Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
Einn
óvæntasti
spennu-
tryllir
ársins!
Hrikalega
mögnuð
mynd sem
kemur
óhugnarlega
á óvart!
Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum!
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára
Sýnd kl. 6.
Kvikmyndir.com
X-ið 977
HJ MBL
HK DV
Fyndnasta myndin
sem þú sérð á árinu!
Losaðu þig við
reiðina og hlæðu
þig máttlausan!
2 vik
ur
á top
pnum
í USA
!
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
FRUMSÝNING
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. 500 kr.
Miðasala opnar kl. 13.30
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12
500
kr
Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum!
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 áraSýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
Kvikmyndir.com
X-ið 977
HJ MBL
HK DV
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Fyndnasta myndin
sem þú sérð á árinu!
Losaðu þig við reiðina
og hlæðu
þig máttlausan!
2 vik
ur
á top
pnum
í USA
!
FRUMSÝN
ING
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11.
LISTASUMAR á Sólheimum hefur
formlega göngu sína í dag en kabar-
ettsýningar og leikþættir verða
fastir liðir á laugardögum og sunnu-
dögum á kaffihúsinu Grænu könn-
unni á Sólheimum í Grímsnesi í
sumar.
Í tengslum við sýningarnar verð-
ur opinn útimarkaður allar helgar
þar sem á borðstólum verður líf-
rænt grænmeti, blóm, tré og runn-
ar, handunnin kerti, egg úr ham-
ingjusömum hænum, þroska-
leikföng, ýmiss konar handverk og
margt fleira.
Leirlistasmiðjan opin
„Hver útimarkaður hefur sitt
þema og verða þær vinnustofur sem
tengjast því þema hverju sinni opn-
ar almenningi. Fyrstu helgina er
leirlistin þema hátíðarinnar og
verður leirlistasmiðja Sólheima opin
þá helgi,“ segir í tilkynningu frá
Sólheimum en þar á eftir má búast
við Legó-listaverkasýningu Árna
Alexanders og svo kertagerðar-
þema.
Edda Björgvinsdóttir leikkona er
umsjónarmaður leiksýninganna líkt
og í fyrra og veit meira um málið.
„Ég fékk að koma aftur,“ segir hún
ánægð en sumarleikhús í kaffihús-
inu var haldið á Sólheimum í fyrsta
sinn í fyrra. Leikfélag Sólheima á
sér þó langa sögu en það er 72 ára
gamalt.
„Þetta heppnaðist svo vel í fyrra
að við vildum endurtaka leikinn og
þróa þetta áfram,“ segir hún. „Þetta
er í raun ennþá meira og fjölbreytt-
ara en þá,“ bætir Edda við og segir
að í kabarettsýningunni séu ýmsir
„gamlir smellir og sönglög“.
Alltaf eitthvað nýtt
Hún segir að dagskráin sé mis-
munandi eftir dögum. „Fólk getur
búist við að sjá kabarettsýninguna
okkar, Sesselju-leikritið okkar, sem
við sömdum í fyrra, og svo fáum við
hina ýmsu leikhópa úr fatlaða geir-
anum og sönghópa til okkar. Fólk
getur komið helgi eftir helgi og séð
alltaf eitthvað nýtt,“ segir hún.
„Ég segi við alla að nú sé kominn
tími til að skutlast í bíltúr að Sól-
heimum,“ segir Edda en þetta er
ekki langt frá Reykjavík. „Á lögleg-
um hraða er maður rúman klukku-
tíma,“ segir hún.
Edda vill líka minna á að kaffi-
húsið Græna kannan sé líka opið á
föstudagskvöldum. „Þar er allt líf-
rænt, hægt að fá lífrænar kleinur
og gulrótarkökur eða lífrænan
bjór,“ segir hún.
„Það var algjört met í fyrra,“
segir Edda um aðsóknina og vonast
til að fólk taki vel í listasumar á Sól-
heimum í ár. „Við bara vonum að
fólk leggi leið sína á Sólheima og
sjái sjálft hvað er hér um að vera og
upplifi það sjálft. Þess vegna leggj-
um við mikla áherslu á að bjóða fólk
velkomið,“ segir hún.
Listasumarið er hluti af stærri
listahátíð fatlaðra af því tilefni að
árið 2003 er Evrópuár fatlaðra.
Leikfélag Sólheima fær vegna
þessa marga góða gesti í heimsókn,
eins og Ævintýraklúbbinn, M&M-
dúettinn, leikhóp frá Ásgarði og
Blikandi stjörnur auk þess sem at-
vinnulistamenn leggja leið sína á
Sólheima líkt og í fyrra.
Listasumar á Sólheimum í Grímsnesi
Útimarkaður
og kabarett
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Frá sýning-
unni Sól-
stafir, sög-
ur frá
Sólheimum,
sem sýnd
var í vor.
Marg-
breytilegt
menningar-
starf fer
fram á Sól-
heimum í
Grímsnesi.
TENGLAR
.....................................................
www.solheimar.is
ingarun@mbl.is
Listasumar á Sólheimum verður
formlega opnað í dag kl. 14. Kabar-
ettsýning í Grænu könnunni kl. 16.