Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 22
LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fræðslufyrirlestur Stafganga - Nordic walking Stafganga eða Nordic walking á rætur sínar að rekja til Finnlands og er stunduð af milljónum manna og kvenna um heim allan. Þetta er hreyfing, sem hentar jafnt ungum sem öldnum, trimmurum sem og keppnisfólki. Stafganga hefur einnig verið mikið not- uð sem sem hluti af endurhæfingu, t.d. baksjúklinga og hjartasjúklinga. Tími: Þriðjudagurinn 10. júní kl. 17:00 - 19:00 Staður: Íþróttamiðstöðin í Laugardal, 3. hæð Cris Griffin, sjúkraþjálfari, mun kynna niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið á áhrifum stafgöngu fyrir heilsu fólks. Hvernig getur fólk í misgóðu líkamsástandi og á mismunandi aldri nýtt stafgöngu sér til ánægju og heilsubótar. Hvernig nýtist stafganga sem endurhæfing? Jóna Hildur Bjarnadóttir, íþróttakennari og þjálfari hjá Almenningsíþróttadeild Fram, greinir frá reynslu sinni af þjálfun tilraunahóps Kvennahlaups ÍSÍ í stafgöngu. Aki Karihtala forseti Alþjóða stafgöngusambandsins kynnir sambandið og starfsemi þess. Í lokin verður þátttakendum boðið út fyrir þar sem farið verður yfir grunntækni í stafgöngu. Fyrirlestrarnir eru á ensku (Chris og Aki) og opnir öllu áhugafólki um heilsueflingu al- mennings s.s. læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum, íþróttafræðingum, íþróttakennurum og þjálfurum. Þátttaka er án endugjalds! FRAMHALDSSKÓLANUM á Laug- um í Reykjadal var slitið við fjöl- menna og hátíðlega athöfn 24. maí síðastliðinn í Íþróttahúsinu á Laug- um. Lauk þar með fimmtánda starfsári skólans. Í ávarpi Val- gerðar Gunnarsdóttur skólameist- ara kom m.a. fram að 119 nem- endur víðsvegar af landinu hófu nám við skólann í haust. Þá sagði hún útskriftarhópinn aldrei hafa verið stærri í sögu skólans. Auk ávarps skólameistara fór Hallur Reynisson áfangastjóri yfir starfsárið í bundnu máli við góðar undirtektir hátíðargesta. Þá var fjölbreytt dagskrá þar sem m.a. komu fram með tónlistaratriði Kaldo Kiis, skólastjóri Tónlistar- skóla Reykdæla, og kona hans, Margot Kiis. Viðstaddir útskriftina voru hópar nemenda sem útskrifuðust frá Laugaskóla fyrir 40 og 50 árum. Fluttu Sigurður Þórisson og Hálf- dán Björnsson ávörp fyrir þeirra hönd og færðu skólanum pen- ingagjafir til stofnunar myndverka- sjóðs Framhaldsskólans á Laugum. Halldór Halldórsson, læknir á Ak- ureyri, færði skólanum áletraðan skjöld til að festa á listaverkið Ljóð- ið við rokkinn eftir Ásmund Sveins- son sem er í eigu skólans og stendur á skólalóðinni. Verkið gaf móðir hans til skólans á sínum tíma er hún lauk sínu ævistarfi á Laugum. Þá færði Ragna Heiðbjört Þórisdóttir skólanum bókargjöf. Að þessu sinni útskrifuðust 20 nemendur frá Framhaldsskólanum á Laugum, 18 með stúdentspróf og 2 af almennri námsbraut, ávarp ný- stúdenta flutti Hildur Vésteins- dóttir. Að venju voru útskrift- arnemar verðlaunaðir fyrir góðan árangur í námi og störf að fé- lagsmálum. Eftirtaldir fengu verð- laun: Jenný Lára Arnórsdóttir, verðlaun stúlkna fyrir að hafa lokið flestum námseiningum á skóla- árinu. Sólveig Ingólfsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í dönsku frá Danska sendiráðinu. Há- varður Örn Matthíasson fékk verð- laun fyrir mikla framför í námi frá Hár-Ellý á Laugum. Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur á almennri námsbraut frá Ferðaþjónustunni Narfastöðum ehf. Ragnar Bjarni Jónsson fékk verðlaun fyrir gott starf að félagsmálum frá Smur- og hjólbarðaþjónustunni Smáragrund á Laugum. Birna Óskarsdóttir fékk verðlaun úr Sigurðarsjóði fyrir mjög góðan námsárangur í ís- lensku, fyrir góðan námsárangur í félagsfræði frá Laugabíói og frá Þýska sendiráðinu fyrir fyrir góðan námsárangur í þýsku. Eva Braga- dóttir fékk verðlaun frá Bókaversl- un Þórarins Stefánssonar á Húsavík fyrir góðan námsárangur í íslensku. Heiða Bragadóttir fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku frá Gistiheimilinu Rauðuskriðu í Aðaldal og fyrir góðan náms- árangur í þýsku frá Þýska sendi- ráðinu. Þórey Kristín Aðalsteins- dóttir fékk verðlaun frá Laugafiski hf. á Laugum fyrir að vera góður skólaþegn. Hildur Vésteinsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan náms- árangur í stærðfræði frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, fyrir góðan námsárangur í þýsku frá Þýska sendiráðinu og fyrir góðan náms- árangur í íslensku frá Eddu/Máli og menningu. Sara Rós Grétarsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan náms- árangur í sögu frá Norðurpólnum ehf. á Laugum. Elías Björnsson fékk verðlaun pilta fyrir að hafa lokið flestum námseiningum á skólaárinu 2002–2003, alls 49 ein- ingum frá versluninni Laugaseli á Laugum og fyrir góðan náms- árangur í íþróttum frá Þingeyj- arsveit. Jóhann Jóhannsson braut- skráðist með flestar námseiningar á stúdentsprófi, alls 175 einingar, frá Framhaldsskólanum á Laugum vor- ið 2003 og fékk fyrir það verðlaun frá Framhaldsskólanum á Laugum. Að lokinni athöfn var öllum við- stöddum boðið að þiggja veitingar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum 2003 ásamt Valgerði Gunnarsdóttur skólameistara. Stærsti út- skriftarhóp- urinn í sögu skólans Þingeyjarsveit Framhaldsskólinn á Laugum SUNNA Guðmundsdóttir opnaði á dögunum myndlistargallerí í verbúð- arbyggingunni Húsavík sem hún hyggst starfrækja í sumar. Gallerí 10 nefnir hún það en það er einmitt til húsa í verbúð númer 10. Sunna Guðmundsdóttir er borinn og barnfæddur Húsvíkingur og stundar nú nám við Listaháskóla Ís- lands þar sem hún hefur lokið einum vetri á myndlistarbraut. Opnunar- sýning Gallerís 10 var einmitt sýning á verkum Sunnu. Að sögn Sunnu er það ætlun hennar að settar verði upp nýjar sýningar á tveggja vikna fresti í sumar. Nú þegar séu nokkrar sýn- ingar ákveðnar og aðrar í uppsigl- ingu sem hún muni kynna síðar. Opið verður í Galleríi 10 alla daga frá kl. 10–17. Í verbúð númer 10 var Útgerðar- félagið Korri hf. á árum áður með beitningar- og veiðarfæraaðstöðu og var húsnæðið í daglegu kallað Korra- skúrinn þó ekki væri þetta skúr í bókstaflegri merkingu. Síðar var Hvalasafnið til húsa í verbúðinni sem og annarri til, þangað til það var flutt yfir í núverandi húsnæði. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sunna Guðmundsdóttir við eitt verka sinna í Galleríi 10. Gallerí 10 opnað í verbúð númer 10 Húsavík YFIRLÖGREGLUÞJÓNNINN á Akureyri Daníel Guðjónsson, Erna Sigfúsdóttir lögreglufulltrúi Ríkis- lögreglustjóra og Þorsteinn Péturs- son, forvarnarfulltrúi lögreglunnar á Akureyri, komu nýverið og héldu fundi með Grímseyingum um umferð í þéttbýli og dreifbýli og mikilvægi forvarna. Steini Pje sem fer á milli allra skóla í Eyjafirði talaði við yngstu vegfarendurna um Lúlla lög- gubangsa og ræddi við grunnskóla- börnin umnauðsyn þess að kunna umferðarreglurnar hvort sem er í Grímsey – uppi á landi eða erlendis. Alls staðar þurfum við að fylgja reglum svo hlutirnir gangi sem best fyrir sig, á götunni og í samskiptum manna á meðal. Daníel yfirlögregluþjónn upplýsti að 30 lögreglumenn gæta öryggis íbúa á Akureyri en af þeim eru þó 2 sem stunda sín störf á Dalvík. 20 lög- regluþjónar ganga vaktir og hefur sú tala haldist óbreytt síðan 1973. Daníel sagði að flest brot tengdust of hröð- um akstri en eftir að lögreglan varð sýnilegri í umferðinni og sektir aukn- ar, hefði umferðaróhöppum fækkað og dregið úr hraðakstri um 10 km. Ölvunarbrotum hefur stórfækkað eftir því sem lögreglan er virkari og meira fyrir augum manna. Erna fulltrúi Ríkislögreglustjóra sagði að Grímsey væri draumastaður fyrir lögreglumann. Byggðin öll eins og eitt lítið hverfi í Reykjavík. Aðal- áhugasvið Ernu eru forvarnir. Allir lögregluþjónarnir töluðu um breyt- ingar og hörku samfara eiturlyfjum. Skelfilegt væri að sjá hvað eitrið her- tæki fólk og svipti það allri dómgeind og virðingu við lög og rétt. Brýnast töldu þau að foreldrar litu vel eftir börnum sínum og innprentuðu þeim að kunna og þora að segja NEI í vina- hópnum þegar boðið væri upp á eit- urlyf. Foreldrar ættu að ræða við börn sín í tíma og leiðbeina þeim til að velja rétta svarið. Þyngst af öllu sögðu þau vega fyrirmyndina sem hinir fullorðnu sýna unga fólkinu í sínu lífi. Fyrirmynd og fræðsla er besta og öflugasta forvörnin. Morgunblaðið/Helga Mattína Skólabörn og skólastjóri með Ernu Sigfúsdóttur lögreglufulltrúa, Daníel Guðjónssyni yfirlögregluþjóni og Þorsteini Péturssyni forvarnarfulltrúa. Lögregla heim- sækir Grímsey Grímsey

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.