Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SMÁSÖLUKEÐJUR í Evrópu
verða að halda áfram að vaxa til að
geta sinnt því margþættu hlutverki
sem þær hafa að gegna í þjóðfélag-
inu. Þetta kom fram í máli Phil
Myers, framkvæmdastjóra Eur-
opean Reatail Round Table (ERRT),
á hádegisverðarfundi sem Baugur
stóð fyrir á Hótel Sögu á fimmtudag.
Myers sagði að hlutverk keðjanna
væru félagslegs, efnahagslegs, um-
hverfislegs og siðferðislegs eðlis.
ERRT er hagsmunasamtök 13
helstu smásölukeðja í Evrópu, en
meðal meðlima eru C&A, Carrefour,
Delhaize, Dixons, El Corte Inglés,
IKEA, Marks & Spencer, Metro,
Sainsbury, Tesco og Walmart Eur-
ope.
Myers sagði að fleiri ástæður
styddu áframhaldandi vöxt keðjanna
eins og til dæmis að stærð gæfi fyr-
irækjunum betri samningsaðstöðu
gagnvart birgjum. Eins kæmi stærð-
in í veg fyrir að keðjunar yrðu fjár-
festum í yfirtökuhugleiðingum að
bráð, en staðnaði fyrirtæki í sam-
keppninni færi það fljótt halloka á
markaðnum, að mati Myers.
Lítill skilningur yfirvalda
Phil Myers sagði að meginástæðan
fyrir stofnun ERRT fyrir fimm árum
hefði verið vöntun á skilningi yfir-
valda á starfsemi stóru verslanakeðj-
anna en verkefni samtakanna er að
gæta hagsmuna aðildarfyrirtækj-
anna á Evrópuvettvangi og sérstak-
lega gagnvart Evrópusambandinu.
Sagði Myers að meðal þess sem
hann og samtök hans reyndu að
miðla til yfirvalda væru upplýsingar
um hina margvíslegu kosti sem keðj-
urnar hefðu fyrir efnahagslífið, fyrir
hið félagslega kerfi, fyrir umhverfið
og fyrir neytandann almennt, en
skilningur á þessum þáttum og það
hvað smásölukeðjurnar leggja af
mörkum hefði verið takmarkaður að
sögn Myers.
Hann sagði að mikilvægt væri að
lagasetning skaðaði ekki greinina og
því væri það nauðsynlegt fyrir grein-
ina að reyna að hafa áhrif á löggjaf-
ann og hjálpa til við lagasetninguna
með því að láta yfirvöldum í té upp-
lýsingar. Slíkt kæmi öllum vel; neyt-
andanum, umhverfinu og efnahags-
lífinu í hverju landi.
350 milljarða evra velta
Í máli Myers kom fram að smá-
sölukeðjurnar velta 350 milljörðum
evra (30.000 milljarðar króna) á ári
og þær veittu tveimur milljónum
manna atvinnu, sem samsvaraði alls
14% vinnuafls í Evrópu.
Hann sagði að keðjurnar væru
mjög atvinnuskapandi og reknar
væru á þeirra vegum 30.000 búðir í 50
mismunandi löndum.
Hann sagði að sem dæmi þá
greiddu átta af meðlimum samtak-
anna samanlagt 2,5 milljarða evra í
skatt á ári og 30 milljarða í lífeyr-
isskuldbindingar.
Hann sagði að geirinn hefði mikil
áhrif á verðbólguþróun enda hefði
matarverð í Evrópu hækkað 25%
minna en verðbólga almennt á und-
anförnum árum.
Um félagslegt hlutverk keðjanna
sagði Myers að það væri mikilvægt,
enda veittu keðjurnar miklum fjölda
ómenntaðs fólks atvinnu auk þess að
veita því starfsmenntun, sem þó væri
ekki það sérhæfð að hún nýttist ekki
annars staðar í atvinnulífinu, ef
starfsmaður færi frá fyrirtækinu.
Ennfremur sagði Myers að keðj-
urnar aðhylltust stefnu sem gerði ráð
fyrir því að sem breiðastur hópur
manna ynni í verslununum, þannig að
starfsmenn endurspegluðu við-
skiptavini sem allra best.
Neytendur vilja ekki
umhverfismerktar vörur
Myers sagði að starfsánægja
mældist að jafnaði mikil í þessum fyr-
irtækjum og til dæmis hefði verslun-
in ASDA-Wal Mart, mælst efst í
nýrri breskri könnun sem breska
blaðið Financial Times lét gera.
Myers sagði að keðjunar hefðu þá
almennu stefnu að þær viðurkenndu
að starfsemi þeirra hefði áhrif á um-
hverfið og legðu því sitt af mörkum til
að lágmarka umhverfisáhrif af starf-
seminni.
Hann sagð þó að oft gæti það verið
snúið. T.d. virtist sem vörur sem
merktar væru með umhverfismerki
seldust verr þar sem fólk teldi þær
vera dýrari en aðrar vörur. Á sama
tíma væri löggjafinn að reyna að fá
keðjunar til að selja fleiri vörur með
þessu merki. „Það hefði þá þau áhrif
að færri keyptu slíkar vörur, sem
myndi skjóta dálítið skökku við,“
sagði Myers og taldi að almennra að-
gerða væri þörf á þessu sviði.
Enn eitt hlutverk verslananna í
þjóðfélaginu er að hans sögn neyt-
endauppfræðsla svokölluð en hann
sagði búðirnar leggja sitt af mörkum
í að uppfræða fólk um t.d. hollustu
matar og endurvinnslu almennt.
Myers sagði jafnframt um rekst-
urinn að hann yrði að skila hagnaði til
að keðjurnar gætu sinnt sínum
skyldum snurðulaust.
Myers kom inn á dæmi sem sam-
tökin hefðu beitt sér fyrir sem sneri
að hagsmunum bæði smásala og
neytenda, það væri barátta við korta-
fyrirtækin til að fá þau til að lækka
gjöld af kortafærslum, en í Banda-
ríkjunum hefði náðst góður árangur í
slíkri baráttu sem færi að skila sér til
neytenda.
Um helstu tilhneigingu markaðar-
ins í dag sagði Myers að keðjunar
væru almennt að færa út kvíarnar á
alþjóðlegum vettvangi sem væri
þeim lífsnauðsynlegt til að viðhalda
markaðshlutdeild sinni og vera arð-
samar.
Aðra tilhneigingu sagði hann vera
þá að stórmarkaðir ykju pláss undir
sérvöru inni í búðunum á kostnað
matvöru, enda væri meiri framlegð af
sérvörunni.
Samkeppni væri einnig að aukast
við alþjóðleg fyrirtæki.
Evrópa ekki einn markaður
Hann sagði að það væri enn vanda-
mál að Evrópa væri í raun ekki ennþá
einn sameinaður markaður. Ástæðan
væri ólíkar reglulsetningar sem
sneru að smásölu í hverju landi t.d.
hvað varðaði afgreiðslutíma en tak-
markanir á afgreiðslutímum hefðu
margháttuð áhrif á afkomu verslana.
Að lokum sagði Myers til að undir-
strika mál sitt að eitt af því helsta
sem geirinn þyrfti að glíma við í
framtíðinni væri óhófleg reglusmíði
yfirvalda, enda væri það eitt megin-
verkefni samtakanna að vinna með
stjórnvöldum og koma í veg fyrir að
lög hefðu skaðleg áhrif á vöxt og við-
gang smásölukeðjanna.
Vöxtur nauðsynlegur
fyrir smásölukeðjurnar
AP
Smásölukeðjur velta 350 milljörðum evra á ári og veita tveimur milljónum
manna atvinnu, sem samsvarar alls 14% vinnuafls í Evrópu.
NÁI hugmyndir félagsmálaráð-
herra um aukin útlán Íbúðalána-
sjóðs fram að ganga telur Grein-
ingardeild Landsbanka Íslands
líklegt að fasteignaverð hækki um
10–15%. Segir í mánaðarriti bank-
ans að svo mikil hækkun myndi
þurrka út stóran hluta þess ávinn-
ings sem tillögum ráðherra er ætl-
að að skila húsnæðiskaupendum.
Í mánaðarritinu kemur fram að
verði hugmyndir félagsmálaráð-
herra að veruleika yrði um grund-
vallarstefnubreytingu að ræða þar
sem ríkisábyrgðir myndu aukast
mikið.
Greiðslubyrði lækkar um 15%
Telur greiningardeildin að fjár-
mögnunarhlutfall kaupenda með
eigið fé geti lækkað í allt að 10%
óháð fjárhagsstöðu er ljóst að
margir kunni að fullnýta þennan
möguleika. Þannig myndist mögu-
leiki á að fjármagna neyslu, aðrar
fjárfestingar eða niðurgreiðslu
annarra lána með 40 ára lánum á
ábyrgð ríkissjóðs. „Þetta hefði
mikið hagræði í för með sér fyrir
skuldsetta aðila sem gætu lækkað
greiðslubyrði sína með því að
greiða niður dýrari lán með
skemmri lánstíma. Hins vegar
gæti þetta leitt til þess að skuld-
setning heimila myndi aukast á
heildina litið einkum ef lánin yrðu
notuð til fjármögnunar á neyslu og
gæti þá einnig stuðlað að aukinni
verðbólgu. Á hinn bóginn myndu
uppgreiðslur dýrari lána koma nið-
ur á fjármálafyrirtækjum sem og
bönkum og fjármögnunarleigum.
Það væri út af fyrir sig ekki óeðli-
legt ef samkeppnisstaða banka og
ÍLS (Íbúðalánasjóðs) væri sam-
bærileg. Kjarni málsins snýr hins
vegar að því hvort það eigi að vera
í verkahring ríkisins að veita rík-
isábyrgðir vegna lántöku einstak-
linga í samkeppni við fyrirtæki
sem ekki njóta ríkisábyrgðar og
fylgja ströngum reglum um eig-
infjárhlutföll og útlánaafskriftir en
með einkavæðingu bankanna dró
ríkisvaldið sig út úr almennri
bankastarfsemi,“ að því er segir í
Mánaðarriti Landsbankans.
Í meðfylgjandi töflu er sýndur
útreikningur Landsbankans á því
að mánaðarleg greiðslubyrði lána
vegna kaupa á 20 milljón króna
eign lækki úr 95,4 þúsund krónum
á mánuði í 79,3 þúsund krónur eða
um 15% ef tillögur félagsmálaráð-
herra verða að veruleika.
Hætta á hækkun
fasteignaverðs
!" ## $
%&'
(
&
)*+
,*+
)-+
.-+
## $
)*+
/*+
## $
.0+
0/+
-+
HALLI á viðskiptajöfnuði við
útlönd á fyrsta fjórðungi ársins
var einn milljarður króna, sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri
Seðlabanka Íslands. Á sama
tíma í fyrra var viðskiptahall-
inn 1,5 milljarðar króna. Vöru-
viðskipti voru hagstæð um 6,7
milljarða króna en 2,7 milljarða
króna halli var á þjónustujöfn-
uði við útlönd.
Á föstu gengi jókst útflutn-
ingur vöru og þjónustu um 5%,
en innflutningur jókst um 5,7%
frá sama tímabili árið áður.
Halli á þáttatekjum við útlönd
var 4,6 milljarðar króna á
fyrsta ársfjórðungi 2003, sam-
anborið við 6 milljarða króna
halla á sama tíma í fyrra og
rekstrarframlög voru neikvæð
um 0,4 milljarða króna.
Innstreymi fjármagns mæld-
ist 14,1 milljarður króna á
fyrsta fjórðungi ársins. Er-
lendrar lántökur voru 23,5
milljarðar króna og bein fjár-
festing erlendra aðila á Íslandi
var 6,6 milljarðar króna. Fjár-
útstreymi vegna erlendra verð-
bréfakaupa nam 7,3 milljörðum
króna.
Aðrar fjárfestingar voru 6,4
milljarðar króna, einkum útlán
bankanna til erlendra aðila,
sem hafa aukist mikið á síðustu
árum og nema nú um 73 millj-
örðum króna. Gjaldeyrisforði
Seðlabankans jókst lítillega á
fyrsta fjórðungi ársins og nam
hann 36 milljörðum króna í lok
mars 2003.
Erlendar
skuldir lækka
Erlendar skuldir þjóðarinnar
voru 554,5 milljarðar króna um-
fram eignir í lok mars sl. og
hafði skuldastaðan lækkað frá
ársbyrjun vegna gengishækkun-
ar krónunnar. Bein fjárfesting
Íslendinga erlendis minnkar frá
því sem áður var talið, vegna
nýrri og betri upplýsinga og
endurskoðunar á endurfjárfest-
um hagnaði. Þessi leiðrétting
lækkar þáttatekjur og þar með
viðskiptajöfnuð við útlönd.
Leiðréttur viðskiptajöfnuður
við útlönd sýnir 0,8 milljarða
króna halla á árinu 2002 í stað
ríflega tveggja milljarða af-
gangs áður. Hrein erlend staða
þjóðarbúsins breytist við þessa
leiðréttingu og var hún neikvæð
um 562,5 milljarða króna í árs-
lok 2002 og 586,4 milljarða í árs-
lok 2001, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá Seðlabank-
anum.
Minni viðskipta-
halli en í fyrra
MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s hef-
ur staðfest lánshæfiseinkunnina Aaa
fyrir Ísland, en það er hæsta ein-
kunn sem fyrirtækið gefur. Meðal
annarra landa sem fá hæstu einkunn
hjá Moody’s eru hin Norðurlöndin,
Bandaríkin og Þýskaland.
Moody’s segir að þessi einkunn Ís-
lands og mat um stöðugar horfur hér
á landi byggi á aðlögunarhæfni hag-
kerfisins sem hafi ítrekað sýnt getu
til að takast á við verulegt ójafnvægi.
Að auki séu ríkisfjármál traust, lang-
vinnur pólitískur stöðugleiki ríki og
lífskjör töluvert betri en að jafnaði í
öðrum OECD-ríkjum.
Moody’s telur væntanlega stóriðju
hugsanlega geta orsakað nýtt of-
þensluskeið. Í álitinu kemur fram að
deila megi um frekari iðnvæðingu
vegna þess að erlendar skuldir með
ríkisábyrgð hækki og þar með aukist
viðkvæmni þessa litla og opna hag-
kerfis fyrir ytri áföllum. Þrátt fyrir
þetta séu þessar framkvæmdir lyk-
ilþættir í því langtímamarkmiði
stjórnvalda að auka fjölbreytni í at-
vinnulífinu og útflutningi. Einnig er
búist við að framkvæmdirnar hægi á
flutningi fólks af landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins.
Ísland með
hæstu einkunn
hjá Moody’s
♦ ♦ ♦
KÁRI Arngrímsson hefur tekið við
forstjórastöðu Keflavíkurverktaka
hf. af Róbert Trausta Árnasyni. Er
Kári titlaður framkvæmdastjóri en
hann gegndi áður stöðu yfirverk-
fræðings fyrirtækisins. Bjarni Páls-
son, eigandi Keflavíkurverktaka,
sagði í samtali við fréttavef Morg-
unblaðsins að um skipulagsbreyting-
ar væri að ræða, fyrirtækið hefði
breyst mikið undanfarin tvö ár og
breytingarnar væru þáttur í aðlögun
að nýju umhverfi. „Aðalveltan tengd-
ist verkefnum inni á varnarsvæðun-
um, núna er meirihluti veltunnar
orðinn það sem við köllum utanvall-
ar, við erum komnir til Reykjavíkur
og austur fyrir fjall,“ sagði Bjarni og
bætti við að samkomulag hefði verið
um breytingarnar.
Forstjóraskipti
hjá Keflavíkur-
verktökum