Morgunblaðið - 07.06.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 07.06.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 153. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Listasumar á Sólheimum Kabarett, leikhús og útimarkaður verða fastir liðir Fólk 50 Nýstárleg dansleikhúskeppni í Borgarleikhúsinu Lesbók Eiður í forsvari Eiður Smári Guðjohnsen verður fyrirliði landsliðsins Íþróttir 1 LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðni Ágústsson, hefur með bréfi til forráðamanna Kjötmjöls ehf. fyrir- skipað innköllun á öllum áburði und- ir heitinu Brumi, sem unninn er úr kjötmjöli, og gert fyrirtækinu að hætta sölu á honum þegar í stað. Áburðurinn hefur verið seldur í Garðheimum og á Olís-stöðinni á Selfossi og beinir Halldór Runólfs- son yfirdýralæknir því til kaupenda að þeir skili áburðinum þangað. Fyrirskipun ráðherra er gefin út á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Bannið tengist m.a. nýlegu riðutilfelli á bæ í Ölfusi. Forráðamenn Kjötmjöls höfðu farið þess á leit við ráðherra að nýta mjölið til skógræktar og land- græðslu sem áburð. Guðni Ágústs- son segir að þeirri beiðni hafi alfarið verið hafnað. Í því ljósi hafi það komið verulega á óvart að verið væri að dreifa áburðinum í almennri sölu án viðhlítandi merkinga. Áburðurinn hafi verið auglýstur með ófullnægjandi hætti og töluverð hætta sé á því að hann verði notaður sem skepnufóður og alhliða áburður á bithaga. Kjötmjöl innkallað Óheimilt að selja mjölið sem áburð  Framtíð/4 FLOKKAR uppreisnarmanna og stjórnar- her Líberíu börðust ákaft í Monróvíu, höf- uðborg landsins, í gær. Átökin urðu til þess að viðræður um að binda enda á borgara- stríðið í landinu stöðvuðust, en sáttasemj- arar segja vopnahlé og þátttöku allra upp- reisnarhópa skilyrði þess að þær haldi áfram. Tugir þúsunda íbúa í útjaðri Monróvíu höfðu flúið heimili sín í gær af ótta við komu uppreisnarmannanna. Forsetinn ákærður fyrir stríðsglæpi Borgarastyrjöld hefur geisað í Líberíu síðan 1999 er flokkar uppreisnarmanna hófu að reyna að bola forseta landsins, Charles Taylor, frá völdum. Alþjóðlegur dómstóll í Sierra-Leone hefur nú ákært Taylor fyrir stríðsglæpi vegna þátttöku hans í tíu ára stríði sem þar geisaði. „Það er engin stjórn í landinu. Við erum tilbúin til viðræðna við alla flokka landsins, en ekki glæpamanninn Taylor,“ sagði Kabineh Ja’hneh, foringi samtakanna Sameinaðrar Líberíu fyrir sættir og lýðræði (LURD). AP Íbúar í Monróvíu fylgjast með útvarps- fréttum af ákæru á hendur Taylor forseta. Hart barist í Líberíu Akosombo í Ghana. AFP. HIN róttæku Hamas-heittrúarsamtök Palest- ínumanna sögðust í gær hafa slitið viðræðum við Mahmud Abbas, forsætisráðherra Palest- ínustjórnar, um að stöðva vopnaðar árásir á Ísraela. Abbas sagði á fundi með Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, fyrir skömmu að hann hefði náð samkomulagi við Hamas um að gert yrði vopnahlé. Abbas hefur heitið því að fullnægja skil- málum Vegvísisins svonefnda, friðaráætlunar stórveldanna, um að stöðva allt ofbeldi Palest- ínumanna gagnvart Ísraelum gegn því að Sharon kalli herinn burt frá hernumdu svæð- unum og leggi niður ólöglegar byggðir gyð- inga þar. Hamas sagði í gær að niðurstöður fundar Abbas með Ísraelum og George W. Bush Bandaríkjaforseta í Jórdaníu í vikunni væru „hættulegar“ og hvatti til þess að efnt yrði til mótmæla á Gaza-ströndinni gegn Vegvísinum. Ljóst þykir að yfirlýsing Hamas geti valdið mikilli spennu og jafnvel átökum við örygg- issveitir stjórnar Abbas. Bandaríkin hafa heitið því að leggja stjórninni til fé til að efla öryggissveitirnar en margir Palestínumenn óttast blóðbað og borgarastyrjöld, reyni Abbas að afvopna Hamas og fleiri herská samtök með valdi. Önnur hryðjuverkasamtök, Íslamska Jihad, hvöttu hins vegar í gær til viðræðna milli her- skárra hópa og Abbas, aðeins nokkrum stund- um eftir að Hamas hafði sent frá sér yfirlýs- inguna. Leiðtogi Jihad, Mohammed al-Hindi, sagði þó að Abbas yrði að útskýra hvers vegna hann hefði „fordæmt andspyrnu“ hóps- ins við hernám Ísraela og hvers vegna hann hefði ekki minnst á hernámið í ávarpi sínu á fundinum í Aqaba í Jórdaníu. Hamas slítur viðræðum við Abbas um vopnahlé Gazaborg. AFP. HAMAS-LIÐAR með grímur fyrir andlitinu í kröfugöngu á Gaza í gær. Mahmud Abbas for- sætisráðherra var fordæmdur fyrir að sam- þykkja kröfur um afvopnun herskárra hópa. Reuters Kröfuganga á Gaza FINNUM mun innan skamms bjóðast að láta útbúa frímerki með andlits- mynd af sjálfum sér að því er finnska póstþjónustan tilkynnti á fimmtudag. Þannig geta þeir sem dreymir um að skipa sér í lið með konungbornu fólki, frægum landkönnuðum og Nóbelsverð- launahöfum nú látið drauminn rætast. „Fólk sem hefur viljað láta útbúa eitthvað sérstakt fyrir brúðkaup eða af- mæli hefur oft farið þess á leit við okkur að það geti látið útbúa eigið frímerki,“ sagði Marja Pihlman, talsmaður finnsku póstþjónustunnar. Þeir sem vilja nýta sér þessa þjón- ustu koma til með að þurfa að borga lít- ið eitt aukalega, eða sem samsvarar 56 krónum, fyrir hvert frímerki. Eigið andlit á frímerki Helsinki. AFP. NÝR tölvuormur, kallaður W32/ Bugbear.B@mm, hefur náð gíf- urlegri útbreiðslu undanfarna daga. Höfundurinn virðist hafa sérstakan áhuga á bankastofn- unum og er ormurinn með lista yfir lén hjá bönkum um allan heim, þar á meðal tveimur ís- lenskum, Íslandsbanka og Bún- aðarbanka. Tæknideildir bankanna voru að eigin sögn vel í stakk búnar til að mæta ógninni og telja enga hættu á ferðum. Höfundur ormsins virð- ist ekki hafa haft nýjustu upplýs- ingar um íslensku bankana því lén Íslandsbanka sem hann var með á skrá er ekki lengur í notkun. Ormurinn herjar líka á einka- tölvur og ef viðeigandi varúðar- ráðstafanir eru ekki gerðar, svo sem að hafa vírusvörn og „eld- vegg“ í tölvunni, getur ormurinn stolið notendanöfnum, lykilorðum og greiðslukortanúmerum. „Ormurinn sjálfur er dæmi- gerður, það hafa komið hundruð svona orma,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, verkefnisstjóri hjá Friðriki Skúlasyni ehf. „Það sér- staka við hann er að hann beinist að bankastofnunum.“ Tölvuormur herjar á banka og 85 skipverjar taka þátt í keppninni sem er nú haldin í annað skipti í minningu sjómanna sem sigldu frá Frakklandi fyrr á öldum til veiða við Íslands- strendur. Frakkar eru miklir kappsiglingamenn og löng hefð fyrir siglingakeppnum þar. Skúturnar tíu lögðu upp frá Paimpol í Frakklandi sl. sunnudag. SKÚTAN Arcelor Dunkerque lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi og hafði þar með sigur í frönsku siglingakeppninni Skippers d’Isande. Arcelor var fimm daga og níu klukkustundir á sigl- ingu og bætti um 39 mínútur met íslenskrar áhafnar sem sigldi þessa leið fyrir þremur árum. Tíu skútur Morgunblaðið/Kristinn Siglt til sigurs Líkamlegt leikhús

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.