Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 27

Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 27 Á TÓNLEIKUM Kirkjulistahá- tíðar Hallgrímskirkju sl. mánudags- kvöld var boðið upp á kvartettsöng af þeirri ættinni sem munkar frömdu fyrrum og var fyrst sótt til Perotín- usar er starfaði á 12. og 13 öld, við Maríukirkjuna í París (síðar Notre Dame) en hann tók við af Leoninusi og samdi fjögurra radda „organa“. Báðir höfðu þeir mikil áhrif á framþróun kirkjutónlistar. Eftir Perotinus söng söngkvartettinn Quattro Stagioni (norskur söng- kvartett) tvo organa og brá sér svo fram á 16. öldina og söng þrjá söngva úr spádómum Sybillu eftir William Cornyshe (d.1523) en hann starfaði við hirð Hinriks VIII. og auk þess að sjá um menntun kórdrengja við kon- ungskapelluna, samdi hann alls kon- ar söngtónlist, bæði trúarlega og til skemmtunar. Það verður að segjast eins og er að er komið var fram á 16. öld voru drengjaraddir ráðandi í öll- um meiri háttar kirkjum, svo nokkru munar á þeim söng, sem Orlando di Lasso (1532–1594) hefur þekkt og söng þeirra félaga, sem og hafa tam- ið sér sérstaka raddbeitingu. Tallis, Morales, Palestrína og Byrd hefðu trúlega ekki þekkt verk sín í söng- gerð Quattro Stagioni, til þess var söngurinn of „affekteraður“. Nútímaverkin eftir Lewkovitch (1927 danskur) Kruse, Plagge (1960 norskur) og Habbestad (1955 norsk- ur) voru vel flutt en það sem ein- kennir tónsmíðar þeirra, sem fluttar voru á þessum tónleikum, er að þeir leitast við að sameina tónmál forn- kirkjunnar nýjum vinnuaðferðum og tekst það að mörgu leyti mjög vel og voru nútímaverkin besti hluti þeirr- ar efnisskrár sem Quattro Stagioni sáu um. Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar söng síð- asta hlutann af tónleikunum og þá fyrst hluti kórsins með Quattro Stagioni og síðan allur kórinn, fal- lega gerðan morgun-kóral, eftir Snorra Sigfús Birgisson, við textann Fagur er söngur í himnahöll sem Bjarni Þorsteinsson segir að sé frá katólskri tíð. Þessi fallega en ein- falda tónsmíð var sérlega vel sungin af Fóstbræðrum er síðan fluttu fjög- ur stutt lög eftir Poulenc, við texta eftir Franz frá Assisi. Þessi fagra tónlist eftir Poulenc var einstaklega vel flutt og lauk tónleikunum með samsöng kvartetts og kórs í Ave Maríu eftir Bruckner. Quvattro Stagioni er að mörgu leyti vel syngjandi kvartett, þó á stundum nokkuð tilbúinn eða til- gerðarlegur í raddbeitingu og einnig að háröddin (kontratenorinn) var einum og stíf svo að tónstaðan var nokkuð skörp á köflum, hljómaði ein og sér á hásviðinu og samlagaðist ekki lágröddunum sem skyldi. Göm- ul kirkjutónlist býr yfir seiðandi hugleiðslu sem þarf að varast að verði tilbreytingarlaus og án styrk- leikabreytinga sem kvartett eins og Quattro Stagioni ræður ekki yfir nema í litlum mæli. Þrátt fyrir þetta var nokkur skemmtan í uppfærslu norska kvartettsins með ítalska nafnið. Meginuppistaðan í kirkjutónlist er eðli sínu samkvæmt að mestu samin fyrir söng því eins og Frakkar héldu fram á 18. og 19. öld var hljóðfæra- tónlist merkingarlaus og aðeins hæf sem undirstrikun á sungnum texta. Þetta er ein af ástæðum þess að Frakkar eignuðust ekki sinfónísk tónskáld fyrr en leið á rómantíska tímann. Það var samt ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar og þó nær alda- mótunum, með Duparc, Faure, Debussy og Ravel að Frakkar eign- uðust söngverk, sömu ættar og þýski liederinn. Alvarleg og íhugul ljóðatónlist Andreas Schmidt og Helmut Deutsch komu fram á vegum Kirkju- listahátíðar Hallgrímskirkju í Saln- um sl. sunnudagskvöld og fluttu mið- evrópsk trúarleg ljóðasöngverk eftir Beethoven, Brahms, Dvorák og Wolf. Tónleikarnir hófust á Gellert söngvunum, op. 48. eftir Beethoven. Í þessum sex laga flokki þekkja allir fjórða lagið Die Ehre Gottes (Þitt lof, ó, Drottinn) en lögin eru sérlega einföld nema það síðasta, Busslied, þar sem meistarinn bregður á leik í píanóinu. Lögin voru flutt af látleysi og sama má segja um fjóra alvarlega söngva, op. 121, eftir Brahms, trega- fulla söngva um dauðann. Brahms sækir efni sitt í Biblíuna og endar á hluta af frægri ræðu Páls postula, úr fyrra Korintubréfi hans. Þessi söngvar voru mjög áhrifamiklir í hóf- stilltri túlkun, sem féll einkar vel að alvöruþrungnu tónmáli meistarans. Tíu Biblíusöngvar, op 99, eftir Dvorák voru eftir hlé og þar er efni sótt í Davíðssálma. Nokkuð skyggði það á að lögin voru sungin í annarri þýðingu, sennilega á gamalli þýsku, því þó að textinn væri efnislega eins var orðalag allt annað hjá söngvar- anum en í efnisskrá sem er eins og í útgáfu Supraphon, frá Prag. Þrátt fyrir textaruglið voru þessir fögru og tilfinningaþrungnu söngvar sem einnig eru sérkennilega glaðlegir mjög vel fluttir og sama má segja um þrjá söngva við ljóð eftir Michelang- elo sem eru sérlega fallegur tónvefn- aður, sérstaklega annað ljóðið, Alles endet. Andreas Schmidt er mikill ljóða- túlkandi en frá því sem fyrr var heyrt til hans hefur rödd látið nokk- uð á sjá, er orðin mattari og hefur þyngst en túlkun hans er djúp og einlæg. Með Schmidt var frábær pí- anóleikari, Helmut Deutsch, er aldr- ei setti sig framar en að falla sem best að túlkun söngvarans á blæ- brigðum lags og texta. Þetta voru tónleikar sem bornir voru uppi af listfengi og alvarlegri og íhugulli ljóðatónlist. Seiðandi hugleiðsla TÓNLIST Hallgrímskirkja Quattro Stagioni og Karlakórinn Fóstbræður fluttu kirkjutónlist frá 12. og allt til 21. aldar. Stjórnandi Fóstbræðra var Árni Harðarson. KÓRSÖNGUR Salurinn Andreas Schmidt og Helmut Deutsch, fluttu söngverk eftir Beethoven, Brahms, Dvorák og Wolf. LJÓÐATÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson „Andreas Schmidt er mikill ljóðatúlkandi,“ segir í umsögninni. BSRB heldur sína árlegu Menning- arhátíð í Munaðarnesi í dag klukkan 14:00. Myndlistarsýning Önnu Gunnlaugsdóttur verður opnuð, Sig- rún Hjálmtýsdóttir syngur við und- irleik Jónasar Ingimundarsonar og Pétur Gunnarsson rithöfundur les upp. Menningar- hátíð BSRB KIRKJULISTAHÁTÍÐ stendur til 9. júní. Yfirskriftin er „Ég ætla að gefa regn á jörð“. Laugardagur Hallgrímskirkja kl. 18: Hátíð heil- ags anda hringd inn. Leikið á klukkuspil Hallgrímskirkju. Barokktónleikar kl. 18.15: Antonio Vivaldi: Gloria f. einsöngvara, kór og hljómsveit. Johann Sebastian Bach: Hvítasunnukantatan Erschallet, ihr Lieder, BWV 172, f. einsöngvara, kór og hljómsveit. Kammerkórinn Schola cantorum. Barokkhljómsveit- in Das Neue Orchester frá Köln. Einsöngvarar: Rannveig Sif Sigurð- ardóttir sópran, Guðrún Edda Gunn- arsdóttir alt, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Davíð Ólafsson bassi. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Laugardagur Sveinshús í Krýsuvík kl. 11: Ma- onnuhlaup að Suðurbæjarlaug. Súfistinn kl. 15: BS–KS – samsýning Birgis Sigurðssonar og Kristjáns Helgasonar. Bæjarbíó kl. 16: Juha, kvikmynd eft- ir finnska leikstjórann Aki Kauris- mäki. Hafnarfjarðarleikhúsið kl. 20: Leik- rit Auðar Haralds, „Patreksharm- ur“, frumsýnt í samstarfi við Hafn- arfjarðarleikhúsið. Bjartir dagar í Hafnarfirði HAFIÐ, leikrit eftir Ólaf Hauk Símonar- son, verður frumsýnt í New York 13. júní. Það er leikhópurinn The Luminous Group undir stjórn Kristina O’ Neal, sem bæði leikur í sýningunni og leikstýrir henni. Þýðing Hafsins var í höndum Bernards Scudders. Frumsýn- ing verður fimmtu- daginn 13. júní en sýnt verður fram til 29. júní alls 8 sýn- ingar í Sande Shurin Theater við 43. stræti á Manhattan. Hafið var frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins 19. september 1992 og varð gríðarlega vinsælt og var sýnt 39 sinnum þann vetur. Sumarið 1993 var það leikið 11 sinnum á leikferð um landið og 1994 var það valið sem framlag Ís- lands á leiklistartvíæringinn í Bonn. Hafið var frumsýnt af Borg- arleikhúsinu á Norrænu menning- arhátíðinni í Greifswald í Þýska- landi og einnig var það frumsýnt í vor í borgarleikhúsinu Stralsund. Kvikmynd byggð á leikritinu eftir Baltasar Kormák hefur síðan borið hróður Hafsins víða um heim á undanförnum misserum. „Verkið var leiklesið á norrænni leikritunarkynningu í Norræna húsinu í New York vorið 2001. Kristina sá í verkinu eitthvað sem hún vildi vinna áfram að og telur að eigi erindi við banda- ríska áhorfendur. Mér skilst að leikhóp- urinn sé mjög góður og þar séu nokkuð þekktir leikarar. Kristina kom hingað í vetur og leitaði eftir stuðningi íslenskra fyrirtækja og ráðu- neytis og fékk já- kvæðar undirtektir hjá flestum,“ segir Ólafur Haukur. Í haust verður frumsýnt nýtt verk, Græna landið, eftir Ólaf Hauk í Þjóðleikhúsinu. „Verkið er sérstaklega skrifað fyrir leikarana Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörgu Kjeld og verður væntanlega frum- sýnt á bernskuslóðum þeirra í Keflavík. Þriðja hlutverkið er í höndum Björns Thors, nýútskrif- aðs leikara frá LÍ.“ Leikritið Hafið frumsýnt í Bandaríkjunum Ólafur Haukur Símonarson ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.