Morgunblaðið - 07.06.2003, Síða 47
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 47
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Sökum útgeislunar og vits-
muna þinna er félagsskapur
þinn eftirsóknarverður.
Reyndu að treysta þau vin-
áttubönd sem fyrir eru svo
rúm gefist fyrir önnur.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur mikla þörf til sam-
ræðna við aðra, sérstaklega
ættingja. Vertu viss um að
þessar samræður eigi sér
stað. Þú þarft á þeim að
halda.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Einbeittu þér að starfi þínu
og frama. Gerðu þér grein
fyrir því hvað skiptir máli
svo þú vitir fyrir hverju þú
ert að vinna.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Gerðu eitthvað fyrir
sjálfa(n) þig í dag. Þú þarft á
því að halda. Njóttu dags-
ins!
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft aukinn tíma til
hvíldar og slökunar. Einnig
væri aukið næði af hinu
góða. Virtu þarfir þínar og
gefðu þér tíma.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vinir þínir krefjast þess að
fá athygli þína. Veittu þeim
hana og ræktaðu þá vináttu
sem er til staðar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Aukin ábyrgð er af hinu
góða. Mundu þó að þú þarft
ekki að sýna hetjulund til
þess að ná árangri. Treystu
á þig og vonaðu það besta.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Farðu í stutta ferð ef þú hef-
ur kost á því. Breytt um-
hverfi mun auka við þekk-
ingu þína á heiminum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Reyndu að greiða úr vanda-
málum sem rísa vegna
skulda. Það gefst ekki vel að
slá málunum á frest, það
þarf að takast á við þau.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú gætur lært margt á því
að skoða sambönd þín við
vini og vandamenn. Taktu
eftir því hvernig aðrir
bregðast við þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Beittu færni þinni til þess að
skipuleggja þig. Farðu alla
leið. Láttu undan löngun
þinni til þess að koma röð og
reglu á hlutina því þér mun
líða betur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Rómantík, ástarsambönd og
samvera með börnum gera
þér lífið léttara. Árangurinn
skiptir ekki máli í þessum
efnum, heldur að vera með.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Einbeittu þér að fjölskyldu
þinni í dag. Samræður við
nákomna eru einkar mik-
ilvægar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Á FERÐ
Hátt í gnúpum hamra bláum
hvein, sem fjúka mundu öll
þau hin sterku, steini gráum
studdu, gömlu Kjósar fjöll.
Skall á bláum björgum froða
– bifðist jörðin öll í kring –
var sem mundi löðrið loða
á loga-gullnum sólar hring.
Magnús Grímsson
LJÓÐABROT
80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 7. júní,
er áttræður Einar Þórð-
arson, Klapparstíg 7,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Jensína Sigurðardóttir.
50 ÁRA afmæli. Ámorgun, hvítasunnu-
dag 8. júní, verður Karl
Skírnisson, dýrafræðingur,
fimmtugur. Á afmælisdag-
inn taka Karl og Ástrós
Arnardóttir, kona hans, á
móti vinum og vandamönn-
um frá kl. 17 til 20 í Félags-
heimili Kópavogs, Fann-
borg 2.
„VELDU og taktu afleiðing-
unum!“ Það er leiðarstefið í
dag eins og í gær, en við er-
um að skoða spil frá Norð-
urlandamótinu sem eru því
marki brennd að möguleik-
arnir eru margir, en óger-
legt er að sameina þá.
Norður
♠ D62
♥ K863
♦ ÁD62
♣K8
Suður
♠ ÁK1043
♥ ÁG
♦ 107
♣Á1075
Suður spilar sex spaða og
fær út lítinn tígul. Gerðu svo
vel og taktu fyrstu ákvörðun.
Auðvitað verður alltaf að
leggja af stað með einhverja
áætlun. Sú fyrsta sem kvikn-
ar er einhvern veginn þann-
ig: Reyna að stinga eitt lauf í
borði og taka trompin. Ef
þetta blessast gæti tólfti
slagurinn komið með svín-
ingu í tígli eða hjarta. Þetta
er ekki slæmt, en margt ann-
að kemur til greina.
Þröstur Ingimarsson var í
suðursætinu og hann hafði
tilfinningu fyrir því að aust-
ur ætti tígulkónginn (austur
hafði hikað yfir fyrirstöðu-
sögn norðurs í tígli) og ákvað
að hleypa á tíuna. Austur tók
á gosann og skipti yfir í
tromp. Hvað nú? Á að setja
tíuna, lítið eða ásinn?
Norður
♠ D62
♥ K863
♦ ÁD62
♣K8
Vestur Austur
♠ G8 ♠ 975
♥ D9742 ♥ 105
♦ 843 ♦ KG95
♣D63 ♣G942
Suður
♠ ÁK1043
♥ ÁG
♦ 107
♣Á1075
Þröstur ákvað að prófa
tíuna. Vestur lét gosann og
drottningin átti slaginn. Í
þessari stöðu svínaði Þröst-
ur hjartagosa og fór því einn
niður. Það hefði kannski ver-
ið heldur nákvæmara að
stinga fyrst lauf (til að dekka
möguleikann á DGx), en
svíningin í hjarta var þó einn
helsti möguleikinn sem eftir
stóð.
Eins og spilið lá hefði
Þröstur getað náð í tólfta
slaginn með láglitaþvingun á
austur. Þá er lauf stungið,
trompin tekin af AV, ÁK í
hjarta spilað og hjarta
stungið. Síðasta trompið
gæti virkað til þvingunar á
ýmsan hátt, en hér er það
austur sem lendir í vandræð-
um með tígulkónginn og
laufgosann. Ekki þarf að
giska á tígulleguna, því vest-
ur verður að valda hjartað
og getur því ekki verið á
nema einum tígli.
En er þetta besta leiðin?
Það er ómögulegt að segja. Í
svona spilum er besta leiðin
einfaldlega sú sem virkar.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 7. júní,
er fimmtugur Þorvaldur
Þór Maríuson, Dvergholti
11, Hafnarfirði. Hann er að
heiman í dag.
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6
4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2
Bd6 7. Bd3 De7 8. O-O O-O
9. c5 Bc7 10. e4 dxe4 11.
Rxe4 Rxe4 12. Bxe4 h6 13.
He1 Hd8 14. Bd2 Rf6 15.
Bd3 b6 16. b4 bxc5 17. bxc5
a5 18. Bc4 Ba6 19. Bb3 Bb5
20. a4 Ba6 21. Re5 De8
Staðan kom upp á
Evrópumeistaramóti
einstaklinga sem fram
fer í Istanbúl þessa
dagana. Þrír íslenskir
skákmenn eru á meðal
þátttakenda, Hannes
Hlífar Stefánsson,
Helgi Ólafsson og
Ingvar Ásmundsson
(2327) sem hafði svart í
stöðunni gegn júgó-
slavneska stórmeist-
aranum Ivan Iv-
anisevic (2569) sem
tætti svörtu kóngsstöðuna í
tætlur með næsta leik sín-
um. 22. Rxf7! Kxf7 23. Hxe6
Dxe6 24. Bxe6+ Kxe6 25.
Dg6! Hg8 26. He1+ Kd7 27.
Df7+ Kd8 28. Bxh6 He8 29.
Hxe8+ Rxe8 30. Bg5+ og
svartur gafst upp. Hægt er
að fylgjast með gangi máli á
Evrópumeistaramótinu á
www.skak.is. Stúlknamót
Hellis hefst í Austurbæj-
arskóla kl. 11.00 í dag.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 7. júní,
er fimmtug Sigríður Friðný
Halldórsdóttir. Í tilefni
dagsins munu hún og eig-
inmaður hennar til 30 ára,
Benedikt Vilhjálmsson,
taka á móti vinum og vanda-
mönnum á heimili sínu frá
klukkan 18.
FRÉTTIR
ÞORPIÐ er nafn á hinu nýja kaffi-
húsi er var opnað í húsakynnum
Geirseyrarbúðarinnar á Patreks-
firði nýlega. Miklar innanhúss-
breytingar voru gerðar í húsnæð-
inu. Eigendur Þorpsins eru Oddur
Guðmundsson, Kolbrún Pálsdóttir,
Rakel María Magnúsdóttir og Páll
Heiðar Hauksson.
Í tilefni opnunarinnar kom Hjört-
ur Skúlason, sem er í landsliði
kaffibarþjóna og hefur rekið stað-
inn Kaffitár í Kringlunni til nokk-
urra ára.
Staðurinn tekur um 50 manns í
sæti og er hann opinn frá kl. 10–22
á kvöldin. Í boði eru ýmsir kaffi- og
súkkulaðidrykkir, tertur og smá-
réttir, einnig hefur staðurinn vín-
veitingaleyfi, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Á myndinni er Hjörtur Skúlason
kaffibarþjónn við barinn, ásamt
eigendum Þorpsins.
Nýtt kaffihús opnað
á Patreksfirði
Borgfirðingahátíð dagana 13.–
17. júní Það verður margt í boði
fyrir alla fjölskylduna á
Borgfirðingahátíð sem haldin verð-
ur dagana 13.–17. júní nk.; mark-
aðstorg, leiktæki, sýningar, tónlist,
leiklist og uppákomur um allan
Borgarfjörð. Nýtt tjaldsvæði er í
Borgarnesi og einnig eru margir
gistimöguleikar um allt hérað.
Föstudag og laugardag verða sýnd-
ar stuttmyndir eftir Óskar Þór
Óskarsson þar sem sagt er frá líf-
inu í Borgarnesi á stríðsárunum og
frá netaveiðum í Hvítá. Um kvöldið
verður Baðstofukvöld í Logalandi
þar sem leikfélög í Borgarfirði og
Halli og Laddi koma fram. Á laug-
ardeginum hefst dagskráin með
Brákarhlaupi. Einnig verður
kvennaskokk í minningu Þorgerðar
Brákar og þá er markaðstorg og
fyrirtækjakynning í íþróttahúsinu
og þar í kring. Leiktæki og andlits-
málun verða fyrir börnin í Skalla-
grímsgarði.
Á sunnudag er öllum boðið í morg-
unverð í Skallagrímsgarðinum og
verður útimessa í framhaldi af því.
Að messu lokinni er hægt að fylgj-
ast með Röftunum – vélhjóla-
klúbbnum, sem verður með sýningu
eða skrá sig í þríþraut við Hrepps-
laug. Í Skorradal verður hægt að
skreppa í bátsferð á vatninu, fara í
skógargöngu með skógarverði eða
taka þátt í flugdrekamóti á Indriða-
stöðum í Skorradal. Sellófón verður
sýnt á Hótelinu í Borgarnesi um
kvöldið og tónleikar verða í Borg-
arnesi mánudaginn 16. júní. Hátíð-
inni lýkur með því að haldið verður
upp á 17. júní um allan Borgar-
fjörð.
Nánari upplýsingar um hátíðina er
að finna á Borgarfjardarsveit.is og
Borgarbyggd.is
Á NÆSTUNNI
ÁRNAÐ HEILLA
Hinn þekkti orkuheilari RAHUL PATEL mun halda námskeið
laugardaginn 21. júní nk. frá kl. 11:30-16:30 í Jógastöð Guðjóns
Bergmann í Ármúla 38. Námskeiðsgjald er 100 USD. Rahul hef-
ur um árabil helgað sig heilun og leitinni að andlegri visku og
heldur hann reglulega námskeið víða um heim. Meðal bóka sem
Rahul hefur gefið út er metsöluhljóðbók hans Energy Healing.
Rahul mun að auki bjóða upp á einkatíma.
Tímapantanir í síma 892 0724.
Leitin að bættri heilsu, hamingju og velgengni
Trönuhrauni 6, Hafnarfirði,
s. 565 1533, www.polafsson.is
Stór og lítil trampolín
í garðinn