Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 37

Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 37 ✝ Bragi Jónssonfæddist á Ísa- firði hinn 15. desem- ber 1947. Hann lést á heimili sínu í Hlíð- arstræti 24 í Bol- ungarvík hinn 28. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóhannesson, f. 7. nóvember 1900, d. 2. júlí 1973, og Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 1. júlí 1906, d. 24. janúar 1974. Bragi var næst yngstur ellefu systk- ina. Sammæðra var Valdheiður Margrét Valdimarsdóttir, f. 23. ágúst 1929, d. 23. janúar 1990. Elst alsystkina er Þóra Jóhanna, f. 17. júlí 1931. Sigurður Páll, f. 1. ágúst 1933, d. 3. mars 1950. Kristján Guðbjörn, f. 4. júlí 1935. Eggert Jón, f. 31. júlí 1936. Sigurhjörtur, f. 20. febr- úar 1940, d. 15. apríl 1984. Alda Guðrún, f. 11. janúar 1942. Rósamunda, f. 11. janúar 1942, d. 20. nóvember 1942. Valdemar Magnús, f. 13. mars 1945. Baldur, 15. desember 1947. Barnsmóðir Braga er Rósa Guð- munda Benedikts- dóttir, f. 15. júlí 1951. Þau eiga dótt- urina Hjálmfríði Björk, f. 13. maí 1969. Bragi kvænt- ist Elínborgu Jóns- dóttur, f. 9. nóvem- ber 1950. Þau slitu samvistum Þau eignuðust fjögur börn.Þau eru: Jón Kjartan, f. 15. maí 1969. Hafþór, f. 19. september 1971. Bjarki, f. 23. september 1975, og Sólrún, f. 21. febrúar 1979. Barnabörnin eru níu. Sambýliskona Braga var Vig- dís Bragadóttir, f. 28. maí. 1952. Vigdís á fjögur börn. Útför Braga fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig langar að kveðja hann Braga tvíburabróður minn með fá- einum orðum. Bragi var einn af mínum bestu vinum. Þó að við höf- um kannski ekki verið mjög líkir í útliti þá var margt annað sem var líkt með okkur. Við vorum báðir rólegir að eðlisfari og ekki mikið fyrir að vera í miklu fjölmenni. Þú varst stríðinn og oft var ég að reyna að þagga niður í þér, en allt- af var þetta meint í góðu og þú vildir öllum vel. Orðheppinn varstu og áttir mjög auðvelt með að svara öllu á kíminn hátt. Þú varst mesta ljúfmenni og vildir öllum vel. Við þurftum alltaf að vita hvor af öðrum, þó þú byggir um tíma á öðrum stöðum á landinu þá hringdum við hvor í annan til að fá fréttir. Þó að það hafi verið um tíma sem erfiðleikar steðjuðu að og ekki hafi verið mikið samband á milli okkar á þeim tíma, þá var þegar við hittumst á ný eins og við hefðum sést í gær. Við fórum þá á milli og heimsóttum hvor annan. Nú varstu loksins búinn að finna staðfestu á nýjan leik og hittir hana Vigdísi og fórst að búa með henni. Þið settust að hérna fyrir vestan, það gladdi mig mikið, þá var styttri vegalengd á milli okkar. Þér var loksins farið að líða mjög vel og þá hverfurðu frá okkur á svona snögglegan hátt. Við vorum búnir að ákveða að gera svo margt nú í sumar. Ætluðum að fara í veiðitúra og ferðast um á húsbíln- um sem þið voruð nýbúin að eign- ast, við ræddum það mikið og ég var farinn að hlakka til þess. En nú förum við ekki í þessar ferðir og ég fæ þig ekki í heimsókn leng- ur og get heldur ekki farið í bíltúr út í Bolungarvík til að heilsa upp á þig. Þegar ég hitti þig síðast, á mánudeginum áður en þú deyrð þá bjóst ég ekki við að það væri í síð- asta sinn sem við myndum hittast. Mér fannst þú vera fölur og þreyttur en samt bjóst ég ekki við að þú færir svona fljótt. Þú sem alltaf varst svo hress og kvartaðir aldrei en svo í vetur fórstu að finna fyrir verkjum fyrir brjóstinu og fórst svo loksins til læknis og varst sendur suður í hjartaþræð- ingu og við bjuggumst við að þá myndi sá verkur hverfa. En ekki kvartaðirðu og hélst áfram að vinna eins og ekkert væri, þó þú værir þreyttur og slappur. Elsku Bragi minn, nú kveð ég þig að sinni. Ég á eftir að sakna þín og ég á eftir að hugsa oft til þín. Ég veit að þegar minn tími mun koma þá munum við hittast aftur. Ég sendi Vigdísi, börnum hans Braga og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur mínar. Þinn bróðir Baldur. BRAGI JÓNSSON ✝ Sveinn Bjarna-son fæddist á Bakkagerði í Borg- arfirði eystra hinn 3. október 1917. Hann lést á sjúkra- deild Heilbrigðis- stofnunar Austur- lands á Egilsstöðum 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Sveins- son skrifstofumaður og bóndi, f. 7. júní 1886, d. 30. ágúst 1967, og Guðríður Ágústa Högnadótt- ir, f. 7. ágúst 1884, d. 4. maí 1975. Sveinn var yngstur þriggja systkina. Hin voru: Sigfríð Katr- ín, f. 22. júní 1909, d. 4. nóv. 1982, og Guðrún Jóna, f. 14. maí 1915, d. 27. ágúst 1965. Ennig ólst upp hjá foreldrum Sveins, frá sjö ára aldri, systursonur Ágústu, Karl Sigurður Stefáns- son, f. 3. janúar 1922, d. 30. ágúst 1953. Sveinn var kvæntur Önnu Björgu Jónsdóttur frá Geitavík í Borgarfirði eystra, f. 13. júlí 1920, d. 30. desember 2002. Eignuðust þau tíu börn. Þau eru: 1) Geirlaug, f. 11.10. 1942, trygg- 12.7. 1945, líffræðingur á Borg- arfirði eystra. 4) Páll, f. 17.7. 1947, lengst af bóndi en gegndi fleiri störfum, d. 20.10. 1986. 5) Jón, f. 2.7. 1949, bóndi á Grund í Borgarfirði. 6) Ingibjörg, f. 2.5. 1954, bókari, búsett í Reykjavík, gift Inga Eyjólfi Friðþjófssyni. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Harpa Sif og Ívar Hlynur. 7) Karl, f. 9.4. 1956, útgerðarmaður á Borgarfirði eystra, sambýlis- kona hans er Sigurlaug Margrét Bragadóttir. Dætur þeirra eru Kolbrún og Hallveig. 8) Bóthild- ur, f. 21.1. 1958, hjúkrunarfræð- ingur á Akureyri, gift Bernard Gerrisma, börn þeirra eru Berg- lind og Bjarki. 9) Guðrún Hvönn, f. 15.10. 1959, kennari í Reykja- vík. 10) Skúli, f. 22.1. 1962, stýri- maður og rekur hann ferðaþjón- ustu á Borgarfirði. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Melstað í Borgarfirði. Sveinn stundaði nám við Bænda- skólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðinámi 1939. Sveinn og Anna Björg hófu búskap á heimili Sveins árið 1943. Jafn- hliða því byggðu þau upp eyði- býlið Hvannstóð. Þangað flytur fjölskyldan árið 1946. Árið 1999 bregða þau búi og flytja að Vík- urnesi í Borgarfirði. Síðustu tvö árin dvaldi Sveinn á sjúkrahús- inu á Egilsstöðum. Útför Sveins verður gerð frá Bakkagerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ingafulltrúi á Egils- stöðum, gift Sveini Jóhannssyni, eiga þau þrjú börn: Jó- hann, kvæntur Haf- dísi Guðmundsdótt- ur. Börn þeirra eru Sveinn Þorgeir, Guð- mundur Gauti og Brynjar Logi; Anna Björg, sambýlismað- ur Ólafur Helgi Ólafsson, þeirra börn eru Þórdís og Ólafur Geir; Bjarni Ágúst, sambýliskona Gréta Björk Ómarsdóttir. Börn: Elísa Björt og Alexeander Ágúst. 2) Ágústa, f. 31.12. 1943, starfsstúlka á Seyðisfirði, gift Helga Eyjólfssyni, eiga þau fjög- ur börn: Þorkell kvæntur Lukku Sigríði Gissurardóttur. Börn: Eyjólfur og Elínrós; Magnús Bjarni, kvæntur Ásdísi Snjólfs- dóttur. Þau skildu. Börn: Hug- rún Birna og Sveinn. Barn Hug- rúnar er Adam Ingi, fyrsta langalangafabarn Sveins; Ósk, gift Stefáni Tryggvasyni. Börn: Hannes Garðar, Sævar Páll og Sigurbjörg Arna; Anna, gift Guðna Sigmundssyni. Börn: Helgi og Vilborg. 3) Bjarni, f. Nú er hann afi í Hvannstóði bú- inn að fá hvíldina. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ekki vera svo langt síðan ég var í sveit hjá afa og ömmu en ég var svo heppin að fá að vera hjá þeim í Hvannstóði í nokkur sumur. „Ertu komin, gæska, komdu með kollinn hans afa.“ Svo kyssti hann mig á kollinn. Þannig var afi vanur að heilsa mér og alltaf leið mér vel eftir þessa kveðju. Afi ætlaði sér alltaf að verða bóndi en það var ekki átakalaust fyrir hann og ömmu að flytjast inn að eyðibýlinu Hvannstóði með þrjú börn í hálfklárað hús en afi hafði haft kindur innfrá í nokkurn tíma áður en þau fluttu og fór hann gangandi eða ríðandi til gegninga. Það var oft þröngt í litla húsinu í Hvannstóði, hjónin eignuðust tíu börn en þrátt fyrir það flutti Gústa langamma til þeirra og bjó hjá þeim til æviloka. Gestrisin voru þau og oft man ég eftir fullu húsi af gestum og alltaf var nóg til handa öllum. Ekki skipti afi sér oft af eldhús- störfunum hjá ömmu en hann átti það til að koma með pylsur handa mér ef ég borðaði ekki það sem var á borðum. Afi var rólegur maður, heiðarleg- ur, ósannsögli þoldi hann ekki og var afskaplega staðfastur. Afi hafði lifað margar breytingar í búskap sínum. Hann var fjárbóndi af lífi og sál og það voru mörg áföll- in sem hann gekk í gegnum í sínum búskap en steininn tók úr þegar skera þurfti niður allt fé vegna riðu og ég veit að það fékk mikið á hann. Það sýnir hve afi var staðfastur að eftir fjárskiptin, þá rúmlega sjö- tugur, byggði hann sér nýtt fjárhús og fékk sér kindur á ný. Fyrir nokkrum mánuðum fylgd- um við ömmu síðasta spölinn og ég veit að hún tekur vel á móti afa með góðum kaffisopa. Mikið á ég eftir að sakna þess þegar ég kem á Borgarfjörð að hafa ekki afa og ömmu í Hvann- stóði og finnast ég vera komin heim. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að kveðja hann afa minn. Bless, gæskur. Anna Björg. SVEINN BJARNASON Elskuleg móðir mín, amma, langamma og lang- alangamma, GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri laugar- daginn 31. maí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 12. júní kl. 13.30. Bára Guðrún Sigurðardóttir og ömmubörnin öll, stór og smá. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ELÍNBORG SIGURDÓRSDÓTTIR (Stella), Háholti 27, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 29. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einvarður Jósefsson, Anna Sigurðardóttir, Jón Mímir Einvarðsson, Sigurður Unnar Einvarðsson, Birna Lárusdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, KRISTJÁN G. KRISTJÁNSSON fyrrv. hafnarvörður, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 31. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. júní kl. 13.30. Kristján Birgir Kristjánsson, Anna Snæbjörnsdóttir, Guðmunda Auður Kristjánsdóttir, Vilhelm Ingólfsson, Ása María Kristjánsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Bárugötu 6, Dalvík. Kristinn Þorleifsson, Össur Kristinsson, Berglind Andrésdóttir, Birgir Össurarson, Birna Björnsdóttir, Björg Össurardóttir, Einar Einarsson, Sigrún Össurardóttir, Haraldur Ólafsson og langömmubörn. Okkar ástkæra, GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Leifsgötu 7, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut að morgni föstudagsins 6. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Systkinin frá Arnórsstöðum og aðrir vandamenn. Eiginmaður minn og faðir okkar, MATTHÍAS JÓHANN JÓNSSON framkvæmdastjóri, Rauðhömrum 12, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 5. júní. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 13. júní kl. 13.30. Anita Villadsen og börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.