Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 13

Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 13 siminn.is N‡ttu flér möguleika heimilissímans! fiÍN HRINGING er frábær n‡jung frá Símanum sem virkar einfaldlega flannig a› flú fær› flér aukahringingu í heimilissímann. Eftir fla› heyrir flú á hringingunni flegar einhver hringir í flig – e›a dótturina, e›a eiginkonuna… • Hægt er a› fá allt a› flrjár aukahringingar í heimilissímann sem allar hafa sérstakt símanúmer. • fiÍN HRINGING – ótrúleg flægindi fyrir a›eins 90 kr. á mánu›i. Síminn til flín – og bara til flín fijónustuver Símans 800 7000 N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 0 9 4 0 0 Ali cante N‡ vetraráætlun til Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Kynningarver› á fyrstu 200 sætunum Ver› frá Ver› frá 14.900kr. 22. október, 5. nóvember, 19. nóvember, 3. desember, 18. desember og 5. janúar. Vegna gífurlegrar eftirspurnar höfum vi› fengi› örfá vi›bótarsæti á eftirfarandi dagsetningar: Fyrstir koma - fyrstir fá! Beint leiguflug me› Icelandair í allan vetur fyrir sumarhúsa- eigendur og a›ra farflega til Spánar! 27.930kr. Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. 11. júní 8 sæti – 25. júní 10 sæti – 9. júlí 8 sæti 23. júlí 15 sæti – 13. ágúst 10 sæti. – 27. ágúst 10. sæti. 3., 10., 17. og 24. september 40 sæti. Flug aðra leið með flugvallarsköttum. VERÐ á stórri línuýsu, slægðri, er 22,4% lægra nú en á sama tíma í fyrra. Meðalverð slægðrar ýsu (allir stærðarflokkar) í maí 2002 var 185 krónur en er nú 97 krónur, sem þýðir 48% lækkun. Þrátt fyrir þetta hefur verð á ýsu út úr búð ekki lækkað þar sem meðalverð hefur nánast staðið í stað milli áranna 2002 og 2003. Verð til neytenda óbreytt Um miðjan febrúar sl. kannaði Samkeppnisstofnun verð á fiski í 19 fiskbúðum og 13 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Sambæri- legar kannanir hafa gerið gerðar ár- lega í nokkur ár. Niðurstöður könnunarinnar sýna að fiskverð stóð í stað (innan við 1% hækkun) á síðasta ári eftir miklar verðhækkanir á árunum 1998–2002 en þá hækkaði meðalverð á t.d. ýsu- flökum um 70% á meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 21,4%. Gengismunur og offramboð Að sögn Gunnars Bergmann, sölu- stjóra hjá Fiskmarkaði Íslands, hef- ur verð stórrar ýsu lækkað um 30% í samanburði við gengið í maí í fyrra og svo núna. „Í fyrra var dollarinn á um um 100 krónur en er um 70 krónur í dag, mismunurinn um 30%. Sama eft- irspurn er eftir stóru ýsunni og var í fyrra, það er bara gengismunurinn.“ Mun meiri lækkun hafi orðið á smá- ýsunni, um 55%, en það sé meira markaðstengt, segir Gunnar, þar sé offramboð. Erfitt sé að selja smáýs- una nema á lægra verði, þar spili inn í bæði gengismunur og offramboð. Helgi Helgason, einn eigenda Fiskbúðar Hafliða, segir spurningu hvort hluti skýringarinnar á mis- ræmi í innkaupsverði og smásölu- verði fisksala sé ekki leiðrétting á milli ára. Annað sé að allur dreifing- arkostnaður og flutningskostnaður hafi hækkað gríðarlega mikið. Til skýringar segir Helgi að aðeins tvö félög séu ráðandi á flutningamark- aðnum, Eimskip og Samskip, og flutningskostnaður hafi hækkað „rosalega“. Fyrirtækið sé einnig með verktaka sem dreifi fiski í verslanir, launagjöld og annað hafi hækkað og þarna sé hluti skýringarinnar. „Mögur ár í rekstri eru hluti skýr- ingarinnar á mismuni innkaupsverðs og útsöluverðs,“ segir Helgi, „og ég tel þessa álagningu eðlilega.“ Fisk- búð Hafliða kaupi fiskinn á mörkuð- unum, vinni hann og selji síðan til stórmarkaðanna. Hinn almenni fisk- sali kaupi á mörkuðunum, vinni fisk- inn og selji síðan beint úr búðinni, þeirra álagning verði því meiri þar sem þeir losni við milliliðina. Helgi minnti á að árið 2001 hefði dollarinn farið upp í um 110 krónur en þá hefði sama verð verið í fiskbúð- unum sem hefðu verið reknar með stórtapi. Eiríkur Auðunn Auðunsson hjá Fiskbúðinni Vör vildi að fram kæmi að Fiskbúðin Vör hefði lækkað verð sinnar vöru um 100–400 krónur kílóið í október í fyrra og að sú lækkun væri enn í gildi. Ýsan hefði verið lækkuð um eitt hundrað krónur kílóið út úr búð hjá þeim, lúðan um fjögur hundr- uð og laxaflök um tvö hundruð krón- ur. „Við getum ekki rekið fyrirtækin okkar eins og kjúklingabændur, að safna skuldum og fá þær svo bara felldar niður,“ segir Eiríkur. Að taka til sín aftur það sem tapaðist – En er samræmi á milli innkaups- verðs og útsöluverðs hjá fisksölum? „Við reynum að halda ákveðnu jafnaðarverði. Það eru alltaf sveifl- ur,“ svarar hann. Fisktegundir hækki og lækki mismikið og menn reyni að miða út eitthvert jafnaðar- verð sem jafni út sveiflurnar. „Frá um miðju ári 2001 fram til áramóta 2002 hafði aldrei verið eins hátt fisk- verð í sögu fiskmarkaðanna og þá fengum við stundum lítið sem ekkert fyrir okkar flök út úr versluninni á sama tíma og kjúklingar og svínakjöt voru gefins,“ segir Eiríkur, „þannig að það var mjög erfitt tímabil og það er í góðu lagi þótt verð hafi ekki lækkað alveg í samræmi við það sem ætti að geta verið í dag. Við erum svolítið að taka til okkar aftur það sem við töpuðum á þeim tíma þannig að við erum að halda ákveðnu jafn- ræði.“ Eiríkur bendir á að mikill munur sé á verði fisksala og stórmarkaða, því megi menn ekki gleyma, verð í stórmörkuðum sé hærra. Eiríkur vildi ekki taka undir raddir sem halda því fram að fiskneysla hefði minnkað, neyslumunstrið hefði bara breyst. Verðlækkun á ýsu skil- ar sér ekki til neytenda Fisksalar segjast m.a. vera að bæta sér upp mögur ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.