Morgunblaðið - 07.06.2003, Síða 42

Morgunblaðið - 07.06.2003, Síða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Um miðja síðustu öld voru íbúar Hnífsdals um þrjúhundruð. Flestir þorpsbúar höfðu atvinnu við fiskveiðar og vinnslu sjávarfangs. Þó var enn stundaður búskapur á fimm jörðum í útjaðri byggðarkjarnans. Ein þessara jarða var Heimabær, sem verið hafði í eigu sömu ættar um langan aldur. Jörðin var talin til landnámsjarða. Hinar jarðirnar í Hnífsdal, sem enn var búið á, voru Bakki, Hraun og Búð, en í Fremri- Hnífsdal hafði búskapur þá lagst af. Árið 1946 er Heimabær til leigu. Fluttu þá þangað frá Ósi í Bolung- arvík sæmdarhjónin Magnús Há- konarson og Ingunn Jónasdóttir, ásamt börnum sínum og vinnufólki. Frá Heimabæ fluttu þau fjórum ár- HÁKON MAGNÚSSON ✝ Hákon Magnús-son fæddist í Reykjarfirði 30. des- ember 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut föstu- daginn 9. maí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 16. maí, í kyrrþey að ósk hins látna. um síðar til Reykjavík- ur, þar sem þau töldu sig betur geta séð fjöl- mennri fjölskyldu sinni farborða. Þegar svo stór fjöl- skylda tekur sér ból- festu í fámennu þorpi vekur það að sjálfsögðu athygli þorpsbúa. Há- kon og sá sem þetta rit- ar voru á líkum aldri. Aðrir drengir í þorpinu þurftu að láta á það reyna, hvort aðflutti táningurinn Hákon kæmi til með að falla vel í hópinn. Gerðist það gjarnan með þeim hætti að kallað var í ögr- andi tón til hins aðflutta og þannig könnuð viðbrögðin. Þau voru með þeim hætti, að ekki fór á milli mála, að þarna fór unglingur, sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna. Hann reyndist hvergi smeykur og svaraði til baka fullum hálsi. Það var með þessum hætti, sem kynni okkar urðu fyrst og upp úr þeim varð náinn vin- skapur. Það var gott að koma á heimili foreldra hans. Þar ríkti glað- værð og góðvild í garð allra, sem þangað komu, þrátt fyrir mikið ann- ríki heimilisfólksins. Við áttum síðar eftir að verða her- bergisfélagar, fyrst á Ísafirði, þegar við sóttum Gagnfræðaskólann þar í bæ, og síðar um nokkurn tíma, þegar við vorum komnir til náms í Reykja- vík. Betri herbergisfélaga var ekki hægt að hugsa sér. Þegar ég kom til náms í Reykja- vík, en þangað höfðu foreldrar hans þá flutt, hafði Hákon gerst forfram- aður, var sigldur og kominn til náms við Lýðháskólann í Sigtuna í Sví- þjóð. Að sækja á þeim árum nám í útlöndum þótti þorpsbúanum nánast ævintýri, enda var fetað í sömu fót- spor, þótt á öðrum vettvangi væri. Hákon lauk prófi frá Kennara- skóla Íslands 1953 og hélt tvívegis til framhaldsmenntunar erlendis. Hann vann alla tíð við kennslustörf, þar til hann fór á eftirlaun 1993. Honum féll það starf vel og skapgerð hans var vel til þess fallin. Hann var bók- hneigður og vel ritfær, og hneigðist hugur hans til starfa á þeim sviðum. Hann hafði einstakt lag á því að segja hnyttilega frá og oftast var far- ið af hans fundi með bros á vör. Við fráfall góðs drengs rifjast æskuminningar upp, minningar sem eru bjartar og kærar. Hákon var léttur í lund, góðviljaður og hjálp- samur. Hann vildi öllum vel og með honum var gott að vera á góðri stund. Að leiðarlokum er samferðin þökkuð. Við Almut sendum eigin- konu hans, Maríu Önnu og fjöl- skyldu hjartanlegar samúðarkveðj- ur. Þorvarður. Okkar kæri vinur Palli eins og við köll- uðum hann alltaf er lát- inn eftir erfiðan sjúk- dóm. Ég kynntist honum fyrst þegar ég byrjaði að vinna í versluninni Jes- Zimsen í Ármúla þá var hann verslunarstjóri. Ég man alltaf eftir fyrsta deginum þegar Palli spurði mig hvort ég hefði hjól- börupróf. Hann var alltaf gaman- samur, þægilegur í umgengni og gott að vinna með honum. Ég og maðurinn minn kynntumst síðan Palla og Ásu konunni hans mjög vel, hún var líka að vinna hjá Zimsen. Við áttum margar ánægjulegar sam- PÁLL ÓLAFSSON ✝ Páll Ólafssonfæddist í Reykja- vík 20. júní 1922. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Fossvogi 30. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 8. maí. verustundir, oft var farið í ökuferðir, þau komu oft til okkar. Palli hafði unun af að keyra bíl sinn, sem við nutum góðs af þar sem maðurinn minn hefur ekki getað keyrt lengi vegna veikinda. Við munum ekki gleyma þér og þökkum allan hlýhug í okkar garð á liðnum árum. Við söknum góðs drengs. Blessuð sé minning hans. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni, af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki, var gjöf sem gleymist eigi, gæfa var það öðrum, sem fengu að kynnast þér. (Ing. Sig.) Ása mín. Við vottum þér og fjöl- skyldu innilega samúð. Geirlaug og Árni. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Í dag kveðjum við einstaka konu. Konu sem lifði löngu og við- burðaríku lífi, færði birtu og yl inn í líf allra sem hún umgengst og hafði brennandi áhuga á lífinu alveg fram á hinstu stund. Við fjölskyldan getum aldrei full- þakkað allt það sem Jóna var okkur í gegnum árin. Hjá okkur hét hún alltaf „Jóna mín“, það var bara til ein „Jóna mín“. Hún hafði svo mikið að gefa, þekkingu og reynslu, en mest af öllu óendanlegan kærleika. Við eigum dýrmætar minningar með Jónu, bæði frá námsárunum í Bandaríkjunum og eins eftir að við komum heim. Við erum þakklát fyr- ir tímann sem við fengum að eyða með henni og gleðjumst yfir því að vita að við munum hitta hana aftur. Við deilum þeirri fullvissu með henni að Kristur muni koma aftur, eins og hann lofaði, og vekja þá sem dáið hafa í trú á hann til lífsins aft- ur. Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hin- ir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru. Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu. Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með bás- únu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drott- in í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Uppörvið því hver ann- an með þessum orðum. (1. Þessalonikubréf 4:13–18.) Þvílíkur dýrðardagur. Þangað til kveðjum við Jónu mína og þökkum JÓNA HEIÐAR ✝ Jóna Heiðarfæddist í Garðbæ í landi Stóru-Vatns- leysu á Vatnsleysu- strönd 18. apríl 1901. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund 23. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Aðventkirkjunni 30. maí. forréttindin að hafa fengið að vera sam- ferða henni. Elsku Rúna, Theo, Helgi, Drusilla og fjöl- skyldur, megi þessi fullvissa um endur- fundi styrkja ykkur í sorg ykkar. Þið áttuð einstaka móður. Guð blessi minningu Jónu Heiðar. Bjarni, Helga, Rakel Ýr og Rebekka. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Þessi orð tala um minningar og allsstaðar eru þær til staðar. Hér, eingöngu bjartar og hlýjar og indælt er að líta til baka. Kær vinkona mín, til margra ára, Jóna Heiðar, and- aðist á ,,Grund“ föstudaginn 23. maí, 102 ára að aldri. Hin eiginlegu fyrstu kynni hófust á námsárum mínum í Reykjavík árin 1943–1947. Þegar maður kemur á nýjan stað burtu frá góðu heimili sem allt hefur viljað fyr- ir mann gera og stór hluti þeirra sem maður þarf nú að umgangast eru manni ókunnir og lífið tekur á sig nýjan blæ, þá er svo mikils virði að kynnast góðu og elskulegu fólki sem býður manni að koma þegar manni hentar eða hvenær sem þörf er á góðum mannlegum samskiptum. Ég bjó í nágrenni við Jónu á þessum árum og gerðist ég kostgangari hjá þeim hjónum í kvöldmat. Þetta voru mjög indæl og elskuleg hjón, Jóna og Salómon. Já þar eignaðist ég góða og trygga vini. Það voru fleiri en ég sem drógust að þeim. Það var helst um helgar sem þau buðu heim til sín ungu fólki. Sumt af þessu unga fólki átti heimili utan Reykjavíkur en stunduðu nám þar. Bæði voru hjónin söngelsk svo auðvelt var fyrir okkur ungu gestina að taka lagið. Salómon samdi sjálfur mörg fal- leg lög sem okkur þótti gaman að syngja og við vorum fljót að læra þau ásamt ýmsum öðrum lögum. Náinn og góður vinskapur hefur alltaf haldist við börn þeirra, Guð- rúnu og Helga. Ég lít á það sem hverja aðra Guðs gjöf að kynnast svona góðu fólki sem lætur sér annt um mann eins og um náin skyldmenni væri að ræða, að ég tali nú ekki um þegar litið er á ungan aldur okkar sem hittust þar svo oft. Hvenær hefur maður virkilega þörf fyrir nær- gætni, skilning og umhyggju ef ekki þegar á reynir að standa á eigin fót- um, fjarri sínu heimili. Ég er Guði innilega þakklát fyrir að hafa kynnst þessu góða fólki. Og nú er þessi góða kona gengin inn til hvíldar og veit ég að hvíldin var henni kærkomin. Ég bið algóð- an Guð að blessa börnin hennar og fjölskyldur þeirra. Hún trúði því staðfastlega og í einlægni að hún mundi síðar meir mæta okkur öllum aftur. Okkur sem bíðum og hinum sem farnir eru á undan. Að við hitt- umst öll á landi lifenda. Ég kveð hana með þessum orðum: Ó, Jesús, það er játning mín, ég mun um síðir njóta þín, þegar þú, dýrðar Drottinn minn, dómstól í skýjum setur þinn. (Hallgrímur Pétursson.) Þetta vers túlkar trú hennar og von svo og okkar margra vina henn- ar. Blessuð sé minning hennar. Lilja Sveinsdóttir. Fátt skiptir mann meira máli en það fólk sem maður umgengst í líf- inu og eitt af því dýrmætasta sem maður eignast eru góðir vinir. Þeg- ar ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Jónu Heiðar var hún á tíræðisaldri. Milli okkar myndaðist djúp vinátta og áttum við margar góðar og skemmtilegar stundir sam- an. Ég kynntist einnig yndislegri fjölskyldu hennar og hafa þar myndast tengsl sem seint verða rof- in. Börn hennar og barnabörn eru búsett á vesturströnd Bandaríkj- anna en þrátt fyrir fjarlægðina voru þau í nær daglegu sambandi og ekki fannst henni mikið mál að ferðast þangað til að heimsækja ástvini sína þótt ferðalagið væri bæði langt og erfitt. Jóna var mikil hannyrðakona, þær eru ófáar peysurnar sem hún hefur prjónað og dúkarnir sem hún hefur heklað og allt svo vandað og vel gert. Ég var mjög stolt þegar hún treysti mér fyrir því að strekkja dúkana svo ég tali ekki um þegar hún hældi mér því þá vissi ég að ég hafði gert þetta vel. Ég dáðist að þessari dugmiklu og greindu konu sem, þrátt fyrir aldurinn, féll aldrei verk úr hendi. Hún gaf sér þó alltaf tíma til lestrar og var vel heima í því sem var efst á baugi hverju sinni. Ég sakna mikið þessarar góðu vin- konu minnar, frásagna hennar um gamla og síðari tíma, umræðna um menn og málefni og ekki síst kímn- innar sem hún átti í svo ríkum mæli. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Jóna Hermannsdóttir. Vinfengi ofar orðum aldrei hagg- ast úr skorðum innan hugarheims veggja hollvina tveggja. Að fylgja Jónínu Heiðar til grafar (jafnan kölluð Jóna) er fyrir mér, á vissan hátt, eins og um eigin móður væri að ræða – flokkast ekki undir að kveðja vin, eða jafnvel góðvin, því hér ristir dýpra og er meira. Á skólaárum mínum var ég tíður gestur á heimili hennar, raunar eins konar heimagangur, allt að því hluti af fjölskyldunni, þar sem börnin hennar elskuleg, Helgi minn og Rúna, urðu mér á vissan hátt sem yngri systkini – minntu mig á stóra systkinahópinn minn heima. Eiginmaður Jónu, Salómon, var organisti i kirkjunni okkar. Hann var eldhugi, tónskáld, góður hag- yrðingur og umhverfis hann leiftr- aði allt í söng – auk kirkjukórsins var kvennakvartett, einsöngvarar, blandaður kvartett og tvísöngvar. Í öllum þessum söngmálum þurfti mikið að æfa og lá leiðin því stöðugt heim til þeirra. Um helgar var oft fullt hús af ungu, syngjandi fólki, einnig öðrum. Var þá glatt á hjalla, og ekki stóð á veizluföngunum hjá henni Jónu sem var höfðingi í lund og rausnarleg í fremsta máta, mikil móðir og húsmóðir. Á þessu litríka sviði liðu skólaárin mín – ógleyman- legur minningaheimur, sem tengd- ist ekki hvað sízt heimilinu hennar. Jóna var barn síns tíma, alda- mótabarn, ólst upp við sjálfsagða vinnumennsku – oft stranga, þar sem hvorki var spurt um vinnutíma- lengd, kaup, yfirborganir eða þess háttar. Í sveitinni eyddu menn ekki dýrmætum tíma í vinnudeilur og verkföll. Nei, það var eitt sem gilti og gilti fyrir alla: Ljúka því sem ljúka þyrfti. Sveitamenningin okkar var þó ekki vinna og þrældómur einn sam- an, enda bar Jóna því glöggt vitni. Á kvöldvökunum í baðstofunni við fjölþættan heimilisiðnaðinn var mik- ið lesið, sungið, sagðar sögur og kveðið. Þar streymdi raunar mikill fróðleikur. Við þessa brunna ólst Jóna upp og teygaði af þeim. Sjálf var hún víðlesin. Saga lands okkar og þjóðar var henni opin bók. Litlu skipti hvar borið var niður, hvort heldur í óbundið sagnamál eða listaverk góðskáldanna – hún var alls staðar heima – minnið ein- stakt. Þegar við nutum þess að fá hana í heimsókn undraðist konan mín hvernig við gætum ræðst við í ljóð- um og kviðlingum langtímum sam- an. Þá rifjaði Jóna upp heil kvæðin og fjöld kviðlinga, auðvelda jafnt sem dýrt kveðna. Í þessu naut hún sín sannarlega, svo yndi var bæði að sjá og heyra. Kinkaði kolli, jánkaði sjálfri sér og brosti. Þá færðist al- veg sérstakt bros yfir andlitið. Þessu veitti ég athygli um langt skeið og sá, að þetta bros var frá- brugðið öllu öðru brosi hennar. Það einkenndist af einbeittri íhugun, hljóðri gleði, eins konar höfgi og orðlausri birtu. Ég gaf því nafnið: „Ljóðabros.“ Stakk upp á, að hún seldi aðgang að þessu einstaka „Ljóðabrosi“ og gerðist rík. Af þessu hafði hún hið mesta gaman, hló hjartanlega og kunni vel að meta glettnina. Dagfarslega var Jóna hæglát, prúð og lét ekki mikið yfir sér, en samtímis glaðvær í góðvinahópi, mannvinur mikill og hjartahlý. Hún var trúuð – trú, sem aldrei bar blæ af öfgum, ofstæki eða for- dómum. Í heilbrigðu jafnaðargeði hennar var ekkert slíkt að finna, enda heyrði ég hana aldrei leggja nokkrum illt til, en jafnan bera í bætifláka fyrir þá, sem fyrir aðkasti urðu. Við Guð talaði hún blátt áfram og umbúðalaust eins og hún mælti við mann – svo tamt var henni til- beiðslu- og bænamálið: „Kæri faðir minn,“ sagði hún. „Er nú ekki kom- inn tími til að ég fari heim? Ég er orðin þreytt.“ Nú hefur spurningunni hennar verið svarað og hún fengið hvíld eft- ir langan og farsælan ævidag í trúarvissunni sinni um endurfund- ina á landi lifenda. Yfir sextíu ára skeið sannaði hún réttleik fátæklegra inngangsorða minna, þar sem reynt var að segja nokkuð, sem ofar orðfæra sviði ligg- ur – vinfengi, sem bjó í svo traustu virki, að ekkert fékk hoggið skörð í varnarmúra þess, ekki eitt orð, at- vik, eða viðbrögð, alla þessa tíð. Þannig þekkti ég hana og þannig var hún. Kæri Helgi minn, Rúna, ástvinir, aðrir ættingjar og vinir. Við vottum innilega samúð og kveðjum Jónu okkar með djúpri virðingu og þakklæti og bíðum end- urfundanna svo sem hún sjálf gerði. Blessuð sé minning hennar. Guð blessi ykkur öll. Sólveig og Jón Hjörleifur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.