Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Una Guðrún Ein-arsdóttir fæddist á Hámundarstöðum í Vopnafirði 18. ágúst 1930. Hún andaðist 28. maí síðastliðinn á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi. Hún var annað barn foreldra sinna en þau voru Einar Sveinbjörnsson bóndi á Hámundar- stöðum, f. 4. janúar 1899, d. 9. maí 1980, og Kristrún Guð- björg Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 30. nóvember 1897, d. 23. júlí 1990. Systkini Unu eru: Hermann, f. 17. mars 1929, kvæntur Láru Runólfsdótt- ur og eru þau búsett á Akureyri; María Guðbjörg, f. 30. maí 1932, d. 28. október 1945; Guðmunda Þórhildur, f. 27. desember 1937, gift Sigurbirni Ólasyni og eru þau búsett í Þorlákshöfn; og Eva Sveinbjörg, f. 17. maí 1939, búsett í Kópavogi. Una giftist 23. maí 1953 Sig- mundi Davíðssyni vélstjóra á Vopnafirði, f. 26. febrúar 1915, d. 21. júní 1981, og bjuggu þau á Vopnafirði allan sinn búskap. Börn þeirra eru: 1) Davíð Einar, f. 15. febrúar 1954, rafeindavirki í Reykjavík, kvæntur Sæunni Thorarensen og eiga þau þrjú börn, Sigmund, Láru Rut og Dav- íð Ólaf. 2) Birgir Hermann, f. 5. maí 1955, sjómaður á Seyðisfirði, kvæntur Kristrúnu Aradóttur og eiga þau tvær dætur; Ástu Guð- rúnu, sambýlismað- ur hennar er Símon Gunnarsson, og Her- dísi Jónu. 3) Svein- björn Unnar, f. 1. mars 1959, vélstjóri á Vopnafirði, kvænt- ur Kolbrúnu Gísla- dóttur og eiga þau tvö börn; Lenu Ýri og Axel Örn, en áður átti Kolbrún soninn Gísla sem alist hefur upp sem eitt af barnabörnum Unu, sambýliskona hans er Svanbjört Brynja Bjarkardóttir og eiga þau dótturina Dagbjörtu Ýri. 4) Hjalti, f. 2. nóvember 1960, bygg- ingartæknifræðingur í Garðabæ kvæntur Steinunni Thorarensen og eiga þau þrjár dætur, Katrínu, Hafdísi og Laufeyju. 5) Guðbjörg María, f. 6. apríl 1962, gift Rík- harði Jónassyni en þau annast um rekstur Útgerðarfélags Breiðdæl- inga og eiga þau tvö börn, Kol- brúnu Evu og Jón Axel, en áður átti Guðbjörg María dótturina Unni Jónu, sem eignaðist litla dóttur 25. maí síðastliðinn. Útför Unu verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar Una fór að fara burtu úr foreldrahúsum lá leið hennar fyrst í nám í alþýðuskólanum á Eiðum vet- urna 47-48 og 48-49. Síðan fór hún til Akureyrar á námskeið í fatasaumi en hún var „afburða snillingur“ í öllum saumaskap, oft fannst manni það ótrúlegt þegar maður horfði á hana sníða föt hvað hún virtist sjá á auga- bragði hvernig flíkina skyldi sníða og allt passaði upp á millimetra þeg- ar farið var að sauma hana síðan saman, þó hún notaði engin snið heldur bara merkti fyrir með títu- prjónum á efnið eftir málinu sem hún tók af þeim sem flíkina átti að fá. Saumaði hún mikið af fatnaði fyrir Vopnfirðinga. Síðar átti það fyrir henni að liggja að standa fyrir rekstri á saumastofu á Vopnafirði í 12 ár, sem gaf mörg- um konum þar atvinnutækifæri, en saumastofan framleiddi fatnað fyrir Álafoss á sínum tíma. Auk uppeldisstarfa barnanna og annarra starfa var trjárækt síðan hið stóra áhugamál Unu mestan hluta ævi hennar. Trjáræktinni kynntist hún fyrst 16 ára gömul hjá frú Oddnýju Metú- salemsdóttur í Ytrihlíð í Vopnafirði en hún var mikil ræktunarkona og átti fallegan trjágarð við heimili sitt. Fékk hún gjarnan unglinga til sín á vorin úr ungmennafélaginu til að hjálpa sér við vorhreinsunina á garð- inum og gaf síðan unglingunum trjá- plöntur fyrir hjálpina. Eftir að Una gifti sig og þau Sig- mundur höfðu byggt sér hús á Vopnafirði byrjaði Una smátt og smátt að rækta upp lóðina í kringum húsið og fyrr en varði var kominn fallegur trjá- og blómagarður við heimili þeirra hjóna í ,,Lundi“ Hafn- argötu 15. Hún pantaði trjáplönturnar frá Hallormsstað, og þegar aðrir sáu hve vel henni gekk með trjáræktina urðu alltaf fleiri og fleiri, sem fengu áhuga og byrjuðu að rækta upp garða sína á Vopnafirði, en Una sá hinsvegar um allar pantanir á trjá- plöntunum til fjölda ára bæði fyrir sig og aðra. Síðan kom að því eins og hún sagði að garðurinn var allt of lítill fyrir trjáræktaráhuga hennar. Fór hún þá til sveitarstjórans og fékk leyfi til að gróðursetja trjáplöntur í land bæjarfélagsins eftir að það hafði verið girt af þannig að búpeningur gat ekki skemmt gróðurinn. Gróð- ursetti hún síðan fjölbreyttan trjá- gróður á löngu svæði í hlíðina fyrir ofan byggðina. Una gróðursetti oft á hverju ári mörg þúsund plöntur og allar keypti hún fyrir sína eigin pen- inga, hún lagði iðulega mest allt eða allt orlofsfé sitt ár eftir ár í að kaupa trjáplöntur sem hún gróðursetti og gaf sveitarfélaginu, sem og vinnu sína. Þetta svæði er nú að vaxa upp og verður í framtíðinni fallegt úti- vistarsvæði fyrir Vopnfirðinga og aðra sem þar eiga leið um. Una stóð einnig fyrir gróðursetn- ingu á trjám í landsvæði inni í Hofs- árdal fyrir sveitafélagið. Eftir að maður Unu dó átti hún eftir að flytjast til Breiðdalsvíkur þar sem dóttir hennar býr. Þar kynntist hún fólki í skógræktunar- félaginu á staðnum, sem mikinn áhuga hefur á trjárækt og þar hefur hún í mörg ár varið mest öllum sín- um frístundum á sumrin við að gróð- ursetja tré og hlúa að trjágróðri, en í Breiðdal eru að vaxa upp stór svæði, sem eru orðin og eiga eftir að verða falleg útivistarsvæði í framtíðinni. Una fór í margar utanlandsferðir með Skógræktarfélagi Íslands til að sjá og kynna sér skógrækt hjá öðr- um þjóðum. Fór hún m.a. til Noregs, Skot- lands, Austurríkis, Alaska, Finn- lands og Rússlands, sem var síðasta ferð hennar á síðastliðnu sumri, en í þeirri ferð skoðaði hún m.a. fræg- asta lerkilundinn í Rússlandi, Raiv- olalundinn á Kirjálaeiðinu, sem hún sagði að hafi verið toppurinn á ferð- inni. Í þessum ferðum safnaði hún miklu af fræjum, sem hún sáði síðan þegar heim kom og ræktaði upp plöntur til gróðursetningar. Það er alveg ótrúlegt hvað Una hefur lagt mikið af mörkum við að græða og fegra landið fyrir utan alla aðra vinnu, en fram yfir sjötugt vann hún oftast fullan vinnudag. 15. nóvember 2002 voru Unu veitt landgræðsluverðlaunin ásamt þrem- ur öðrum einstaklingum í höfuð- stöðvum Landgræðslunnar í Gunn- arsholti. Við það tækifæri sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri meðal annars: ,,Hlutverk verð- launanna er að kynna og efla enn frekar það mikla sjálfboðastarf sem unnið er víðsvegar um landið. Þessi verðlaun eru veitt einstaklingum, fé- lögum og fyrirtækjum fyrir framúr- skarandi störf í þágu landgræðslu og gróðurverndar.“ Átti Una þessa við- urkenningu svo sannarlega skilið fyrir allt sitt mikla framlag til upp- græðslu og gróðurverndar. Eftir að veikindi Unu komu í ljós á síðastliðnu hausti og hún þurfti að koma suður til Reykjavíkur til lækn- ismeðferðar féll henni ekki verk úr hendi fremur en fyrr, notaði hún þá tíma sinn í útsaum á dúkum, sem voru hver öðrum fallegri og hún gaf börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Hún kvaddi þau með fallegum rósum saumuðum í dúka. Það má segja að þegar hún gat ekki lengur gróðursett í jörðina saumaði hún blóm og greinar í kaffi- og stofu- dúka nánast fram á síðasta dag síns jarðneska lífs. Kæra systir, við þökkum þér inni- lega fyrir samfylgdina á jarðarsvið- inu, en með öllum þínum verkum hefur þú skilið eftir þig stórkostlega gjöf til lands vors og Móður jarðar með öllum þeim trjágróðri, sem þú af elju þinni gróðursettir í ógróin landsvæði, mela og auðnir og græddir þau upp, sem nú eru að verða og eru orðin að fallegum úti- vistarsvæðum. Þú ert ein af hinum ,,stóru sálum“, sem mun skína um aldur og ævi á himneskum sviðum sem stór engill. Blessuð sé minning þín. Við vottum börnum þínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum okkar dýpstu samúð. Þín systkini. Hermann og fjölskylda, Guðmunda og fjölskylda og Eva. Elsku amma, nú þegar komið er að kveðjustund langar okkur í nokkrum orðum að þakka þér fyrir samverustundirnar okkar, þær stundir eru okkur mjög eftirminni- legar og við munum alltaf geyma þær í hjörtum okkar. Það sem er fremst í huga okkar núna er þegar þú tókst okkur með á Vopnafjörð, þar sem við plöntuðum trjám í skóg- ræktina í sameiningu, spjölluðum saman og þú fræddir okkur um allt milli himins og jarðar. Á þessum tíma kynntumst við þér náið, áhugi þinn og þekking á trjárækt, sauma- skap og öllu mögulegu hefur smitast yfir til okkar og það munum við æv- inlega vera þakklátar fyrir. Í gegn- um tíðina höfum við dáðst að sjálf- stæði þínu, krafti og sköpunargleði, þú ert okkar fyrirmynd og hefur gef- ið okkur gott veganesti til framtíð- arinnar. Þessa góðu eiginleika ætl- um við að reyna að nýta í lífi okkar og starfi og þannig lifir þú að eilífu í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við kveðjum þig með tárum, elsku amma, en minningarnar um þig og skógræktin þín eru einn stór minn- isvarði um þig og stundirnar okkar saman. Ásta Guðrún og Herdís Jóna Birgisdætur. Nú þegar að amma hefur kvatt okkur þá rifjast upp ótal margar minningar. Við lékum okkur svo mikið á saumastofunni hjá henni og fylgdum henni upp í hraun að gróð- ursetja. Og man ég sérstaklega vel eftir einni ferð. En hana fórum við 17. október á afmælisdegi bróður míns. Það var snjókoma og frost, en amma vissi alveg hvað hún var að gera. Í dag lifa þessar plöntur góðu lífi og skírðum við þennan reit Vetr- arskóginn. Það er skrýtin tilhugsun að amma eigi aldrei aftur eftir að koma bros- andi inn um þvottahúsdyrnar hjá okkur á leið upp í hraun. En núna veit ég að henni líður betur og er loksins komin til afa. Það er mikið sem amma hefur skilið eftir sig. Við getum minnst hennar með því að líta upp í brekk- urnar heima á Vopnafirði og séð allt það sem hún hefur afrekað. En amma þurfti að berjast við sjúkdóm síðustu mánuðina, en sú barátta varð stutt og erfið. Amma gafst aldrei upp í veikindum sínum enda átti hún eftir að gera svo mikið. Hún sagði við mig að hún ætti eftir að klippa litlu trén sín til og þyrfti að gefa þeim áburð fyrir sumarið. Ég kveð ömmu með söknuði. Þín sonardóttir, Lena Ýr. Ég geng um svæði Skógræktar- félags Breiðdæla (SB) við Staðar- borg og virði fyrir mér trjáplönt- urnar sem gróðursettar hafa verið á árunum 1988 til 2002. Það er hljótt á svæðinu. Einstaka fuglskvak rýfur kyrrðina milda og djúpa. Ég tel mig vera að stinga niður asparstiklingum en verkið gengur hægt. Minningar sækja að. Sú sem lagði hér til drjúg dagsverk kemur ekki framar til starfa. Hún er látin. Una Einarsdóttir lést í Reykjavík hinn 28. maí úr krabbameini. Það greindist sl. haust. Una kvaddi okk- ur hjónin vongóð. Vorið bjó í augliti hennar – vor með gróðursetningu. Við vonuðum það besta. Sú von brást og staðreyndin er sár. Tregablandin. En ganga um svæðið, þar sem Una fór um með gróðursetningar-staf eða reku, þar sem hún undirbjó skjólbelti, planlagði stíga og aðgengi um svæðið, gerði göngubrýr yfir lækina, alltaf glaðbeitt enda unni hún starfinu, eru smyrsl á tregann. Fyrstu kynni okkar hjónanna af Unu voru síðla dags fyrir u.þ.b. 15 árum. Hún kom til okkar hjónanna, þar sem við dútluðum í garðinum og spurði, hvort hún mætti stinga niður nokkrum víðistiklingum inn á Hellum. Vissi að við vorum eitthvað að fást við skógrækt. Vitaskuld var það ekki nema sjálfsagt. Hún gæti hagað því að vild. Þar með var ten- ingunum kastað. Sterk og góð kynni hófust. Þau vöruðu allt til hinsta dags þessarar vinnusömu konu – og vara enn. Það er ómetanlegt að kynnast fólki sem Unu. Hún var fróð. Hallaði aldrei á nokkurn mann. Sagði skemmtilega frá. Fór býsna víða, tók vel eftir og gat miðlað öðrum af reynslu sinni. Hún fræddi okkur hjónin mikið um sína byggð í Vopna- firði, dalina og heiðarnar inn af sveitinni. Það og margt fleira geym- um við í minninu með ómældri þökk. Una fór nokkrar utanlandsferðir á vegum Skógræktarfélag Íslands (SÍ), m.a. til Alaska og síðast til Finnlands 2002. Er heim kom miðl- aði hún okkur með gleði því sem fyr- ir augun hafði borið bæði með frá- sögn og myndum. Sl. haust heiðraði SÍ Unu fyrir langt og farsælt starf á sviði skógræktar og landgræðslu. Það gladdi okkur hjónin mjög. Hún átti það svo sannarlega skilið. Fyrir hönd SB þökkum við SÍ þann verð- skuldaða heiður sem það sýndi þess- ari dugmiklu konu. En gleggst tala verkin. Þúsundir skógarplanta sem á næstu árum munu vaxa og dafna og mynda fal- legt útivistarsvæði fyrir framtíðina. Á stundum stóðum við Una þar sem hæst bar á skógræktarsvæðinu og bollalögðum skipulagningu þess. Vorum sammála um flest, ef ekki allt. Fyrir utan trjágróðurinn sáum við í anda tjarnir prýða svæðið, lítinn kofa sem hægt væri að gefa gang- andi kaffitár og trjásafn sem hún var farin að vinna að. Ég vænti þess þá tímar líða, að Breiðdælir heiðri minningu þessarar ötulu konu með því að framkvæma sem mest af því sem við Una sáum fyrir okkur í sól- skini sumranna er horfin eru í ómæl- ið. Una er einnig horfin sjónum út í bláa eilífðina. En hún vakir í minni okkar félaganna í SB – allra er hana þekktu. Vandamönnum sendum við samúðar-kveðjur. Skógræktarfélag Breiðdæla, Jóhanna og Guðjón í Mánabergi. UNA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Krossar á leiði Ryðfrítt stál - varanlegt efni Krossarnir eru framleiddir úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáli. Minnisvarði sem endist um ókomna tíð. Sólkross m/geislum. Hæð 100 sm frá jörðu. Tvöfaldur kross. Hæð 110 sm frá jörðu. Hringið í síma 431-1075 og fáið litabækling. Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 1076 BLIKKVERKSF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.