Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 17
Grænakinn 17, Hf. - Opið hús
71 fm 3ja-4ra herb. efri hæð ásamt 34,6 fm bílskúr á frábærum stað.
Stórkostlegt útsýni, gróið hverfi, stutt í alla þjónustu. Vegna sérstakra
ástæðna er verðið sérlega hagstætt.
Aðeins kr. 11.500.000.
Ingibjörg verður með opið hús
í dag, laugardag, milli kl. 14.00
og 16.00.
Allar nánari upplýsingar gefur
Halldór í síma 897 3196.
Halldór Svavarsson,
Fjarðargötu 11,
sími 595 9095/
897 3196,
fax 595 9096.
halldor@holl.is
MARTHA Stewart er fyrir löngu
orðin að vörumerki í Bandaríkj-
unum. Hún gefur út tímaritið
Martha Stewart Living og fram-
leiðir sjónvarpsþátt undir eigin
nafni, þar sem hún kennir áhorf-
endum að baka, skipuleggja sokka-
skúffur, smíða girðingu og fjöl-
margt annað sem tengist
heimilishaldi. Og allt gerir hún
þetta með fumlausri ákveðni þess
sem veit að sér muni ekki mistakast.
Auk tímaritsins og sjónvarpsþátt-
arins, sem sýndur er á morgnana á
CBS, einni af stærstu sjónvarps-
stöðvunum í Bandaríkjunum, selur
hún ýmislegt til heimilisins, eins og
til dæmis handklæði, í eigin nafni.
Þetta veldi sitt, fyrirtækið Martha
Stewart Living Omnimedia Inc.,
hefur hún verið að byggja upp síðan
hún gaf út fyrstu bók sína – sem
fjallaði um hvernig halda skal heim-
boð – 1982. Nú er verðmæti fyr-
irtækisins margir milljarðar doll-
ara.
Þannig hefur Stewart verið ekki
ósvipað fyrirbæri í bandarísku þjóð-
lífi og Oprah Winfrey, sem líka er
með sjónvarpsþátt og gefur út tíma-
rit, hvort tveggja undir eigin nafni.
Báðar eru orðnar vörumerki og
báðar eru orðnar einskonar tákn-
myndir ákveðinna eiginleika, Oprah
vellíðunar og andlegs þroska; Stew-
art vinnusemi, vandvirkni, full-
komnunar og nákvæmni – sumir
myndu segja smámunasemi.
En undanfarið ár hefur hallað
undan fæti hjá Stewart, og á
fimmtudaginn keypti hún heilsíðu-
auglýsingu í útbreiddasta dagblaði
Bandaríkjanna, USA Today, og lýsti
yfir sakleysi sínu. Daginn áður hafði
hún komið fyrir rétt í New York þar
sem hún var formlega ákærð fyrir
innherjaviðskipti.
Henni er gefið að sök að hafa selt
fjögur þúsund hlutabréf í líftækni-
fyrirtækinu ImClone eftir að hafa
með ólöglegum hætti fengið upplýs-
ingar um að krabbameinslyf sem
fyrirtækið framleiddi, Erbitux,
myndi ekki hljóta náð fyrir augum
bandaríska matvæla- og lyfjaeft-
irlisins, og því ekki verða sett á
markað. Daginn eftir að hún seldi
bréf sín urðu þessar upplýsingar op-
inberar og verðið á hlutabréfum í
ImClone hrundi.
Hún var einnig ákærð fyrir að
hafa reynt að villa um fyrir fjár-
festum í hennar eigin fyrirtæki með
því að neita opinberlega að hafa að-
hafst nokkuð rangt. Verð á hluta-
bréfum í Martha Stewart Living
Omnimedia Inc hefur lækkað um
helming síðan fregnir fóru fyrst að
berast af því að opinber rannsókn
væri hafin á meintum innherja-
viðskiptum hennar, sem var í des-
ember 2001.
Fyrir réttinum á miðvikudaginn
lýsti hún sig saklausa af öllum
ákærum. „Ekki sek,“ sagði hún ró-
leg, yfirveguð og svipbrigðalaus við
dómarann. En verði hún fundin sek
á hún yfir höfði sér fangelsisdóm og
bann við stjórnarformennsku í fyr-
irtæki sínu.
Það er algerlega óljóst á hvorn
veg dómur fellur. Jeffrey Toobin,
blaðamaður sem hefur kynnt sér
mál Stewarts í þaula og tekið viðtal
við hana í kjölfar rannsóknarinnar,
tjáði CNN fyrr í vikunni að hann
hefði aldrei, í rannsókn sinni á mál-
inu, séð neitt sem benti til að Stew-
art hefði aðhafst eitthvað ólöglegt.
Lögmaður Stewarts, Robert
Morvillo, sagði aðdróttanirnar gegn
skjólstæðingi sínum mætti rekja til
þess hve fræg hún væri. „Er þetta
vegna þess að hún er kona sem hef-
ur í krafti hæfileika sinna, vinnu-
semi og kröfuhörku náð árangri í
harðri baráttu í karlaheimi?“ En
saksóknarar segja hana sæta lög-
sókn vegna þess sem hún hafi gert,
ekki vegna þess hver hún er.
Martha Kostyra fæddist 1941,
dóttir Edwards Kostyra, sölumanns
í New Jersey, og pólskrar eiginkonu
hans. Á táningsárum sínum var
Martha tekin til við að baka smá-
kökur og sníða kjóla. Í byrjun átt-
unda áratugarins stofnaði hún lítið
matsölufyrirtæki í Connecticut, og
það var upphafið að veldi hennar.
Hún hafði líka útlitið með sér og
starfaði um hríð sem fyrirsæta, en
hætti því og lærði sagnfræði í há-
skóla. Þar kynntist hún Andy Stew-
art, giftist honum 1961 og varð
Martha Stewart. Hjónabandið entist
til 1987, en er þar var komið hafði
Martha náð hagstæðum samningi
við Kmart-stórverslanakeðjuna um
sölu á heimilisvörum hennar. Í kjöl-
farið fylgdu samningar við Time
Warner um útgáfu á tímariti og
bókum.
Þótt Martha eigi sér dygga vini,
og suma háttsetta, eins og til dæmis
Hillary Rodham Clinton, fyrrver-
andi forsetafrú og öldungadeild-
arþingmann, eru þeir líka margir
sem telja óþarft að hlífa henni. Fjöl-
miðlar hafa ekki tekið hana neinum
vettlingatökum, og í síðasta mánuði
sýndi NBC-sjónvarpið kvikmynd
byggða á ævi hennar og lék Cybil
Shepherd þar Mörthu.
Ef marka má umfjöllun veftíma-
ritsins Salon.com um myndina er
Martha þar sýnd sem yfirgangssöm
og frek og ef til vill ekki fjarri því að
vera haldin „jaðarpersónuleik-
aröskun“, eins og tímaritið National
Enquirer hafði eftir einhverjum sál-
fræðingi og sætti lögsókn af hálfu
Mörthu fyrir vikið. Dómsátt náðist
um málið.
Í auglýsingunni sem birtist á
fimmtudaginn fullvissaði Martha
„stuðningsmenn sína og vini“ um að
hún væri saklaus og myndi leggja
allt í sölurnar til að hreinsa nafn
sitt. En þar til ákæran á hendur
henni var formlega gefin út virtist
hún ekki hafa miklar áhyggjur af
málinu. Hún kom fram í morg-
unþætti CBS í júní í fyrra og þegar
hún var spurð um málið hélt hún
ótrauð áfram að skera niður græn-
meti og sagði: „Ég vil bara einbeita
mér að salatinu.“
„Ég vil bara einbeita mér að salatinu“
AP
Umsetin fjölmiðlafólki kemur Martha Stewart út úr dómssalnum í New York þar sem henni var birt ákæra.
Washington, New York. AFP, AP.
Martha Stewart, sem
verið hefur táknmynd
vandvirkni og ná-
kvæmni í bandarísku
þjóðlífi, er nú ákærð fyr-
ir innherjasvik. Hún
neitar sök og ætlar að
leggja allt í sölurnar til
að hreinsa nafn sitt.