Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR umræða hefur verið undanfarið um skort á samkeppni á fjármálamarkaði. Við sameiningu á Kaupþingi og Bún- aðarbankanum er talið að þar myndist sterkari bankaeining sem á að geta í krafti stærðarinnar boðið upp á hagkvæmari þjónustu og þar af leiðandi sé sú sameining jákvæð fyr- ir samkeppni í bankageiranum. Virk samkeppni einkennist af því að fyr- irtæki keppa að því að laða við- skiptavini að. Heilbrigð samkeppni er þegar fyrirtæki keppa á eigin verðleikum að því að bjóða betra verð og betri vöru eða þjónustu. Þetta leiðir til þess að fyrirtæki hag- ræða í rekstrinum hjá sér og byggja upp samkeppnislega yfirburði. Michael Porter hefur haldið því fram í kenningum sínum að fyr- irtæki sem ætla að skara framúr á markaði og ná árangri þurfi m.a. að byggja upp varanlega samkeppn- islega yfirburði. Vernd á markaði fyrir ut- anaðkomandi samkeppni, eða sam- keppnishöft, eru jafnframt takmark- andi fyrir vernduðu fyrirtækin og koma í veg fyrir framþróun og hag- kvæmni. Alan Greenspan, seðla- bankastjóri í Bandaríkjunum, hefur staðhæft að ef lagaleg takmörkun á samkeppni og þar með hagkvæmni verði ekki afnumin, muni það veikja fjármálastofnanir í að bjóða bestu og hagkvæmustu þjónustu til neytenda og á endanum gera þær ósamkeppn- ishæfar í milliríkjasamkeppni. Hverjir eru samkeppnislegir yf- irburðir í greiðslukortaþjónustu? Á Íslandi hafa einungis tvö fyr- irtæki boðið greiðslukortaþjónustu. Annað þjónustar Visa en hitt Mast- erCard, en bankarnir eru sameig- inlegir eigendur beggja kortafyr- irækjanna. Starfsemi greiðslukortaþjónustu skiptist í tvennt, kortaútgáfu og færsluhirðingu. Kortaútgáf- ustarfsemin felst í markaðssetningu á greiðslukortum til almennings og þjónustu við korthafa. Færsluhirð- ing felst í uppgjöri á kortafærslum til verslunar og þjónustu. Bankarnir virðast vera með samkeppni í korta- útgáfunni, þar sem viðskiptavinur bankans getur valið hvaða tegund af korti hann fær sér. Í færsluhirðingu hafa einungis verið þessi tvö fyr- irtæki. Ef söluaðilar ætla að taka við greiðslukortum hafa þeir þurft að semja við bæði fyrirtækin. Þessi systurfyrirtæki, sem skipta með sér að hirða Visa- og MasterCard- færslur, hafa hvort um sig verið með 100% markaðsráðandi stöðu. Ekki hefur því verið um neina samkeppni að ræða í færsluhirðingu, þar til ný- verið. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins hefur unnið með al- þjóðlegu kortafyrirtækjunum í að opna fyrir milliríkjasamkeppni í greiðslukortaþjónustu. Kveikjan að þessari vinnu er sú einokunarstaða sem hefur myndast í greiðslukorta- þjónustu í fjölmörgum löndum, sbr. Íslandi. Reglur um milliríkja- samkeppni hafa í kjölfarið verið rýmkaðar og hefur það opnað mögu- leika á að bjóða kortaþjónustu yfir landamæri. Viðbrögð íslensku kortafyrirtækj- anna við samkeppni í færsluhirðingu hafa einkennst fyrst og fremst af því að byggja upp hindranir í þeim til- gangi að koma í veg fyrir að sam- keppnin nái fótfestu. Hver er ástæðan fyrir þessum við- brögðum? Geta fyrirtækin ekki keppt á heilbrigðan hátt á mark- aðinum? Kannski ætti frekar að spyrja: Er þörf á samkeppni á korta- markaðinum? Hvað getur sam- keppni leitt af sér? Ef kortafyrirtækin lækka verðskrá sína í samkeppnislegu skyni, þá er samkeppnin farin að skila sér beinhart til allra á mark- aðinum. En eru kortafyrirtækin þá að viðurkenna að þeirra verðskrá hafi verið hærri hingað til en nauð- synlegt hafi verið? Annað fyrirtækið byrjaði á því að lækka verðskrána sína, en fjarlægði hana svo alfarið af heimasíðu sinni. Skyldi fyrirtækið nú ætla að bjóða hverju fyrirtæki sérstaklega útreiknuð verð? ... og það þegar söluaðilarnir íhuga að færa hluta viðskipta sinna til annars færsluhirðis? Rétt áður en sam- keppni kom til hafði sama fyrirtækið hækkað verðskrána, en það var talin eðlileg hækkun. Þá höfðu söluaðil- arnir ekki neinn valkost, það var annaðhvort að samþykkja hækk- unina eða hætta að taka við greiðslu- kortum í viðskiptum sínum. Er hægt að kalla þetta virka og heilbrigða samkeppni? Í lokin má spyrja: Eru þessar hindranir sem kortafyrirtækin hafa verið að byggja upp á markaðinum raunverulega að hlífa þeim, eða eru þær takmarkandi fyrir hagkvæmni og þjónustulund þessara fyrirtækja? Eru aðgerðir kortafyrirtækjanna í hag markaðarins og þjónustuaðila? Við þessar aðgerðir kortafyr- irtækjanna gagnvart samkeppninni bætist ógnandi staða bankanna sem eigenda kortafyrirtækjanna. Er ástæða til að hræðast hugsanlegar aðgerðir eigendanna ef söluaðili not- ar þjónustu samkeppnisaðila? Spurning er hvort ekki sé bæði nauðsynlegt og eðlilegast að eign- araðild bankanna í kortafyrirtækj- unum sé tekin til endurskoðunar og skipt upp til að ný samkeppni þurfi ekki að takast á við hagsmunafélög allra banka á Íslandi. Bankarnir eru orðnir það stórir og sterkir að hags- munum þeirra ætti að vera betur borgið í eigin starfsemi frekar en í fyrirtækjum sem eru í sameiginlegri eigu þeirra. Gefur eignaraðildin til- efni til að fyllast efasemdum þegar bankamenn staðhæfa að raunveru- lega ríki samkeppni á fjármálamark- aðinum? Samkeppni á fjármálamarkaði Eftir Jóhannes I. Kolbeinsson Höfundur er framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. S agan segir að banda- ríski heimspeking- urinn Mortimer J. Adler hafi orðið mold- ríkur á því að kenna kaupsýslumönnum siðfræði. Sið- fræði Aristótelesar, nánar til- tekið. Í eftirmælum um Adler, sem fréttastofan Associated Press sendi út er hann lést í júní 2001, sagði meðal annars að hann hefði verið „hæstlaunaði heimspekingur í heimi“. Sagan um Adler hermir nánar tiltekið að hann hafi farið að halda námskeið fyrir almenning um heimspeki Aristótelesar og í tengslum við það gefið út bókina Aristóteles fyrir alla (Aristotle for Everybody), sem rokseldist. Aðsóknin að námskeiðinu var svo mikil að Adler ákvað að einskorða það við sið- fræði Arist- ótelesar. En enn var allt yfirfullt hjá honum. Þá greip hann til þess ráðs að þrengja enn viðfangsefnið á námskeiðinu og kallaði það „Siðfræði Arist- ótelesar fyrir kaupsýslumenn“. Og svo notað sé nú kaupsýslu- legt orðalag: Enn var eftir- spurnin meiri en framboðið. Því miður fylgdi ekki sögunni hvort einhver sérstök ástæða hafi verið fyrir þessari miklu að- sókn kaupsýslumanna í siðfræði. Var þarna fyrir hendi einhver óuppfyllt þörf – og þá einkum hjá kaupsýslumönnum – fyrir umfjöllun um siðferðisefni? Ég held að vísu að það sé fátítt að þeir sem á annað borð kynnast siðfræði Aristótelesar heillist ekki af henni, og þurfi ekki kaupsýslumenn til. Eða kannski var bara Adler svona skemmti- legur kennari. Hver svo sem ástæðan var má af þessari sögu ráða svör við spurningum sem skotið hafa upp kollinum í íslenskri þjóðmála- umræðu undanfarið í kjölfar nokkurra hvítflibbaglæpa þar sem ungir athafnamenn hafa farið að athafna sig helstil frjálslega. Þarf að fara að kenna kaupahéðnum siðferði? Þarf að setja siðfræði á kennsluskrána í öllum þessum háskólum sem kenna viðskipti? Og er yfirleitt hægt að kenna siðferði? Af sögunni um Adler að dæma er svarið við þessum spurn- ingum jákvætt – að minnsta kosti virðist Adler hafa talið svo vera, og allir kaupsýslumenn- irnir sem sóttu námskeiðin hans hljóta að hafa talið sig hafa eitt- hvert gagn af þeim. Annars hefðu þeir varla borgað honum fyrir þau. En ekki eru allir kaupsýslu- menn á þessari skoðun. Einn slíkur – og enginn smá – Jack nokkur Welch, fyrrverandi for- stjóri bandaríska stórfyrirtæk- isins General Electric, sagði ný- lega þegar hann var í heimsókn hér á Íslandi að hann efaðist um að mögulegt væri að kenna fólki sem komið væri á háskólastig muninn á réttu og röngu. Þetta var haft eftir honum í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins þar- síðasta sunnudag. Það er margt sem bendir til að Welch hafi rétt fyrir sér, og skiptir þar mestu greinarmun- urinn á siðferði annarsvegar og siðfræði hinsvegar. Þessi grein- armunur leiðir í ljós, að maður lærir ekki siðferði með því að lesa siðfræði. Þess vegna er ólíklegt að viðskiptasiðferði myndi batna þótt viðskiptasið- fræði yrði gert hærra undir höfði í viðskiptafræði í háskól- um. Í hverju er þá þessi grein- armunur fólginn? Venjulega er hann útskýrður með því, að sið- fræði fjalli um siðferði, svona svipað og bókmenntafræði fjallar um bókmenntir. Þetta fel- ur þá í sér að siðferði er til á undan og leiðir af sér siðfræði, en ekki öfugt. Af þessu leiðir þá aftur að siðferði leiðir ekki af siðfræði, fremur en bókmennta- fræði leiðir af sér bókmenntir. En kannski er það betri út- skýring á þessum greinarmun að segja að siðferði sé fyrst og fremst verklegt en siðfræði ein- ungis bókleg. Siðferði er athöfn, það er ekki hugmyndir eða orð (þótt það flæki dálítið málið að segja má að til séu „munnlegar athafnir“, en sleppum því hér). Siðfræði, aftur á móti, er ekkert nema hugmyndir og orð. Því má grípa hér til hinnar klassísku og haldgóðu líkingar við hjólreiðar og segja að sið- ferði sé eins og að læra að hjóla – maður kemst ekki upp á lag með það nema með því að fram- kvæma það. Maður lærir ekki að hjóla með því að lesa bækur um hjólreiðar. Og þá má enn hnykkja á greinarmuninum á siðferði og siðfræði með því að segja að sið- ferði sé innrætt, en siðfræði sé kennd. Og það er ekki hlutverk skóla að innræta fólki eitt né neitt – það eru bara foreldrar manns sem hafa heimild til (og ber reyndar skylda til) að inn- ræta manni. En ef siðfræði er svona vita- gagnslaus til siðbótar, er hún þá yfirleitt einhvers um verð? Kannski getur hún sagt manni eitthvað. Í Reykjavíkurbréfinu sem nefnt var í hér að ofan er líka vitnað í Kim B. Clark, rekt- or viðskiptadeildar Harvard- háskóla, og haft eftir honum að markaðurinn þarfnist fólks sem ekki láti markaðslögmálin stjórna gjörðum sínum. Það er að segja, maður má ekki leita til markaðarins til að finna lögmál til að fylgja í siðferðisefnum. Þessi orð Clarks má líta á sem siðfræðilega kenningu. Hann er ekki að kenna siðferði, heldur útskýra stöðu og hlutverk sið- ferðisins gagnvart markaðinum. Það er að segja, að siðferði og markaðslögmál séu sitt hvað; siðferði geti ekki ráðist af mark- aðslögmálum og að siðferði gangi á vissan hátt á undan markaðslögmálunum. Þannig getur siðfræðin minnt mann (og kaupsýslumenn) á að maður sé gæddur siðferði, og að þetta siðferði sé mikilvægt og maður eigi að taka mark á því og megi ekki bæla það, jafnvel þótt markaðurinn kunni að virð- ast krefjast þess. Siðferði og siðfræði Þannig getur siðfræðin minnt mann (og kaupsýslumenn) á að maður sé gæddur siðferði, og að þetta siðferði sé mikilvægt og maður eigi að taka mark á því og megi ekki bæla það. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is STEFÁN Pálsson forstöðumaður Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur svarar grein minni Toppstöðin í Elliðaárdal – hug- mynd að nýju hlut- verki sem birtist í Morgunblaðinu 20. maí s.l . með svar- greininni: Toppstöð- ina burt! birtri 1. júní. Það er nú svo í ríki okkar mannanna að margt fleira þarf að skoða betur en gildismat peninganna á hverjum tíma. Lengi vel hefur þótt sjálfsagt að rífa niður og farga öllu sem ekki er lengur notað á Íslandi. Þannig hefur saga okkar og menning beðið mikið og tilfinnanlegt tjón. Íslensk menning er um margt ákaflega merkileg. Hún er hluti arfleifðar menningar Norður-Evrópu sem hefur þróast á eigin forsendum og varðveist í meira en þúsund ár hérlendis. Margt hefur farið forgörðum vegna afleitra geymsluskilyrða, verald- legrar fátæktar einkum eftir sið- skipti, sinnuleysis og skammsýni. Íslendingar eru í dag með ríkustu þjóðum heims. Það virðist mörgum ekki vera nóg því margir vilja meira. Þá er talið réttlætanlegt að eyðileggja önnur gæði til að afla þeirra, t.d. íslenska náttúrufegurð. Hús hafa ekki verið nein und- antekning. Fyrir 30 árum stóð til að rífa Bernhöftstorfuna, dauðadómur yfir henni kveðinn upp. Litið var á þessi gömlu hús sem fortíðarrusl sem rétt væri að afmá fyrir nýjum byggingum. Brennuvargar sáu sér leik á borði og reyndu margsinnis að eyða húsunum. Einn góðan veð- urdag tók hópur hugsjónafólks sig til sem vildi sjá þessi öldnu hús end- urbyggð og þeim fengið nýtt hlut- verk. Í dag stöndum við í þakk- arskuld við þá sem trúðu á góðan málstað. Fyrir bragðið eigum við elstu varðveittu götumyndina í Reykjavík frá fyrri hluta 19. aldar. Toppstöðin í Elliðaárdal er sögð vera risastór stálgrind með asbesti, forljót ásýndum. Fyrir mér er þetta hús hluti af því umhverfi sem eg hef alist upp við í hálfa öld. Hús þetta hefur gríðarlegt burðarvirki, reist til að standast jarðskjálfta, jafnvel eldgos og aðrar náttúruhamfarir um aldur og eilífð. Losun og förgun asbestsins er mjög vandmeðfarin og kostnaðarsöm sem veldur miklu álagi á náttúruperluna sem Elliða- árdalurinn er. Er ekki rétt að staldra ögn við? Er möguleiki að verja þessu mikla fé, 70 milljónum sem ella fer í að brjóta húsið niður, í að endurbyggja það með nýtt hlut- verk í huga? Helstu söfn landsins eiga í miklum vandræðum með geymslurými. Nýta mætti eitt sterkbyggðasta húsið á öllu höf- uðborgarsvæðinu á hagkvæman hátt í þessu skyni. Hver er staðan í safna- og menningarmálum? Hús- næðisþörf safnanna er mikil. Þau þurfa fjargeymslu þar sem unnt er að varðveita hluti sem ekki eru not- aðir daglega en þurfa að vera á vís- um og tryggum stað. Í nær 90 ár voru Landsbókasafnið og Þjóð- skjalasafnið í þröngu sambýli, auk þess um hálfrar aldar skeið með tveim öðrum söfnum í gamla Safna- húsinu. Undir lok 20. aldar var byggt yfir Landsbókasafn og Há- skólabókasafn, Þjóðarbókhlöðuna sem nú er að verða of lítið. Þjóð- minjasafnið hefur verið lokað um nær áratug til mikils baga. Gamla náttúrugripasafnið er í miklum þrenglsum við ófullkomnar að- stæður við Hlemm. Bygging Nátt- úrufræðihúss er ólokið en fram- kvæmdir hófust fyrir áratug. Fyrir um hálfum öðrum áratug var gömul og úrelt mjólkurstöð inn við Lauga- veg keypt fyrir Þjóðskjalasafn. Loksins sást í land að það safn gæti sinnt lagaskyldu sinni að taka á móti skjölum frá ýmsum mikilvægustu embættum og varðveita þau. Voru víða þrengsli í skjalageymslum orð- in slík í landinu, að hægði á stjórn- sýslu. Í sögu menningar hefur tón- listarhús verið á döfinni nánast allan þann tíma sem Sinfóníuhljómsveitin íslenska hefur starfað en hún talin vera á heimsmælikvarða. Hefur hún þraukað í bíóhúsi til bráðabirgða í 40 ár! Nei það er ekki sérleg ástæða til bjartsýni þegar íslensk menning er annars vegar því hún hefur verið n.k. afgangsstærð í refskák stjórn- málanna. Það er ekki sældarbrauð við þessar kringumstæður að varð- veita íslenska menningu. Okkur ber að vera vakandi yfir hverjum þeim minnsta möguleika sem getur nýst okkur. Við Íslendingar erum þekkt- ir fyrir að vera úrræðagóðir þegar á reynir. Íslenskir arkitektar, hönn- uðir og verkfræðingar og fleiri starfsstéttir ónefndar, hafa góða reynslu og afburða þekkingu til að finna góðar lausnir í landi þar sem oft er unnið við erfið ytri skilyrði, veður og vinda, náttúruhamfarir af ýmsu tagi og oft litlum efnum. Víða um land má sjá að gömlum húsum hafi verið fengið nýtt hlutverk, jafn- vel hefur gömlum fjárhúsum og fjósum verið breytt í gestastofur fyrir ferðafólk, margt prýðilega gert með hagsýni og góðu hugmynda- flugi. Ekki má gleyma sjálfum höf- uðstað þjóðarinnar: Á þeim slóðum sem landnámsmaður Reykjavíkur ýtti forðum bát sínum úr vör til fiskjar, má njóta ríkulegra góðgerða í veitingahúsinu Nausti. Þau húsa- kynni voru áður hrörleg fisk- geymsluhús, netageymslur og skúr- ar. Mætti biðja þá Landsvirkjunarmenn sem nú drottna yfir örlögum íslenskra öræfa að doka og gefa íslenskri menningu örlítið tækifæri. Kannað verði hvort raunhæfur sé möguleiki að nýta hús það í Elliðaárdal sem gengið hefur undir nafninu Topp- stöðin en er á dauðalista íslenskra húsbygginga; að því verði breytt í geymslusafn í þágu íslenskra menn- ingarverðmæta. Enn um Topp- stöðina Eftir Guðjón Jensson Höfundur er bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.