Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9?17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Framnesvegur Vorum að fá til sölu þetta fallega bárujárnskl. timbureinb. við Framnesveg. Eitt af þessum eftirsóttu húsum ?með sál? á Bráræðisholt- inu. Húsið er hæð og ris samt. að gólffleti 121 fm. Á neðri hæð eru saml. stofur, sól- stofa, 1 herb., eldhús og gesta w.c. með þvaðstöðu og uppi eru 2 herb., sjónvherb. og baðherb. Húsið var allt endurb. árið 1982 og er í góðu ásigkomulagi og allt hið vistlegasta. Timburgólf. Stór timburverönd með skjólveggjum. Ræktuð lóð. Allar nánari uppl. veittar á skrifst. EINN af reglulegum vorboðum í menningarlífi höfuðborgarinnar ár hvert er útskriftarsýning nemenda Listaháskóla Íslands, enda er jafnan forvitnilegt að kynna sér þá fjöl- breytilegu listsköpun sem fram fer innan veggja skólans. Útskriftarsýn- ing nemenda 2003 er engin undan- tekning frá þessari reglu, en alls eru það 56 nemendur sem útskrifast af myndlistar- og hönnunarbrautum skólans þetta vor. Í ár hefur þó verið breytt út frá þeirri venju að setja sýninguna upp í húsnæði skólans sjálfs í Laugarnesi og þess í stað verið leitað á náðir Listasafns Reykjavíkur sem lánað hefur Hafnarhúsið undir sýninguna. Þessi nýbreytni hlýtur að teljast kær- komin jafnt fyrir nemendur sjálfa sem og sýningargesti enda veitir hún útskriftarsýningunni fágaðari blæ en hægt var að ná fram innan veggja skólahússins. Að sögn rektors skól- ans, Hjálmars R. Ragnarssonar, vilja skólayfirvöld líka með þessu setja aukna ábyrgð á herðar nemenda sem verði fyrir vikið ?að sýna ábyrgð í framsetningu verka sinna?. Ekki er heldur annað að sjá en að nemendur taki þá ábyrgð alvarlega og leggi sig í líma við að vinna vel með rýminu. Máttur ímyndarinnar Á því breiða sviði sem hönnunar- deildin nær yfir virðast margir nem- enda ekki hafa lagt minna upp úr ímyndarsköpun en hönnuninni sjálfri. Þetta á ekki hvað síst við um nem- endur í fatahönnun og textíldeild, en þetta er fyrsti útskriftarárgangur fatahönnuða frá skólanum, sem virð- ast sér vel meðvitandi um mátt ímyndarinnar. Þannig er töluverð vinna lögð í umgjörð og útlit kvenna- hljómsveitarinnar Barböru sem Helga Rós Vilhjálmsdóttir Hannam býður gestum upp á og eins virðist tískuljósmyndun skipa veglegan sess í frumlegri sýn Guðrúnar Rögnu Sig- urjónsdóttur á sokkabuxur. Þó að minna fari fyrir fatnaðinum sjálfum á fastasýningunni, en nemendur deild- arinnar buðu upp á tískusýningu sl. helgi, hefur hann þó ekki verið gerður alveg útlægur og má nefna aðsniðnar línur og ýkt stærðarhlutföll í hönnun Eidísar Önnu Björnsdóttur sem skemmtilegt dæmi. Sá stóri þáttur sem hönnun leikur í daglegu lífi okkar kemur líka vel fram í starfi hönnunardeildarinnar og virð- ast nemendur meðvitaðir um þann þátt. Þannig sýnir Sigurður Ingi Ljótsson sjálfvirkan fóðurskammtara fyrir íslenska hestinn, á meðan Linda Loeskow hefur hannað kennslu- myndband fyrir börn með einhverfu. Nemar í auglýsingahönnun ná þá sumir að nýta sér mátt ímyndarinnar til að kalla fram sterk viðbrögð áhorf- enda og sýnir Valgerður Einarsdóttir til að mynda herferð gegn kynferðis- ofbeldi fyrir Stígamót. Herferðin er byggð upp í kringum nærmynd af kynfærum karlmanns, íklæddum hvítum nærbuxum sem á hefur verið ritað að hann eigi í kynferðislegu sambandi við fimm ára dreng. Aug- lýsingin minnir um margt á auglýs- ingu breskrar ferðaskrifstofu á síð- asta áratug, er höfða átti til ungra einhleypra kvenna, og nær auglýsing Valgerðar efalítið að kalla fram ekki síðri viðbrögð hjá áhorfendum. Íron- ískar táknmyndir Guðjóns Braga Stefánssonar í verkinu Áfram Ísland eru þá ekki síður áhrifamiklar, en þær byggir hann á þekktum slagorð- um íslenskra fyrirtækja til að gagn- rýna á skemmtilegan hátt neyslu- þjóðfélag nútímans og afleiðingar þess á borð við aukið sjónvarpsgláp og offitu. Örverur og útilega Þó að aukið rými fyrir hvert verk skili sér vel í sýningu á verkum hönn- unarnema verður sá munaður sem í rýmisaukningunni felst enn meira áberandi þegar verk myndlistarnem- anna eru skoðuð og má nefna sem dæmi að verk Halldóru Ingimars- dóttur Good things happen to good people hefði engan veginn náð að njóta sín jafnvel í Laugarnesinu og það gerir í spartönsku umhverfi safnsins. Það er þá ekki síðri hugmyndagleði sem einkennir verk nemenda mynd- listardeildarinnar. Þannig býður Hildigunnur Birgisdóttir til að mynda sýningargestum að gerast ?fluga á vegg? í anda veruleikasjónvarps og fylgjast með lífi íbúa í smágerðu húsi, Kambsvegi 21, sem hún hefur reist í einum sýningarsalanna og þá býður Berglind Ásgeirsdóttir gestum í úti- legu innandyra í hinu réttilega nefnda Tjöld, myndbönd og tónlist. Verk Tómasar Lemarquis National Ill- usion, sem flestir tengja eflaust frek- ar hlutverki hans í Nóa albínóa en myndlist, er þá stórskemmtileg krítík á fjölbreyti- og fáránleika lífsins. Mál- verk Kolbrár Þ. Bragadóttur eru einnig sterk ásýndar, en Kolbrá sýnir stór, ljósleit málverk sem minna mest á örveruveröld þá sem mögnuð er upp undir glerjum smásjárinnar. Útskriftarsýningar Listaháskólans eru jafnan fjölsóttar og veita yfirleitt betri þverskurð af þjóðfélaginu en finna má myndlistarsýningum al- mennt, enda alltaf gaman að kynna sér það líflega og fjölbreytilega starf sem fram fer í skólanum. Þó að verkin séu vissulega misáhrifamikil eins og við er að búast á svo fjölmennri sýn- ingu, og hefðu í tilfelli hönnunarnema sum hver þurft nánari skýringa við, verður engu að síður gaman að fylg- ast með þessari nýju kynslóð lista- manna og hönnuða á komandi árum. Íslensk náttúra Gullsmíði og skartgripagerð hafa ekki enn ratað inn í Listaháskóla Ís- lands þó að óneitanlega sé hægt að færa sterk rök fyrir því að hinn hönn- unarlegi þáttur námsins eigi vel heima meðal námsgreina skólans. Á þetta ekki hvað síst við í ljósi þeirrar uppreisnar og sköpunargleði sem ein- kennir skartgripahönnun nú um stundir. Eðalmálmar og dýrir steinar eru langt í frá að vera eini gjaldgengi miðillinn við hönnun skartgripa, og setja íslenskt grjót, kuðungar, plast- efni, gler og jafnvel sælgæti ekki síð- ur sinn svip á hönnun íslenskra gull- smiða. Sýningin 101 Gulll sem nú stendur yfir í Hönnunarsafninu í Garðabæ byggist á verkum 11 gullsmiða sem allir eiga það sameiginlegt að starfa við Laugaveg. Sýningin hæfir einkar vel smágerðum húsakynnum safnsins og er gaman að virða fyrir sér fjöl- breytnina og gróskuna sem virðist einkenna hönnun þessara gullsmiða. Lengi vel hefur íslenskt grjót verið ofarlega á lista þeirra gullsmiða sem leitað hafa fanga í íslenskri náttúru við hönnun sína og hefur notkun þess vissulega átt stóran þátt í mótun gróf- gerðra óreglulegra gripa sem hafa verið fjarri heimi fínlegrar fjölda- framleiðslu, líkt og sjá má dæmi um í verkum þeirra Guðbrands J. Jezorski og Hansínu Jensdóttur. Hin síðari ár hefur hins vegar komið upp kynslóð ungra skartgripahönnuða sem ekki leita síður áhugaverðra leiða við að takast á við skartgripahönnunina og þó að sumir þeirra leiti enn innblást- urs úti í náttúrunni skipar grjótið nú ekki jafnveglegan sess og áður. Guð- björg Kr. Ingvarsdóttir er einn þess- ara hönnuða, en henni hefur tekist einkar vel að skapa sinn eigin stíl, fín- lega blómumlíka skartgripi sem eru ólíkir flestu öðru. Ása Gunnlaugsdótt- ir leitar á nokkuð svipaðar slóðir í hönnun sinni og eins notar Kjartan Örn Kjartansson form í ætt gróðurs og steina við hönnun sína, sem gjarn- an er prýdd litríkum glitsteinum þó að hann sýni einnig á sér nýja hlið með húmorískum sápuhringjum. Sú skemmtilega samtvinnun al- þjóðlegrar og séríslenskrar hönnunar sem fram kemur á 101 Gull lofar óneitanlega góðu um framtíð ís- lenskrar skartgripagerðar. Ímyndarsköpun og sköpunargleði Morgunblaðið/Jim Smart Áfram Ísland eftir Guðjón B. Stefánsson. Kambsvegur 21 eftir Hildigunni Birgisdóttur.Sápuhringir Kjartans Arnars Kjartanssonar. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi Sýningin er opin alla daga frá kl. 10?17. Sýningin stendur til 29. maí. ÚTSKRIFTARSÝNING LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS 2003 Anna Sigríður Einarsdóttir Hönnunarsafn Íslands Sýning er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14?18. Henni lýkur 25. maí. 101 GULL Í TILEFNI þess að 190 ár eru liðin frá fæðingu Richards Wagners er dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í kvöld helguð tónskáldinu. Wagner fæddist hinn 22. maí árið 1813 í Leipzig, sama ár og annað ástsælt tónskáld óperubók- menntanna, Giuseppi Verdi. Fá tón- skáld eru talin hafa haft meiri áhrif á tónlistarsöguna en Wagner og var hann umdeildur meðal tónlistarunn- enda meðan hann lifði, sumir dýrk- uðu hann á meðan aðrir lögðu fæð á tónlist hans. Enn heillast margir af tónsmíðum hans, hérlendis sem er- lendis, og hér á landi er meðal ann- ars starfrækt öflugt félag sem ein- beitir sér að kynningu á tónlist hans. Helstu óperur Wagners eru Hollend- ingurinn fljúgandi, Tannhäuser, Lo- hengrin, Niflungahringurinn, Trist- an og Isolde, Meistarasöngvararnir í Nürnberg og Parsifal. Á tónleikum kvöldsins í kvöld syngur sópransöngkonan Magnea Tómasdóttir með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, en hljómsveitarstjóri er Gregor Bühl. Bæði eru þau ís- lenskum Wagner-unnendum að góðu kunn síðan óperan Hollending- urinn fljúgandi var færð upp á Listahátíð í Reykjavík í fyrra, en þá annaðist Bühl hljómsveitarstjórn og Magnea fór með hlutverk skipstjór- adótturinnar Sentu, eitt burð- arhlutverka óperunnar. ?Það er mjög ánægjulegt að vera komin til starfa með Bühl aftur,? segir Magn- ea í samtali við Morgunblaðið. Að- spurð segist hún ekki vera Wagner- söngkona eingöngu, þrátt fyrir að hafa farið tvisvar sinnum með hlut- verk Sentu í fyrra, á Listahátíð og á tónlistarhátíðinni í Bad Herffeld í Þýskalandi, og sungið hlutverk Geirhildar í Valkyrjum Wagners í óperuhúsinu í Köln, einnig í fyrra. ?Þetta hefur nú bara þróast svona undanfarið og ég hef ekki viljað stimpla mig sérstaklega sem slíka. En það er alltaf gaman að syngja Wagner.? Í kvöld spreytir Magnea sig á arí- um þriggja söguhetja úr þremur öðrum óperum Wagners, aríu Elsu úr Lohengrin, aríu Elísabetar úr Tannhäuser og Liebestod Ísoldar úr Tristan og Isolde. ?Ég hef ekki sungið hlutverk Elsu og Elísabetar í heild, en hef sungið þessar aríur áð- ur. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem ég tekst á við Ísold yfirhöfuð og ég hugsa að ég muni nú bara syngja Liebestod í nokkur ár áður en ég fer að læra hlutverkið,? segir Magnea og hlær við. ?Ísold er auðvitað eitt af alstærstu hlutverkum fyrir sópran sem til er.? Efnisskrá tónleikanna í kvöld hefst á Wesendonck Lieder, fimm sönglögum Wagners við texta Mat- hilde Wesendonck. ?Þessi ljóð eru vel þekkt og oft flutt með píanói í stað hljómsveitar. Ég flutti þau í þeim búningi á tónleikum í Salnum í fyrra,? segir Magnea. Hún segir þriðja og fimmta ljóðið í flokknum, Im Treibhaus og Traümem, vera samin um svipað leyti og óperan Tristan og Isolde. ?Wagner notaði þessa þætti sem einskonar forstúdíu fyrir óperuna.? Þetta er í fyrsta sinn sem Magnea kemur fram á tónleikum í Há- skólabíói með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hún lætur vel af samstarfinu. ?Þetta bíó er auðvitað það sem við höfum núna. En ég vona að þessi hljómsveit fái sem fyrst hús sem er henni samboðið.? Morgunblaðið/Kristinn Sópransöngkonan Magnea Tómasdóttir kemur fram með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói í kvöld, sem helgaðir eru flutningi verka Richards Wagner. Hljómsveitarstjóri er Gregor Bühl. Wagner í 190 ár Ýmir við Skógarhlíð kl. 20.30 Snæfellingakórinn í Reykjavík syng- ur m.a. íslensk þjóðlög, norræn sönglög og madrigala. Undirleikari er Lenka Máteová og stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson. Á þessu ári fagnar kórinn 25. starfsárinu og eru kórfélagar nú 33 og hafa sumir verið meðlimir frá upphafi. Borgarbókasafn, Grófarhúsi kl. 17 Sýningin Reykjavík er samsýn- ing átta unglinga sem hafa lært svarthvíta ljósmyndun í Myndlista- skóla Reykjavíkur á vormisseri. Námskeiðið var haldið í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Kennari var Kristín Hauksdóttir. Sýningin Reykjavík er sýn ungling- anna á Reykjavík. Þar má sjá líf og leik unglinga, málefni líðandi dags, listrænar hugleiðingar, umhverfi sem er að hverfa og margt fleira. Í DAG L50098 Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Vorhátíð LHÍ haldin í Listasafni Reykjavíkur ? Hafnarhúsi. Kl. kl. 12?12.30 Fókusinn ? verk nem- enda skoðuð. Nemendaleikhúsið, Sölvhólsgötu 13, kl. 20 leikritið Tvö hús. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.