Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 49

Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 49 SKIPULEGGJENDUR eru í óða önnað undirbúa hátíðarhöld um versl-unarmannahelgina sem í ár lendir áfyrstu dögum ágústmánaðar. Sálin, Sólin og Skímó í Eyjum Birgir Guðjónsson hjá ÍBV er aðalumsjón- armaður Þjóðhátíðar, og segir hann undirbún- ing hafa staðið yfir síðan í febrúar og ganga vel og samkvæmt áætlun. Stærstu böndin í Eyjum verða Sálin hans Jóns míns, Skítamórall og Á móti sól og verið er að semja við fleiri listamenn og skemmti- krafta. Hippabandið og Dans á rósum munu skemmta á litla pallinum. Hátíðin verður með sama sniði og oft áður, og vonandi að veðurguðirnir verði blíðari nú en síðast, að sögn Birgis. Stærstu viðburðir eru að vanda flugeldasýning, brekkusöngur og tónlistardagskrá en boðið verður upp á ýmsa afþreyingu fyrir börnin og aðra fasta liði eins og bjargsig. Von á GIS and the Big City? Á Akureyri eru það Vinir Akureyrar og ýmsir hagsmunaaðilar sem annast skipulag hátíðarinnar „Ein með öllu“. Bragi Bergmann, sem þar er í forsvari, segir skipulagningu ganga vel og komna á fulla ferð. Búið er að ganga frá samningum við helstu skemmti- kraftana, en aðalnúmerin á Akureyri verða Papar, Í svörtum fötum og Írafár. Þessar hljómsveitir munu skemmta bæði í Sjallanum og á Ráðhústorginu. Bragi segir hátíðina verða með svipuðu sniði og áður: „Það er komin nokkuð sterk hefð á þetta og við munum lítið breyta til frá því sem þróast hefur síðastliðin tvö ár. Þetta verður hátíð með fjölskylduvænu yfirbragði fyrir alla fjölskylduna og alla ald- urshópa,“ sagði Bragi. Þannig verða ýmis skemmtiatriði, leiktæki og barnaskemmtun á Ráðhústorginu, en há- punkturinn verður fjöldasöngur og flug- eldasýning á Akureyrarvelli Bragi segir enn standa yfir samninga við ýmsa skemmtikrafta, meðal annars hina ís- lensk-amerísku GIS and the Big City (með Gísla Jóhannsson innanborðs) sem áður hefur leikið hér á landi við mikla lukku. Galtalækur hefðbundinn Aðalsteinn Gunnarsson sem hefur með fjöl- skylduskemmtunina í Galtalæk að gera segir undirbúning vel á veg kominn. Þar munu Íra- fár og Í svörtum fötum skemmta auk þess sem norsk kántrí- og línudanshljómsveit skemmtir og margir fleiri. Að öðru leyti verður hátíðin í Galtalæk með hefðbundnu sniði. Línudansfár verður í kúl- unni, leiktæki fyrir börnin og hátíðin að sjálf- sögðu vímulaus. Keimur af kántrýhátíð Þó Kántrýhátíðin á Skagaströnd verði ekki haldin, sem slík, segir Magnús Jónsson sveit- arstjóri að einhver skemmtidagskrá verði í staðinn. Til stendur að halda kántrýtónleika á laugardagskvöldi og gospelmessu á sunnudeg- inum. Hann segir tónleikana verða með öfl- ugum tónlistarmönnum, en ekki er þó enn búið að fastsetja nöfn sem má gefa upp. Hljómar og Stormar á Sigló Undirbúningur Síldarævintýris á Siglufirði gengur vel að sögn Theodórs Júlíussonar. Að hans sögn munu sjálfir Hljómar skemmta þar en samningaviðræður standa yfir við Ragga Bjarna. Von er á Stormum auk þess sem hljómsveitin Miðaldamenn og skemmtihóp- urinn Fílapenslar munu stytta gestum stundir. Leikfélagið á staðnum verður með skemmti- atriði fyrir börnin og leiktæki á staðnum. Loks eru uppi fyrirætlanir um að haldið verði hestamannamót samhliða Síldarævintýr- inu og vonast Theodór til að fá stórknapa til að keppa og sýna listir sínar. Eins er von til að arfleifð síldarsöltunar og harmonikkuleiks verði gerð góð skil. Neistaflug að vanda Enn er ekki búið að festa nein nöfn að sögn Geirs Hlöðverssonar hjá Brján-klúbbnum (Blús, rokk og djassklúbbnum á nesi) sem held- ur utan um Neistaflug á Neskaupstað. Hann segir unnið hörðum höndum að skipulagningu og hátíðin verði með hefðbundnu sniði; fjöl- skylduhátíð við allra hæfi, með tónleikum, leik- tækjum og skemmtiatriðum. Meðal dagskrár- liða verður Tónatitringur, dagskrá þar sem heimamenn troða upp og skemmta gestum. Skipulagning fyrir verslunarmannahelgi í fullum gangi Írafár á Akureyri, Sálin í Eyjum og Hljómar á Siglufirði Fjölbreytt skemmtiatriði og söngskemmtanir verða á boðstólum um verslunarmannahelgi. Hér skemmta eldspúandi fjölleikamenn í Galtalæk. asgeiri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.