Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 12
ERLENT
12 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Námskeið að lesa í straumvötn
Til stendur að halda námskeið núna um helgina 24.- 25. maí,
í að kenna fólki að fara yfir og lesa úr straumþungum ám og sand-
bleytum sem víða eru á hálendi Íslands.
Námskeiðið byrjar á smá fyrirlestri og svo verður Hvítá riðin á
Kópsvatnseyrum á laugardaginn og Þjórsá á sunnudaginn á Haga-
vaði og til baka á Nautavaði.
Kennarar eru Árni í Þjórsárholti, Hjalti í Fossnesi,
Jón á Högnastöðum , Jói í Stapa o.fl.
Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 486 6079.
GENGIÐ var frá tímamótasáttmála
í baráttunni gegn reykingum á
fundi Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar, WHO, í gær. Sáttmál-
inn, sem var samþykktur einróma,
miðar að því að fækka þeim 4,9
milljónum dauðsfalla sem árlega
má rekja til reykinga með því að
setja tóbaksauglýsingum, markaðs-
setningu og sölu tóbaks ákveðnar
hömlur. Þetta er fyrsti milliríkja-
samningurinn sem gerir aðild-
arríkjum WHO mögulegt að taka á
tilteknum heilbrigðisvanda.
„Í dag vinnum við að því að
bjarga milljörðum mannslífa og
vernda heilsu komandi kynslóða.
Þetta er söguleg stund,“ sagði Gro
Harlem Brundtland, yfirmaður
stofnunarinnar, eftir undirritun
sáttmálans. Baráttan gegn reyk-
ingum er það mál sem hún hefur
lagt einna mesta áherslu á í emb-
ætti. Hún lætur brátt af störfum og
var suður-kóreski læknirinn Jong
Wook Lee kjörinn eftirmaður henn-
ar í gær.
Milliríkjasamningurinn var settur
saman í kjölfar erfiðra viðræðna
um málið sem staðið hafa í fjögur
ár. Hann kveður á um tóbaks-
auglýsingabann eða í það minnsta
hömlur á slíkar auglýsingar til að
mynda í löndum eins og Bandaríkj-
unum þar sem algert bann myndi
stangast á við ákvæði stjórnar-
skrárinnar.
Bandaríkin og Þýskaland ósátt
við algert auglýsingabann
Þá kemur fram í sáttmálanum að
viðvaranir, á borð við myndir af
sýktum lungum, skuli settar á allar
tóbaksvörur. Ennfremur er lögð
sérstök áhersla á að sporna gegn
kynningum á tóbaki sem beint er
að unglingum og að útrýma þeirri
ímynd að tóbaksreykingar séu
„flottar“ og sveipaðar ljóma. Enn-
fremur er hvatt til átaks gegn tób-
akssmygli og þess að skattar á tób-
aksvörur verði hækkaðir.
Samningurinn var samþykktur
þrátt fyrir að Þýskaland og Banda-
ríkin, lönd þar sem umsvif tóbaks-
iðnaðar eru mikil, hafi áður lýst
andstöðu sinni við bann við tóbaks-
auglýsingum en öll 192 aðildarríki
stofnunarinnar greiddu atkvæði
með sáttmálanum á árlegum fundi
þeirra í Genf sem nú stendur yfir.
Þar með hafa þau skuldbundið sig
til að taka ákvæði samningsins upp
innan fimm ára.
Sáttmálinn mun taka formlega
gildi þegar 40 lönd hafa staðfest
samþykkt hans og kom fram á máli
fulltrúa allra aðildarríkja á fund-
inum að staðfestingarferlinu yrði
hraðað. Eina undantekningin frá
þessu voru Bandaríkin en að sögn
bandaríska heilbrigðismálaráðherr-
ans, Tommy Thompson, fögnuðu
Bandaríkin samningnum. Hann tók
hins vegar skýrt fram að orðalag
sáttmálans væri til „skoðunar“ inn-
an bandarísku stjórnarinnar.
Að því er fram kemur í sáttmál-
anum er talið að dauðsföll sem
rekja megi til reykinga muni tvö-
faldast á næstu árum og að árið
2020 verði meira en 10 milljónir
manna reykingum að bráð, þar af
70% í vanþróaðri löndum.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
Tímamót í bar-
áttunni gegn
reykingum
Genf. AFP.
AP
Gro Harlem Brundtland, fráfarandi forseti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, talar við embættis-
arftaka sinn, suður-kóreska lækninn Jong Wook Lee, á aðalfundi stofnunarinnar í Genf í gær.
FULLTRÚAR Bandaríkjanna og
Bretlands lögðu í gær fram lokadrög
að ályktun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna um afléttingu viðskipta-
banns á Írak og sögðust vonast til að
ályktunin hlyti einróma samþykki á
fundi ráðsins í dag, fimmtudag.
Í ályktunartillögunni er gert ráð
fyrir að viðskiptabanninu, sem verið
hefur í gildi síðan í árslok 1990, verði
aflétt tafarlaust og tekjurnar af olíu-
lindum Íraks renni í þróunarsjóð, sem
hýstur verði hjá seðlabanka Íraks.
Hernámsstjórnin stýri því svo hvern-
ig útgjöldum úr sjóðnum verði varið.
Utanríkisráðherrar Rússlands og
Frakklands, sem höfðu ýmislegt að
athuga við fyrstu drög ályktunartil-
lögunnar, sögðu á sameiginlegum
blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær
að margt hefði snúizt til betri vegar
síðan. Sneru athugasemdirnar ekki
sízt að því hve SÞ væri ætlað veigalít-
ið hlutverk í fyrstu bandarísk-brezku
ályktunardrögunum, en einnig að at-
riðum eins og því hvað yrði um er-
lendar skuldir hinnar föllnu ríkis-
stjórnar Saddams Husseins.
Landstjóri hernámsyfirvalda í
Írak, Bandaríkjamaðurinn Paul
Bremer, tilkynnti í gær að fundi sem
halda átti með íröskum stjórnmála-
leiðtogum um pólitíska framtíð lands-
ins yrði frestað. Áætlað hafði verið að
fundurinn færi fram í endaðan maí
eða í júní en Bremer sagði í gær að
ólíklegt væri að hann yrði haldinn
fyrr en einhvern tímann í júlí.
Bið á því að stjórnartaumarnir
verði fengnir Írökum
Bremer lagði áherslu á að hann
væri enn í góðu sambandi við íraska
stjórnmálaleiðtoga, en þeir hafa að
undanförnu látið í ljós óánægju með
urmul vísbendinga um að Bandaríkja-
menn hyggist bíða mun lengur en
þeir áður höfðu talað um með að af-
henda heimamönnum stjórnartaum-
ana í landinu. „Við höldum áfram
gagnlegum viðræðum okkar við
íraska leiðtoga, ég hitti þá á hverjum
degi,“ sagði Bremer í gær.
Bremer gaf hins vegar ekki mikið
fyrir sjö manna leiðtogaráð fyrrver-
andi útlaga sem sett var á laggirnar á
meðan Jay Garner var enn landstjóri
í Írak, en Bremer leysti Garner af
hólmi í síðustu viku. „Sá hópur manna
sem við hittum sl. föstudag talar ekki
fyrir hönd írösku þjóðarinnar. Við
ætlum að víkka út net okkar hvað
varðar þá bandamenn sem við ræðum
við,“ sagði Bremer.
Athygli hefur vakið undanfarna
daga að bandarískir embættismenn
hafa virst vilja skapa fjarlægð milli
sín og sjömenninganna, sem þó nutu
áður stuðnings Bandaríkjamanna. Þá
hafa bandarískir embættismenn
undanfarið gert lítið úr væntanlegu
hlutverki þeirrar bráðabirgðastjórn-
ar sem þjóðþing Íraka, sem lofað hef-
ur verið að verði haldið, myndi skipa.
Segja Bandaríkjamenn nú að sú
stjórn myndi aðeins fá það verkefni að
búa til nýja stjórnarskrá fyrir Írak en
tæki ekki við stjórn mála í landinu.
Bandamenn vonast eftir
einróma samþykki SÞ
Frakkar og Rúss-
ar jákvæðir eftir
breytingar á
ályktunartillögu
Bagdad. AFP.
AP
Bandaríski landstjórinn í Írak, Paul Bremer, heilsar íröskum fulltrúum.
BRESKIR og bandarískir embættis-
menn í Bagdad hvöttu Íraka í gær til
þess að gefa sig fram, ef þeir hefðu
nokkrar upplýsingar um gereyðing-
arvopnaáætlanir ríkisstjórnar Sadd-
ams Husseins. Hétu þeir hverjum
þeim manni „rausnarlegri umbun“
sem lagt gæti fram gagnlegar upplýs-
ingar um það hvar gereyðingarvopn
Saddam-stjórnarinnar væri að finna.
Ákallinu til almennings í Írak var
útvarpað í gærmorgun og var heitið á
alla „heiðvirða Íraka“ að gefa sig
fram, byggju þeir yfir gagnlegum
upplýsingum. Fullyrti dagblaðið Al-
Manar, sem nú er gefið út í Írak, að
heitið væri allt að 200 þúsund Banda-
ríkjadölum í verðlaun, eða tæplega
fimmtán milljónum ísl. króna.
Bandaríkin og Bretland héldu því
fram á sínum tíma að enginn vafi léki
á því að Írakar væru að þróa gereyð-
ingarvopn og var árásin á Írak m.a.
réttlætt á grundvelli þessa.
Ekki mótfallinn því að eftirlits-
menn IAEA haldi til Íraks
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, hefur lýst því
yfir að hann hafi ekkert á móti því að
sendinefnd frá Alþjóðakjarnorku-
málastofnuninni (IAEA) haldi til
Íraks. Hann gaf þó til kynna í fyrra-
kvöld að ekki kæmi til þess að vopna-
eftirlitsmenn færu aftur til Íraks fyrr
en búið væri að samþykkja nýja
ályktun í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna sem kveður á um að Banda-
ríkin og Bretland fari með völd í Írak
þar til heimamenn eru reiðubúnir til
að taka við stjórnartaumunum.
Embættismenn IAEA kröfðust
þess á mánudag að vopnaeftirlits-
mönnum stofnunarinnar yrði gert
kleift að snúa aftur til Íraks hið
fyrsta. Vöruðu þeir við því að ræn-
ingjar hefðu stundað gripdeildir á
stöðum, þar sem vitað er að unnið
hefur verið að þróun og framleiðslu
kjarnorku, og sögðu að hætta væri á
því að þetta hefði valdið geislun í um-
hverfinu.
Rumsfeld sagði á þriðjudag að
Tommy Franks hershöfðingi, æðsti
yfirmaður hersveita Bandaríkjanna í
Írak, hefði ekkert á móti því að
vopnaeftirlitsmenn IAEA sneru aftur
til þess að tryggja öryggi á þeim stöð-
um sem þeir höfðu áður eftirlit með
og innsigluðu fyrir stríð. „Ástæða
þess að ég tel það ekki slæma hug-
mynd að þeir snúi aftur er sú að þeir
búa sennilega yfir birgðaskrá og
gætu því lagt mat á hvað var áður á
staðnum,“ sagði ráðherrann við
fréttamenn.
Heita umbun fyrir
upplýsingar um
gereyðingarvopn
Bagdad, Washington. AFP.
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Flór-
ída í Bandaríkjunum dæmdi í gær
fimm tóbaksfyrirtækjum í vil og
hnekkti dómi þar sem þeim var gert
að greiða reykingamönnum í ríkinu
samtals 145 milljarða dala, rúmlega
10.700 milljarða króna, vegna sjúk-
dóma sem þeir fengu og rekja mátti
til reykinga.
Samkvæmt upphaflega dómnum,
sem kviðdómur kvað upp árið 2000,
áttu tóbaksfyrirtækin að greiða um
hálfri milljón reykingamanna bætur
fyrir að upplýsa þá ekki um þær hætt-
ur sem stafa af reykingum. Voru
þetta hæstu skaðabætur sem dæmd-
ar höfðu verið í Bandaríkjunum á
þessum tíma og tóbaksfyrirtækin
höfðu sagt að þau kynnu að verða
gjaldþrota yrði dómnum ekki hnekkt.
Áfrýjunardómstóllinn komst að
þeirri niðurstöðu að reykingamenn-
irnir hefðu ekki rétt á sameiginlegri
málshöfðun á hendur fyrirtækjunum.
Þessi tíðindi urðu til þess að gengi
hlutabréfa í fyrirtækjunum, meðal
annars Philip Morris og RJ Reynolds,
snarhækkaði.
Úrskurðað tóbaksfyrir-
tækjum í vil í Flórída