ekki enn farin að átta mig á þessu ÞAÐ leyndi sér ekki á lófatakinu að lokinni frumsýningu á íslensk- frönsk-belgísku myndinni Storm- viðri (Stormy Weather) á þriðju- dagskvöldið að myndin féll vel í kramið hjá áhorfendum. En aldrei þessu vant voru það þó ekki fagn- aðarlæti að lokinni sýningu sem best gáfu velþóknunina til kynna heldur sú staðreynd að mjög fáir yfirgáfu salinn á meðan sýningu myndarinn- ar stóð. Nokkuð sem þykir með sanni gæðastimpill á mynd sem sýnd er á hátíð þar sem samtímis er sýnd- ur fjöldinn allur af vönduðum nýjum kvikmyndum þannig að hátíðargest- ir eiga jafnan í stökustu vandræðum með að velja og hafna. Áður en sýning myndarinnar hófst kallaði framkvæmdastjóri Cannes kvikmyndahátíðarinnar, Thierry Frémaux, helstu aðstandendur á svið, þar á meðal Sólveigu Anspach leikstjóra, Baltasar Kormák leikara og einn framleiðenda, Diddu og Ingvar E. Sigurðsson. Sýning á Stormviðri var liður í svokallaðri Un Certain Régard-dagskrá, þeim hluta Cannes-hátíðarinnar sem næst- mesta athygli hlýtur jafnan á eftir aðalkeppninni sjálfri. Þess má líka geta að Sigríður Snævarr, sendi- herra Íslands í Frakklandi, og starfsmenn kvikmyndamiðstöðvar- innar voru á staðnum einnig. Næm og styrk Stormviðri er mynd um vináttu milli Coru, fransks geðlæknis, leik- inn af Elodie Bouchez, og sjúklings hennar, sem skáldkonan Didda leik- ur. Sjúklingurinn, sem nýverið var lagður inn, neitar að tjá sig og ekki er vitað um uppruna hennar. Geð- læknirinn ungi og metnaðarfulli ein- setur sér að hjálpa sjúklingi sínum að ná aftur fótfestu í lífi sínu en rétt um það bil og þær eru að ná saman komast sjúkrahúsyfirvöld að því að sjúklingurinn er íslensk kona sem hvarf frá heimili sínu í Vestmanna- eyjum nokkrum vikum áður. Án vit- undar Coru er sjúklingurinn sendur til síns heima og í geðshræringu vegna þessara tíðinda heldur Cora til Vestmannaeyja til að hafa uppi á hinum dularfulla sjúklingi. Veður- teppt í Eyjum sökum stormviðris kemst geðlæknirinn franski að mörgu óvæntu, mörgu sem hún er alls ekki tilbúin til að sætta sig við. Sólveigu og leikurum hennar var fagnað mjög er þau risu úr sætum sínum að lokinni frumsýningunni og Kvikmyndahátíðin í Cannes Hlýr Stormur Kvikmyndin Stormviðri eftir Sólveigu Anspach fær mjög góðar viðtökur í Cannes. Skarphéðinn Guð- mundsson fylgdist með viðbrögðum og tók hina farsælu kvikmyndagerðarkonu tali. LOGI Bergmann og Gísli Mar- teinn dvelja í Ríga þessa dagana í aðdraganda Evróvisjón. Logi hef- ur stofnað sér blogg-skjóðu á riga2003.blogspot.com og er ólat- ur að segja frá því sem fyrir augu ber. Meðal þess nýjasta í skjóð- unni er alls konar skemmtilegt slúður og hneykslissögur. Meðal annars segir Logi að sög- ur séu á kreiki um að æfingar Tatú-píanna gangi furðulega fyr- ir sig og sú dökkhærða, Julia, ráði ekki við háu nóturnar svo bak- raddasöngkona muni „döbba“ fyrir hana. Einnig lýsir Logi furðu sinni á austurríska kepp- andanum sem leiddi blaðamenn út í port þar sem hann hljóp á eggj- um, setti á sig hænsnagrímu og gaggaði. Þess utan er hann alltaf í sömu fötunum og verður með mömmu sína á sviðinu þegar hann keppir. Bloggað frá Ríga Logi Bergmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.